Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 57
Tvær ljómandi fallegar og eigu- legar prjónabæk- ur eru komnar út. Í Stóru prjónabókinni er að finna 100 uppskriftir fyrir karla, konur og börn eftir 20 ís- lenska hönnuði. Uppskriftirnar eru mjög fjölbreytilegar, þarna eru peysur, kjólar, vettlingar, húfur og nytja- og skrautmunir. Leiðbeiningar eru ná- kvæmar þannig að gagn er að. Bókin, sem er í fremur stóru broti, er ríku- lega myndskreytt. Í bókinni Húfuprjón er að finna 57 uppskriftir á krakka, konur og karla. Þarna eru alls konar húfur, bæði einfaldar og svo skrautlegar með dúskum og skúfum og alls kyns fíneríi. Sérstaklega athygli vekur uppskrift að einkar fallegri skírnarhúfu og jólasveinahúfurnar eru auðvitað ómissandi um jól. PRJÓNAÐ FYRIR VETURINN Prjónabækur heilla marga. 28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Bók fyrir rómantískar sálir Unnendur rómantískra skáldsagna munu fagna útkomu bókarinnar Ég fremur en þú eftir Jojo Moyes. Ung hvatvís kona fær vinnu við að sjá um ríkan mann sem hefur misst lífs- löngun eftir mótorhjólaslys og er bundinn hjólastól. Þetta er lipurlega skrifuð bók með afar geðugum að- alpersónum. Sönn vasaklútasaga fyr- ir rómantískar sálir. Yosoy, skáldsaga Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur, fékk fimm stjörnur af sex mögulegum í Berlingske á dögunum en bókin er nýkomin út í Danmörku. Í dómnum er meðal annars sagt að saga Guðrúnar Evu sé ógurleg, falleg, grótesk og spunafull og rýna þurfi sérstaklega vel í hana. Einnig er sagt að ekki sé hægt að taka sam- an söguþráðinn í stuttu máli án þess að skemma heildarmyndina, að sagan sé svo marglaga, tilvísanir og merkingar svo margar, svo margar skrýtnar persónur og skrýtnar aðstæður að maður þurfi að þekkja til nor- rænnar goðafræði, Stephen King, kenninga um raunveruleikasjónvarp og margs fleira til að geta útskýrt allt sem býr að baki í sög- unni. Guðrún Eva hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin á síðasta ári fyrir skáldsögu sína Allt með kossi vekur. GUÐRÚN EVA FÆR DANSKAR STJÖRNUR FYRIR YOSOY Guðrún Eva. Einar Kárason lýkur hinum vel heppnaða þríleik sínum um Sturl- ungasögu með Skáldi þar sem Sturla Þórðarson er í forgrunni. Í þessari bók, líkt og þeim fyrri, tekst höfundi afar vel að hleypa nýju lífi í hinar fornu persónur Sturlungu og gæðir þær sterkum karakter- einkennum. Þetta er vandað verk, vel skrifað, skemmtilegt og hug- myndaríkt og höfundur er óhrædd- ur við að varpa fram kenningum. Ekki missa af þessari afbragðs góðu skáldsögu! Stefnumót við persónur Sturlungu Íslenskar skáldsögur og rómantík ÁHUGAVERÐAR BÆKUR MARGIR AF ÞEKKTUSTU SKÁLDSAGNAHÖF- UNDUM OKKAR BLANDA SÉR Í BÓKASLAG- INN FYRIR ÞESSI JÓL, ÞAR Á MEÐAL EINAR KÁRASON OG ÁLFRÚN GUNNLAUGS- DÓTTIR. BARNABÆKURNAR ERU SVO VIT- ANLEGA Á SÍNUM STAÐ. ÞEIR SEM KJÓSA RÓMANTÍK FÁ SVO BÓK VIÐ SITT HÆFI. Albert er lífsglaður og uppátækjasamur drengur sem ber djúpa virðingu fyrir sjóræningjum og lætur sig dreyma um að komast í þeirra hóp. Hann er umkringdur fremur fúllyndu fullorðnu fólki sem afgreiðir hann sem afar óþekkan dreng. Svo kemur að því að Albert þarf að eiga við glæpamenn og þá reynir á hugkvæmni hans. Þessi fjöruga bók Oles Lunds Kirkegaards, skemmtilega myndskreytt af honum sjálfum, er nú endurútgefin og kallar á fagnaðarlæti ungra lesenda. Albert ratar í ævintýri og hittir glæpamenn Álfrún Gunnlaugsdóttir er í hópi virtustu rithöfunda þjóðarinnar. Ný skáldsaga hennar nefnist Siglingin um síkin. Aðalpersónan er Gyða, eldri kona sem býr um stundarsakir hjá syni sínum og er farin að tapa minni. Einn dag hittir hún Önund, gamlan elskhuga sem sveik hana á sínum tíma. Álfrúnu tekst einkar vel að draga upp mynd af manneskju sem þjáist af elliglöpum en neit- ar að tapa reisn sinni og rígheldur í brotakenndar minningar. Minningar og gleymska * Ég er tilbúinn að mæta skapara mín-um en hvort hann er búinn undir þámiklu eldraun að mæta mér er annað mál. Winston Churchill BÓKSALA 7. OKT. -20. OKT. Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. 1 Fimmtíu gráir skuggarE.L. James 2 Stóra Disney heimilisréttabókinDisney 3 Létta leiðinÁsgeir Ólafsson 4 EldvitniðLars Kepler 5 Iceland - Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 6 HermiskaðiSuzanne Collins 7 Eldað með Ebbu í LatabæEbba Guðný Guðmundsdóttir 8 HerbergiEmma Donoghue 9 Flöskuskeyti frá PJussi Alder-Olsen 10 Minning um óhreinan engilHenning Mankell Uppsafnaður metsölulisti 1. janúar - 20. október 1 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 2 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 Fimmtíu gráir skuggarE.L. James 5 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 6 HungurleikarnirSuzanne Collins 7 Eldar kviknaSuzanne Collins 8 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg 9 SnjókarlinnJo Nesbø 10 HermiskaðiSuzanne Collins MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Mey skal að morgni lofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.