Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 38
Áttu einhverja uppáhaldsflík? Uppáhaldsflíkin mín þessa dagana er úlpan mín. Hún faðmar mig hlýlega nú þegar kuldinn eykst nánast með hverjum deginum. Af hverju er mest í fataskápnum? Kósí heimabuxum og ullarsokkum. Hver er uppáhaldsfylgihluturinn þinn? Hálsmenið mitt frá Hringa sem ég fékk frá manninum mínum þegar ég var ólétt að syni okkar. Táknrænt og fallegt. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Nei, ég á engan sérstakan uppáhaldshönnuð, en ég er mjög hrif- in af fallegu, litríku og umfram allt þægilegu barnafötunum sem Helga Ólafsdóttir í Ígló hann- ar. Hvar kaupirðu helst föt? Ætli flest fötin mín núna séu ekki frá H&M og Zöru. Ég var miklu duglegri að kaupa mér föt fyrir nokkrum árum en núna finnst mér eiginlega langskemmtileg- ast að kaupa barnaföt. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Á Akureyri er ég hrifnust af nýju Geysis- búðinni sem var opnuð hér í sumar. Fötin og aðrar vörur sem eru seldar þar eru allar mjög vandaðar og langflestar í takt við minn smekk. Svo er þetta virkilega flott konsept, hönnun búðarinnar færir mann t.d. aftur til fortíðar. Af erlendum verslunum kemur Urban Outfitters fyrst upp í hugann. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Notagildið er óneitanlega þáttur sem ég hef í huga en svo skiptir auðvitað mestu máli að sniðið á flíkinni henti mér. Ég reyni svo frekar að huga að gæðum fremur en magni þegar kemur að fatakaupum. Hvaða flík eða fylgihlut dreymir þig um að eignast fyrir veturinn? Haust- og vetrartískan höfðar alltaf mjög vel til mín. Mig langar mest í flotta og góða peysu fyrir veturinn. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég myndi örugglega fara aftur til stríðsáranna og finna mér einhvern fallegan sparikjól í fínni dömubúð. Hvaða flík eða fylgihlut keyptirðu þér síðast? Síðasta flík sem ég keypti mér var brúðarkjóllinn minn. Ég var að verða ansi stressuð þar sem leitin gekk frekar brösuglega en datt svo í lukkupottinn í einni kaupstað- arferðinni til Reykjavíkur. Anderson og Lauth á Laugaveginum voru mínir bjargvættir þar sem ég fann algjöran draumakjól, rómantískan með fallegum smáatriðum. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég myndi kaupa mér einhverja flotta og vandaða tösku. HEIÐRÚN GRÉTARSDÓTTIR, VERKEFNASTJÓRI RÁÐSTEFNU- OG FUNDAHALDS Í HOFI Á AKUREYRI, HELDUR UPP Á HÁLS- MEN FRÁ HRINGA EN VILDI GJARNAN KOMAST AFTUR TIL STRÍÐSÁRANNA OG KAUPA SÉR FALLEGAN KJÓL Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Skemmtilegast að kaupa barnaföt NÝJA GEYSISBÚÐIN Á AKUREYRI ER Í UPPÁHALDI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Úlpa úr Geysi Akureyri Mulberry taska gæti verið óska- taskan. Geysir Akureyri Marlene Dietrich hefur eflaust átt nóg af sparikjólum. Hálsmen frá Hringa. Ígló barna- föt. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Heiðrún Grétarsdóttir Brúðarkjóllinn frá Andersen & Lauth er í miklu uppáhaldi. *Föt og fylgihlutir Skyrta er ekki sama og skyrta. Aðsniðnar herraskyrtur eru vinsælar um þessar mundir »40

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.