Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 1
Annað árið í röð verður skýrsla um-
boðsmanns Alþingis um starfsemi
embættisins á liðnu ári ekki tilbúin
fyrr en eftir lögbundinn skilafrest.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður
Alþingis, segir embættið hafa for-
gangsraðað kvörtunarmálum frá al-
menningi fram yfir skýrsluvinnslu
en skýrslur frá árunum 2007-2010
hafi enn ekki verið teknar til um-
ræðu í þingsal.
Tryggvi segir mikið hafa mætt á
starfsmönnum embættisins, sem
þurfi að leysa úr sívaxandi fjölda
flókinna mála. „Það bíða núna til
umfjöllunar á Al-
þingi eldri
skýrslur og þeg-
ar maður stendur
frammi fyrir því
að þurfa að for-
gangsraða þá
þarf að taka tillit
til þess hvað er
brýnt að gera
með tilliti til
meginhlutverks
umboðsmanns,“ segir Tryggvi.
Róbert Marshall, annar varafor-
maður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar, segir að þingið hafi ekki
gefið sér þann tíma sem þurfi til að
ræða umfangsmiklar skýrslurnar.
„Ég held að menn þurfi bara að
taka ákvörðun um hvernig þetta
fyrirkomulag á að vera og að regl-
urnar í kringum þetta þurfi að vera
þannig að það sé eitthvert raunsæi í
þeim,“ segir Róbert. Honum þykir
ólíklegt að skýrslur áranna 2007-
2009 verði teknar til umræðu úr
þessu.
„Mér finnst það mjög hæpið,“
segir hann. „Það þarf að ræða þær
jafnóðum að mínu mati.“ »12
Skilafresturinn útrunninn
Skýrslur umboðsmanns Alþingis 2007-2010 enn óræddar
Tryggvi
Gunnarsson
F I M M T U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 244. tölublað 100. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
ÍBÚAR GANA
ÞEKKTIR FYRIR
GESTRISNI
MÁ BRJÓTA
UPP
FYRIRTÆKI?
ÁTTI UPPHAFLEGA
AÐ VERA UM
BANKA
VIÐSKIPTABLAÐ SKÁLDSAGA ÓLAFS 42NÝ FERÐASKRIFSTOFA 10
AFP
Olíuleit Óvíst er hvenær olíuborpallar
sjást innan íslenskrar landhelgi.
Miðað við núverandi fjárhags-
ramma Orkustofnunar er ólíklegt
að hægt verði að ljúka viðbótar-
rannsóknum á mögulegum olíu- og
gaslindum á svonefndu Gammsvæði
undan Norðausturlandi. Þetta kem-
ur fram í svari Steingríms J. Sigfús-
sonar atvinnuvegaráðherra við fyr-
irspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar
þingmanns um framkvæmd þings-
ályktunar um olíu- og gasrann-
sóknir undan Norðausturlandi, sem
samþykkt var á Alþingi í maí í
fyrra. Kostnaður við viðbótarrann-
sóknir er talinn nema 13 milljónum
króna. Kristján Þór segir að þetta
sé með miklum ólíkindum. »16
Ekki til fé í olíuleit
undan NA-landi
Viðræður fram á 2014?
» Umsóknin var lögð fram
2009 og þykir nú einsýnt að
aðildarviðræðum ljúki ekki fyr-
ir þingkosningar á næsta ári.
» Á árunum 2009 til 2013 er
áætlað að á þriðja hundrað
milljónum verði varið í kaup á
tækjum í sendiráð Íslands.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ætla má að í lok næsta árs verði
kostnaður utanríkisráðuneytisins
vegna umsóknar um aðild að ESB
orðinn vel á annan milljarð króna.
Talan er fengin með því að leggja
saman bein framlög til ráðuneytisins
vegna umsóknarinnar og aukin út-
gjöld vegna þýðinga sem nema alls
1,34 milljörðum frá 2009. Fékkst ekki
uppgefið hvort hluti kostnaðar vegna
þýðinga væri niðurgreiddur af ESB.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, telur
skorta á gagnsæi um kostnaðinn.
Eru kynnisferðirnar bókaðar?
„Ég fór t.d. í ferð árið 2009 á vegum
Alþingis með forseta Alþingis og hitti
þáverandi stækkunarstjóra og fleiri.
Var þessi ferð bókuð á umsóknina?
Eða er kostnaðurinn dreifður út um
allt kerfið þannig að við fáum aldrei
heildstætt yfirlit yfir hann? Er ráðn-
ing starfsmanns hjá ríkisskattstjóra
til að aðlaga skattkerfið að kröfum
ESB bókfærð undir ESB-lið í ríkis-
bókhaldinu? Ég leyfi mér að efast um
það. Það þarf að fá það á hreint hvern-
ig þetta er tekið saman,“ segir Ragn-
heiður Elín.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi
segir Ríkisendurskoðun ekki hafa
tekið saman upplýsingar um kostnað
vegna umsóknar Íslands um aðild að
ESB. „Stofnunin ráðgerir ekki að
gera úttekt á málinu, hvað svo sem
síðar verður,“ sagði hann.
MKostnaðurinn er enn á huldu »6
Á annan milljarð í ESB
Óvissa um heildarkostnað við ESB-umsókn Þýðingamiðstöð utanríkisráðu-
neytisins hefur fengið 1,34 milljarða króna síðan umsókn var lögð fram árið 2009
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka vinna nú
hörðum höndum að frágangi á grjótgarði og
bílastæðum norðan við Hörpu. Unnið er að því að
fjarlægja grjót og landfyllingar frá byggingar-
framkvæmdum við tónlistarhúsið. Stefnt er að
því að svæðið verði fullbúið fyrir vetrarhörkur.
Ýta burtu urð og grjóti við tónlistarhúsið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnendur
bílaumboða telja
að fyrirhugaðar
álögur á bifreiða-
kaup bílaleigna
leiði til þess að
þær kaupi 20-
33% færri bíla í
fyrirsjáanlegri
framtíð en í ár.
Talið er að 3.200 bílaleigubílar
verði seldir í ár og að heildarsalan
verði 7.600 bílar.
Stjórnvöld áforma að fella niður
undanþágu frá vörugjöldum af nýj-
um bílaleigubílum. »Viðskipti
Bílaleigur kaupi
20-33% færri bíla
„Ég tel að forseti Alþýðu-
sambandsins hafi í mörgum til-
vikum gengið of langt í umfjöllun
um Evrópusambandið,“ sagði Stef-
án Einar Stefánsson, formaður VR,
á þingi ASÍ í gær. Hann hvatti til
þess að málflutningur ASÍ í Evr-
ópumálum yrði „tónaður niður“.
Upphaflega var ekki fyrirhugað
að leggja fram drög að ályktun um
Evrópumál á þinginu í ár, en Stefán
gagnrýndi það. Í framhaldi var
ákveðið að leggja fram drög að
ályktun, um að ASÍ hefði ekki tekið
afstöðu til þess hvort hagsmunum
launafólks væri best borgið með að-
ild. Stefán vill að ASÍ hvetji til þess
að viðræðum ljúki sem fyrst. »12
Telur forseta ASÍ
hafa gengið of langt