Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Lítil og meðalstór
fyrirtæki eru stærsti
atvinnuveitandi á Ís-
landi og gegna þau
lykilhlutverki í at-
vinnulífinu. Stjórn-
málamenn á Íslandi
veita smáfyrirtækjum
litla athygli, samt eru
27 þúsund smáfyr-
irtæki í landinu og þar
starfa um 90 þúsund
manns. Athyglisvert er að 90% allra
íslenskra fyrirtækja eru með undir
10 starfsmenn og 99% fyrirtækja á
Íslandi eru með færri en 250 starfs-
menn. Í íslenskum smáfyrirtækjum
er vöxturinn hraðastur og verður
að koma til móts við þau með
skattalækkunum og þá sér í lagi
með lækkun tryggingargjaldsins
niður í 3% strax eftir kosningar.
Þar er auðveldast að fjölga störfum
og ódýrast að fjárfesta. Stundum
má hugsa smátt, það skilar stund-
um mestu þegar til lengri tíma er
litið – smátt er smart.
Margur iðnaðurinn
hefur farið halloka
undanfarin ár og er
kominn tími til að
stoppa þá þróun.
Hægri grænir, flokkur
fólksins, ætla að gera
allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að
standa við bakið á ís-
lenskum smá- og með-
alstórum fyrirtækjum.
Allir hagnast
Hugmyndir flokksins ganga út á
að bjóða löng óverðtryggð lán til 30
ára, til smárra og meðalstórra fyr-
irtækja og skuldbreyta eldri verð-
tryggðum lánum. Taka skal fram að
um markaðslausn er að ræða. Ekki
er hætta á að verðbólga aukist þar
sem flutningur fjármagns verður
beint til fjármálastofnana, en lán-
takendur sitja eftir með lægri,
lengri, viðráðanlegri og óverð-
tryggð lán. Auknu peningamagni í
umferð verður stýrt með aukinni
bindiskyldu lánastofna, eða eins og
þurfa þykir, til þess að fjár-
málakerfið sé í jafnvægi.
Aðgangur að fjármagni
Breyta verður fjármögnun og
fjármögnunarmöguleikum íslenskra
fyrirtækja. Skynsamlegast væri að
fara sömu leið og Bandaríkjamenn,
eða eins og SBA (Small Business
Administration) starfar í Banda-
ríkjunum. SBA leiðin gerir smáfyr-
irtækjum og athafnamönnum kleift
að stofna fyrirtæki með 10% í eigið
fé, bankinn kemur með 50% og
SBA sjóðurinn 40%. Lán allt upp að
680 milljónum króna eru veitt af
sjóðnum en sjóðurinn er sjálfseign-
arstofnun. Veð er eingöngu tekið í
hlutabréfunum. Þetta er lausnin
sem Hægri grænir, flokkur fólks-
ins, ætla að innleiða í íslenskt fyr-
irtækjaumhverfi eftir næstu kosn-
ingar.
Útrýmum atvinnuleysi
Ljóst er að íslenska skattakerfið
vinnur gegn fyrirtækjum lands-
manna. Litlir sem engir skattalegir
hvatar eru til fjárfestinga í atvinnu-
rekstri fyrir smá og meðalstór fyr-
irtæki. Lítill vilji og skilningur er
hjá stjórnvöldum til þess að hvetja
til fjárfestingar og atvinnusköp-
unar, þrátt fyrir efnahagsástandið.
Stjórnvöld virðast ekki skilja það að
lægri skattar efla atvinnulífið og
hægt væri að útrýma atvinnuleysi á
Íslandi með lækkun trygging-
argjalds. Þvert á móti reyna þau
trekk í trekk að rústa atvinnugrein-
ar með lagasetningu og skattp-
íningu. Stjórnvöld ættu að hafa eitt
í huga: að hvert nýtt starf sem
skapaðist hjá fjórða hverju smáfyr-
irtæki, myndi skapa rúmlega 6.500
fjölbreytt störf.
Stöðugleiki er takmarkið
Stöðugleiki í efnahagstjórn er
takmarkið og hallalaus fjárlög
nauðsynleg. Við megum heldur ekki
gleyma því að fólkið í landinu horfir
til okkar sem bjóðum okkur fram til
stjórnmálastarfa – með von um
betri framtíð. Okkar skylda er að
rísa undir þeim væntingum, stuðla
að betri framtíð, betri lífskjörum og
hugsa í lausnum, en ekki leggja
stein í götu alls sem til framfara
horfir. Efnahagslífið er einn vefur
og starfsskilyrði atvinnulífs og lífs-
kjör fólksins eru samofin. Hernaður
stjórnvalda gegn atvinnulífi lands-
ins er hernaður gegn lífskjörum
þjóðarinnar. Ef þessar hugmyndir
flokksins ganga eftir fá íslensk
smáfyrirtæki langþráð fjármála-
öryggi sem þeim ber og það er
skylda íslenskra stjórnmálamanna
að koma þessum málum í örugga
höfn.
3% tryggingargjald eftir kosningar
Eftir Guðmund F.
Jónsson » Stjórnvöld ættu að
hafa eitt í huga: að
hvert nýtt starf sem
skapaðist hjá fjórða
hverju smáfyrirtæki,
myndi skapa rúmlega
6.500 fjölbreytt störf.
Guðmundur F. Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri grænna, flokks
fólksins.
EAPN (European Anti Poverty
Network) eru evrópsk samtök sem
stofnuð voru árið 1990 og eru mynd-
uð af frjálsum félagasamtökum.
EAPN er ekki hluti af Evrópusam-
bandinu en nýtur stuðnings fram-
kvæmdastjórnar þess.
Markmið
Helstu markmið EAPN eru að
berjast gegn fátækt og félagslegri
einangrun og að verja hagsmuni
þeirra sem búa við fátækt. EAPN
lítur svo á að fátækt og félagsleg
einangrun séu brot á grundvall-
armannréttindum því fátækt gerir
fólki ókleift að lifa með reisn. Or-
sakavaldur fátæktar er flókið sam-
spil margra ólíkra þátta og því þarf
að ráðast gegn þeim á breiðum
grunni.
Virk þátttaka fólks sem lifir í fá-
tækt er nauðsynleg
svo hægt sé að finna
ástæður fátæktar og
félagslegrar einangr-
unar og um leið er
stuðlað að valdeflingu
þessara einstaklinga.
Valdefling felst m.a. í
að styrkja sjálfsmynd
og félagslega vitund
einstaklingsins þannig
að viðkomandi finnist
hann geta haft áhrif á
aðstæður sínar.
Aðildarfélögin
Undirbúningur að stofnun EAPN
á Íslandi hófst í ársbyrjun 2011.
Vorum við formlega tekin inn í Evr-
ópusamtökin í júní á aðalfundi
þeirra í Lissabon og 4. nóvember
sama ár var fyrsti aðalfundur EAPN
á Íslandi haldinn. Aðildarfélögin eru
hjálparsamtök og hagsmunasamtök
sem hafa það að mark-
miði sínu að vinna að
málefnum fátækra. Þau
eru Hjálparstarf kirkj-
unnar, Geðhjálp, Bót,
Samhjálp, Félag ein-
stæðra foreldra, Sjálfs-
björg, Kærleiksþjón-
usta kirkjunnar,
Velferðarvakt Suð-
urnesja, Hjálpræð-
isherinn og Ör-
yrkjabandalag Íslands.
Starfið
Starf EAPN í hverju aðildarlandi
er tvíþætt. Annars vegar er unnið á
heimavelli, m.a. með því að reyna að
hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og
hins vegar taka meðlimir þátt í sam-
starfi aðildarlanda EAPN með það
markmið að hafa áhrif á stefnu Evr-
ópusambandsins.
Meðlimir EAPN á Íslandi hafa
undanfarið unnið með fulltrúum frá
Hjálparstarfi kirkjunnar, Rauða
krossinum, velferðarvakt velferð-
arráðuneytisins, velferðarsviði og
velferðarráði Reykjavíkurborgar og
Háskóla Íslands að því að leita leiða
til að bregðast við vanda þeirra sem
búa við fátækt hér á landi.
Á vettvangi Evrópu eigum við
þrjá fasta fulltrúa. Einn í fram-
kvæmdastjórn EAPN, annan í
starfshópi sem hefur það markmið
að ákvarða stefnu og lobbýisma
bæði gagnvart ESB og stjórnvöld-
um aðildarlandanna (EU Inclusion
Strategies Group) og þann þriðja í
starfi þar sem fólk sem býr við fá-
tækt kemur saman og vekur athygli
á stöðu fátækra (People Experienc-
ing Poverty). Auk þess sækja
fulltrúar EAPN á Íslandi árlegar
ráðstefnur á vegum samtakanna.
Fátækt hefur aukist í Evrópu
undanfarin ár. Aðhaldsaðgerðir
stjórnvalda í kjölfar kreppunnar
hafa bitnað hart á þeim sem minnst
höfðu fyrir svo staða þeirra hefur
versnað til muna. Það á einnig við
hér á landi. Með því að taka höndum
saman og mynda EAPN á Íslandi
verðum við sterkari og ekki veitir af
styrknum því ærin verkefni eru
framundan.
EAPN á Íslandi
Eftir Þorberu Fjölnisdóttur
Þorbera Fjölnisdóttir
» Aðhaldsaðgerðir
stjórnvalda í kjölfar
kreppunnar hafa bitnað
hart á þeim sem minnst
höfðu fyrir svo staða
þeirra hefur versnað til
muna.
Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í stjórn
EAPN á Íslandi
gefur Morgunblaðið út
glæsilegt sérblað um
jólahlaðborð, tónleika og
uppákomur í nóvember
og desember.
Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða
upp á jólahlaðborð og sérrétti á
aðventunni og mikið úrval í boði
fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag
á þessum skemmtilega tíma ársins.
SÉRBLAÐ
Föstudaginn 26. október
JÓLAHLAÐBORÐ
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 föstudaginn
19.október
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569-1105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur
Jólahlaðborð á völdum•
veitingahúsum.
Jólahlaðborð heima.•
Girnilegar uppskriftir.•
Fallega skreytt•
jólahlaðborð.
Tónleikar og aðrar•
uppákomur.
Ásamt fullt af öðru•
spennandi efni.
MEÐAL EFNIS:
K
EN
Z
O
.C
O
M
HVERFISGÖTU 6
S. 551 3470
ALEXANDER WANG
SEE BY CHLOE
SCHUMACHER
BALDESSARINI
ROCCO P
PEDRO GARCIA
STENSTRÖMS
VAN LAACK
EMPORIO
ARMANI
CAMBIO