Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 45
til að styðja. Hugmynd um ríkisútvarp er alls ekki að öllu leyti galin og getur átt rétt á sér á öllum tím- um og við allar aðstæður, eins og annað. Við sumar aðstæður og sérstakan tíma getur slík opinber stofnun jafnvel átt mikinn rétt á sér, svo sem þegar enginn aðili hefur bolmagn til að standa undir slík- um rekstri af öryggi. Einokun fjölmiðla á markaði gæti til að mynda réttlætt ríkisútvarp, sé ekki hægt eða ekki vilji til að stemma stigu við slíkri einokun. Menn vita hverjir brugðust þegar það var reynt. En þá er nánast eingöngu átt við nauðsyn óhlutdrægrar fréttamiðlunar í eign og á ábyrgð almennings í land- inu. Almenna dagskrá, bæði menningarlega sem léttmeti, geta væntanlega aðrir séð um. En þegar málefnanleg misnotkun er hvergi meiri en á rík- isreknum fjölmiðli hafa rökin fyrir tilveru ekki að- eins minnkað, þau hafa snúist upp í andhverfu sína. Nú er því svo fyrir komið að almenningur hefur eng- an raunverulegan aðgang lengur að þessum „þjóð- arfjölmiðli“ sem Ríkisútvarpið (RÚV) segist vera. Forráðamenn Ríkisútvarpsins svara helst ekki gagnrýni úr átt eigenda sinna. Ef þeir sýna dauf- astan lit til þess, þá er það gert með ódýrustu út- úrsnúningum sem finnast eða með hreinum skæt- ingi. Þeir hafa haldið því fram að um 70 prósent þjóð- arinnar „treysti“ Ríkisútvarpinu samkvæmt könn- unum og að sömu kannanir sýni að aðeins um 35% þjóðarinnar treysti Morgunblaðinu. Allir, hver einn og einasti maður sem gjaldfær telst, er áskrifandi að Ríkisútvarpinu. Aðeins 70% þeirra treysta þó miðl- inum sem þeir eru neyddir til að styðja fjárhags- lega. Samkvæmt fullyrðingum Ríkisútvarpsins sjálfs virtust ígildi um eitt hundrað þúsund Íslend- inga treysta Morgunblaðinu. Morgunblaðið fá þó aðeins þeir sem taka ákvörðun um að kaupa það blað. Það er ekki til neins að spyrja þá sem aldrei sjá Morgunblaðið hvort þeir treysti blaðinu. Að minnsta kosti væri ekki mikið að marka slík svör. Eins mætti fela blindum manni að meta málverk. En það vekur óneitanlega athygli að samkvæmt þeim könnunum sem Ríkisútvarpið hefur aðgang að og notar til að hreykja sér af, virðist stærri hluti íslensku þjóð- arinnar en sér Morgunblaðið dagsdaglega treysta blaðinu á meðan aðeins tveir þriðju þeirra sem neyddir eru til að styðja „RÚV“ fjárhagslega treysta þeirri stofnun. Prentmiðlar á nýjum tímum Áskrifendum Morgunblaðsins, eins og annarra áskriftarblaða í heiminum, hefur fækkað síðan 2001, en áskrifendafjöldinn er þó enn einn hinn hæsti sem þekkist ef miðað er við fjölda landsmanna, en viðmið- unin við fólksfjölda á auðvitað algjörlega við. Á með- an Morgunblaðið kemur út í nærri 30.000 eintökum kemur Washington Post til dæmis út í nærri 400 þús- und eintökum í Bandaríkjunum, eða í 400 eintökum í sambærilegum tölum. NYT kemur út í nærri 850.000 eintökum, eða um 800 eintökum í sambærilegum töl- um. Og það jákvæða er að áskrifendum Morg- unblaðsins fer nú fjölgandi á ný í fyrsta sinn síðan 2001 á meðan þeim fækkar ört hjá ofantöldum blöð- um. Þá má nefna að blað eins og The Guardian, sem oft er vitnað til sem „stórblaðs,“ eins og til blaðanna hér að ofan, er nú því miður á síðasta spretti, því rætt er um að leggja prentútgáfu þess af á næstu mán- uðum. Þeir leggja höfuðáherslu á vefútgáfuna, en eins og kunnugt er þá er MBL langöflugasta vef- útgáfa landsins. Gefum „RÚV“ færi á að sanna sig Margir eru sjálfsagt enn hlynntir því að haldið sé uppi Ríkisútvarpi og stofnunin sjálf heldur því óspart fram að hún njóti stuðnings. Henni þykir þó óþægi- legt að kenna sig við ríkið, sem leggur henni til fé, þrátt fyrir að lög um stofnunina séu ótvíræð um það og hafa því allir starfsmenn fyrirmæli um að nota skrípaheitið RÚV. (BBC er skammstöfun þriggja orða heitis, British Broadcasting Corporation. – RÚV er skammstöfun úr einu þjálu orði, Ríkisútvarpið! Mönnum er á hinn bóginn nokkur vorkunn að nota skrípaheitið Hafró í stað Hafrannsóknastofnunar- innar.) En þótt „RÚV“ vilji fela ríkistengslin þá fer það iðulega með yfirlýsingar eins og „útvarp þjóðarinnar“ og fleiri slíkar og reynir beinlínis að ýta undir þá til- finningu með ítrekuðum áróðri. Það er eðlilegt að taka þessa sjálfumglöðu stofnun á orðinu og um leið virða hið mikla sjálfstraust hennar og einnig hið meinta traust þjóðarinnar á stofnuninni. Því er skyn- samlegt að gera þá breytingu að hafa valákvæði í skattafrumvarpi fólks, þar sem skattgreiðandi getur merkt við hvort hann vill að þeir tugir þúsunda, sem hafðir eru af honum sérmerktir á hverju ári, skuli ganga til „RÚV“ eða til að mynda til einhvers háskóla landsins, náttúruverndarsamtaka, Kvenfélaga- sambandsins, ÍSÍ, Hjálparstofnunar kirkjunnar eða Hörpunnar, svo dæmi séu nefnd. Ekki væri sem sagt gert ráð fyrir því að menn gætu sparað sér skatt- greiðsluna, því það myndi sjálfsagt ýta undir fjölda- flótta frá „RÚV“, þrátt fyrir meintar vinsældir. En á hinn bóginn ættu skattgreiðendur val og myndu væntanlega, ef marka má yfirlýsingar forsvarsmanna „RÚV,“ í yfirgnæfandi mæli láta sitt fé renna til stofnunarinnar fremur en annað. Einhverjir hafa orð- að það svo, að verði þetta sjálfsagða fyrirkomulag tekið upp, ættu skattgreiðendur aðeins að mega velja um tvo kosti, að „RÚV“ fengi tugþúsundaskattinn áfram, beint í sinn vasa, eða hann rynni óskiptur milliliðalaust til Samfylkingarinnar. Það væri hins vegar of langt gengið. Morgunblaðið/Kristinn 28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.