Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 19
Tannbursti er ómissandi á ferðalögum. Eftir bið- raðir og óreglulega blundi sem gjarnan fylgja flugferðum er gott að geta frískað sig upp og burstað tennurnar. Gott að eiga box fyrir burst- ann, helst nógu stórt til að pínulítil tann- kremstúpa rúmist þar líka. 28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 AFP Þrátt fyrir vandlegar merk- ingar á hverjum einasta flug- velli um allt sem við megum ekki taka með í handfarangri þegar við förum í flug þá virðast hversdags- legir hlutir eins og naglaklippur oft læðast ofan í snyrti- buddur. En þær er ekki heimilt að hafa í handtöskunni í flugi. Ekki heldur naglaþjalir úr málmi. En það ætti ekki að koma að sök því nóg framboð er af alls kyns naglaþjölum og púðum sem eru úr mjúkum efnum. Skæri, hnífa og önnur odd- hvöss verkfæri úr málmi skiljum við að sjálfsögðu eftir heima. Það er fúlt að tapa góð- um vasahníf af því maður gleymdi að taka hann úr handfar- angri og færa í ferðatöskuna. Nálar og títu- prjónar eru ekki æski- legur hluti handfarangurs í flugi þannig að útsaumur er út úr myndinni sem dægra- stytting í vélinni. Hins vegar, fyrir þá eða þær sem vilja drepa tímann með því að taka í prjóna, er gott að vita að prjónadótið er vel hægt að hafa meðferðis ef aðeins er passað upp á að taka eingöngu með plastpr- jóna, en alls ekki prjóna úr málmi. Ekki taka með... Það er ástæða fyrir því að eyrnatappar eru seldir á hverjum einasta flugvelli. Þeir eru einfaldlega staðalútbúnaður í hverja handtösku. Hvort sem maður vill ná al- mennilegum svefni í vélinni eða bara losna við malið í næsta manni þá eru eyrnatappar snilld. Svo taka þeir ekkert pláss hvort sem er. TAPPAR Í EYRUN Vegna loftþrýstingsbreytinga vill húðin þorna þegar við fljúgum. Margir kannast við þurrk í andliti og á höndum á löngum ferðalögum. Rakakrem fyrir húð og hendur (allt í litlum túpum að sjálfsögðu) og góður varasalvi eru því algjörar nauðsynjar í handfarangri, sérstaklega á löngum flugferðum. RAKI FYRIR HÚÐINA Þótt ekki sé ætlunin að hlaupa um flug- vélina eða taka hnébeygjur á flugvell- inum er engu að síður full ástæða til að klæðast þægilegum skóm á ferðalög- um. Íþróttaskór eru tilvaldir fyrir flug- ferðir, ekki verra ef þeir eru úr gljúpu efni sem loftar um. Það er líka hollara fyrir fæturna. ÞÆGILEGIR SKÓR Matur á flugvöllum og í flugvélum kostar sitt. Þess vegna getur borg- að sig að pakka góðu nesti, enda aldrei að vita hvenær verða tafir. Smurðar flatkökur eru tilvaldar sem nesti, þær taka lítið pláss í töskunni og eru mettandi. Ekki má þó gleyma að drykkjarföng er betra að kaupa á staðnum því það er óheimilt að hafa vökva í stærri en 100 milli- lítra umbúðum með í handfarangur. FLATKÖKUR ERU FÍNT FLUGVALLANESTI TANNBURSTINN ÓMISSANDI Hvort sem beðið er á flugvöllum eða set- ið í flugvél er hægt að hafa ofan af fyrir sér með því að leggja kapal eða spila við ferðafélagana. Í heimi snjallsíma, tölvuleikja og óþrjótandi framboðs af af- þreyingu getur verið slak- andi að notast við einfaldan hlut eins og gömlu góðu spilin til að stytta sér stundir. GAMLI GÓÐI SPILASTOKKURINN Því hefur verið haldið fram að gott sé að taka hjarta- magnyl fyrir flug til að minnka hættu á blóðtappa. Fátt kemur þó í staðinn fyrir hreyfingu. Gott er að rétta reglulega úr handleggjum og fót- leggjum og hreyfa liðamót. Það kemur hreyfingu á blóðið og okkur líður betur. HREYFUM OKKUR Á FLUGI ÍS L E N S K A S IA .I S F E R 61 68 4 10 /1 2 ferð.is sími 570 4455 fljúgðu fyrir minna Sjá nánar á Ferð.is Kanarí Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. Verð: 59.900 kr. Flugsæti 29. okt. – 30. nóv. Kanarí Á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi. Innifalið: Flug, skattar og gisting. Verð: 149.900 kr. Óvissuferð 29. okt. – 30. nóv. 32 nætur! Í Óvissuferð færðu að vita á hvaða hóteli er gist stuttu fyrir brottför.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.