Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Útför Gísla Halldórssonar, arkitekts og fv. forseta ÍSÍ,
var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Séra Hjálmar Jóns-
son dómkirkjuprestur jarðsöng. Ólympíufarar stóðu
heiðursvörð en líkmenn voru, talið frá vinstri til hægri
á myndinni: Jón Páll Leifsson, Gísli Leifsson, Leifur
Þorsteinsson (í hvarfi), Magnús Pétursson, Sveinn
Jónsson, Stefán Konráðsson, Sigurgeir Guðmannsson
og Ásbjörn Einarsson.
Gísli Halldórsson lauk námi frá Det kongelige Aka-
demi for de skönne kunster 1947. Hann setti á fót
teiknistofu í Reykjavík ásamt Sigvalda Thordarson
arkitekt sem þeir starfræktu til 1948. Gísli sat sem
varamaður í borgarstjórn Reykjavíkur 1954-1958, var
borgarfulltrúi 1958-1974, varaforseti borgarstjórnar
1958 og forseti 1970-1974. Einnig gegndi hann for-
mennsku í íþróttaráði 1961-1974. Gísli var forseti
Íþróttasambands Íslands 1962-1980, í sambandsráði
þess í 22 ár, og í Ólympíunefnd Íslands 1951-1994.
Útför Gísla Halldórssonar
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
SHEA BUTTER
VERNDAR OG NÆRIR
Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com
T
ilb
o
ð
in
gi
ld
a
1
8
.-
2
2
.o
k
tó
b
e
r
2
0
1
2
e
ð
a
m
e
ð
an
b
ir
gð
ir
e
n
d
as
t.
GÆFUBLÓMA ÞRENNA
Handkrem 30 ml, varasalvi 15 ml og húðkrem 100 ml.
Þrjár ilmtegundir: Rose Petals, Mango Flower og Date Bouquet.
TILBOÐSVERÐ:
4.990 KR.
Verð áður: 6.450 kr.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrir tæpu ári sagði Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra að kostnað-
urinn við aðildarumsókn Íslands að
Evrópusambandinu yrði svipaður og
vegna stjórnlagaráðs.
Lausleg úttekt á fjárveitingum til
utanríkisráðuneytisins bendir til að
samanburðurinn sé ónákvæmur en
hér til hliðar má sjá hluta af útgjöldum
til ráðuneytisins frá hruni.
Fram kemur í skýrslu forsætis-
nefndar um tillögur stjórnlagaráðs um
breytingar á stjórnarskrá Íslands, sem
lögð var fram á 140. löggjafarþingi
2011-2012, að áætlað sé að útgjöld
vegna ráðsins verði um 326 milljónir
króna. Til viðbótar bætist svo kostn-
aður við kosningar til stjórnlagaþings
á árinu 2010 upp á 240 milljónir króna
króna. Þá óskar innanríkisráðuneytið í
frumvarpi til fjáraukalaga eftir 240
milljóna króna fjárheimild til að standa
undir útgjöldum við framkvæmd kosn-
inga vegna tillagna stjórnlagaráðs að
nýrri stjórnarskrá. Má út frá þessu
ætla að kostnaðurinn við stjórnlagaráð
sé um 806 milljónir króna.
Jafnvel ódýrara en ráðið
Össur bar saman kostnaðinn við
umsóknina og stjórnlagaráð í viðtali
við fréttavef Morgunblaðsins hinn 8.
nóvember í fyrra. „Í fyrsta lagi held ég
að við séum að eyða miklu minni pen-
ingum í þetta, eða töluvert minna,
heldur en menn áttu von á. Ég held að
kostnaðurinn við þetta núna, þegar
töluvert mikið af þessu ferli er frá, sé
svipaður eða minni heldur en kostn-
aðurinn við stjórnlagaráðið. Svo menn
hafi það nú bara svona til samanburð-
ar,“ sagði Össur.
Eins og rakið er á grafinu hér á síð-
unni er beinn kostnaður utanríkis-
ráðuneytisins vegna umsóknarinnar
áætlaður 450 milljónir króna í fjárlög-
um 2010-13. Kostnaður er ekki gefinn
upp í fjárlögum ársins 2012 en frá um-
sókn hefur hann verið undir lið 1.32,
Umsókn Íslands um aðild að Evrópu-
sambandinu.
Fram kom í svari fjármálaráðuneyt-
isins vegna málsins að um væri að
ræða launakostnað og kostnað vegna
samninganefnda, ferðalaga og sér-
fræðiþjónustu. Hluti af 400 milljón
króna framlagi til utanríkisráðu-
neytisins á fjárlögum 2010 og 2011 hafi
runnið til kostnaðar vegna fulltrúa
annarra ráðuneyta.
Vegna tafa sem orðið hafi á aðildar-
ferlinu sé afgangur af þessum fjár-
heimildum og er ætlunin að flytja af-
gang á lokafjárlögum 2011 upp á 190
milljónir króna yfir á árið 2012. Kostn-
aður á árinu 2012 er áætlaður um 140
milljónir og gert er ráð fyrir að þær 50
milljónir sem þá standa eftir í árslok
verði yfirfærðar til næsta árs þannig
að með 50 milljón króna framlagi fyrir
2013 verði 100 milljónir króna til ráð-
stöfunar á árinu 2013 vegna viðræðn-
anna.
Hálfur milljarður í þýðingar
Athyglisvert er að bera saman
kostnað vegna þýðingamiðstöðvar
utanríkisráðuneytisins á árinu 2009 og
útgjöldin 2010, 2011 og 2012.
Árið 2009 var hann 166,9 milljónir en
var áætlaður 511,4 milljónir í ár, eða um
1.400 þúsund krónur á dag, allt árið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins má rekja kostnaðaraukann á
árunum 2010, 2011 og 2012 til ESB-
umsóknarinnar. Meðalkostnaðurinn
þessi ár er tæpar 392 milljónir og er
það 225 milljónum meira en árið 2009.
Á árunum 2010, 2011 og 2012 er mis-
munurinn samtals 674 milljónir.
Ríkisstjórnin hefur fengið um 400
milljóna króna styrk frá ESB í formi
IPA-styrkja til þýðinga og er hluti þess
fjár eyrnamerktur ESB-gerðum. Á vef
utanríkisráðuneytisins segir að
„meginhlutverk þýðingamiðstöðvar-
innar [sé] að þýða gerðir, sem heyra
undir EES-samninginn samkvæmt
ákvörðunum sameiginlegu EES-
nefndarinnar og aðra texta sem tengj-
ast Evrópska efnahagssvæðinu“. Send
var fyrirspurn til utanríkisráðu-
neytisins um það hvort IPA-styrkirnir
og þær rúmu 1.342 milljónir sem settar
hafa verið í miðstöðina frá hruni séu að-
skildar í bókhaldi. Var svarið enn í
vinnslu þegar blaðið fór í prentun.
Sé þetta aðskilið í bókhaldi bætist
áðurnefndur 674 milljóna aukakostn-
aður vegna þýðinga á árunum 2010-
2012 við beinan kostnað ráðuneytisins
upp á 450 milljónir. Samanlagt er
kostnaðurinn því 1.124 milljónir, eða
318 milljónum króna meiri en áætlaður
kostnaður vegna stjórnlagaráðs.
Kostnaðurinnn er enn á huldu
Beinn kostnaður utanríkisráðuneytisins vegna ESB-umsóknarinnar er vel á annan milljarð króna
Útgjöld til ráðuneytisins um 56 milljarðar frá hruni Á þriðja hundrað milljónir í tæki í sendiráðin
Útgjöld frá hruni
» Eins og sjá má á grafinu hér
fyrir ofan hefur rekstur sendi-
ráða Íslands kostað hátt í 14
milljarða króna frá hruni, ef
áætluð útgjöld á árinu 2013
eru tekin með.
» Við það bætast 212 milljónir
króna vegna tækja og búnaðar
í sendiráðin á sama tímabili.
» Stuðningur við kynjajafn-
rétti hjá SÞ nemur um 655
milljónum króna á tímabilinu.
» Þá kostar íslensk friðar-
gæsla ríflega milljarð króna á
árunum 2009 til 2013.
Hluti af útgjöldum til utanríkisráðuneytisins frá hruni
Fjárlög fyrir árið 2009* 2010** 2011*** 2012**** 2013***** Samtals
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins 166,9 358,9 304,4 511,4 186,9 1.528,5
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu Ekki tilgreint 250 150 Ekki tilgreint 50 450
Evrópuráðið 60,1 61,6 70,4 74,8 72,9 339,8
Hjálparstarf SÞ fyrir konur í þróunarlöndum (UNIFEM)****** 133,8 118 108,7 360,5
Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UNWomen 117,6 177,1 294,7
Íslensk friðargæsla 319,6 256,8 116 146,1 196,1 1.034,6
Sendiráð Íslands - almennur rekstur 2.496,20 3.009,50 2.628 2.757 2.758 13.648,70
Sendiráð Íslands - tæki og búnaður 43 43 43 42 41 212
Samanlögð útgjöld vegna utanríkisráðuneytisins (gjöld umfram tekjur) 12.256,90 11.885,20 10.932,60 9.745,30 11.051,30 55.871,30
IPA-styrkir til þýðinga (Gengi evru er hér reiknað sem 159,35 kr.) 239,25******* 159,35******** 398,375
Úthlutaðir IPA-styrkir (2011 og 2012) 2.346,01
Úthlutaðir IPA-styrkir alls þegar útboði fyrir 2011-2013 lýkur 4.781
*Afgreidd frá Alþingi 22. desember 2008 **Afgreidd frá Alþingi 22. desember 2009 ***Afgreidd frá Alþingi 16. desember 2010 ****Afgreidd frá Alþingi 7. desember 2011 *****Lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013 ******UNIFEM
rann inn í UNWomen þegar sú stofnun varð til árið 2010 *******Þýðingar á ESB-gerðum, þjálfun túlka og stuðningur við uppbyggingu á innviðum fyrir túlkanám við Háskóla Íslands (utanríkisráðuneytið og HÍ). Miðast við landsáætlun IPA
2011. ********Þýðingar á ESB-gerðum (utanríkisráðuneytið). Miðast við landsáætlun IPA 2012.
Upphæðir eru í milljónum króna