Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 39
28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 H in undurfagra Jennifer Lopez mætti í rósableikum kjól á tísku- sýningu Valentino á dögunum sem haldin var á tískuvikunni í París. Kjóllinn er þröngur að ofan, síðerma og víkkar örlítið yfir magann sem gerir hann klæðilegan og smart. Kjóllinn nær upp fyrir hné, er með tveimur litlum slaufum við mittislínuna. Þegar ég hnaut um myndina af þessari þokkadís hugsaði ég með mér hvers vegna ég ætti ekki svona kjól í fata- skápnum mínum. Og hvers vegna verslanir landsins væru ekki fullar af bleikum kjólum. Æ, svo mundi ég eftir öllum íslensku kon- unum sem vilja helst bara ganga í svörtu því það er svo ógurlega grennandi … eða var því ekki einhvern tímann haldið fram? Auðvitað eigum við að klæðast kjólum í tíma og ótíma og við eigum að klæða okkur upp á. Það er ein- hvern veginn svo miklu skemmtilegra að vera til og takast á við lífið þegar við erum fínar. Allar lendum við í öldugangi, mismiklum og mistíðum, og þá er ágætt að vera vel útbúin; í háum hæl- um með vel snyrt andlit og flaksandi hár. Svo er ágætt að þjálfa upp ákveðið bros sem við getum gripið til þegar að okkur er vegið. Með brosinu getum við látið líta út fyrir að við séum óhaggandi (sem er mjög gott). Mér verður svo oft hugsað til J.R. Ewings, frænda míns. Hann var alltaf í fín- um fötum og með vel þjálf- að bros sem virtist koma honum áfram í viðskiptalíf- inu í Texas, ef ekki bara í alheiminum þegar best lét. Hann sást aldrei stíga fæti inn í líkamsræktarstöð en drakk þess í stað óblandað sterkt vín … með klaka. Og var alltaf nokkuð spengileg- ur. Bleiki kjóllinn hennar Lopez er í hárréttum litatóni og fer hennar húðlit vel. Litir geta gert svo miklu meira fyrir okkur en okkur grunar og við eigum að nota það trix betur. Það minnir mig á að ég á nokkra vel sniðna litríka kjóla inni í skáp. Eina vandamálið er að þeir virðast eitthvað hafa hlaupið í þvotti upp á síð- kastið. Ætli ég neyðist ekki til að fara að drekka meira af sterku óblönduðu víni. Ekki fitnaði frændi minn af því. martamaria@mbl.is Zara 2990 kr. Stígvél frá Karen Millen. J.R. Ewing frændi minn fór aldrei í ræktina. Klútur frá Schumacher. Hann fæst hjá Sævari Karli. Fín föt, vel snyrt andlit & fullkomið hár Kjóll frá Schumac- her. Hann fæst hjá Sævari Karli og kostar 103.000 kr. Söngkonan Jennifer Lopez í bleikum kjól á tískusýningu Valentino á dögunum. See by Chloé fæst í Sævari Karli. 59.900 kr. TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 16 ÁR HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Verið velkomin SJÓNMÆLINGAR Á STAÐNUM VORUM AÐ TAKA UPP FULLT AF FLOTTUM UMGJÖRÐUM Ertu þreytt á að vera þreytt? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.