Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Skáldsaga Elíasar Marar, Vögguvísa, er lesin víða þessa dagana, meðal annars á unglinga- stigi grunnskóla. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Reykjavík, Bókmennta- borg UNESCO, standa að málþingi um höf- undinn og þetta verk hans í dag, laugardag, kl. 13.00 til 15.30. Þingið fer fram í Þjóðar- bókhlöðunni og er haldið í samstarfi við Landsbókasafn Íslands, bókaforlagið Lesstof- una og Reykjavíkurakademíuna. Fjallað verður um Elías Mar, verkið og sögutíma þess frá ólíkum hliðum, meðal ann- ars út frá karlmennskuímynd, tónlist, mat- armenningu og sögu skáldsins Elíasar Marar. Á safninu stendur einnig yfir sýning á skjölum og myndum úr safni Elíasar. RÆTT UM ELÍAS MAR VÖGGUVÍSUÞING Málþing verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni um Elías Mar og skáldsögu hans, Vögguvísu. Morgunblaðið/Kristinn Stöllurnar í Elektra Ensemble flytja verk eftir Schubert, Schumann og Brahms. Á fyrstu tónleikum Elektra Ensemble í vetur, sem haldnir verða á Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöld klukkan 20, verður boðið upp á þrjú dýnamísk dúó eftir þekktustu tónskáld rómantíska tímabilsins, þá Franz Schubert, Robert Schumann og Johannes Brahms. Tónleikaröð Elektra Ensemble er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Verkin á efnisskránni eru öll þrungin til- finningum og tengjast ástinni. Flytjendur eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Helga Björg Arnardóttir klarínettuleikari og Mar- grét Árnadóttir sellóleikari. ELEKTRA ENSEMBLE LEIKUR DÝNAMÍSK DÚÓ Tólf klukkustunda langt myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Bliss, verður sýnt á hinni um- fangsmiklu listkaupstefnu Art Basel á Miami Beach í desember næstkomandi. Bliss er upptaka á sam- nefndum gjörningi Ragn- ars og íslenskra söngvara og hljóðfæraleikara, með- al annars Kristjáns Jóhannssonar. Þau fluttu lokaaríu Brúðkaups Fígarós eftir Mozart aftur og aftur, alls í tólf stundir, í leikhúsi í New York í tengslum við Performa- gjörningahátíðina þar í borg í fyrra. Myndbandsverkið verður sýnt á kaup- stefnunni í samstarfi við Museum of Con- temporary Art North Miami og New World Center. Í sérstökum myndbandshluta hennar verða sýnd 60 myndbandsverk á flennistór- um vegg utan á sýningarrýminu. BLISS SÝNT Á ART BASEL 12 STUNDIR Ragnar Kjartansson Þegar hljómsveitin Pascal Pinon kom fyrst fram á sjónarsviðiðfyrir nokkrum árum, vöktu stúlkurnar fjórar í sveitinni strax at-hygli. Vissulega fyrir ungan aldur, þar sem þær voru enn í grunnskóla, en ekki síður fyrir áhugaverða tónlist; einlægni og ljúfsár- an einfaldleika. Nú eru félagar Pascal Pinon aðeins tveir, systurnar Jófríður og Ást- hildur Ákadætur. Þær eru nemendur í MH, leggja líka stund á klarin- ettu- og píanónám, en hafa fundið sér tíma til að taka upp annan geisladisk sveitarinnar, Twosomeness, sem Morr Music gefur út. „Hinar tvær flosnuðu upp, fóru að gera eitthvað annað, og við systur vorum einar eftir í hljómsveitinni, kannski vegna þess að við höfðum mestan áhuga,“ segir Jófríður. „Þegar við spilum opinberlega, eins og á Airwaves, þá fáum við aðstoðarfólk með okkur. En plötuna gerðum við tvær og Alex Somers var upptökustjóri.“ Hún segir að þær systur hafi verið búnar að taka upp plötu númer tvö fyrir ári en þegar á reyndi fannst útgefanda þeirra hljómurinn full- líkur hinni fyrstu. „Þá fórum við að taka lögin upp aftur með Alex og það var ótrúlega skemmtilegt. Þá hafði svo langur tími liðið síðan við tókum lögin upp fyrst að þau breyttust mikið í seinni tökunni. Ég var líka búin að semja fullt af nýjum lögum og við höfðum breytt okkar sándpælingum og hljóðfæraskipan.“ Jófríður semur lögin mestmegnis, á gítar, en segir samt minna notað af kassagítar á þessari plötu en þeirri síðustu. Hlæjandi segir hún text- ana hinsvegar þvælast meira fyrir sér. En leita þær systur aðstoðar föður síns, Áka Ásgeirssonar tónskálds í S.L.Á.T.U.R.-hópnum? „Að sjálfsögðu, og sérstaklega þegar við vorum að byrja en þá hjálpaði hann okkur mjög mikið. Þegar við förum til útlanda er hann líka svona tveir-fyrir-einn, því hann er þá bæði forráðamaður og hljóðmaður!“ PASCAL PINON MEÐ NÝJA PLÖTU Tóku öll lögin upp aftur Ásthildur og Jófríður. „Við systur vorum einar eftir í hljómsveitinni, kannski vegna þess að við höfðum mestan áhuga,“ segir Jófríður. Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir JÓFRÍÐUR OG ÁSTHILDUR ÁKADÆTUR SKIPA HLJÓM- SVEITINA PASCAL PINON. SAMHLIÐA NÁMI HAFA ÞÆR FUNDIÐ TÍMA TIL AÐ HLJÓÐRITA OG GEFA ÚT. Menning T ónskáldið er alltaf númer eitt, verk- ið númer tvö, og síðan kemur flytj- andinn. Þegar meistaraverk er leikið, þá á það sér eigið líf, setur sínar reglur,“ segir Alfred Brend- el. Honum finnst að virðingin fyrir tónskáldinu og verkinu eigi að vera í fyrirrúmi. Brendel er einn kunnasti píanóleikari síð- ustu áratuga, einstæður, dáður og djúpvitur túlkandi margra kunnustu píanóverka sög- unnar. En hann ítrekar hógvær að hans túlk- un hafi alltaf byggst á virðingu fyrir verk- unum, og lestri á ætlun tónskáldanna. Brendel fæddist í Tékklandi fyrir rúmlega 81 ári og er austurrískur ríkisborgari, búsettur í Lundúnum. Á löngum og glæstum ferli lék hann á hljómleikum víða um heim og hljóðrit- aði fjölda verka. Síðustu opinberu hljómleikar hans voru í Carnegie Hall 2008. Brendel var í Hörpu í vikunni og sagði í opnum þriggja daga „masterklassa“ til sig- urvegurum Busoni-píanókeppninnar og sér- stökum gesti, Víkingi Heiðari Ólafssyni. „Stjórnendur Busoni-keppninnar fengu þessa hugmynd, að ég myndi kenna sigurveg- urum keppninnar. Nú hef ég átt þrjá fundi með verðlaunahöfunum, fyrst í Þýskalandi í sumar, svo á Ítalíu í haust og loks hér í Hörpu. Hér bættist Víkingur Heiðar í hópinn. Hann er afar hæfileikaríkur ungur maður og mjög viðkunnanlegur að auki.“ Þetta er í þriðja sinn sem Brendel kemur til Íslands. Fyrst lék hann hér árið 1964 og aftur tveimur árum seinna. Íslenskir fjölmiðlar gerðu þá mikið úr komu hans. „Ég kom síðast hingað árið 1966, það er orðið langt síðan. Ég man vel eftir þeim tón- leikum því þá var ég að leika b-moll-sónötu Schuberts í fyrsta skipti,“ segir hann. Þegar Brendel er spurður út í kennsluhætti sína segist hann alltaf hafa metið sjálfstæði sitt mikils og ekki verið akademískur kennari. Stundum hefur hann þó sagt ungum kons- ertpíanistum til. „Ég hef aldrei viljað segja börnum til. Ég minist þess sem Artur Schnabel sagði, að maður ræður ekki fjallaleiðsögumann til að kenna barni að ganga!“ Hann brosir. „Milli tónleika hef ég hins vegar löngum fengist við að segja strengjakvartettum til. Ég kýs í raun frekar að gera það en að vinna með píanóleikurum,“ segir hann og hallar sér fram, eins og hann vilji ekki að nærstaddir píanó- leikarar heyri til hans. Þegar ég spyr Brendel hvort hann sjái ein- hvers konar þróun í píanóleik í dag, þá hugsar hann sig um og segir síðan: „Það er alltaf ákveðin þróun, en ég sé meiri fjölbreytileika og dýpt í fiðluleik í dag. Síðan á unga aldri hef ég verið sannfærður um að þegar leikið er á píanó þurfi að um- breyta því á listrænan hátt, þannig að það taki að syngja.“ Var það hans markmið sem einleikari? „Vitaskuld,“ segir hann. „Einn eða með hljómsveit; að láta það syngja.“ Þegar ég segi hljóðfæraleikurum til ítreka ég alltaf að þeir verði að lesa verkin vel – og þá á ég ekki við að lesa bara nóturnar. Það þarf að lesa athugasemdir og merkingar sem tónskáldin setja við verkið, virða þær og leyfa fólki að heyra hvað þau höfðu í huga. Slíkur flutningur er stundum misskilinn sem skortur á ímyndunarafli flytjandans og sumir telja að ef einungis er leikið eins og skrifað er, þá hljóti útkoman að verða leiðinleg. Að breyta þurfi út frá verkunum til að flutning- urinn verði „sannur“. Stundum má lesa slíka túlkun í dagblöðunum,“ segir Brendel og er greinilega ekki sammála. „Tilfinningar manns og einbeiting þurfa að þjóna verkinu. Ég hef alltaf reynt að skilja í lengstu lög hvað tón- skáldinu fannst að ætti að gera.“ Þegar ég spyr Brendel hvort hann hafi GOÐSÖGN Í PÍANÓHEIMINUM TALAR UM TÚLKUN SÍNA Vildi alltaf láta píanóið syngja ALFRED BRENDEL, EINN KUNNASTI KONSERTPÍANISTI SÍÐUSTU ÁRATUGA, LEIÐBEINDI UNGUM PÍANÓLEIKURUM Í HÖRPU Í VIKUNNI. HANN SEGIR EINLEIKARA VERÐA AÐ SÝNA TÓNVERKUNUM VIRÐINGU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Alfred Brendel ræðir um galdur verksins við Víking Heiðar Ólafsson í Hörpu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.