Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kostnaður við viðbótarrannsóknir á Gammsvæði á landgrunninu undan Norðausturlandi er talinn munu nema um 13 milljónum króna. Miðað við núverandi fjárhagsramma Orku- stofnunar er ólíklegt að hægt verði að ljúka þeim á næstunni nema sér- stakar fjárveitingar komi til. Þetta kemur fram í svari Stein- gríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, við fyrir- spurn Kristjáns Þórs Júlíussonar um framkvæmd þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir undan Norð- austurlandi sem samþykkt var á Al- þingi 2. maí í fyrra. Í þingsályktun- inni segir: „Alþingi ályktar að tryggðir verði fjármunir til að nú þegar verði hafnar markvissar rann- sóknir á því hvort olía eða gas finnst á landgrunni Íslands undan Norð- austurlandi. Leitað verði samstarfs við erlenda aðila um rannsóknir eftir því sem við á og við staðarval verði stuðst við fyrri rannsóknir.“ Í svari ráðherra segir að Orku- stofnun hafi eftir megni stuðlað að rannsóknum á því hvort olía eða gas finnist á svokölluðu Gammsvæði. Rannsóknirnar hafi verið stundaðar að svo miklu leyti sem kostnaður vegna þeirra hafi rúmast innan fjár- hagsramma stofnunarinnar. Áhersla á Drekann Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri segir að fjármagn hafi ekki fylgt þessar þingsályktun. Um þess- ar mundir sé áhersla lögð á verkefni sem tengjast Drekasvæðinu og ekki sé á dagskrá að taka fjármagn úr þeim til rannsókna fyrir NA-landi. Hann segir að á Gamm-svæðinu yrði næst farið í tiltölulega einfaldar og ódýrar yfirborðs- og endurvarps- rannsóknir, sem gætu gefið vísbend- ingar um kolvetni. Á þessu stigi rannsókna sé ekki fyrirhugað að bora á svæðinu. Ekki fjármagn til að rannsaka Gamminn  Einfaldar og ódýrar rannsóknir væru næsta skref Vísindi Þessi hópur sérfræðinga gerði rannsóknir víða við landið í júlí 2003, m.a. á Gammsvæðinu, en myndin er tekin við Eyjar. Mælingar á hljóðendurvarpi voru gerðar á svæðinu úti fyrir Skjálfanda og á Eyjafirði 2000-2005. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tap Orkuveitu Reykjavíkur vegna fjarskiptastarfsemi á árunum 1999- 2010 nemur tæplega 5,2 milljörðum, miðað við verðlag ársins 2010. Fjár- festingar í fjarskiptastarfsemi hafa skilað 0,5% arðsemi en arðsemi fyr- irtækisins í heild var 3%. Engin önn- ur starfsemi OR skilaði minni arð- semi. Þetta kemur fram í skýrslu úttekt- arnefndar um Orkuveituna. Kaflinn um fjarskiptastarfsemina er um 50 blaðsíður og þar er ítarlega fjallað um þær miklu deilur sem urðu um málið milli meirihluta R- listans og sjálfstæðismanna innan borgarstjórnar Reykjavíkur og inn- an stjórnar Orkuveitunnar. Stjórnarmönnum misbauð Afskipti OR af fjarskiptastarfsemi hófust árið 1999 með stofnun Lín- u.Nets og síðar með stofnun félags- ins Rafmagnslína ehf. „Ég get sagt ykkur hver var ástæðan fyrir því að Lína.Net varð að veruleika á sínum tíma. Hún var reiði stjórnarmanna OR yfir því að Póstur og Sími hækk- aði verð á fastlínu. Verð á fastlínu tvöfaldaðist um leið og samkeppni kom í gagna- og símaflutningum. Síminn hækkaði þá starfsemi sem hann gat einn sinnt um leið og fyr- irtækið Íslandssími var stofnað og stjórnarmönnum í stjórn OR mis- bauð. Í nokkur ár hafði verið verk- efni í gangi í gagnaflutningum yfir rafmagnslínu. Það var ákveðið að fara af meiri krafti í þetta af því að mönnum misbauð,“ er haft eftir Guð- mundi Þóroddssyni, forstjóra OR í skýrslunni. Í upphafi stóð til að nota raflínur til gagnaflutninga en það verkefni rak upp á sker og áherslur breyttust. Ákveðið var að ljósleiðaravæða heimili á veitusvæði OR og víðar. Þá var OR í hörkusamkeppni við Sím- ann og Landsvirkjun um uppbygg- ingu Tetra-kerfisins og um tíma voru hér starfrækt tvö tetra-kerfi, annað var m.a. notað af lögreglu en hitt m.a. notað af slökkviliðum. Kerfin tvö gátu ekki unnið saman, nema að mjög takmörkuðu leyti. Fátt virðist hafa verið Orkuveit- unni óviðkomandi á þessu sviði, t.d. var í alvöru ræddur möguleikinn á kaupum OR á grunnneti Símans. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru yfirleitt mjög andvígir þessum áformum og í skýrslunni eru raktar tilraunir þeirra til að afla upplýsinga um stöðu mála en upplýsingagjöf var oft af mjög skornum skammti. Í ályktunum nefndarinnar kemur fram að umfangsmiklir samningar, svo sem samningur við Og Fjarskipti í ágúst 2004 voru kynntir í stjórn OR, með skömmum fyrirvara. Þá segir að sú skýring hafi komið fram að með þessari starfsemi hafi OR lækkað og bætt aðgengi almenn- ings og fyrirtækja að gagnaflutning- um en úttektarnefndina skorti for- sendur til að geta metið það. OR byrjaði vegna gremju í garð Símans  Mikið tap vegna fjarskiptastarfsemi Töpuðu 5,2 milljörðum » Fjárfestingar Okuveitunnar í fjarskiptastarfsemi 1999-2010 námu 6.560 milljónum. » Á verðlagi ársins 2010 er sú upphæð 9.467 milljónir. » Bókfært tap af þessari starfsemi nemur 5.195 millj- ónum » Tap á Tetra Íslandi ehf. var 753 milljónir. » Tap á Línu.net var 1.150 milljónir. » Tap á Gagnaveitu Reykjavík- ur var 3.257 milljónir. Vöxtur Árið 1999 átti að leggja „allt að 200 milljónir“ inn í Línu.Net. „Það er í mínum huga með ólík- indum að atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytið skuli ekki hafa gert tillögu um það inn í fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar að þessari þingsályktun skyldi fylgt til enda,“ segir Kristján Þór Júlíusson alþingismaður um svar ráðherra. „Alþingi ályktaði að fjármunir skyldu tryggðir í þetta verkefni og ég treysti því að á þessu verði tekið við meðferð Alþingis á fjárlagafrumvarpinu. Ég neita að trúa því að sú samþykkt sem þingið gerði verði ekki virt,“ segir Kristján Þór. Treystir á þingið MEÐ ÓLÍKINDUM Tveimur nemendum við Mennta- skólann á Ísafirði (MÍ) hefur verið vísað tímabundið úr skólanum eftir að hafa ráðist hrottalega á skóla- bróður sinn á salerni í verkmennta- deild skólans sl. mánudag. Árásar- mennirnir fá viku til að andmæla og segja sína hlið sögunnar. Í kjölfarið verður tekin ákörðun um næstu skref. Að sögn Jóns Reynis Sigurvins- sonar, skólameistara MÍ, er um ein- eltismál að ræða. Skólayfirvöld hafi ekki vitað um eineltið fyrr en eftir árásina. Þolandi hafi ekki greint frá því fyrr en eftir hana. Hann segir árásarmennina hafa sýnt iðrun og minnir á að gerendur hafi sinn rétt. Hann kallar eftir yfirvegun í umfjöll- un. Áfram verði unnið með ger- endum og þolanda. „Ég vona að farsæl lausn fáist fyr- ir alla,“ segir Jón. vidar@mbl.is Réðust á skólafélaga  Tveir nemendur MÍ reknir úr skóla Ótrúlegt úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, kappar og allt þar á milli. Við lánum þér gardínulengjur heim til að auðvelda valið. GLUGGATJÖLD Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.