Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Gísli Felix Bjarnason háskólanemi er fimmtíu ára í dag, fædd-ur 18. október 1962. Gísli ætlar ekki að gera neitt sérstakt áafmælisdaginn sjálfan, segir að hann verði að mörgu leyti eins og hver annar dagur. Þó á hann von á því að eiginkona hans, Sigríður Árnadóttir, eldi eitthvað gott í tilefni dagsins og að hann fái kannski eins og einn pakka. „Ég er í Háskólanum á Akureyri og ég byrja í tíma klukkan átta um morguninn. Svo er ég að þjálfa yngri flokkana í handbolta hér á Selfossi og fer í það seinnipartinn,“ segir Gísli, spurður hvernig hann muni haga deginum. „Stefnan er að taka þetta sem hefbundinn dag en ég er búinn að blása til lágstemmdrar veislu með mínum nán- ustu á laugardaginn,“ bætir hann við. Gísli hélt upp á þrítugs- og fertugsafmælin en segist lítið hafa ver- ið að flagga afmælunum þess á milli. Það leggst mjög vel í hann að verða fimmtugur. „Ég hlakka til næstu tíu ára og er klár á því að þau verði betri en síðustu tíu.“ Gísli er búsettur á Selfossi. Hann starfaði sem sölumaður lengst af en söðlaði um árið 2009 og ákvað að fara í kennaranám við Háskól- ann á Akureyri. Hann er nú á þriðja ári og segir námið mjög skemmtilegt. Tímana sækir hann hjá Háskólasetri Suðurlands á Sel- fossi þar sem kennsla fer fram í gegnum fjarfundarbúnað, einnig sækir hann tíma í dönsku hjá Háskóla Íslands í Reykjavík, en Gísli stefnir á að taka dönsku og sögu sem sérfög í kennaranáminu. ingveldur@mbl.is Gísli Felix Bjarnason er 50 ára Í fríi Gísli Felix Bjarnason ásamt konu sinni, Sigríði Árnadóttur, á sólarströnd. Þau eiga tvö börn, strák og stelpu, og búa á Selfossi. Háskólatímar og handboltaþjálfun Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kópavogur Ernir Eyfjörð og Fjölnir Eyfjörð fæddust 12. júní. Ernir Eyfjörð vó 2.936 g og var 49 cm langur. Fjölnir Eyfjörð vó 2.995 g og var 48,5 cm langur. Foreldrar þeirra eru Elfa Birkisdóttir og Ottó Eyfjörð Jónsson. Nýir borgarar G ylfi fæddist í Vest- mannaeyjum 18.10. 1937 og ólst þar upp til níu ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni í Njarðvík þar sem hann átti heima fram yfir fermingu. Þá flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Gylfi var í Barnaskóla Vest- mannaeyja og Njarðvíkur, í Gagn- fræðaskólanum við Hringbraut og Kvöldskóla KFUM, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, var á samningi hjá Tækni hf., lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1954 og öðl- aðist meistararéttindi í þeirri grein. Gylfi starfaði hjá vélaverkstæði Vegagerðar ríkisins 1961-71, var verkstjóri með malarflokk hjá Vegagerðinni 1971-76 en flutti í Vík í Mýrdal 1977 og varð þá rekstrar- stjóri Vegagerðar ríkisins í Vestur- Skaftafellssýslu. En í hverju var starfið fólgið? „Það fólst í stöðugu eftirliti og viðbragðsstöðu vegna Skaft- Gylfi Júlíusson, fyrrv. rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni – 75 ára Á kunnugum slóðum Gylfi á ferðalagi, ásamt Helgu, konu sinni. Myndin er tekin við Fjallsá í Öræfum. Dansað við náttúruöflin Fjölskyldan í Vík Gylfi og Helga, ásamt börnum sínum Víði og Hildi. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.