Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
„Ég vil líka segja
það að tillagan um
þjóðaratkvæði um
stjórnarskrána er um
að halda málinu áfram
en ekki hætta því.“
Þannig mælti Val-
gerður Bjarnadóttir,
þingmaður Samfylk-
ingarinnar og formað-
ur stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Al-
þingis, í ræðustól þingsins 24. maí sl.
og vísaði þar til umsóknarinnar um
aðild að Evrópusambandinu. Tilefnið
var hvort kjósa ætti um það samhliða
þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögu
stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá
20. október nk. hvort halda ætti
áfram með ESB-umsóknina.
Orð Valgerðar eru ekki síst at-
hyglisverð í ljósi þess að stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd er sú nefnd
Alþingis sem ber í raun ábyrgð á
þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu
stjórnlagaráðs, hélt utan um málið á
vettvangi þingsins og samdi þær
spurningar sem spurt verður að í at-
kvæðagreiðslunni.
Forsenda ESB-aðildar
Meðal þess sem finna má í til-
lögum stjórnlagaráðs er ákvæði sem
heimilar framsal fullveldis þjóð-
arinnar til alþjóðastofnana með til-
tölulega einföldum hætti en slíkt
ákvæði er ekki að finna í núgildandi
stjórnarskrá. Þvert á móti er gert
ráð fyrir því eins og staðan er í dag
að löggjafarvaldið, framkvæmda-
valdið og dómsvaldið yfir íslenskum
málum sé eingöngu í höndum inn-
lendra stofnana.
Fyrir vikið er breið samstaða um
það á meðal lögspekinga að án þess
að stjórnarskránni verði breytt með
áðurnefndum hætti geti Ísland ekki
gengið í ESB þar sem núgildandi
stjórnarskrá einfaldlega heimilar
ekki það mikla framsal
á fullveldi sem aðild að
sambandinu hefði óhjá-
kvæmilega í för með
sér. Það er því skilj-
anlega keppikefli fyrir
stuðningsmenn aðildar
að ESB að fá þessa
breytingu á stjórna-
skránni í gegn til þess
að auka líkurnar á því
að aðildin geti orðið að
veruleika.
Þetta sjónarmið kom
t.d. skýrt fram í yfirlýs-
ingu sem margir helstu áhugamenn
landsins um aðild Íslands að ESB
sendu frá sér í síðasta mánuði þar
sem lögð var áhersla á mikilvægi
þess að slík breyting yrði gerð svo
tryggt yrði að stjórnarskráin stæði
ekki í vegi fyrir því að Ísland gæti
gengið í ESB á næsta kjörtímabili.
Ekki spurt um fullveldið
Það var þannig varla að ástæðu-
lausu að því var hafnað af stuðnings-
mönnum ríkisstjórnarinnar á Alþingi
fyrr á árinu að þjóðin fengi að segja
álit sitt sérstaklega á ákvæðinu um
framsal fullveldis í þjóðaratkvæða-
greiðslunni en tillaga þess efnis var
felld.
Fólk hlýtur að spyrja sig hvers
vegna 111. gr. tillagnanna (sem
fjallar um þessa auknu framsals-
heimild) hafi ekki verið hluti af þeim
spurningum sem spurt verður þann
20. október. Þess í stað fáum við
óskýrar spurningar sem leyfa okkur
ekki að taka afstöðu nema til hluta af
þeim meginbreytingum sem stjórn-
lagaráð boðar.
Fyrir vikið hafa þeir, sem ekki
vilja opna á framsal fullveldis þjóð-
arinnar úr landi og greiða með því
fyrir aðild að ESB, þann eina kost að
segja nei við því 20. október að tillaga
stjórnlagaráðs verði lögð til grund-
vallar breytingum á stjórnarskránni.
Ég hvet þess utan fólk til að mæta
og taka þátt í þjóðaratkvæðinu. Það
er skylda okkar sem búum í lýðræð-
isríki að taka þátt hvort sem við er-
um með eða á móti þeim málum sem
kosið er um.
Snýst um að halda ESB-málinu áfram
Eftir Ólaf
Hannesson
Ólafur Hannesson
» Þess í stað fáum við
óskýrar spurningar
sem leyfa okkur ekki að
taka afstöðu nema til
hluta af þeim meg-
inbreytingum sem
stjórnlagaráð boðar.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Act Heildverslun - Dalvegi 16b - 201 kópavogur
577 2150 - avon@avon.is
Tæki til hársnyrtingar fyrir alla
REMINGTON
merkið sem fólkið treystir
Fyrri ráðstefnudaginn verður mestmegnis töluð enska, en skandinavíska hinn síðari.
Lesið nánar um ráðstefnuna og skrásetninguna á www.nora.fo
Veigamiklar ákvarðanir eru framundan.Velferðarþjóðfélagið stendur völtum
fótum. Í Evrópu og Ameriku. Á Norðurlöndum. Á NORAsvæðinu. Öllum –
án tillits til stjórnmálaskoðunar eða búsetu - er þetta ljóst. Það hefur aldrei
verið auðvelt að taka stórar ákvarðanir. Ósamkomulag er einatt milli sterkra
og ólíkra hagsmunaaðila um það, hvernig velferðarríkið eigi að þróast. Milli
vinstriafla og hægriafla. Milli ýmissa ólíkra samfélagsþátta. Milli kynslóða.
Og á hinu strjálbýla NORAsvæði - einkum milli þéttbýlis og strjálbýlis.
Á NORA REGION CONFERENCE 2012 munu sérfræðingar í bæði
hagnýtum og fræðilegum efnum fjalla um velferðarskipulag
framtíðarinnar á NORAsvæðinu.
08.45-09.15 Registration
09.15-09.30 Official opening of the conference
Part 1: Four Perspectives
09.30-09.50 ECONOMIC
09.50-10.10 POLITICAL
10.10-10.40 Coffee Break
10.40-11.00 HISTORICAL
11.00-11.20 INTERNATIONAL
11.20-12.00 PANEL DEBATE on the Four Perspectives
12.00-13.00 Lunch
Day One
We d n e s d a y 7 t h o f N o v e m b e r
Day Two
T h u r s d a y 8 t h o f N o v e m b e r
Part 2: Four Minefields
13.00-13.30 MINEFIELD No. 1: Cutting down
13.30-14.00 MINEFIELD No. 2: The unaffordable luxury
of living far away
14.00-14.30 PANEL DEBATE on minefield No. 1 and 2
14.30-15.00 Coffee Break
15.00-15.30 MINEFIELD No. 3: Letting Family and
Volunteers take over
15.30-16.00 MINEFIELD No. 4: Humans versus Robots
16.00-16.30 PANEL DEBATE on minefield No. 3 and 4
09.00-09.15 Wake Up Session
Session 1: Getting Concrete
09.15-11.40 Health and social services
Session 2: Getting Concrete
09.15-11.40 Education
11.40-12.00 Wrapping Up Session
NORA
REGION
CONFERENCE 2012
NORDIC WELFARE: THE NORTH ATLANTIC WAY