SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Síða 25

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Síða 25
9. september 2012 25 Íslands stendur fyrir reglulegu flugi til Grænlands, einkum með ferðamenn, og Norlandair sérhæfir sig í ferðum með hópa til Grænlands og býður upp á margvíslega þjónustu. Þau störf sem flugmenn Mýflugs og Isavia sinna felast í flugprófunum á flugvöllum Grænlands og Íslands þar sem allt varðandi aðflugshalla og geisla brautarljósanna er reiknað út svo aðflugsgeislinn sé hárnákvæmur. Það þýðir að við venjulegir farþegar í innanlands- og millilandaflugi getum andað rólega fyrir lendingu. Þetta er lykilatriði í flugöryggismálum en fæstir vita af því. Á milli þess sem flugmenn Mýflugs eru í útleigu við mælingar á flug- völlum sinna þeir sjúkraflugi um allt land og fara einnig til annarra landa til að sækja sjúklinga, þar á meðal Græn- lands. Ófá mannslíf hafa bjargast vegna ósérhlífni flugmanna Mýflugs í öllum veðrum. Á neyðarstundu þegar veðurhamurinn er sem mestur og jafnvel kolniðamyrkur þurfa braut- arljós og aðflugsgeislar að virka. Það var misjafnt eftir stöðum á Grænlandi hversu bratt aðflugið var. Brautirnar eru flestar einum metra of stuttar og einungis fáar tegundir flug- véla geta lent þar. Að vera um borð var á köflum eins og að vera í rússí- bana, svo bratt var aðflugið á suma staðina. Svo var það skárra á öðrum völlum þar sem aðflugið var laust við há fjöll sem eru helsti farartálminn. Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugstjóri og Friðrik Sigurmundsson flugmaður í háloftunum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.