SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Qupperneq 10
10 9. september 2012
Á tímabili vann ég einnig semkennari. Þá kenndi ég til aðmynda sögu grænlensku þjóð-arinnar en hún fjallar nær ein-
göngu um átök, ofbeldi og hefndir. Mig
langaði að sýna fram á að fleira byggi í sál-
arlífi og hefð Grænlendinga en þetta. Ást,
friður, íþróttir og samheldni hefur einnig
verið stór hluti af daglegu lífi Grænlend-
inga í gegnum aldirnar. Tilfinningar á borð
við náungakærleik er einnig að finna hjá
veiðimönnum,“ segir Lars-Pele um
skáldsögu sína. Hann er staddur hér á
landi um helgina ásamt eiginkonu sinni,
Magdalenu, sem þýddi orð hans gaum-
gæfilega fyrir undirritaðan.
Verðlaunin sem Sagan af Kaassali hlaut
eru ekki af verri endanum en nafnbótinni
fylgja 1,2 milljónir íslenskra króna. Lars-
Pele segir það mikinn heiður að hljóta
verðlaunin en er þó mjög hlédrægur.
„Ég er auðvitað mjög glaður og þakk-
látur. Ég hef hinsvegar gengið í gegnum
margt og unnið mörg störf svo ég er ekk-
ert að týna mér í gleðinni. Ég hef meðal
annars unnið sem skólakennari, skíða-
kennari, bæjarstjóri og lögreglumaður.
Reynslan heldur mér á jörðinni,“ segir
hann.
Fyrsti ljóshærði strákurinn
„Sagan segir frá lífi grænlenska fólksins á
átjándu öld eða á þeim tímum er kristin
trú var að breiðast út þar í landi, Græn-
lendingar voru annarrar trúar áður en til
hennar kom. Sagan segir frá stráki sem
fæddist á Disko-eynni,“ Segir Lars-Pele
en hann fæddist einmitt á þeirri eyju.
„Í sögunni kemur hvalveiðibátur frá
Evrópu til að skipta á vörum, eins og
gerðist oft á þessum tíma. Þegar báturinn
leggur frá landi taka Grænlendingarnir
eftir því að ein stúlkan, Inaluk, er horfin.
Fólkið finnur það út að henni var rænt og
að hún væri nú stödd nauðug um borð í
hvalveiðibátnum. Henni er síðan bjargað
af Aarluk og eftir nokkurn tíma kemst hún
aftur til síns heima. Hún er þá ólétt eftir að
einn veiðimannanna á hvalveiðiskipinu
nauðgaði henni. Hún eignast síðan
hraustan strák sem er sá fyrsti ljóshærði í
samfélaginu,“ segir Lars-Pele en þess má
geta að bókin hefur nú þegar verið þýdd
úr grænlensku á dönsku.
Gamlir siðir Grænlendinga
„Hér áður fyrr báru Grænlendingar ekki
dönsk nöfn. Oftast voru þeim gefin nöfn
eftir því hvernig þeir litu út eða hvernig
persónuleiki þeirra var. Kaassali, strák-
urinn sem sagan segir frá, fæddist á sama
hátt og öll önnur börn; glaður og heil-
brigður. Einn daginn þegar hann var
hjálpa móður sinni að ná í vatn í sel-
skinnspoka, þá réðust á hann hundar og
fóru ansi illa með hann. Frá því var hann
alltaf boginn í baki sökum öra á mag-
anum. Þegar hann varð eldri og fór að
sigla á kajak þá var hann einmitt alltaf
boginn í baki, en kajakræðarar eru oft
bognir í baki þegar þeir berjast við öld-
urnar og er það kallað kaassalivoq. Í stað
þess að rétta úr sér eins og allir aðrir þegar
hann kom í land þá hélt hann áfram að
vera boginn í baki. Þess vegna var hann
kallaður Kaassali,“ segir Lars-Pele um að-
alsöguhetju bókar sinnar. Bókin segir
einnig frá venjum og siðum sem tíðkuðust
í Grænlandi á árum áður.
„Þegar maður elskaði konu sem end-
urgalt ekki ást hans, þá gekk maðurinn á
brott og hóf einbúalíf í fjöllum Grænlands,
langt frá þorpinu. Þetta var hefð sem
skapaðist sökum þess að maðurinn gat
eftir þetta ekki búið í sama samfélagi og
konan. Í bókinni er einmitt maður sem
elskar Inaluk, móður Kassalis. Í byrjun
sögunnar elskaði Inaluk hann líka en eftir
að hún var numin á brott þá breyttist það
allt saman,“ segir Lars-Pele.
Háhyrningur hremmir sel
„Hugmyndina að bókinni fékk ég þegar ég
var á selveiðum með elsta syni mínum,
hann hefur ekki verið nema þrettán ára.
Við vorum þá að sigla á kajak nálægt
Disko-eyju og komum auga á sel. Þegar
sonur minn ætlaði að skjóta hann kom há-
hyrningur eins og hendi væri veifað og
hremmdi selinn. Sonur minn varð skelk-
aður og vildi drífa sig í land. Hann
reri eins hratt og hann gat í öld-
unum og varð við það kengboginn í
bakinu. Ég varð fyrir hugljómun og
vildi bara komast heim að skrifa,“
segir Lars-Pele.
„Sonur okkar veiddi engan sel
þann daginn,“ bætir Magdalena við
með bros á vör.
Ekki alltaf dans á rósum
„Ég held að ástina og samheldnina
sem er kjarni bókarinnar sé enn að
finna í Grænlandi. Það er þó meira
um þessa hluti í minni samfélögum
Grænlands, þar sem nándin er
meiri,“ segir Lars-Pele. Hann er nú
þegar hálfnaður með aðra skáldsögu
sem hann hyggst gefa út í náinni framtíð.
Lars er mjög fjölhæfur listamaður en auk
þess að skrifa bækurnar, þá hefur hann
gefið út tónlist, málað málverk og unnið
allskyns handverk. Hann vinnur einnig að
smásagnasafni með sögum úr lífi sínu.
„Allt þar til fyrir tveimur árum var
hann einn besti hlaupari og skíðamaður í
Grænlandi en honum fer versnandi dag frá
degi. Hann greindist með MS-sjúkdóminn
fyrir tveimur árum,“ segir Magdalena.
„Ég byrjaði að mála eftir að ég greindist
með sjúkdóminn. Það kom dönsk kona til
mín í Nuuk og hún sagði að það væri ekki
gott fyrir mig að vera einn heima aðgerð-
arlaus allan daginn. Hún kom því með
pensla og pappír og sagði mér að mála og
ég gerði það,“ segir Lars-Pele en hann
hefur aðallega málað myndir frá fæðing-
arstað sínum og öðrum smábæjum á
Grænlandi.
Veiðimenn bera
einnig tilfinn-
ingar í brjósti
Bók grænlenska rithöfundarins Lars-
Pele Berthelsen, Sagan um Kaassali,
hlaut í gær barna- og unglingabóka-
verðlaun Vestnorræna ráðsins. Lars-
Pele er margt til lista lagt en auk þess
að vera rithöfundur hefur hann gefið
út lög og unnið sem lögreglumaður.
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Verðlaunahafinn Lars-Pele Berthelsen er hér ásamt eiginkonu sinni, Magdalenu.
Morgunblaðið/RAX
’
Hún er
þá ólétt
eftir að
einn mannanna
á hvalveiðiskip-
inu nauðgaði
henni. Hún
eignast síðan
hraustan strák
sem er sá fyrsti
ljóshærði
í samfélaginu
Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is
-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI
Sérfræðing
ar í gleri
… og okku
r er nánast
ekkert ómö
gulegt
Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga
• Sandblásið gler
• Munstrað gler
• Sólvarnargler
• Einangrunargler
• Öryggisgler
• Eldvarnargler
• Speglar
• Hert gler
- Í sturtuklefa
- Í handrið
- Í skjólveggi
- Í rennihurðirSENDUM UM ALLT LAND