Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 6
HEIMURINN JAPAN TÓKÝÓ Japanska strandgæsl- an bjargaði allri áhöfn alelda kínversks flutningaskips. 64 menn voru í áhöfninni. Grunnt hefur verið á því góða milli Japans og Kína út af deilu vegna eyja í Suður-Kínahafi. BENÍN COTONOU Ólga ríkir í Benín eftir að þrír voru handteknir og gefið að sök að hafa reynt að eitra fyrir forseta landsins, Thomas BoniYayi, lækni hans, frænku og fyrrverandi ráðherra. ÞÝSKALAND BERLÍN Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vígði á miðvikudag minnisvarða um hálfa milljón sígauna, sem nasistar tóku af lífi. Hún sagði að enn kvæði rammt að mismunun í garð minnihluta- hópsins. BRETLAND LONDON Hneykslið út af misnotkun breska sjónvarps- mannsins Jimmy Savile virðist umfangsmeira en talið var. BBC á í vök að verjast fyrir að hafa haldið hlífiskildi yfir honum og nú á að kanna ákvörðun yfirvalda um að sækja hann ekki til saka 2009. Suðurkóreski skemmtikraft-urinn Psy hefur lagt heiminnað fótum sér með laginu Gangnam Style og tilheyrandi knapadansi, sem ugglaust á eftir að setja svip á hestamót framtíð- arinnar. Lagið hefur í fimm vikur hefur verið í öðru sæti bandaríska Billboard-listans og náði fyrsta sæti á breska vinsældalistanum. Haft er í flimtingum að flytjandi hafi velt Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, úr sessi sem frægasta Suður-Kóreumanni heims. Ban getur huggað sig við að eftir að hann tók sporið með Psy er hann þó líklega þekktari en nokkru sinni fyrr. Hinn pattaralegi Psy heitir fullu nafni Park Sae-Sang og er 34 ára gamall. Hann er því ekki hin dæmi- gerða unglingastjarna, sem nóg mun vera af í Suður-Kóreu og er iðulega talað um K-popp í því sam- bandi. Tilþrifalitlum suðurkóreskum stráka- og stúlknahljómsveitum hef- ur oftlega verið teflt fram til að slá í gegn í Bandaríkjunum, en þær hafa ekki haft erindi sem erfiði. Gangnam Style heitir sjötta hljómplata Psys. Titillag plötunnar hefur farið sem logi um akur frá því að það var sett inn á tónlistarvefinn YouTube í júlí auk þess sem eft- irhermur af ýmsum toga hafa kom- ið fram, allt frá kínverska andófs- og listamanninum Ai Weiei til leift- urlýðs á almannafæri, fanga á Fil- ippseyjum, gesta í brúðkaups- veislum og fólks á dansstöðum um allan heim. Athyglin, sem fylgt hefur þessari velgengni, varð til þess að söngv- arinn fékk samning hjá umboðs- skrifstofu unglingastjörnunnar Just- ins Biebers. Þess utan fékk hann tækifæri til að troða upp á verð- launahátíð tónlistarsjónvarpsstöðv- arinnar MTV og kenna bandarísku poppstjörnunni Britney Spears reið- dansinn góða í sjónvarpsþætti gam- anleikarans Ellen DeGeneres. Grín á kostnað auð- manna í Gangnam Vinsældir lagsins hafa komið á óvart heima fyrir, en um leið fyllt Suður-Kóreumenn stolti. Þar í landi reyna poppfræðingar að átta sig á hvaða galdur hafi orðið til þess að lagið sló í gegn. Gangnam nefnist helsta auð- manna- og verslunarhverfi Seúl þar sem ekki verður þverfótað fyrir tískubúðum, fínum börum, dýrum veit- ingastöðum, frægu fólki og uppáklæddu. Psy gerir grín að lífsstíl fólksins í þessu hverfi í myndbandinu með laginu þar sem hann sést fara um á hraðbátum, í jógatímum og á skemmtistöðum fína fólksins á með- an hann dansar hinn undarlega dans sinn umkringdur íðilfögrum fyrirsætum. Bilið milli ríkra og fá- tækra fer vaxandi í Suður-Kóreu og er ástandið svo alvarlegt að það er orðið að kosningamáli í yfirstand- andi kosningabaráttu um forseta- embættið. Það er kannski þess vegna, sem lagið höfðar til hlust- enda í Suður-Kóreu. Andstæða K-poppsins Simon Stawski, sem stofnaði Eat Your Kimchi, bloggsíðu helgaða K- poppi og kóreskri menningu, segir í viðtali við fréttastofuna AFP að Psy sé andstæða hins sykursæta K- popps og hinna stæltu, kyngerðu, tískumeðvituðu ungstirna. Skop og þá sérstaklega háðsádeila sé fátíð í hefðbundnu suðurkóresku poppi. „Fyrst og fremst tekur Psy sig ekki alvarlega og notar háð og húmor fyrir sjálfum sér sem ekki finnst í K-poppi,“ segir hann og bætir við að það hafi gert honum kleift að rjúfa tungumálamúr ensk- unnar og ná til fólks um allan heim. Heima fyrir hefur Psy einnig náð sér í nýja aðdáendur. Tónlist- arferill hans nær yfir 11 ár. Hann hefur alltaf átt sér dygga aðdá- endur, sem hafa sýnt honum tryggð sama hvað á hefur dunið. Hann komst í kast við lögin fyrir að reykja marijúana og þurfti tvisvar að gegna herþjónustu því að í ljós kom að í fyrra skiptið hafði hann haldið áfram í skemmti- bransanum í stað þess að gera hlé. Psy fagnar heimsfrægðinni, en er um leið gáttaður. „Mér finnst þetta súrrealískt,“ sagði hann við fréttastofuna Yonhap. „Ég átti aldrei von á að þessi dagur myndi rísa í lífi mínu sem söngvari.“ „Mér finnst þetta súr- realískt“ 530 MILLJÓNIR MANNA HAFA HORFT Á SLAGARANN GANGNAM STYLE Á VEFNUM YOUTUBE OG FLYTJAND- INN, SUÐURKÓRESKI POPPARINN PSY, ER ORÐINN ÞEKKT- UR UM ALLAN HEIM, EKKI SÍST FYRIR KNAPASPORIÐ, SEM RYÐUR SÉR TIL RÚMS Á DANSGÓLFUM UM VÍÐA VERÖLD. Suðurkóreski söngvarinn Psy á sviði umkringdur dansmeyjum. Lag Psys, Gangnam Style, hefur slegið í gegn, ekki síst vegna hins sérkennilega knapaspors, sem dansað er af miklum móð um gervalla heimsbyggðina. AFP *Oppan gang-namseutayil.Viðlagið í laginu Gangnam Style eftir suðurkór- eska rapparann Psy, öðru nafni Park Jae-Sang. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét eftir sér að taka sporið með Psy þegar þeir hittust nýverið. Hann kveðst nokkrum sinnum hafa séð myndbandið með lagi landa síns og kveðst stoltur af honum og framlagi hans til „aukins skilnings“ þjóða heims. Lagið hefur þó ekki slegið í gegn í Japan og vekur það tor- tryggni í Suður- Kóreu. Ekki bætti úr skák er japanskir bloggarar gáfu í skyn að í S-Kóreu hefðu menn keppst um að smella á lagið á YouTube til að það virtist vinsælla en í raun. HVAÐ MEÐ JAPAN? Popparinn Psy

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.