SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 18
Halla segist alltaf hafa átt von á einhverri umræðu en ekki gert sér grein fyrir hversu mikil hún yrði, bara með því einu að sækja rétt sinn. „Hafi ég lært eitthvað á þessu ferli þá er það sú staðreynd að enn er þrítugan hamarinn að klífa fyrir fólk sem brotið er á sbr. konur, og eins karla sem vilja sækja rétt sinn. Halla Bergþóra býr ásamt fjöl-skyldu sinni í Seljahverfinu íReykjavík en er annars aðnorðan, frá Laxamýri í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, rétt utan við Húsa- vík. Maður hennar, Kjartan Jónsson, er einnig frá Húsavík og tengsl fjölskyld- unnar norður því mikil. Frá árinu 2009 hefur Halla gegnt stöðu setts sýslumanns á Akranesi, á meðan Ólafur Þór Hauksson, sem skip- aður er sýslumaður á staðnum, sinnir stöðu sérstaks saksóknara. „Ég er búin að vera mjög ánægð á Akranesi, það vantar ekki. Það er ofsa- lega gott að vinna þar og framúrskarandi starfsfólk, hvort heldur sem er á lög- reglustöðinni eða sýslumannsskrifstof- unni. Mannauðurinn er auðvitað það sem skiptir öllu máli í allri starfsemi, hvort sem um ræðir opinbert fyrirtæki eða einkafyrirtæki,“ segir hún. Stefnt að sýslumannsstarfinu Áður en Halla tókst á hendur stöðu sýslumanns á Akranesi starfaði hún í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þar sem hún starfaði m.a. á einkamálaskrif- stofu ráðuneytisins og dóms- og lög- gæsluskrifstofu þess. Kom hún þar að ýmsum málum, m.a. sifjamálum, um- sjón með fangelsismálum og starfs- mannamálum undirstofnana ráðuneyt- isins. Áhuginn á starfi sýslumanns hafði lengi blundað í henni en áður en í ráðu- neytið kom hafði hún aflað sér tölu- verðrar reynslu af starfsemi slíkra emb- ætta og gat vel hugsað sér það sem framtíðarstarfsvettvang. „Á meðan á námsárum mínum stóð vann ég m.a. í lögreglunni á Húsavík þrjú sumur auk þess sem ég vann tvö sumur á sýslumannsskrifstofunni þar. Ég starfaði síðan sem löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns á Húsavík um tveggja ára skeið og man að ég hugsaði með mér að ég gæti nú vel hugsað mér að starfa þarna sem sýslumaður einn daginn,“ segir Halla. Velti hún að eigin sögn fyrir sér í kjöl- farið hvernig hægt væri að vinna að því að gera þetta mögulegt. „Ég hugsaði með mér að gott gæti verið að öðlast reynslu í ráðuneytinu, sem maður byggi að síðar. Í ráðuneytinu er yfirstjórn svo margra málaflokka, stjórnsýsla og stöð- ugt verið að úrskurða og leggja línurnar um hvernig hlutirnir eigi að vera – allt reynsla sem hefur verið mikils metin þegar fólk sækir um sýslumanns- og dómaraembætti. Áður en í ráðuneytið kom starfaði hún m.a. hjá Sýslumanninum í Reykjavík auk þess sem hún náði sér í meistara- gráðu í Evrópurétti við Háskólann í Stokkhólmi. Litaði áhuginn á lögreglu- málunum þar áherslur hennar í náminu en lokaritgerð hennar fjallaði um nýja tilskipun EB um peningaþvætti. Afleysing á Akranesi Eftir heimkomuna frá Svíþjóð starfaði Halla um tíma á lögmannsstofu hjá Guð- jóni Ármanni Jónssyni þar sem við tóku hefðbundin lögmannsstörf. Árið 2002 lá leið hennar síðan yfir í dóms- og kirkju- málaráðuneytið þar sem hún starfaði í kjölfarið eins og áður sagði, allt uns hún var beðin um að taka að sér stöðu sýslu- manns á Akranesi þegar ljóst var að Ólafur Þór hyrfi til annarra starfa tíma- bundið. Halla segist hafa verið ánægð með að vera boðin staðan, enda alltaf verið áhugasöm um að gerast sýslumað- ur og það þrátt fyrir að hafa verið mjög ánægð í starfi í ráðuneytinu. Ákvað hún því að slá til. Upphaflega var Halla sett í embættið án auglýsingar en að rúmum tveimur árum liðnum var ákveðið að auglýsa það og gafst henni kostur á að sækja um eins og öðrum, sem hún og gerði. Varð úr að henni var boðin staðan en að þessu sinni var henni gert að segja starfi sínu í ráðu- neytinu lausu, sem hún hafði verið í leyfi frá. „Ég var ekki alls kostar sátt við það en í minni tíð í ráðuneytinu hafði fólk ekki þurft að gefa stöður sínar laus- ar þótt það væri sett í önnur embætti tímabundið. Í raun og veru felur setning engin réttindi í sér á borð við uppsagn- arfrest og annað sem maður nýtur í fastri stöðu enda er um eins konar af- leysingu að ræða á meðan skipaði að- ilinn sinnir öðru. Ég velti því vandlega fyrir mér hvort ég væri tilbúin að gefa frá mér öryggið. Úr varð að ég ákvað að halda áfram á Akranesi, enda hafði ég verið ánægð þar og leit svo á að það myndi styrkja mig frekar ef til kæmi að sækja um skipun í embætti.“ Nær setn- ing Höllu á Akranesi til 1. janúar 2013. Sótt um embættið á Húsavík Skömmu síðar var staða sýslumanns á Húsavík auglýst til umsóknar. Ákvað Halla að sækja um, bæði þar sem um var að ræða skipun í stöðu og þar með meira starfsöryggi, auk þess sem heimahag- arnir heilluðu þau hjónin. „Ekki það að það ætti að hafa áhrif á hæfnismatið – en það skipti að sjálfsögðu máli fyrir áhuga minn á að fara þangað,“ segir hún. Hamarinn enn hár Nýfallinn úrskurður kærunefndar jafnréttismála, um að innanríkisráð- herra hafi ekki farið að jafnréttislögum þegar karl var skipaður í embætti sýslumanns á Húsavík, hefur vakið mikla athygli og umtal. Einkum og ekki síst í ljósi þess að auk þess sem embættið hlaut, stóð valið um mjög hæfa konu, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem þótti raunar standa hinum umsækjandanum framar í fjórum og jafnhæf í þremur af þeim átta þáttum sem ráðuneytið virðist hafa byggt mat sitt á. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is 18 9. september 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.