Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 51
Hressir leikskólakrakk- ar að leik. Njóta sín greinilega vel í klifrinu í þrautabrautinni. Morgunblaðið/Eggert Hér er sko al- deilis hægt að gleyma sér í leik. Nú reynir á styrk og jafnvægi. 28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Mikill hvati að öllum störfum Guðmundar sprettur upp frá þeirri þörf að gera Graf- arholtið, hverfið sitt, betra, að lífga við þetta „andvana“ hverfi. „Ég er úr litlu bæjarfélagi vestur á fjörð- um, Bolungarvík. Þar er mjög skýrt hvaða samfélagi maður tilheyrir og mjög sterkt íþróttafélag. Grafarholtið vantaði á allan hátt sameiginlegan vettvang og átti í því sem ég kalla gervihnattasamband við Fram í Safamýrinni,“ segir Guðmundur, sem hef- ur áttað sig smám saman á því í gegnum störf sín, hvað bakgrunnur hans hefur haft mikil áhrif. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa alist upp í þessu litla samfélagi í Bolungarvík og séð hvaða hreyfikraftar verða til í svona litlu samfélagi. Þú tilheyrir samfélaginu og hefur samkennd með náunganum,“ segir hann en það er ekki samfélagið sem hefur einvörðungu haft áhrif á hann heldur líka umhverfið. Hefur áhrif á efnisvalið „Ég var líka alinn upp norður á Ströndum þar sem var mikið verið að vinna með þessi náttúruhráefni. Ég er alinn upp að hluta til á Dröngum og Seljanesi þar sem var alltaf mikið unnið með rekavið og grjót. Að sýsla með þessi efni hefur alltaf verið mér eðl- islægt. Ég átta mig ekki á því fyrr en ég fer að nálgast þessi verkefni í gegnum lands- lagsarkitektúrinn hvað mér er tamt að hugsa út frá þessum efnum. Þau eru hluti af vistkerfinu og sjálfbærnin, það að nota þessi staðbundnu hráefni, ljær þessu ákveðna dýpt.“ ER FRÁ BOLUNGARVÍK Mikil áhrif upprunans Guðmundur byggði upp vettvang fyrir úti- nám í Sæmundarskóla en hann hafði verið að kenna í grunnskólanum til að bregðast við atvinnuleysinu sem landslagsarkitekt. Þetta heppnaðist vel og hann hefur síðan hjálpað fleiri skólum í öðrum bæjarfélögum, Kópavogi, Hólmavík og Reykjanesbæ. „Ég fór að hjálpa fleiri skólum að skilja nærsvæði sitt og möguleikana í því. Útikennsla er vin- sæl í dag, ekki síst hérna í Norður-Evrópu. Það er svo mikill munur á krökkunum úti eða inni í skólastofunni. Þar ertu með fjöl- breyttari kennsluhætti og nærð til fleiri. Þú dregur fram styrkleika hjá þeim sem líður illa í skólastofunni og breytir félagslegu munstri og samskiptum þegar þú ert kom- inn út. Þar er ekki þetta fastformaða rými utan um krakkana. Sumir læra betur með því að standa í fæturna og nota skynfærin. Í útinámi notar maður skynfærin meira en í venjulegri kennslustofu. Þú lærir mikið á að þreifa á hlutunum,“ útskýrir hann. „Mín nálgun er að skoða hvernig við les- um í nærumhverfi okkar og hvernig við get- um nýtt það til útivistar og lærdóms. Þetta snýst um að lesa í landslagsgæðin sem við höfum,“ segir hann. „Ég hef nálgast þetta út frá því að skilja landið, lesa í gamla land- notkun og reyna að finna litlar dyr að ein- hverju efni. Í Sæmundarskóla gerði ég lang- eld í stað hefðbundins eldstæðis. Bara þetta form á eldstæðinu gaf mér svo mörg tæki- færi til að byrja á sögu um forfeður okkar og byggingararfleifðina. Um leið og krakkarnir gátu hoft á formið upplifðu þau sig sem hluta af sögunni og voru meira til staðar í kennslunni.“ ÚTINÁM MIKILVÆGT Lesið í lands- lagsgæðin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.