Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 STUTT Elí Úlfarsson gef- ur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík sem verður hald- ið þann 24. nóv- ember næstkom- andi. Elí hefur undanfarin misseri starfað á vettvangi flokksins, en hann hefur m.a. rit- stýrt Gjallarhorni, tímariti Heim- dallar, og setið í stjórn Ungra sjálfstæðismanna í Breiðholti. Elí er fæddur í Vestmanna- eyjum árið 1992 en hefur lengst af búið í Breiðholtinu í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands vorið 2011 og stundar nú atvinnuflug- mannsnám við Flugskóla Íslands. Sækist eftir 6. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2012 Ólafur Þór Gunn- arsson, öldrunar- læknir og bæjar- fulltrúi í Kópa- vogi, gefur kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjör- dæmi í næstu kosningum. Ólafur hefur verið félagi í VG frá stofnun flokksins og starfað að bæjar- málum í Kópavogi frá árinu 2002, frá 2006 sem bæjarfulltrúi. Þá hef- ur Ólafur verið varaþingmaður VG í Suðvesturkjördæmi frá síðustu al- þingiskosningum og hefur tekið sæti á þingi í nokkur skipti. Ólafur lauk læknaprófi frá HÍ 1990, sérnámi í lyflækningum 1995 og námi í öldrunarlækningum 1997. Hann hefur starfað sem öldrunar- læknir á LSH frá árinu 2000. Vill leiða listann Ásta Kristín Sig- urjónsdóttir á Reyðarfirði býður sig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Norð- austurkjördæmi fyrir næstu alþing- iskosningar. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá Austurbrú og er bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Ásta Kristín er viðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og hefur starfað náið með fyrirtækjum á Austurlandi síðustu átta ár. Hún telur mikilvægt að styðja betur við lítil og meðalstór fyrirtæki og segir í tilkynningu að vöxtur atvinnulífs- ins sé forsenda þess að byggja upp nýtt og betra Ísland. Hún er gift Páli Bragasyni og eiga þau tvö börn. Sækist eftir 3. sæti Friðrik Sigur- björnsson frá Fagrahvammi í Hveragerði gefur kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Suður- kjördæmi fyrir komandi alþingis- kosningar. Friðrik útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Mennta- skólanum að Laugarvatni árið 2008, stundaði nám í Idræts- höjskolen i Sönderborg í Danmörku og er nú nemi í landfræði við Há- skóla Íslands. Hann er varabæjar- fulltrúi í Hveragerði og formaður kjördæmissamtaka Ungra sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi. Sit- ur í stjórn kjördæmisráðs flokksins í Suðurkjördæmi og í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Stefnir á 5. sæti „Við erum þakklát fyrir stuðninginn, en starfsfólk Kraftvéla var ein- staklega fljótt að bregðast við,“ seg- ir Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar, um pen- ingagjöf sem Kraftvélar í Kópavogi afhentu Landsbjörgu í gær. Nam gjöfin 300.000 krónum, eða sem svarar þeim kostnaði sem þarf að greiða Kringlunni fyrir réttindi til sölu á Neyðarkalli björgunarsveita. „Þeir sáu frétt í Morgunblaðinu um kostnað við Kringlusöluna og fannst ósanngjarnt að sjálfboðastarfsemi á borð við okkar þyrfti að borga fyrir söluréttindi,“ segir Guðmundur. „Við hefðum þurft að selja 200 kalla til að ná upp í kostnaðinn svo mikil vinna sparast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Örn. Neyðarkall- inn verður seldur 1.-3. nóvember nk. Greiða allan kostn- aðinn í Kringlunni Kröftugt viðbragð Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri hjá Kraftvélum, af- hendir Guðmundi Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra SL, styrkinn.  Spara sér sölu á 200 Neyðarköllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.