SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Side 40
40 9. september 2012
Lífsstíll
Geymsluherbergið mitt hefursíðastliðnar vikur látið nokkuðá sjá. Líkt og lesendur munakannski var geymsluherberg-
inu jú komið í lag. Síðastliðnar vikur hef
ég hins vegar hrúgað þar inn ýmiskonar
dóti og fatnaði úr skápum mínum og
skúffum. Nú er nefnilega komið að því að
gera alvöru hausthreinsun og halda á
markað. Reyndar er ég þar kannski akk-
úrat núna eða var í gær. Allt eftir því hve-
nær þú lest blaðið. Ég held að ég sé svolítil
sölukona í eðli mínu. Í það minnsta finn
ég til tilhlökkunar yfir því að leggja bíln-
um mínum við Valsheimilið í dag (laug-
ardaginn 8. september) og opna skottið
fullt af gersemum. Hitta alls konar fólk og
spjalla, pranga og prútta, stilla upp vörum
og gera allt fínt þannig að maður trekki nú
sem flesta að.
Í fyrravor stóð ég vakt í Kolaportinu
einn laugardaginn og hafði gaman af. Að
þessu sinni verður skemmtilegt að standa
í (vonandi) haustblíðunni með skottið
galopið og gala söluslagorð yfir bílastæðið.
Kannski hef ég mig nú samt hæga til að
byrja með. Vil ekki láta reka mig heim.
Svo verð ég líklegast bara í lopapeysunni
og auðvitað strigaskónum svo ég nái að
standa svona hálfan daginn. Eins mun ég
taka með mér gott te á brúsa og fullt box
af nesti. Annars sé ég fyrir mér að það
mætti tylla sér í skottið öðru hvoru.
Jafnvel taka kríu á vöktum á móti systur
minni sem slást mun í lið með mér.
Skottmarkaður þessi er hluti af
hverfahátíð Miðborgar og Hlíða og
verður örugglega líf og fjör á svæðinu.
Svo það er um að gera fyrir þá sem ætla
að vera á ferðinni í dag (laugardag) að
skottast á skottmarkað og sjá hvort þið
finnið ekki einhverjar gersemar. Þær
þurfa ekki endilega að vera úr mínu skotti
enda verða þarna samankomnir fjölmarg-
ir aðilar sem selja munu ólíka hluti. Allir
ættu því að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi og kannski rekist þið á galandi sölu-
konu þarna einhver staðar.
Það getur verið ágætt að hafa varninginn í hjólbörum, fyrir þá sem langar að kaupa mikið er jafnvel hægt að fá hjólbörurnar með.
Morgunblaðið/Kristinn’
Hitta alls konar fólk
og spjalla, pranga og
prútta, stilla upp
vörum og gera allt fínt
þannig að maður trekki nú
sem flesta að. Gersemar í skotti
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Sölukonan í mér vakn-
ar til lífsins um helgina
og mun bjóða gersemar
úr skotti sínu. Prútt,
prang, spjall og góður
tesopi eru uppskrift að
góðum degi.
Ef þú ætlar að búa til alvöru bollaköku þá fylgir því að
hún verður að vera fagurlega skreytt með kremi og
jafnvel smá kökuskrauti svona til að setja punktinn
yfir i-ið. Engifer má meðal annars nota til að búa til
gott slíkt krem og hér kemur uppskrift að slíku feng-
in úr the The Hummingbird Bakery, bollaköku- og
múffuuppskriftabókinni.
Engiferkrem
100 ml nýmjólk
stór biti af engiferrót, afhýdd og skorin í 4 hluta
400 gr flórsykur
125 gr smjör við stofuhita
börkur af ½ sítrónu
Aðferð
Setjið engiferbitana og mjólk í skál, setjið plast yfir
skálina og geymið í ísskápnum í nokkra klukkutíma.
Hrærið saman flórsykurinn, smjörið og sítrónubörk-
inn með handþeytara á miðlungshraða þar til að
blandan hefur blandast vel saman. Sigtið síðan
mjólkina frá engiferinu og hrærið létt saman við í
fyrstu en aukið síðan hraðann þar til blandan er orðin
loftkennd og létt í sér.
Létt og gott engiferkrem
Undanfarnar vikur hefur
verið skemmtilegt að
fylgjast með þáttunum
Kryddleiðinni, á Rík-
issjónvarpinu. En þar
leiðir Kate Humble áhorf-
endur um króka og kima
kryddheimsins. Í gegnum
þættina hefur maður því
lært ýmislegt nýtt um
kryddin sem maður notar
sum hver á hverjum degi.
Eitt þeirra krydda sem
Kate tekur fyrir í þáttum
sínum er kanill og
ferðast hún til kan-
illandsins Sri Lanka til að
kynna sér það mæta
krydd. Samhangandi kan-
il mætti jú t.d. nefna
grjónagraut eða kanilsn-
úða, hvort tveggja herra-
mannsmatur. Í Portúgal
er kanill notaður í sæta-
brauð sem kallast „Pas-
teis de nata“. Sætabrauð
þetta er baka sem sáldr-
að er kanil yfir og sykur
og er vanalega borðuð
með espressóbolla.
Hljómar alls ekki illa
enda gefur kanill gott
bragð bæði í bakstur og
matargerð.
Kanil-sætt