Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 36
JAMES BOND ER BÚINN AÐ VERA HELSTA KARLMENNSKUTÁKN MARGRA KYNSLÓÐA OG ÞAÐ ER EKKI AÐ FARA AÐ BREYTAST. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is H vað væri James Bond án tækja og tóla? Bara eins og hver annar aulauppi með dry Martini. Dótið í kringum hann er það sem gerir hann að karlmanni. Því alvöru karlmennska kemur ekki með nátt- úrulegum hætti, heldur aðeins með framleng- ingum og hjálpartækjum. Bond snýr á gang- virki heimsins. Í höndum hans breytast kúlupennar í sprengjur, sportbílar í skriðdreka með eldflaugum og sprengikúlum og saklausir kúluhattar í hið hættulegasta drápstól. Í tilefni af frumsýningu nýjustu James Bond-bíómynd- arinnar núna um helgina gerði síðan gadget- stylist.com lista yfir uppáhalds dótið hans Bonds. Sumt af dótinu hans Bonds úr gömlu mynd- unum er eiginlega hallærislega fyndið. En það missir ekki sjarmann við það. Bond í nýju mynd- unum er svo kúl að það er ekki hægt að hlæja að neinum tækjunum hans. Aðeins hægt að kikna í hnjáliðunum yfir töffaraskapnum í honum.  Krókódílakafbáturinn (Octopussy, 1983) Eitt af óvæntum farartækjum Bonds var krókódíllinn í kvikmyndinni Octopussy. Þessi krókódílakafbát- ur rétt rúmaði líkama hans. Í þessu farartæki smygl- aði hann sér til Aðeins-fyrir- kvenfólk eyjunnar. En bæði þetta farartæki sem og eyjan eru ólíkleg til að sjást aftur í Bond- mynd enda þykir þetta ekki lengur kúl.  Sony-Ericsson K800/K790 (Casino Royale, 2006) Í Casiono Royale, einni af fyrstu nýju Bond-myndunum, treystir 007 á gemsa sem er fær um að senda upp- lýsingar um hvað er í blóðinu hans til höfuðstöðvanna til efnagreiningar. Sony-Ericsson K800/K790 var að sjálfsögðu settur á markað fyrir al- menning en án þessa eiginleika.  Fjarstýrði bíllinn (Tomorrow Never Dies, 1997). Draumur sérhvers krakka er að eiga ekki aðeins fjarstýrðan leikfangabíl heldur einnig fjarstýrðan al- vörubíl. BMW 750iL hans var brynvarinn og svo vel vopnum búinn að það jafnaðist á við skriðdreka.  Fyrsti snjallsíminn (Tomorrow Never Dies, 1997). Meira en tíu árum áður en Apple setti iPhone á markað var Bond kominn með snjallsíma í hendurnar. Síminn gat skannað fingraför, gat verið notaður til að fjarstýra bílnum hans eða að opna ókunna lása auk ýmissa eiginleika snjallsíma.  Kúluhatturinn (Goldfin- ger, 1964) Ekki beint dótið hans Bonds, þar sem kúluhatt- urinn var vopn andstæðings hans, Oddjob, í myndinni Goldfinger. Þessi lífvörður Gullfingursins notaði kúlu- hatt sem hann kastaði eins og frisbí diski og úr hliðum hattsins komu þá hárbeittir hnífar. Ekki háþróaðasta vopn Bond-myndanna en svo sannarlega minnisstætt.  Rolex úrið (Live and Let Die, 1973) Bond hefur oft notað úr sem hafa undarlega eiginleika. Ro- lex úrið hans hafði svo mögnuð seguláhrif að það gat breytt stefnu byssu- kúlna og auðveldlega dregið að sér málm- hluti eins og teskeið af næstu borðum.  Kúlupennasprengjan (Goldeneye, 1995). Hver hefur ekki haldið á saklausum Parker-penna og skrifað ljúf ástarbréf. Parker-penni Bond er annars konar. Í Bond-bíómyndinni Goldeneye gefur Q honum silfurpenna sem er einnig sprengja sem er kveikt á með því að smella þrisvar þegar verið er að opna pennann og svo líða fjórar sekúndur þangað til hann springur.  Lotus Esprit (The Spy Who Loved Me, 1977) Lotus Esprit er flott bílategund en Lotusinn hans Bonds var eitthvað enn meira en það. Þetta var uppáhaldsbíllinn hans Bonds og þessi útgáfa á bílnum var einnig kafbátur útbúinn eldflaugum fyrir kafbátahernað. Þetta jók mjög sölu á Lotus Esprit í heiminum. Bond, James Bond, sagði hetjan ógleym- anlega jafnan þegar hann kynnti sig. Dótið hans Bonds  Dauðataskan (From Russia with Love, 1963) Eitt af fyrstu skrefunum í dótafetismanum voru tek- in í þessari bíómynd Sean Connery. Taskan sem leit út fyrir að vera eins og hver önnur taska ensks herramanns reyndist vera heilt vopnabúr hríðskota- riffla og sprengja. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Græjur og tækni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.