Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Sameining Álfta-
ness og Garðabæjar
hefur lengi verið til
umræðu og ekki að
ástæðulausu þar sem
Álftanesi tókst svo
gott sem að setja sig á
hausinn í aðdraganda
Hrunsins og ekki gott
að sjá hvernig ætti að
leysa úr þeirri stöðu.
Fyrirhuguð sameining
sem íbúar sveitarfé-
laganna fá að kjósa um á laug-
ardaginn ber þess þó frekar merki
að vera yfirtaka en sameining og
ekki er hún heldur valfrjáls sam-
eining eins og stundum hefur verið
haldið fram. Sjálfur er ég almennt
hlynntur sameiningum sveitarfé-
laga þar sem það á við og tel að á
höfuðborgarsvæðinu ætti að sam-
eina öll sveitarfélögin í eitt en þó
að því tilskildu að þau hefðu áfram
ákveðið sjálfdæmi í ákveðnum mál-
um og að aðkoma þeirra að heildar-
stjórninni sem hálf-sjálfstæðra ein-
inga yrði áfram tryggð. Hvað þessa
einstöku sameiningu varðar eru svo
mikilvægir meinbugir á henni að
ekki verður við unað og ekki er
hægt að sitja þegjandi hjá og horfa
á mikilvæga hagsmuni Álftnesinga
svo algerlega fyrir borð borna.
Þeir hagsmunir sem skipta hér
mestu máli eru skipulagsmál,
skólamál og svo áframhaldandi
bein aðkoma íbúanna sjálfra að
málefnum „hverfisins“ Álftaness
eftir sameiningu.
Álftanes hefur mikla sérstöðu á
höfuðborgarsvæðinu sem nátt-
úruperla með stórum óbyggðum
svæðum með miklu varplandi fugla
sem og sínum óspilltu fjörum,
þ.m.t. tveim skeljasandsfjörum af
þremur sem eftir eru á höfuðborg-
arrsvæðinu. Hugtakið „Sveit í
borg“ hefur lengi verið einkunn-
arorð og þó nýlegar breytingar á
deiliskipulagi höggvi skörð í þessa
hugmyndafræði eru þó engar stór-
felldar breytingar í húsbygging-
armálum framundan. Við samein-
ingu hefur þess ekki verið gætt að
Álftnesingar fái áfram eitthvað um
það að segja hvernig skipulagi
svæðisins verður háttað og rödd
Álftnesinga mun hverfa þegar kem-
ur að skipulagsmálum í nýju sveit-
arfélagi enda verðum við ekki
nema 2.400 í 14.000 manna samein-
uðu sveitarfélagi. Þar hræða sporin
enda Garðabær ekki beint þekktur
fyrir að sýna umhverfinu virðingu
með eyðileggingu fagurra hrauna
suður af bænum og ákafa um að
eyðileggja hluta Gálgahrauns fyrir
nýjan óþarfan veg. Ekki síst valda
nýjustu æfingarnar undanfarin ár
áhyggjum þar sem meðfram Álfta-
nesveginum í Garða-
hrauni voru jarðýtur,
dínamít og gröfur not-
aðar til að eyðileggja
hraunið og moka burt
lynginu fyrir ný hús
og götur. Götur sem
voru svo skírðar
Hraunprýði og Lyng-
prýði.
Vitað er að stór
landsvæði á Álftanesi
freista verktaka og
braskara sem bygg-
ingarland og með sameiningu við
Garðabæ er mjög hætt við að Álfta-
nesið verði fljótlega að sams konar
malbiks- og steypusamfélagi og
stærstur hluti höfuðborgarsvæð-
isins. Hvað svo sem verður munu
íbúar Álftaness alla vega ekkert
hafa um málið að segja sem slíkir
enda ekki nema brot af íbúum sam-
einaðs sveitarfélags.
Hvað skólamálin varðar þá
hræða sporin og sameiningar ann-
arra sveitarfélaga sýna það skýrt
að það er eingöngu spurning um
tíma hvenær skóli smærra sveitar-
félagsins verður lagður niður enda
sameining þessi, eins og aðrar,
fyrst og fremst af peningalegum
ástæðum og tekur ekki tillit til
mikilvægis þess að um heilt sam-
félag sé að ræða. Umtalsverður
sparnaður fyrir sameinað sveitarfé-
lag mun nást með lokun Álftanes-
skóla enda stór og mannmargur
vinnustaður og þótt sameing-
arsinnar í sveitarstjórn Álftaness
telji sig hafa tryggt tilvist skólans
eru engin ákvæði í samningnum um
að Álftnesingar sjálfir hafi eitthvað
um það að segja í framtíðinni hvort
hér verður skóli eða ekki. Skólinn
er hjarta samfélagsins og ef hann
fer verður hér ekkert samfélag
lengur heldur úthverfi úr Garðabæ
án takmarks og tilgangs. Augljóst
er að undir þessum formerkjum
verður hagsmunum Álftnesinga
betur borgið sem sjálfstæðu sveit-
arfélagi heldur en með sameiningu.
Hvað skuldamálin varðar þá hef-
ur verið sýnt fram á að rekstur
sveitarfélagsins stendur undir
ákveðinni skuldastöðu og það þarf
einfaldlega að semja um hana eins
og gert er í sambærilegum til-
fellum fyrirtækja og einstaklinga.
Ávinningur Garðbæinga af samein-
ingu er mjög óljós. Skuldir Álfta-
ness 2012 eru áætlaðar um 3,2
milljarðar sem þýðir um 230.000
krónur á hvern íbúa í sameinuðu
sveitarfélagi eða um 920.000 króna
aukna skuld á hverja fjögurra
manna fjölskyldu í Garðabæ. Nú
ber að sjálfsögðu að þakka
Garðbæingum það að taka á sig
þessar skuldir ef þeir kjósa svo
enda yrði róðurinn þungur áfram
fyrir Álftnesinga ef ekki yrði af
sameiningu. Það athyglisverða er
að þessari tölu, 920.000 króna skuld
á hverja fjögurra manna fjölskyldu
í Garðbæ, hefur ekki verið haldið á
lofti í hinum mikla atgangi samein-
ingarsinna undanfarið og er ekki að
finna í áróðursbæklingnum „Okkar
val“ eða vefsíðunni með sama nafni.
Samkvæmt bæjarstjórn Garða-
bæjar mun sameiningin ekki kosta
íbúana neitt, svona eins og Harpan
og nýr Landspítali. Hér má því
gera ráð fyrir að það séu hégóm-
legir stórveldisdraumar bæj-
arstjórnar Garðabæjar sem ráða
ferðinni frekar en beinharðir hags-
munir íbúanna. Eins og áður hefur
komið fram rekur Garðabær út-
þenslustefnu og sér Álftaness því
fyrst og fremst sem byggingarland
auk þess að fá aðsetur forseta Ís-
lands til sín, en það þykir víst fínt.
Nú er ekki réttlátt að efast um
að sveitarstjórnarmenn Álftaness
hafi gert sitt besta í þessari stöðu
og svo sannarlega hefur þeim tek-
ist með undraverðum hætti að snúa
við rekstri sveitarfélagsins eftir
óráðsíuna miklu. Það ber að þakka
og virða og Álftnesingar sjálfir
hafa að auki einnig þurft að búa við
þungar umframbyrðar og nið-
urskurð þjónustu. Það má hins veg-
ar ekki gefast upp og samþykkja
það að leggja samfélagið Álftanes
niður vegna þessa. Þetta samfélag
okkar er einfaldlega merkilegra en
það. Við eigum að reyna að end-
ursemja við Garðabæ um samein-
ingu sem inniber ákveðna sjálf-
stjórn í umhverfis- og skólamálum
og setja með því fordæmi fyrir
auknu íbúalýðræði og þá einnig
fyrir frekari sameiningum annarra
sveitarfélaga. Ef það tekst ekki
þurfum við að axla ábyrgðina og
halda áfram sjálf.
„Mannshöfuðið er þungt en þó
skulum vér uppréttir ganga“ sagði
mætur maður einhvern tímann.
Segjum því nei við sameiningu að
þessu sinni en þökkum jafnframt
Garðbæingum áhugann og örlætið.
Álftanes + Garða-
bær = Nei takk
Eftir Þór Saari
» Vitað er að stór
landsvæði á Álfta-
nesi freista verktaka
og braskara sem
byggingarland …
Þór Saari
Höfundur er alþingismaður og íbúi á
Álftanesi.
Bridsdeild FEB í Rvk
Tvímenningur spilaður í Stangar-
hyl, mánud. 15.10. Spilað var á 13
borðum, meðalskor 312 stig.
Árangur N-S:
Júlíus Guðmss. - Magnús Halldórsson 384
Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 346
Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 338
Skarphéðinn Lýðss. - Sverrir Jónsson 334
Árangur A-V:
Einar Einarsson - Jakob Marteinss. 390
Ólafur Kristinss. - Vilhj. Vilhjálmss. 362
Bergur Ingimundars. - Axel Láruss. 355
Kristín Guðmundsd. - Kristján Guðmss. 346
Jöfn og góð þátttaka
í Gullsmáranum
Spilað var á 15 borðum í Gull-
smára mánudaginn 15. október. Úr-
slit í N/S:
Heiður Gestsd. - Ásgrímur Aðalsteinss. 363
Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 322
Þórður Jörundss.- Jörundur Þórðarson 309
Örn Einarsson - Jens Karlsson 299
Þorsteinn Laufdal - Guðlaugur Nielsen 289
A/V:
Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 315
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 302
Einar Kristinsson - Hinrik Lárusson 291
Kári Jónsson - Ágúst Vilhelmsson 290
Jón Ingi Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 290
Hrólfur Gunnarsson - Hörður Björnss. 290
Og minnt er á skráninguna í
sveitakeppni félagsins, sem hefst
mánudaginn 22. október. Aðstoðað
verður við myndun sveita.
Lögfræðistofan vann
Sveit Lögfræðistofu Íslands sigr-
aði í hraðsveitakeppni Bridsfélags
Reykjavíkur. Sveit Garðs Apóteks
kom fast á eftir og veitti harða
keppni um fyrsta sætið. Í sveit Lög-
fræðistofu Íslands spiluðu Jón Bald-
ursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir
Ármannsson og Steinar Jónsson.
Lokastaðan var þessi:
Lögfræðistofa Íslands 1897 stig
Garðs Apótek 1877 stig
Chile 1790 stig
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
til vinnu og frístunda
Fatnaður og skór
25180
Litir: Svartur/hvítur
Kr. 7.990
00045
Litir: Svart/hvítt
Kr. 12.900
25130
Litir: Svart/hvítt
Kr. 7.690
51142
Litir: Svart/hvítt
Kr. 15.900
Komnir á lager í svörtu, allar stærðir.
25090
Litir: Svart/hvítt/blátt
Kr. 10.900
00314
Litir: Svart/hvítt/
rautt/blátt
Kr. 11.900
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, praxis.is
Opið mán.-fös. kl. 11.00-18.00, lau. kl. 11.00-15.00
25200
Litir: Svart/hvítt
Kr. 8.600
Erum á sama stað
og Friendtex
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Það eru alltaf
þjálfarar þér
til aðstoðar
… Heilsurækt fyrir konur
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
TILBOÐ
1 mánaða kort á 10.900, áður 15.900
í tilefni af bleikum október.
Gildir til 24.10.12