Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Fróði Brinks Pálsson
Norðurljós yfir Lágheiði Mikil norðurljós voru yfir Tröllaskaga síðastliðið sunnudagskvöld þegar myndin var tekin á Lágheiði, ofan við Ólafsfjörð.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það eru svo mikil norðurljós
hérna og maður er einhvern veg-
inn miklu nær þeim hér úti á
landi. Hér er ekki eins mikil ljós-
mengun og í Reykjavík,“ sagði
Fróði Brinks Pálsson, áhuga-
ljósmyndari á Siglufirði, sem tók
meðfylgjandi mynd á sunnudags-
kvöldið var.
„Það er búin að vera alveg
svakaleg norðurljósavirkni nú í
haust og vetur,“ sagði Fróði.
Hann sagði að spáð hefði verið
miklum norðurljósum vegna auk-
innar sólvirkni. Sú spá virðist
ætla að rætast.
„Norðurljósin eru aldrei eins
og alltaf gaman að mynda þau,“
sagði Fróði. Myndina sem fylgir
greininni tók hann á Lágheiði
skammt ofan við Ólafsfjörð á
sunnudagskvöldið var. Myndina
tók Fróði á á Canon-myndavél á
39 sekúndum. Ef vel er að gáð
má sjá stjörnumerkið Karlsvagn-
inn fyrir miðri myndinni. Fróði
sagðist hafa myndavélina á þrí-
fæti og notar afsmellara til að
hún hreyfist ekki þegar hann
smellir af. Hann sagði að norður-
ljósin hefðu verið með fegursta
móti á sunnudagskvöldið og lita-
dýrðin ótrúleg, þau skörtuðu
bæði grænum og rauðum litum.
„Þessi rauði litur er ekki alltaf
með norðurljósunum, en þegar
hann kemur þá er það alveg
eðal,“ sagði Fróði. En var hann
einn með tófunum á Lágheiði á
sunnudagskvöldið að mynda
norðurljósin?
„Nei, Lára Stefánsdóttir list-
ljósmyndari var með mér. Hún
er lærimeistari minn og hefur
kennt mér allt sem ég kann í
þessum fræðum,“ sagði Fróði.
Hann er á 2. ári á listabraut við
Menntaskólann á Tröllaskaga og
nemandi Láru. Fróði sagði að
þau Lára færu oft saman að taka
myndir.
Ljósadýrð yfir Tröllaskaga
Norðurljósin njóta sín vel þar sem þau þurfa ekki að keppa við ljósmengun
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Hart hefur verið
sótt að Sveini
Arasyni ríkisend-
urskoðanda að
undanförnu
vegna umdeildrar
skýrslu um fjár-
hags- og bók-
haldsskerfi rík-
isins. Fram kom í
gær að embætti
hans hefur frá
2007 þegar skilað alls sex af þeim
átta skýrslum sem Alþingi hefur
beðið um.
Stjórnarliðarnir Björn Valur
Gíslason, formaður fjárlaganefndar
Alþingis, og Valgerður Bjarnadóttir,
formaður stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar, hafa sagt að Sveinn
eigi að víkja til hliðar, a.m.k. tíma-
bundið. Embætti Sveins heyrir und-
ir forsætisnefnd Alþingis en Helgi
Bernódusson, skrifstofustjóri Al-
þingis, segir að Alþingi geti vikið
ríkisendurkoðanda frá.
„En það er ekki í valdi þingforseta
að gera slíkt,“ segir Helgi. „Í lögum
um Ríkisendurskoðun segir í ann-
arri grein að forsætisnefnd Alþingis
geti að fengnu samþykki Alþingis
vikið ríkisendurskoðanda úr starfi.“
Vilji þingmenn reka Svein þurfi þeir
því að fá samþykkta þingsályktunar-
tillögu þess efnis. kjon@mbl.is
Aðeins Al-
þingi getur
rekið Svein
Gæti samþykkt
ályktun þess efnis
Sveinn Arason
Skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bern-
ódusson, segir að búið sé að taka að
mestu saman kostnað embættis sak-
sóknara Alþingis vegna landsdóms-
málsins gegn Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra. Fyrir hafi
legið tölur um kostnað frá 2010 og
2011 og ljóst sé að heildarkostnaður
embættisins vegna málsins verði alls
tæpar 70 milljónir króna.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra hefur þegar svarað fyrir-
spurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur
alþingismanns um kostnað ríkisins
vegna málsins. Reyndist hann vera
um 117,6 milljónir króna.
Sem kunnugt er var Geir að mestu
sýknaður af ákærunum og ekki gert
að sæta neinni refsingu. Landsdómur
var skipaður hæstaréttardómurum
og dómurum sem kjörnir voru sér-
staklega af Alþingi, kærandanum í
málinu. kjon@mbl.is
Kostaði skatt-
borgara yfir
187 milljónir
Allt bendir til að á milli 4.000-5.000 fjár hafi fundist
dauð eða sé saknað í Skagafirði eftir hausthretið í
september sl. Þetta kom fram nýlega á fundi landbún-
aðarnefndar sveitarfélagsins.
Eiríkur Loftsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsam-
bands Skagafjarðar, segir að erfitt sé að skjóta á töl-
una og um grófa áætlun sé að ræða en talan sé samt
sem áður hærri en búist var við. „Eftir því sem fleiri
tölur berast finnst mér líklegra að fjöldinn verði nær
4.000. Vonandi höfum við allar tölur í byrjun næstu
viku og getum í kjölfarið sent til Bjargráðasjóðs,“ seg-
ir Eiríkur. Hann bætir við að erfitt sé að skjóta á fjar-
hagslegt tjón bænda vegna búfjárskaðans. Einnig sé
erfitt að meta hvaða áhrif atburðirnir hafi á innlegg
næsta árs.
Auk þess var farið yfir aðkomu Almannavarnanefnd-
ar á fundi landbúnaðarnefndar og kom þar fram að
vinnuhópur hefði verið skipaður sem vinna á aðgerða-
áætlun sem unnið verði eftir í framtíðinni ef hamfarir
eins og í september ríða aftur yfir. Eiríkur segir að
bændur og fulltrúar frá öllum hlutaðeigandi aðilum
eigi sæti í hópnum og muni fara vandlega yfir málin og
draga lærdóm af atburðum septembermánaðar.
Gunnar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Búnaðar-
sambands Húnaþings og Stranda, segir að tölur um
fjárskaða liggi ekki fyrir hjá sambandinu. Þær liggi
vonandi fyrir í byrjun næstu viku og verði í kjölfarið
sendar til Bjargráðasjóðs. heimirs@mbl.is
Um 4.000 dauð eða saknað
Unnið að nýrri aðgerðaáætlun almannavarna í Skagafirði
Skaði Bændur urðu fyrir miklu tjóni í september.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Nú er hægt að nálgast norður-
ljósaspár á veðurspársíðunni á
vef Veðurstofu Íslands, www.ved-
ur.is. Síðan var opnuð 10. október
síðastliðinn.
Á norðurljósasíðunni er hægt
að sjá upplýsingar um virkni
norðurljósa, birtustig og skýja-
hulu yfir landinu hverju sinni og
hverju er spáð í þeim efnum.
Hægt er að skoða norðurljósa-
spána nokkra daga fram í tím-
ann. Þar er einnig mikið fræðslu-
efni um geimveður, segulsvið
jarðar og norðurljósin.
Skyggnið skiptir miklu máli og
ef spáð er léttskýjuðu er kjörið
að kanna hvort mikilli norður-
ljósavirkni er spáð það kvöldið
eða nóttina. Á síðunni er líka
textaspá veðurfræðings um hvar
líklegast er að sjá til norðurljósa
hér á landi.
Á norðurljósavef Veðurstof-
unnar má meðal annars sjá línu-
rit yfir breytileika í norðurljósa-
virkni síðustu viku. Þar sést að
góðar gusur komu einmitt síðast-
liðinn laugardag og sunnudag
þegar norðurljósamyndin var tek-
in. Slíkar gusur vara oft í 1-2 sól-
arhringa.
Einnig er hægt að fylgjast með
norðurljósakraganum yfir norð-
urhveli jarðar eins og hann er
áætlaður hverju sinni.
Spáð um norðurljósin
NÝ ÞJÓNUSTUSÍÐA VEÐURSTOFU ÍSLANDS FYRIR
ÁHUGAFÓLK UM NORÐURLJÓSIN HEFUR VERIÐ OPNUÐ
Til sölu glæsilegt heilsárshús við Sogsbakka
í Grímsnes- og Grafningshreppi. Eignin er á
6 þús fm eignarlandi á glæsilega kjarri vaxinni
lóð með góðu útsýni. Um er að ræða sumar-
hús sem er skráð 116 fm Stór sólpallur. Steypt
plata með hitalögn. Hitaveita, heitur pottur.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi. Stutt
er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og
fallegar gönguleiðir um svæðið .Innréttað
með Lúxus húsbúnaði og húsgögnum sem
getur selst með. Verð 34 millj.
Sjá nánar á eftirfarandi link:
http://www.privateaccommodation.is/lodges-resorts-in-iceland/sogs-
bakki-lodge/pictures/
Upplýsingar gefur
Þorgrímur s. 892-1270 og Ólafur s.866-0927