Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Si g rí ð u r A n n a Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | Sími 581 4020 | www.galleri l ist. is einstakt eitthvað alveg Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Aðalpersónan stóð í mér, sagan átti fyrst að vera um bakara,“ segir Ólaf- ur Gunnarsson og brosir. Við erum að ræða um nýja og áhrifamikla skáldsögu hans, Málarinn, en þar er fjallað um listmálara í Reykjavík sem er vinsæll landslagsmálari. En honum finnst hann ekki njóta sann- mælis og sköpunarþráin leiðir hann út á hættulega slóð. „Það er rétt, þessi tiltekni málari á mikilli velgengni að fagna sem landslagsmálari en það er ekki alveg það sem hann ætlaði sér. Hann er eins og einn af þessum mönnum sem ég hitti stundum á bar í gamla daga. Ég taldi þá njóta velgengni en komst að því að þeir höfðu ætlað að gera eitthvað allt annað, jafnvel að verða rithöfundar, en „ég kýldi aldrei á það og nú er ég kominn á sextugs- aldur og þar við situr,“ sögðu þeir.“ Fyrir utan gluggana heima hjá Ólafi í Mosfellsheiði glóa fagurgul og rauð haustlauf í sólskininu en á veggjunum innan dyra eru athyglis- verðar myndir, nokkrar eftir Alfreð Flóka og aðrar meðal annars eftir Erró og Ragnheiði Ream. „Ég hef alla tíð haft gífurlega ánægju af málaralist,“ segir Ólafur. „Þegar ég var í Kaupmannahöfn og vinir mínir og samlandar voru að fara á knattspyrnuleiki, þá fór ég á myndlistarsöfnin. En ég hafði sem- sagt ætlað mér að skrifa skáldsögu um bakara en það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því að hann væri tengdafaðir aðalpersónunnar, að skáldsagan hrökk í réttan gír.“ Raskolnikof í Reykjavík „Ég var að reyna að skrifa skáld- sögu um málara fyrir nokkrum árum en úr því varð ekkert nema smásaga sem kom í smásagnasafninu mínu í fyrra. En Málarinn er allt önnur saga, allt önnur. Oft hef ég fengið hugmynd að skáldsögu og farið af stað en stoppað eftir 20 til 30 síður, þá er ekki grunnur fyrir meiru.“ Ólafur segir að í raun snúist allt í höndunum á aðalpersónu nýju bók- arinnar hvað svo sem hann geri. „Mig langaði til að skrifa skáldsögu þar sem lesandinn sæi atburða- rásina út frá einu sjónarhorni. Ég lærði einu sinni að skrifa bíómyndir og nýti mér að vissu leyti slíka frá- sagnartækni hér. Á einhverju stigi sögunnar gerðist það sem er eftir- sóknarvert, að karakternir tóku yfir og ég fór að elta þá. Þegar slíkt skeður er höfundurinn orðinn skrá- setjari frekar en að hann sé að stýra brúðuleikhúsi þar sem allir verða að sitja og standa eins og hann kýs.“ Á síðustu Bókmenntahátíð í Reykjavík spurði þýskur útgefandi Ólaf hvort hann gæti svarað því í einni setningu um hvað næsta skáld- saga hans myndi fjalla. „Raskolnikof í Reykjavík,“ svar- aði hann að bragði og vísaði í aðal- persónu Glæps og refsingar. Er það Málarinn? spyr ég. „Já, já…“ svarar hann kíminn. Þetta er svo sannarlega Reykjavík- ursaga, gerist á níunda áratugnum og áhrifamiklir atburðir, fall Haf- skips þar á meðal, blandast inn í frá- sögnina. Leggur Ólafur mikla vinnu í að skrifa samtímatengingar? „Ég geri það eftir á. Þá fer ég og skoða blöðin í Landsbókasafninu. Ég geri það mest til að stilla mig af í tímanum, að ég sé í réttum gír hvað andrúmsloftið varðar. En nú dettur mér í hug að líklega er það eitthvað sem allir þekkja, að maður hefði bet- ur lagt stund á annað en maður er að dunda við. Ég man þegar ég kom á sýningu Errós vorið 1965 að ég varð svo himinlifandi að koma úr grám- anum í Reykjavík og inn í alla þessa litadýrð að ég hugsaði sem svo: Þetta ætti ég að gera, verða listmál- ari! En það lá ekki fyrir mér svo ég varð bara rithöfundur.“ Morgunblaðið/Einar Falur Rithöfundurinn „Ég hef alla tíð haft gífurlega ánægju af málaralist,“ segir Ólafur Gunnarsson um sögu nýju bókarinnar. Úr grámanum í Reykjavík inn í alla þessa litadýrð  Málarinn, skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, átti upphaflega að vera um bakara Breski rithöfund- urinn Hilary Mantel hreppti hin virtu Man Booker-verðlaun fyrir skáldsöguna Bring Up the Bo- dies. Er þetta í fyrsta skipti í 43 ára sögu verð- launanna sem Breti og kvenhöfundur vinnur verð- launin í tvígang, og að auki í fyrsta sinn sem framhald af áður útgefinni sögu hreppir verðlaunin. Verðlauna- sagan er annar hluti þríleiks sem hófst með Wolf Hall en Mantel hreppti verðlaunin fyrir þremur ár- um fyrir þá bók. Þríleikurinn gerist á 16. öld og fjallar um herforingjann Oliver Cromwell. Verðlaunbókin nýja gerist á níu mánuðum árið 1535. Mantel hreppti verðlaunin aftur Hilary Mantel Fyrirlestraröð FÍSL, Félags ís- lenskra samtíma- ljósmyndara, hefst í Þjóðminja- safni Íslands í dag, fimmtudag, klukkan 12. Fræðimönnum og listamönnum er boðið til sam- ræðu, í von um líflegar og fræðandi umræður um ljósmyndun sem listmiðil. Í dag mun Hlynur Helgason, lektor í listfræði við HÍ, spjalla við Ívar Brynjólfsson ljósmyndara um verk hans. Ívar Brynjólfsson lauk BFA- gráðu frá ljósmyndadeild San Fransisco Art Institute árið 1988 og hefur haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars í Listasafni Íslands, Gallerí 11 og Nýlistasafninu. Umræða um verk Ívars Ívar Brynjólfsson Sigurjón Sighvatsson keypti á sínum tíma kvikmyndaréttinn að skáldsögu Ólafs Öxin og jörðin. Fyrir nokkru var greint frá því að hann hefði fengið leikstjóra til verksins, Shekhar Kapur sem leikstýrði indversku kvikmyndinni Bandit Queen (1994) um útlagann Poolan Devi, og tvíleik um Elísabetu drottningu með Kate Blanchett í aðalhlutverki sem vakti mikla athygli; Elizabeth (1998) og The Golden Age (2007). „Undirbúningur er í fullum gangi, þótt það sé mikill snigil- gangur á kvikmyndagerð,“ seg- ir Ólafur. „En nú er kominn reyndur handritshöfundur að verkefninu, Michael Hurst, sem skrifaði handritið að Elizabeth og sjónvarpsþáttunum The Tu- dors. Hann er alvanur sérfræð- ingur í períódumyndum, og er væntanlegur til landsins.“ Handritshöf- undur ráðinn KVIKMYND Í BÍGERÐ Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður tekur í kvöld, fimmtudag klukkan 20, þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni SKIA, sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sigurður Árni hefur endurtekið fengist við skugga í málverki. Hann hefur einnig nýtt sér fleiri listmiðla, til að mynda unnið skúlptúra í opin- beru rými. Verk Sigurðar Árna fela oft í sér návist mannsins, þó sjaldn- ast komi hann fyrir í verkunum og náttúran taki iðulega á sig stílfærðar myndir. Sigurður Árni og skuggarnir Sigurður Árni Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.