Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 12
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skuldastöðu heimilanna, lífeyrismál og þverr- andi traust á verkalýðshreyfingunni meðal al- mennings bar hæst á fyrsta degi 40. þings Al- þýðusambands Íslands í gær. „Mikil og þrálát verðbólga hefur keyrt vextina upp í rjáfur og í raun má segja að venjuleg meðalfjölskylda hafi ekki lengur ráð á því að búa í venjulegri með- alíbúð, og þá skiptir engu máli hvort hún leigir hana eða kaupir,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í setningarræðu á þinginu. Eitt af forgangsverkefnunum væri að móta skýra sýn og kröfur um hvernig samfélagið losar sig úr vítahring verðbólgu og hárra vaxta. Gylfi sagði að hreyfingin stæði núna frammi fyrir því að reyna muni á gengis- og verðlags- forsendur kjarasamninga. Ítrekaði hann þá skoðun að taka ætti upp fastgengisstefnu. Fyrir þinginu liggja umræðuskjöl þar sem lagðar eru til breytingar í lífeyrismálum og var mikið rætt um lífeyrisréttindi og almanna- tryggingakerfið á þinginu. Árni Gunnarsson, formaður starfshóps sem endurskoðaði lögin um almannatryggingar og náð hefur sam- komulagi um grundvallarbreytingar á bóta- kerfi ellilífeyrisins, sagði að frumvarps væri að vænta innan skamms. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er þar m.a. lagt til að bótaflokkar verði sameinaðir í einn flokk, elli- lífeyri, og að skerðing framfærsluuppbótar vegna tekna lækki í áföngum svo skerðingar verði aflagðar á fjórum árum. Árni sagði nú- verandi tekjuskerðingar vega að stoðum líf- eyrissjóðakerfisins og nefndi sem dæmi að ein- hleypur ellilífeyrisþegi hefði í dag engan ávinning af 73 þúsund kr. greiðslu úr lífeyr- issjóði á mánuði og 100 þúsund kr. greiðsla skilaði honum aðeins 11 þúsund krónum. „Á sama tíma og rætt er um að lífeyrissjóðirnir taki smátt og smátt við stærra hlutverki í greiðslu eftirlauna getur það vart verið skyn- samlegt að það ástand ríki að einstaklingar sjái ekki hag sinn í því að greiða í lífeyrissjóði,“ sagði Árni. Umdeild tillaga um lífeyrismál Þegar mælt var fyrir tillögum um lífeyr- ismál á þinginu í gær spruttu m.a. umræður um tillögu Verkalýðsfélags Akraness um að fyrirhuguð hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5% á næstu árum renni í séreign launafólks en ekki inn í samtryggingarsjóðina. Þessi tillaga er umdeild en Gylfi Arnbjörnsson taldi þó koma til greina að menn ættu val um hvort þessi 3,5% hækkun fari í séreignasjóð eða skyldusparnað lífeyrissjóðanna. Skuldir og lífeyr- ismál ber hæst  Rætt um samninga og verðbólgu á 40. þingi ASÍ Morgunblaðið/Eggert ASÍ Þing ASÍ, hið 40. í röðinni, heldur áfram á Nordica-hótelinu í dag. Gestir eru á ýmsum aldri. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Þú átt betri samskipti Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Komdu í greininguhjá faglærðumheyrnarfræðingi SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Skýrsla umboðsmanns Alþingis um starfsemi embættisins á liðnu ári er enn ekki komin út, þrátt fyrir að hún eigi, lögum samkvæmt, að vera komin úr prentun og tilbúin til birtingar eigi síðar en 1. september. Þetta er annað árið í röð sem skýrslunni er ekki skilað á réttum tíma en á móti kemur að Alþingi hefur enn ekki fjallað um skýrslur áranna 2007-2010. Skýrslan fyrir árið 2011 er væntanleg úr prentun í næstu viku en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins skilaði á miðvikudag af sér skýrslu, vegna umfjöllunar um skýrslu um- boðsmanns Alþingis fyrir árið 2010, þar sem hún áréttar mikilvægi þess „að umfjöllun um skýrslu umboðsmanns fari fram á þingfundi svo sem venja var til“. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþing- is, segir að nýjum málum hjá embættinu hafi fjölgað um 40% og að embættið hafi einfald- lega neyðst til að forgangsraða verkefnum. „Meginviðfangsefni umboðsmanns er að taka við kvörtunum frá almenningi og greiða úr þeim og ég hef lagt áherslu á að sinna því verkefni,“ segir Tryggvi. „Ég geri grein fyrir því í þessari skýrslu [fyrir árið 2011] að þessi staða sem nú er uppi hjá embættinu er óásætt- anleg en ég get hins vegar ekki gert neitt frek- ar til að leysa úr því og þar af leiðandi þarf Al- þingi að taka til umfjöllunar hvernig það vill standa að þessu,“ segir hann. Vikið fyrir pólitískum átakamálum Tryggvi segir starfsmenn embættisins, sem nú eru níu talsins, hafa verið undir gríðarlegu álagi en bæði séu viðfangsefnin flókin og eins sinni embættið fleiri málaflokkum en áður. Hann segir að ekki hafi verið rætt að breyta skilafresti skýrslunnar en hins vegar sé dag- setningin að mörgu leyti óheppileg, ef ekki ná- ist t.d. að ljúka við skýrsluna fyrir sumarið, bætist sú vinna við það málafarg sem jafnan bíði úrvinnslu eftir sumarleyfi. Tryggvi segir að skýrslur nýliðinna ára hafi enn ekki fengið umfjöllun í þingsal en það sé þingsins að ákveða hvernig það hagar umfjöll- un um þær. „Tilgangur þessara skýrslna er að upplýsa Alþingi um þau verkefni sem umboðs- maður er að vinna og gera grein fyrir því hvernig stjórnvöld hafa brugðist við tilmælum umboðsmanns,“ segir hann. Því skipti þó veru- legu máli að skýrslurnar komi sem fyrst til umfjöllunar á Alþingi að viðkomandi ári liðnu. Áður en skýrslur umboðsmanns eru teknar til umræðu í þingsal fara þær til stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar sem skilar um þær áliti. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis, segir að það hafi ekki staðið upp á nefndina að skila af sér en frá 2008 hafi um- ræður um skýrslurnar á þingi einfaldlega vikið fyrir pólitískum átakamálum. Forseta þingsins sé þó mikið í mun að gera úrbætur þar á. „Ég er mjög óhress með þetta og þessu verður að kippa í lag,“ segir Valgerður Bjarna- dóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar. Hún segir klaufaskap um að kenna að nefndarálit um skýrslu ársins 2010 hafi ekki verið tilbúið fyrr en í mars á þessu ári en þá hafi málþóf og umræður um önnur mál komið í veg fyrir að skýrslan yrði rædd að vori. „Við eigum að geta unnið þetta hraðar,“ seg- ir Valgerður. Nefndin muni funda með um- boðsmanni um skýrslu ársins 2011 1. nóvem- ber næstkomandi og muni vonandi skila áliti um skýrsluna tveimur til þremur vikum síðar. Skýrslur umboðs- manns birtar seint og ekki ræddar  Fjallað um skýrslurnar í nefnd en ekki á þingi Morgunblaðið/Kristinn Skýrsla Óvíst er hvort skýrslur áranna 2007- 2009 verða nokkurn tímann ræddar á þingi. Nokkuð heitar umræður urðu á þingi ASÍ í gær þegar rætt var um skipulagsmál hreyfingarinnar, lýð- ræði innan hennar og þverrandi traust meðal almennings í garð laun- þegaforystunnar. Fyrir þinginu liggja tillögur að breytingum á lög- um ASÍ og ennfremur umdeild til- laga frá Verkalýðsfélagi Akraness, þar sem lagt er til að forseti ASÍ verði kjörinn til tveggja ára í senn í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal fullgildra félagsmanna ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vitnaði í Gallup-könnun sem félagið lét gera meðal launafólks í ASÍ. 700 manns tóku þátt í könnuninni og tóku 88% þeirra sem afstöðu tóku undir að all- ir félagsmenn í ASÍ ættu að kjósa forseta. Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Byggiðnar, félags bygginga- manna, sagði að taka ætti það alvar- lega þegar því væri haldið fram að verkalýðshreyfingin væri ólýðræðis- leg. Beint lýðræði væri hjá stéttar- félögunum, sem mynduðu grunn- einingarnar, en fulltrúalýðræði ríkti í landssamböndunum og á vettvangi ASÍ. Ef menn ætluðu að breyta þessu fyrirkomulagi þyrfti að skoða þetta í heild. Einnig hefði verið sótt að stjórnum lífeyrissjóðanna. Fjalla þyrfti um þessi lýðræðismál heild- stætt og lagði hann til að tillögurnar yrðu sendar til milliþinganefndar sem fjallaði um þær fram að næsta þingi ASÍ og skilaði heildstæðum niðurstöðum. Ólafur Pétusson, fulltrúi Hlífar, sagði verkalýðshreyfingunni hafa hrakað á síðari árum og Ragnar Þór Ingfólfsson, fulltrúi VR, sagði mjög brýnt að forystan hefði sterkara um- boð en hún gerði í dag. Traust til ASÍ „skrapar botninn“, sagði hann. Lyfta þyrfti trúverðugleika ASÍ „úr rusl- flokki yfir í A+ eða AA+“. Miðstjórn ASÍ lagðist gegn tillögu Verkalýðsfélags Akraness og margir þingfulltrúar gagnrýndu tillöguna í gær þótt aðrir tækju undir málflutn- ing Vilhjálms. Gagnrýnendur benda m.a. á að forseti sækir umboð sitt til aðiðildarfélaganna sem fara með æðsta vald innan ASÍ. Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, minnti á að kjarasamningar væru á forræði að- ildarfélaganna og ef forseti væri kjörinn beinni kosningu félags- manna kæmi upp skrýtin staða í mið- stjórn, sem kjörin er á þingi ASÍ og sækir umboð sitt til þingfulltrúa. Áhyggjur af minna trausti  Milliþinganefnd fjalli um lýðræðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.