Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Framundan eru
kosningar um samein-
ingu Garðbæjar við
Álftanes. Upplýs-
ingagjöf og umræða
hefur verið einhliða og
forsvarsmenn Garða-
bæjar forðast gagn-
rýnar spurningar.
Hér eru nokkrar
tölur og staðreyndir
sem gera Garðbæingum kleift að
ganga upplýstari til kosninga.
Kröfuhafar Álftaness hafa mest-
an hag af sameiningu og samein-
ingarhugmyndirnar taka fyrst og
fremst mið af þeirra hagsmunum.
Álftanesbær er í raun gjaldþrota
og skuldar tæpa 6 milljarða í dag
en ekki 2-3 eins og gefið er í skyn.
Skuldageta Álftaness er 1 millj-
arður og kröfuhafar þurfa að finna
aðra til að greiða tæpa 5 milljarða.
Með sameiningu sveitarfélaganna
munu Garðbæingar greiða 3,3
milljarða af skuldum Álftaness og
skattborgarar landsins aðra 1,2
milljarða í gegnum Jöfnunarsjóð.
Kröfuhafar gefa eftir samtals 0,3
milljarða ef af sameiningu verður.
Eftirgjöf krafna er því ekki 32%
eins og fullyrt er. Fasteign ehf. sel-
ur sundlaugina frægu á 1,5 millj-
arða núvirt í stað þess að eiga
framvirka 2,2 milljarða leigukröfu.
Ekkert faglegt eignamat hefur
farið fram til þess að meta raun-
verulega stöðu eigna Álftaness.
Í málflutningi sameining-
armanna eru mannvirki Álftaness
metin á 3,3 milljarða, þar af sund-
laugin á 1,5 milljarða. Samskonar
mannvirki Garðabæjar eru í dag
vannýtt með um 70% nýtingarhlut-
fall.
Ráðast þarf í umfangsmiklar
framkvæmdir vegna viðhalds
gatna, fasteigna og fráveitna á
Álftanesi. Áætlaður kostnaður
nemur hundruðum milljóna.
Greiðsla skulda Álftaness, fjár-
magnskostnaður og nauðsynlegar
framkvæmdir taka um 3,5-4,5 millj-
arða úr sjóðum og af framtíð-
artekjum Garðbæinga. Sú fjárhæð
verður því ekki notuð til fram-
kvæmda og eflingar þjónustu í
Garðabæ á næstu árum.
Nýting þessara fjármuna í fram-
kvæmdir og þjónustu í Garðabæ
myndi stórbæta núverandi sam-
félag okkar: lækka skuldir, opna
möguleika á lækkun skatta og
þjónustugjalda, bæta lánshæfismat
Garðabæjar, auka verðmæti eigna
og hagkvæmni í rekstri.
Ábyrgðir Álftaness og óútkljáð
dómsmál geta aukið 6 miljarða
skuldir Álftnesinga um hundruð
milljóna, sömuleiðis mun rekstr-
artap Álftaness að meðtöldum fjár-
magnskostnaði 2011 og 2012 þýða
hundraða milljóna skuldaaukningu.
Hugmyndin er að Garðbæingar
borgi.
Álftanes er 7% af sameiginlegu
sveitarfélagi, að hluta í einkaeigu,
og búið er að skipuleggja að mestu
landsvæði sem Álftanes á. Álfta-
neshverfið í sameinuðu bæjarfélagi
er óhagkvæm rekstrareining og
yrði áfram. Kostnaður við rekstur
þess hverfis mun stóraukast á
næstu árum.
Álftnesingar yrðu 17% íbúa í
sameinuðu sveitarfélagi en stæðu
undir 13% af tekjum þess. Fáir ef
nokkrir langtímakostir eru í spil-
unum við áformaða sameiningu.
Skammtímakostir eru engir.
Ekkert faglegt mat hefur farið
fram á samhæfingu málaflokka,
réttindum íbúa og starfsmanna,
öðrum sameiningarmöguleikum
eða valkostinum að sameina ekki.
Tökum varfærna upplýsta
ákvörðun.
Skuldir Álftaness =
Icesave Garðbæinga?
Eftir Jón Árna
Bragason og Braga
Þ. Bragason
» Greinin fjallar
um sannleikann
um mögulega sam-
einingu Garðabæjar
og Álftaness
Jón Árni Bragason
Jón Árni er verkfræðingur.
Bragi er rekstrarhagfræðingur.
Báðir íbúar í Garðabæ.
Bragi Þ. Bragason
Eitt aðalsmerki
hinnar hreinu vinstri-
stjórnar er hvernig
henni tekst að sundra
þjóðinni í flestum
málum. Hún hefur
skapað deilur um
seðlabankamálið,
sjávarútvegsmálið,
ESB-málið og fleiri
mál. Ekki tókst henni
þó að sundra þjóðinni
í Icesave-málinu, og þó var allt til
þess gert.
Nú er allt gert til að skapa
sundrungu um stjórn-
arskrána. Lýðskrum-
arar reyna að telja
okkur trú um að
skríllinn, sem beitti
Alþingi og lögreglu
ofbeldi, hafi verið að
krefjast nýrrar
stjórnarskrár. Þetta
er rangt. Fólkið lýsti
óánægju sinni og
áhyggjum vegna
hrunsins, en mest
áberandi var skríllinn,
sem kom til að
skemmta sér með grjót- og eggja-
kasti.
Sömu skrumarar reyna að telja
okkur trú um að stjórnarskráin sé
úrelt dönsk stjórnarskrá. Þetta er
rangt. Stjórnarskráin hefur þróast
eftir kröfum tímans og breyttum
aðstæðum. Hún var samþykkt við
stofnun lýðveldisins 1944 af sam-
taka þjóð. Síðan hafa verið gerðar
lagfæringar á henni af samtaka
þjóð. Hún þarfnast enn lagfæringa
en ekki byltingar.
Stjórnarskráin verður ekki betri
þó greinum hennar fjölgi. Stjórn-
arskráin verður ekki betri þó
henni fylgi 150-200 blaðsíður af
skýringum. Stjórnarskráin verður
ekki betri þó 1.000 manns hafi
komið að gerð hennar. Gæði
nefndastarfa eru oftast í öfugu
hlutfalli við fjölda nefndarmanna.
Fela á fáum hæfum mönnum, sem
ekki eru háðir skrumurum né of-
stæki götunnar, að gera tillögur
um endurskoðun stjórnar-
skrárinnar. Höfum að leiðarljósi
orð Ólafs Pá, þegar einn félaga
hans lagði til, að fleiri menn yrðu
kallaðir til ráða: Það ætla ég að
oss reynist þeim mun verr …
manna ráð sem þau koma fleiri
saman.
Þær spurningar sem nú eru
lagðar fyrir þjóðina eru óskýrar og
vekja fleiri spurningar. Kjósendur,
sem eiga að svara þessum spurn-
ingum, skilja þær ekki og geta því
ekki svarað þeim. Ekki get ég það.
Fyrsta spurningin er þó full-
komlega skýr. Ekki þarf að svara
seinni spurningunum. Aðeins þarf
að svara fyrstu spurningunni með
Nei.
Stjórnarskráin
Eftir Axel
Kristjánsson
Axel Kristjánsson
» Lýðskrumarar
reyna að telja okkur
trú um að skríllinn,
sem beitti Alþingi og
lögreglu ofbeldi, hafi
verið að krefjast
nýrrar stjórnarskrár.
Höfundur er lögmaður
Nú liggja fyrir drög
að heilbrigðisáætlun til
ársins 2020 og eru þau
aðgengileg á vef velferð-
arráðuneytisins. Hér er
um ágætis áætlun að
ræða og í mörgu má
finna ákvæði sem munu
koma langveikum til
góða, þar á meðal fólki
með gigtarsjúkdóma og
annan stoðkerfisvanda.
Gefin eru fyrirheit um aðgengi, jöfn-
uð, fólki verði ekki mismunað eftir
efnahag, sjúkdómaflokkum eða sjúk-
dómum, búsetu eða öðrum þáttum.
Það er full ástæða til að hafa
áhyggjur af aðgengi. Í dag er að-
gengi háð efnahag, búsetu og fólki er
mismunað í ljósi sjúkdómaflokka, má
þar nefna greiðsluþátttöku í lyfjum,
heilbrigðisþjónustu við langveik
börn, aðgengi að sérfræðingum á
landsbyggðinni, ofl.
Jöfnuður er grunnhugtak sem
verður að taka alvarlega, en ekki ein-
ungis varðandi aðgengi, heldur með-
ferð líka og kostnaðarþátttöku. Til
að mynda verða allir líkamspartar að
heyra undir heilbrigðis- og velferð-
arkerfið. Þegar gigtarsjúkdómar eru
annars vegar eru engin líffæri eða
líkamshlutar óhultir, því er nú verr.
En þegar greiðsluþátttaka er skoð-
uð, ekki bara í dag, heldur und-
anfarna áratugi, þá velkist enginn í
vafa um það að háls, munnhol og
augu teljast ekki til líkamans. Einn
stærsti kostur áætlunarinnar er þó
tenging félagslegra þátta og heil-
brigðis.
Forvarnasjónarmið
í áætluninni eru skýr
og er það vel. Mark-
mið og aðgerðir er
varða hreyfingu og
mataræði vel útfærð-
ar. Samræmd sjúkra-
skrá er framtíðin, auð-
vitað að öllum
skilyrðum uppfylltum
varðandi persónu-
vernd, en í þeirri um-
ræðu gleymist oft það
lykilatriði að fólkið
sjálft, sjúklingarnir, eiga að hafa raf-
rænan aðgang að sínum upplýs-
ingum og því hverjir í þau gögn leita.
Það á ekki að vera neitt launung-
armál.
Á heildina litið er ég nokkuð sátt-
ur við áætlunina, en þó verulega
ósáttur varðandi kafla þann sem
snýr að lífsgæðum. Kafla „A.4 – Lífs-
gæði fólks með sjúkdóma“. Ekki það
að ég vilji ekki auka lífsgæði lang-
veikra. Heldur því að í kaflanum er
skautað fram hjá öðrum stærsta
sjúklingahópi í landinu, gigtarfólki
og samtökum þess. Kannski má af
því má ráða að ekki sé þörf fyrir
aukna þekkingu almennings á
áhættuþáttum og einkennum gigt-
arsjúkdóma, eins og er fyrir hjarta-
og æðasjúkdóma, sykursýki, krabba-
mein og lungnasjúkdóma. Hvers á
gigtarfólk að gjalda? Hreyfing og
mataræði skilar sér vissulega í aukn-
um lífsgæðum, en þessi hópur þarf
aukinn skilning, fræðslu um sína
sjúkdóma eins og aðrir þeir sjúk-
dómaflokkar sem hér hafa verið
nefndir.
Við hljótum að gera þá kröfu til
stjórnvalda að vandi fólks með gigt
og annan stoðkerfisvanda verði við-
urkenndur, sem og árangur fræðslu
og ráðgjafar. Hópurinn sem „plager
flest og koster mest“ segja Norð-
menn. Ég skora því á íslensk stjórn-
völd að taka áskorun fræða-
samfélagsins (gigtar) í Evrópu,
áskorun fulltrúa gigtarfélaga í álf-
unni og fulltrúa stjórnvalda, (Bruss-
el 2010) að viðurkenna nauðsyn
stefnumarkandi aðgerða á sviði gigt-
arvarna. Í áskorun þeirra var fyrsta
aðgerð í upptalningu af sex að „Gigt-
arsjúkdómar og annar stoðkerf-
isvandi verði forgangsmál við mörk-
un heilbrigðisstefnu.“
Við verðum að gera þá kröfu að
okkar. Hlutirnir verði nefndir á nafn,
þar sem við á, í heilbrigðisáætlun
sem standa á til ársins 2020.
Drög að heilbrigðis-
áætlun til ársins 2020
Eftir Emil
Thoroddsen
» Við hljótum að gera
þá kröfu til stjórn-
valda að vandi fólks með
gigt og annan stoðkerf-
isvanda verði viður-
kenndur, sem og árang-
ur fræðslu og ráðgjafar.
Emil Thoroddsen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gigtarfélagsins.
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10 -18 og laugardaga frá 11-15