SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Síða 24

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Síða 24
24 9. september 2012 Að fljúga um Grænland ermjög sérstök upplifun,fjöllin eru hrikaleg ogminna á Ísland, en það er eins og þau séu á sterum, allt er miklu stærra og stórbrotnara. Landið er svo til ósnortið og al- gjörlega ókannað á stórum svæðum. Veðurfarið breytist ört og oft fyr- irvaralaust. Fallvindur af jöklinum eða Piteraq getur verið svo sterkur að hann sprengir hús, þó að það hafi ekki komið fyrir síðustu ár. En svo koma miklar stillur og heið- ur himinn svo dögum skiptir. Sum þorpin eru þokusæknari en önnur sem gerir það að verkum að ekki er flogið þangað dögum saman. 14 flugvellir Fjórtán flugvellir eru á Grænlandi, ef herflugvöllurinn í Thule er talinn með, en þar er ekki leyft almennt flug. Síðan eru 49 þyrlupallar í þorpum, þar sem ekki hefur verið hægt að gera flugbrautir fyrir flugvélar. Flestir flugvellirnir eru í styttra lagi og aðflugsljós verða að vera mjög ná- kvæm til að tryggja öryggi flug- farþega. Aðflugsljósin þarf að stilla á sex mánaða fresti og er stillingin í höndum Íslendinga hjá Isavia, sem hefur sérútbúin tæki til að mæla að- flugsgeislana á brautirnar á Grænlandi fyrir dönsku flugmálastjórnina. Mýflug sér um að fljúga þessar ferð- ir í samvinnu við Isavia tvisvar á ári. Isavia skiptir flugvöllunum í tvo áfanga. Það getur tekið tíma að flug- prófa allar þær flugbrautir sem þarf að stilla. Stundum gengur allt upp en svo getur biðin verið löng ef skýjahæð er of lítil til að flugmenn geti flogið og mælt aðflugsgeislann. Mæling- armaður á jörðu niðri þarf að geta séð flugvélina í allt að fimm þúsund feta hæð og undir skýjum. Meiri bráðnun en áður Í þeirri ferð sem hér er fjallað um voru aðflugsgeislar mældir í Scoresbysundi, Ilulissat, Qaanaaq í Thule, Upernavik, Sisimiut, Aasiat, Pamiut og Manitsoq. Vinnuplanið var að ljúka þessu á viku en veðrið teygði ferðina í tíu daga. Við Haraldur Sigurðsson, eldfjalla- og jarðfræðingur, fengum að fljóta með þeim félögum Kela flugstjóra, Friðriki flugmanni, Jóhannesi Long, sem félagar hans kalla stundum í gríni JLO, og Örnólfi, sem mældu, reikn- uðu og stilltu brautarljósin. Við vorum á ferð aðeins nokkrum dögum fyrir stórtíðindin og heims- frétt um að yfirborðsbráðnun Græn- landsjökuls hefði náð 97% af yfirborði jökulsins. Það var greinilegt á flugi yfir jöklinum að bláu lónin voru mun fleiri en vanalega og náðu mun norðar. Jökullinn var líka grárri á víð og dreif um íshelluna, krapamyndun vegna mikils hita. Eftir að hafa flogið nokkr- ar ferðir til Thule í gegnum árin hef ég ekki séð þetta áður svona norðarlega á jöklinum. Það sama sögðu flugmenn- irnir sem fljúga oft yfir jökulinn. Það kom því ekki sérstaklega á óvart þegar þessi frétt kom í heimsfréttum og gaf frægu fólki, sem veit ekki sjálft fyrir hvað það er frægt, smá frí frá sviðs- ljósinu, í einn dag. Ófá mannslíf bjargast Mörg störf eru þess eðlis að fólk veltir því ekki mikið fyrir sér hvað býr að baki eða út á hvað þau ganga. Dæmi um það er allur sá fjöldi fyrirtækja sem veitir Grænlandi hina fjölbreytileg- ustu þjónustu frá Íslandi. Ístak hefur til að mynda byggt upp mörg mann- virki, bæði flugvelli og virkjanir fyrir heimamenn um langt skeið, Flugfélag Í aðflugi að flugvellinum í Qaanaaq í Thule. Jóhannes Long stillir aðflugsljós á jörðu niðri. Örnólfur Lárusson reiknar út leiðréttingu á aðflugsljósum. Flugöryggi í landi jöklanna Isavia annast eftirlit með öryggi flugvalla á Grænlandi í samstarfi við Mýflug. Það getur verið bratt úr skýjunum og yfir háa fjallstindana niður á mislanga flugvellina, sem finna má á víð og dreif um Grænland. Texti: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Karl Blöndal kbl@mbl.is Ljósmyndir: Ragnar Axelsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.