Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 11
Afríku séu staðalmyndirnar af
heimsálfunni enn langlífar. „Ímynd
Afríku tengist enn fátæku fólki,
stríði og hungursneyðum, enda eru
fréttir frá Afríku því miður nánast
alltaf mjög neikvæðar í öllum miðl-
um. En það er svo ótalmargt já-
kvætt að gerast í Afríku sem fólk
fær ekki að sjá. Ég vil gefa Íslend-
ingum kost á að fara til Afríku og
upplifa jákvæða hluti sem tengjast
nútímanum og menningunni, gefa
þeim tækifæri til að forvitnast og
upplifa á eigin skinni allt það góða
sem Afríka hefur upp á að bjóða.“
Veðrið svipað og á Spáni
Akeem segir að ferðirnar verði
til að byrja með eingöngu á tíma-
bilinu frá nóvember fram í mars. „Af
því að þá er kaldast á Íslandi og
margir vilja stytta veturinn með því
að skreppa til heitari landa. Það er
ekki nema átta tíma flug til Gana og
það er ótrúlegt ævintýri fyrir Vestur-
landabúa að koma þangað. Veðrið í
Gana er ekki ósvipað og á Spáni og
hitinn er um þrjátíu stig á þeim árs-
tíma, það er heitast í febrúar en strax
mildara í mars,“ segir Akeem sem
ætlar sjálfur að vera leiðsögumaður
fyrsta hópsins sem fer með ferða-
skrifstofunni hans. „Til að byrja með
sé ég um það hlutverk sjálfur, en ég
er í samstarfi við ferðaskrifstofu úti í
Gana sem er með leiðsögumenn, bíla
og fleira. Ég skipulegg líka ferðir fyr-
ir fólk sem vill fara á eigin vegum en
ekki með leiðsögumann. Fólk getur
sent inn hvers konar óskir um hvað
það vill gera í ferð til Gana og við
finnum út úr því.“
Hreifst af Norðurlöndum
Akeem er fæddur og uppalinn í
Gana og bjó þar til tvítugs en þá fór
hann út fyrir landsteinana í fyrsta
skipti. „Þá fór ég til Bretlands og bjó
þar um tíma en sneri svo aftur heim
til Gana til að halda áfram með há-
skólanámið mitt í félagsfræði. Eftir
það ákvað ég að ferðast um heiminn
og fór víða, en fyrir algera tilviljun
endaði ég á Íslandi, sem er ævintýri
sem enn er í gangi. Ég kom fyrst
hingað fyrir sautján árum. Ég hafði
eignast íslenskan vin í útlöndum sem
sagði mér frá heimalandi sínu og ég
varð forvitinn og langaði að kynnast
því af eigin raun. Ég hafði lengi ver-
ið hrifinn af Norðurlöndunum, af því
landafræðikennarinn minn frá ung-
lingsárunum var finnskur og hann
sagði okkur allt um Finnland og hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir
Akeem sem hefur átt lögheimili á Ís-
landi í þessi sautján ár en að sjálf-
sögðu hefur hann skroppið heim til
Gana öðru hvoru.
Friðsæld Náttúrufegurð í Gana er mikil og þar er margs að njóta.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Til afhendingar strax
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað A3 er Sport & Mobile útfærslan
búin 17” álfelgum, fjarlægðarskynjurum að aftan, krómuðum þakbogum,
Bluetooth-tengingu fyrir farsíma ásamt fjarstýringum í stýri fyrir
síma og útvarp. Allt þetta ásamt einstaklega sparneytinni dísilvél sem
eyðir einungis 4,3 lítrum á hverja hundrað kílómetra, og þú leggur
að auki frítt í stæði í 90 mínútur í Reykjavík.
Audi A3 Sport & Mobile 1.6TDI sjálfskiptur
Tilboðsverð: 4.750.000,-
(Fullt verð: 5.530.000,-)
Audi A3
Sport & Mobile
Norska húsið í Stykkishólmi fagnar
180 ára afmæli sínu á þessu ári en
það var byggt árið 1832 af Árna Ó.
Thorlacius. Árni bjó í húsinu ásamt
konu sinni Önnu Magdalenu Steen-
bach og það var í eigu fjölskyldu hans
til aldamótanna 1900. Húsið var lengi
meðal stærstu timburhúsa landsins
og það var endurgert árið 1970 undir
handleiðslu Harðar Ágústssonar, þá
húsameistara ríkisins. Í dag er
byggðasafn Snæfellinga og Hnapp-
dæla í húsinu og má finna í því sýn-
ingu um Árna og konu hans Önnu í
risi hússins.
Alma Dís Kristinsdóttir, safnstjóri
Norska hússins, segir húsið að litlu
leyti tengjast Noregi. „Viðurinn úr
húsinu var sóttur til Noregs en að
örðu leyti eru tengslin við Noreg ekki
mikil.“
Í tilefni afmælisársins verða þrjár
sýningar í húsinu sem opnaðar verða
18. október í Mjólkurstofunni og Els-
húsi en það eru sýningarsalir húss-
ins. „Spænski listamaðurinn Eduardo
Pérez Baca verður með sýningu á
hænum,“ segir Alma Dís en þar er þó
ekki um að ræða lifandi hænur þó ef-
laust einhver kynni að hafa gaman af
því. „Eduardo hefur um áratugaskeið
glímt við ljósmyndaformið en nú hef-
ur hann snúið sér að teikningum. Á
sýningunni hans eru myndir af hæn-
um eftir hann sjálfan þar sem hann
leggur áherslu á liti, áferð og form.“
Þá verður sýning eftir Ingibjörgu H.
Ágústsdóttur, fatahönnuð, þar sem
hún nýtir íslenska búningahefð, liti,
munstur og útskurð sem farveg fyrir
þrívíða frásögn af Búkollu og fleiri
ævintýrum sem tengjast kúm í ís-
lenskum þjóðsögum í húsinu og nefn-
ist sýningin hennar Kýr.
Einnig verður farandsýning frá
Þjóðminjasafni Íslands um leiki
barna sem nefnist Ekki snerta jörðina
og fjallar um leiki 10 ára barna í
gegnum söguna. Allir eru velkomnir á
afmælissýningu Norska hússins og
hlakkar Alma Dís til að sjá sem flesta
í húsinu á afmælishátíðinni.
Glæsilegt timburhús sem hefur staðið tímans tönn
Afmæli Norska húsið í Stykkishólmi heldur upp á 180 ára afmæli sitt.
Norska húsið 180 ára
Anacondaventures bjóða
ógleymanlegar ferðir til Gana:
Gana er land mikillar sögu og
menningar og íbúar þess eru
þekktir fyrir hlýtt viðmót, vin-
gjarnleika og gestrisni.
Ferðastu um ósnortnar sand-
strendur, heimsæktu sögu-
fræga staði, líflega markaði,
undraverð friðlönd villtra dýra
og friðlýst skógarflæmi.
Komdu og kynnstu trumbu-
slætti og dansi, svo ástríðu-
fullum, að hann snertir mann
inn að kviku.
Komdu, sæktu þér afslöppun,
ánægju og einstaka upplifun.
Íbúar þekktir
fyrir gestrisni
GANA