Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 60
1928 þurfti Dean að gera þrennu til að
slá metið. Everton mætti Arsenal á
heimavelli og auðvitað skoraði hann
þrisvar! Síðasta markið með fallegum
skalla nokkrum mínútum fyrir leikslok.
Það merkilega er að sumarið 1926
lenti Dean í mótorhjólaslysi, höf-
uðkúpu- og kjálkabrotnaði og sumir
gerðu ráð fyrir að knattspyrnuferlinum
væri lokið. Læknar óttuðust meira að
segja um líf hans í fyrstu. En 15 vikum
eftir slysið klæddist Dean bláa búningnum á
ný og nokkrum misserum síðar setti hann marka-
metið ótrúlega sem enn stendur.
Ekki er víst að heilsufræðingar samtímans hefðu
hrifist af undirbúningi hans fyrir leiki, því hermt er
að Dixie hafi gjarnan fengið sér eina sígarettu áður
en hann hljóp inn á völlinn og máltíð hans fyrir leik
samanstóð oft af einu sérríglasi og tveimur hráum
eggjum!
Segja má að Dixie Dean hafi kvatt á viðeigandi
augnabliki; hann dó á Goodison Park á leik Everton
og Liverpool, 1. mars 1980. Liverpool vann 2:1 og
David Johnson gerði annað markið; fyrrverandi fram-
herji Everton og aðeins annar tveggja sem skorað
hafa fyrir bæði lið í borgarslagnum. Hinn er Peter
Beardsley. „Besti miðherji sem nokkurn tíma mun
koma fram,“ sagði Bill Shankly, maðurinn sem byggði
upp Liverpool-stórveldið, um Dean. Varla er hægt að fá
meira hrós en það.
Rúmeninn Lucescu hefur komið víða við,bæði sem leikmaður og þjálfari. Hanner nú við stjórnvölinn hjá Shakthar frá
Úkraínu sem vann Evrópumeistara Chelsea
auðveldlega í Meistaradeildinni í vikunni.
Lucescu var landsliðsþjálfari þjóðar sinnar
um fimm ára skeið á níunda áratugnum en
hefur síðan stjórnað liðum í heimalandinu, á
Ítalíu – Pisa, Brescia, Reggiana og Inter-
nazionale – og í Tyrklandi, áður en hann tók
við Shakhtar árið 2004. Okkar maður er orð-
inn 67 ára, fékk hjartaáfall árið 2009 og lenti í
alvarlegu bílslysi fyrr á þessu ári, en er samt
hvergi nærri hættur! Sigurganga Shakhtar
hefur verið mikil síðan Rúmen-
inn tók við og vorið 2009 var
hann gerður að heiðursborg-
ara Donetsk, strax eftir að
fyrsti Evróputitillinn var í höfn;
Shakhtar vann þá UEFA-
keppnina.
Lucescu stýrði Galatasaray til
sigurs í tyrknesku deildinni vorið
2002 en var þrátt fyrir það látinn
fara um sumarið. Hann var um-
svifalaust ráðinn til erkifjendanna í Besiktas
og félagið, sem fagnaði 100 ára afmæli árið
eftir, varð þá tyrkneskur meistari með Lu-
cescu við stjórnvölinn! Þegar tímabilið 2003-
2004 var hálfnað hafði Besiktas góða forystu á
Galatasaray í deildinni en í leik í janúar gerð-
ust undarlegir hlutir; dómarinn rak fimm leik-
menn Lucescus út af í sama leiknum og þóttu
rauðu spjöldin í meira lagi vafasöm. Leikurinn
er talinn svartur blettur í knattspyrnusögu
Tyrklands, þjálfarinn kenndi tyrkneska knatt-
spyrnusambandinu um að lið hans missti af
titlinum – því leikur þess hrundi eftir þenn-
an skrautlega leik. Hann sagði upp um
vorið, flutti úr landi og tók við Shakhtar.
Rúmeninn hamrar jafnan á mikilvægi
menntunar við leikmenn sína. Þegar
hann var í Rúmeníu hvatti hann þá til að
setjast á háskólabekk og eyða kvöldum
frekar í lestur góðra bóka eða leik-
húsferð en að hanga á veitingahúsum.
Sjálfur talar hann sex tungumál auk
móðurmálsins; ensku, portúgölsku,
spænsku, ítölsku, frönsku og rússnesku.
VÍÐFÖRULL OG VINSÆLL
Bóklestur eða leikhúsferð fremur en út að borða
Mircea Lucescu,
þjálfari FC
Shakhtar frá
Donetsk í Úkraínu.
MIRCEA LUCESCU, ÞJÁLFARI SHAKHTAR Í ÚKRAÍNU, HELDUR ÓTRAUÐUR ÁFRAM ÞRÁTT
FYRIR AÐ NÁLGAST SJÖTUGT OG HAFA BÆÐI VEIKST ALVARLEGA OG SLASAST ILLA
A
rgentínska undrið og það portúgalska, Messi
og Ronaldo, eru bestu leikmenn heims nú, að
flestra mati, en spyrja má: eru þeir fram-
herjar? Nei, í það minnsta ekki dæmigerðir
miðherjar þótt mörkin hrannist upp.
Kólumbíumaðurinn Falcao hjá Atletico Madrid er lík-
lega sá „heitasti“ í Evrópu í dag, raðar inn mörkum og
hóf tímabilið eftirminnilega með því að skora í fjórgang
hjá einum af bestu markvörðum álfunnar, Petr Cech,
þegar liðið vann Chelsea í viðureign Evrópumeistaranna
og Evrópudeildarmeistaranna í Mónakó.
Margir stórkostlegir framherjar hafa prýtt enska liðið
Liverpool en sá undraverðasti sem starfað hefur innan
borgarmarkanna er þó William „Dixie“ Dean, sem lék
með Everton á fyrri hluta 20. aldar.
Everton og Liverpool mætast um helgina. Viðureignir
félaganna eru jafnan sögulegar, þeir rauðu hafa unnið
oftar og Ian Rush, framherji Liverpool, skorað mest í
borgarslagnum, 25 mörk í 36 leikjum, þar af 13 í deild-
arleikjum. Dixie Dean hefur hins vegar skorað mest í
rimmum liðanna í deildinni; hann gerði 18 deildarmörk
fyrir Everton gegn Liverpool á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar. Var markaskorari af Guðs náð; fyrsta vet-
urinn sem aðalmiðherji Everton, 1925-1926, gerði hann
32 mörk í 38 leikjum, sem var aðeins sex mörkum frá fé-
lagsmetinu. Tveimur árum síðar, veturinn 1927-1928,
gerði hann hvorki fleiri né færri en 60 mörk í 39 deild-
arleikjum! Þá 21 árs að aldri.
Veturinn áður hafði George Camsell gert 59 mörk fyr-
ir Middlesbrough í deildinni og í síðustu umferðinni vorið
Kólumbíski framherjinn frábæri Radamel Falcao og Tékkinn Petr Cech, markvörður Chelsea, í viðureign liðanna í Móna-
kó í haust. Falcao er líklega „heitasti“ framherji Evrópu í dag og Cech hefur verið frábær í haust.
AFP
Besti miðherjinn?
MARGIR FRÁBÆRIR MARKASKORARAR ERU ÞEKKTIR Í FÓTBOLTASÖGUNNI. EN HVER ER SÁ
BESTI? EKKI ER HÆGT AÐ NEFNA EITT NAFN Í ÞVÍ SAMBANDI, EN WILLIAM „DIXIE“ DEAN
ER HUGSANLEGA SÉ BESTI SEM FRAM HEFUR KOMIÐ Á ENGLANDI
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ungur stuðningsmaður Liver-
pool virðir fyrir sér styttuna af
Dixie Dean fyrir utan Goodis-
on Park, heimavöll Everton.
Þegar ég hef ekkert þarfara að gera renni ég augunum niður eftir
töflunni til að athuga hvernig Everton hefur vegnað.
Bill Shankly, þjálfarinn sem gerði Liverpool að stórveldi á sjöunda áratug síðustu aldar.
Boltinn
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012