Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 34
Þ að eru ekki nema rúm tíu ár síðan menn réttu fram kortin sín til að borga og þeim var rennt í gegnum stórar þrykkivélar sem þrýsti númeri korts- ins á blað í tvíriti. Menn fengu síðan annað þessara blaða sem kvittun fyrir greiðslunni. Svo kom stóra stökkið að hægt var að renna kortinu í gegnum vél til að greiða og nú er kominn örgjörvi í debetkortið og við látin slá inn pin-númer. Enn eitt skrefið verður bráðlega stigið þegar menn rétta snjallsíma sína fram og greiða með þeim snertilaust við posabúnað. Hugmyndin er að þessi tæknibylting á greiðsluháttum verði fyrst innleidd hér á landi. Það er íslenska kortafyrirtækið Valitor sem er frumkvöðull að verkefninu í samstarfi við Visa Europe og Oberthur Technologies. Debetkortin ýttu ávísunum út og nú taka símarnir við „Þrykkivélarnar voru eitt,“ segir Hörður Valsson hjá Valitor, „en eru menn búnir að gleyma ávísunum?“ En eins og aðeins elstu menn muna þá voru ekki aðeins not- aðir peningar á níunda áratugnum heldur einnig ávísanir eða tékkar eins og það var oftast kallað. „Stærsti greiðslumátinn var í gegnum ávísanirnar í gamla daga. Kred- itkortaviðskiptin fóru síðan að verða handþrykkt upp úr 1990. En það er ekki fyrr en de- betkortin komu til sögunnar að ávísanirnar fara að hverfa af markaðnum. Debetkortin koma á markað í lok árs 1993, en ná verulegum vinsældum 1994-1995.“ Kristján Harðarson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs hjá Valitor, segir að nú sé þró- unin þannig að menn muni geta borgað með snjallsímunum sínum. „Kortin eru að færast yfir í snjallsímana,“ segir Kristján. „Þau tilraunaverkefni sem eru í gangi víðsvegar í Evrópu hafa gengið vel. Frakkar hafa tekið ákvörðun um að taka þetta á næsta stig,“ segir Kristján og bætir við að næstu skref í átt að snjallsímavæðingu kortagreiðslna hérlendis verði tekin hratt. Síminn mikilvægari en veskið „Þegar í dag er það þannig að ef fólk gleymir símanum sínum heima hjá sér er það líklegra til að fara heim aftur til að sækja hann heldur en ef fólk gleymir vesk- inu sínu. Fyrir utan að við sjáum nýja posa koma fram sem eru eins og spjaldtölvur. Það eru ekki mörg ár í það að ef þú ert með pípulagn- ingamann með snjallsíma, þá getur hann tekið á móti kortafærslum og það er hægt að borga á staðnum. Þetta eru mobile-tæki, en mobile merkir bara hreyfing; mobility. Þannig að hvort sem það verða símar eða spjaldtölvur eða eitthvað annað, þá verða menn með þetta í hönd- unum og í vösum sínum á hreyfingu. Tæknin er að fara þangað,“ segir Kristján. FRAMÞRÓUNIN ÖR Í POSUM Almenningur mun verða með posa í vasanum *Græjur og tækniJames Bond er feti framar þegar kemur að græjum. Windows 8 er handan við hornið »36 Eimreiðin, sem stendur á hafnarbakkanum í Reykjavík, á sér litla tvíburasystur og sólríkan dag í liðinni viku bar fundum þeirra saman í fyrsta skipti. Eigandi litlu eimreiðarinnar er Michael T. Corgan, dósent í alþjóðastjórnmálum við Boston Univers- ity. Corgan er félagi í Samtökum áhugamanna um evrópskar lestir, nánar tiltekið þeirri deild samtak- anna, sem er í austurhluta Nýja Englands. „Ein af félögum okkar, Paul Bergman, sem er sonur sænskra innflytjenda, sýndi lestir frá fjórum Norðurlandanna á sýningu samtakanna í Spring- field í Massachusetts í fyrra,“ sagði Corgan. „Hann hafði orð á að það væri slæmt að vera ekki með neitt frá Íslandi.“ Corgan er mikill áhugamaður um Ísland og hef- ur alltaf þótt hin stutta saga járnbrautarlesta á Ís- landi forvitnileg. „Ég sótti myndir, sem Sallie konan mín tók og myndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og athugaði hvort eitthvað svipað væri á boð- stólum,“ sagði Corgan. „Bæversk eimreið frá framleiðandanum Fleischman komst næst. Ég sendi hana til Melvyns Crabbs, eins af félögum okkar hinum megin við Atlantshafið. Hann er sérfræð- ingur í að breyta lestum. Ég sendi honum eimreið- ina og hann breytti henni í samræmi við mynd- irnar.“ Mælikvarði lestarinnar er 1:87. Corgan á einnig flutningavagna, sem svipar til þeirra, sem hér voru notaðir og ætlar að hlaða þá íslensku grjóti. Í jan- úar á næsta ári verður haldinn lestasýning að nýju í Springfield og þá munu væntanlega verða lestir frá öllum fimm Norðurlöndunum til sýnis. SAFNAR JÁRNBRAUTARLESTUM Eftirlíking af eimreiðinni á hafnarbakkanum Michael T. Corgan dósent og lestasafnari. AÐ GREIÐA REIKNINGA SÍNA EÐA AÐ FÁ ÞÁ GREIDDA GAT VERIÐ FLÓKIÐ FYRR Á TÍMUM EN NÚ VIRÐIST ÞETTA ALLT VERA AÐ FÆRAST Í SNJALLSÍMANA OKKAR. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.