Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 4
Þ
að var hjartnæm stund
þegar Steingrímur J.
Sigfússon, þáverandi
fjármálaráðherra, skrif-
aði formlega undir
samninga við kröfuhafa Lands-
bankans um aðskilnað nýja og
gamla bankans. Hann var sig-
urreifur og lýsti því yfir að Lands-
bankinn væri „kominn aftur í
trausta eigu þjóðarinnar, að yf-
irgnæfandi meirihluta. Það lá fyrir
að útkoman yrði sú að ríkið ætti
Landsbankann.“
En stundin var einungis hjart-
næm fyrir suma, en öllu súrari fyr-
ir aðra sem hryllti við þeirri
skuldabyrði í erlendum gjaldeyri
sem verið var að leggja á bankann
með undirskriftinni, ekki síst þar
sem bankinn var nú aftur á forræði
þjóðarinnar.
Unnið að útreikningum
Í samningunum var fylgt ramma-
samkomulagi frá því tveim mán-
uðum áður, sem fól í sér að nýi
Landsbankinn gæfi út skuldabréf á
gamla bankann í erlendum gjald-
miðlum, en fjárhæðin nam þá 260
milljörðum króna. Jafnframt að ein-
ungis yrðu greiddir vextir fyrstu
fimm árin, en að þeim tíma liðnum
yrði byrjað að greiða af láninu og
um leið hækkuðu vextirnir.
Um þetta var ekki deilt í loka-
áfanga viðræðnanna, heldur breyti-
legt skuldabréf sem gert verður
upp núna um áramótin. Niðurstaðan
varð sú að hluthafar fengju 20% af
heildarhlutafé Landsbankans, að
nafnvirði 28 milljarða króna. En
reyndist verðmæti yfirfærðra eigna
úr gamla bankanum í þann nýja
meira en áætlað var, þá gæfi bank-
inn út viðbótarskuldabréf til þrota-
búsins í erlendum gjaldmiðlum að
fjárhæð allt að 92 milljarða króna og
ríkið eignaðist í staðinn 20% hlutinn
í bankanum.
Þessa dagana eru endurskoðendur
frá Deloitte í Bretlandi að reikna út
hversu hátt skuldabréfið verður, en í
sex mánaða uppgjöri bankans stóð
það í 69 milljörðum.
Háar fjárhæðir í húfi
Sú spurning vaknar óhjákvæmilega
þegar horft er á þessa samninga rík-
isins fyrir hönd „þjóðarbankans“
hvernig bankanum var ætlað að
standa undir þessum skuldbind-
ingum í erlendum gjaldmiðlum, en
ljóst er að gjaldeyristekjur bankans
geta engan veginn staðið undir þeim.
„Stóra skuldabréfið“ eins og það
er kallað, stendur nú í 209 millj-
örðum króna og samanlagt þarf
Landsbankinn því að standa skil á
um 280 milljörðum í erlendum
gjaldmiðlum á árabilinu 2014 til
2018.
Veltan á gjaldeyrismarkaði í fyrra
var tæplega 90 milljarðar og Lands-
bankinn hefur verið fyrirferðar-
mikill á þeim markaði, enda þurft
að standa skil á um 10 milljarða
vaxtagreiðslum á ári. Margir velta
fyrir sér hvernig fari þegar bankinn
þurfi einnig að standa undir um 70
milljarða afborgunum á ári. „Það er
ljóst að bankinn þarf að endur-
fjármagna sig,“ segir einn heimild-
armanna. „Vandamálið var fært inn
í framtíðina.“
Starfsmenn Landsbankans eru
eins og nærri má geta meðvitaðir
um að það líður að skuldadögum.
Það er ekkert launungarmál að það
þarf að endursemja um skuldirnar,
en bankinn gefur ekki upp hversu
háar fjárhæðir er um að ræða. En
það getur verið vísbending að í
febrúar í fyrra ritaði Skilanefnd
Landsbankans Bankasýslu ríkisins
bréf, þar sem lýst var áhyggjum af
því að Landsbankinn gæti lent í
vandræðum með að greiða af er-
lenda skuldabréfinu og taldi að í
versta falli gæti vantað ríflega 50
milljarða króna í erlendum gjaldeyri
til að geta staðið í skilum.
„Við þurfum að endurfjármagna
okkur í erlendri mynt eins og marg-
sinnis hefur komið fram frá okkur,“
segir Kristján Kristjánsson, upplýs-
ingafulltrúi bankans.
„Endurfjármögnunarþörfin er fyrst
og fremst eftir 2015, þannig að
lausafjárstaða bankans í erlendri
mynt hefur verið og er mjög góð.“
Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans,
þegar ritað var formlega undir samninga vegna uppgjörs milli gamla og nýja Landsbankans. Þetta var 16. desember og jólin á næsta leyti.
Morgunblaðið/Golli
Vandanum velt inn í framtíðina
LANDSBANKINN ÞARF AÐ ENDURSEMJA UM SKULDABRÉF Í ERLENDUM GJALDMIÐLUM. UM 280 MILLJARÐAR UNDIR. SKULDIRNAR
GETA VALDIÐ VERULEGUM ÞRÝSTINGI Á GENGI KRÓNUNNAR OG GJALDEYRISFORÐA SEÐLABANKANS.
Það lá vel á Steingrími J. Sigfússyni
og föruneyti hans kvöldið 15. desem-
ber þegar undirritaðir voru samn-
ingar við kröfuhafa Landsbankans
um uppgjör milli gamla og nýja bank-
ans. Fjármálaeftirlitið hafði gefið
frest til miðnættis til að ljúka samn-
ingunum og stillti þannig ríkinu upp
við vegg. Engu að síður fagnaði
Steingrímur samningunum og lét þau
orð falla að Landsbankinn væri aftur
kominn í hendur þjóðarinnar. Það
sýnir kannski hversu atburðarásin
var hröð að skálað var í volgum bjór í
tilefni dagsins.
Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Bankasýslu ríkisins, hafði
farið fyrir samninganefnd ríkisins í
viðræðum við skilanefndir föllnu
bankanna og var mikið í samráði við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í því ferli,
en haft er á orði við blaðamann að á
fundum hafi hann einkum verið í
símasambandi við Steingrím um
kaupaukakerfið sem kröfuhafar vildu
að komið yrði á laggirnar fyrir starfs-
menn bankans.
Starfsmenn bankans munu eignast
allt að 2% í bankanum þegar loka-
uppgjör fer fram um áramótin á
breytilega skuldabréfinu sem
þrotabúið eignast gagnvart bank-
anum, en það stóð í 69 milljörðum um
mitt ár.
Heimildarmenn blaðsins gagnrýna
harðlega að hvatarnir í því kerfi tengist
og þjóni beint hagsmunum kröfuhafa
þrotabúsins og felist í því að hámarka
virði skuldabréfsins sem Landsbank-
inn þurfi að greiða til kröfuhafanna.
Fjárhæðin veltur á því hvernig til-
teknum lánasöfnum reiðir af.
Og það voru kröfuhafarnir sem réðu
för. „Þeir voru raunar með miklu meiri
kröfur í þeim efnum sem við féllumst
ekki á,“ sagði Steingrímur í vor. „Að
endingu náðist saman á þessum nótum,
að allir starfsmenn bankans gætu feng-
ið vissa hlutdeild í því þegar til upp-
gjörsins kemur milli nýja og gamla
bankans.“
Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, stjórnarformaður, Steingrímur J. Sig-
fússon og Lárentsínus Kristjánsson ganga frá samningum að kvöldi 15. desember.
Deilt um kaupaukakerfið
Í riti Seðlabankans um fjár-
málastöðugleika er kveðið
óvenju sterkt að orði, en þar
segir að árlegar afborganir af
erlendum lánum aukist veru-
lega á árinu 2015:
„Í þessu sambandi munar
mest um afborganir nýja
Landsbankans til þess gamla
sem verða um 72 ma.kr. að
meðaltali á ári á þessu tímabili
eða 4% af landsframleiðslu. Ef
ekki kemur annaðhvort til
endursamninga um þessar
skuldir eða að viðkomandi
aðilar öðlast aðgang að er-
lendum lánamörkuðum til að
endurfjármagna þær gæti
þrýstingur á gengi krónunnar
og gjaldeyrisforða Seðlabank-
ans orðið verulegur, sem
myndi gera losun fjármagns-
hafta erfiðari en ella. Því er
mjög mikilvægt að endur-
samið verði um skuld nýja
Landsbankans við þann
gamla.“
ÞARF AÐ ENDURSEMJA
* „Nú er Landsbankinn kominn aftur í trausta eigu þjóð-arinnar, að yfirgnæfandi meirihluta.“ Steingrímur J. SigfússonÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012