Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Fyrir hrunið spruttu
upp litlir karlar sem
langaði að verða stórir
og höfðu Hannes
Smárason og hans líka
að átrúnaðargoðum.
Þessir gæjar stóðu í
alskyns braski með
fyrirtæki, fasteignir og
lóðir. Flestir fóru illa á
þessu brölti, enda eng-
in innistæða fyrir því,
allt tekið að láni. Flestum þessara
manna svipar saman um margt.
Flestir eru þessir karlar miðaldra
kvennabósar í dag, flottir í tauinu
og góðir með sig. Þeir aka flestir
um á svörtum Gameower, sem
skráður er á konuna eins og húsið.
Ég sé þá fyrir mér eins og Þórhall í
Íslenska draumnum vera að reyna
að meika það.
Fyrir skömmu hitti ég gamlan
vin sem fór mikinn á sínum tíma en
allt fór á hausinn, hann hafði rekið
nokkur fyrirtæki, og gert sig breið-
an. Fyrir rúmu ári hitti ég þennan
gamla vin, sem var þá atvinnulaus
og eðlilega beygður af ástandinu
hjá sér, en ekki af baki dottinn, sem
betur fer. Vinurinn bað mig ásjár
og ég illu heilli lánaði honum pen-
inga til að hann gæti stofnað nýtt
fyrirtæki. Nú hef ég á tilfinningunni
að ég hafi ekki gert honum neinn
greiða með því. Við tókum spjall
saman og hann sagði við mig,
hvernig getur þú þetta? Get ég
hvað? Verið á svona litlum bíl, svar-
aði vinurinn og keyrði í burt á
svarta Gameowernum á einkanúm-
eri, en skráður á konuna. Nú er
einn „auðmaður“ mættur með
áform sín á klakann, og því fylgir sú
hætta að ístöðulitlir ævintýramenn
spretti upp sem aldrei fyrr og hafi
hann að átrúnaðargoði
sínu. Það er þessi
Núpo sem á endalausa
peninga og stendur í
braski um allan heim.
Einhvern veginn læð-
ist að mér sá grunur
að Núpo þessi byggi
auðæfi sín á álíka
traustum grunni og
Hannes Smárason og
hans líkar gerðu þegar
veldi hans var sem
mest. Við eigum að
læra af sögunni, tímarnir eru aðrir í
dag en í þá gömlu góðu þegar hér
brutust af dugnaði og elju fram
menn upp úr sárri fátækt, til alls-
nægta, og byggðu upp atvinnufyr-
irtæki, sem sköpuðu fólki vinnu og
þjóðinni gjaldeyri.
Til að nefna einhver nöfn má
nefna afburðamenn eins og Thor
Thors og Tryggva Ófeigsson, sem
lögðu allt sitt undir til atvinnusköp-
unar. Þessir guttar sem í dag eru í
braskinu hafa allt aðra sýn, þeir
eiga sér þann draum að berast sjálf-
ir á, búa í fínum húsum og skara eld
að eigin köku. Þeir skeyta því engu
þó einhverjir verði fyrir barðinu á
þeim, þessir menn eru hættulegir.
Ef við skoðum hvað auðmenn síð-
ustu ára hafa skilið eftir í íslensku
samfélagi held ég að það séu að-
allega skuldir sem almenningur
borgar. Okkur vantar ekki fleiri
slíka.
Eftir Ómar
Sigurðsson
»Upp spruttu litlir
karlar sem höfðu
Hannes Smárason og
hans líka að átrún-
aðargoðum.
Ómar Sigurðsson
Höfundur er skipstjóri.
Plastpokamennirnir
Nauðungarsala
fasteignar er eitt það
versta sem hent getur
húseigendur í Banda-
ríkjum Norður-
Ameríku eins og á Ís-
landi. Þar sem um-
ræðan um
nauðungarsölur á Ís-
landi hefur verið mikil
og margar greinar
ritaðar um þetta mál,
datt mér í hug að benda á nokkur
úrræði sem notuð eru í BNA til
þess að forðast nauðungarsölur. Í
þessari grein ætla ég að fjalla um
9 algengustu leiðirnar sem notaðar
eru til að koma í veg fyrir nauð-
ungasölu heimilisins.
Fyrsta og auðveldasta leiðin er
að koma láninu í skil. Ef ástæðan
fyrir vanskilum var tímabundin at-
vinnumissir, tímabundin veikindi
eða annað þvíumlíkt og lántakand-
inn er kominn yfir erfiða hjallann,
þá er heimild í lánasamningum hér
til að koma lánum í skil einu sinni
á lánstímanum.
Önnur leiðin er að semja við
lánastofnunina um endur-
greiðsluáætlun á vanskilunum, það
er gert samhliða því að greiða
venjulegar afborganir. Þessi leið
er oft mjög erfið fyrir lántakand-
ann, sem er að greiða sína venju-
legu mánaðarlegu afborgun ásamt
vanskilunum.
Þriðja leiðin er að endur-
fjármagna eignina, ef eignin er
meira virði heldur en skuldin sem
hvílir á eigninni, þá er góð lausn að
endurfjármagna eignina á lægri
vöxtum. Vextir í dag eru í kringum
3,85% en voru fyrir nokkrum árum
í kringum 7%.
Fjórða leiðin er að
óska eftir lánabreyt-
ingu. Þetta er leið
sem farin er þegar
vandamálið er orðið
skuldaranum ofviða. Í
boði eru margar leiðir
til lánabreytinga,
meðal annars vaxta-
lækkun, lengja lánið,
fella niður hluta af
láninu eða aðrar
breytingar á lánaskil-
málum.
Í fimmta lagi þá er möguleg
lausn að selja eignina. Ef markaðs-
verð eignarinnar er hærra en
skuldin þá er það möguleg lausn á
fjárhagsvanda að selja eignina og
greiða upp lánið. Þessi leið er mik-
ið notuð af fjárfestum en er erfið
fyrir fjölskyldur sem búa í eign-
inni.
Í sjötta lagi má leigja út eignina
og láta hana afla tekna til þess að
greiða af láninu. Þarna þarf að
fara virkilega varlega, það er alltaf
hætta á að leigjandinn hætti að
greiða og það þurfi að láta bera
hann út. Útburður kostar peninga
og tekur um það bil mánuð þar
sem eignin skilar engum tekjum.
Í sjöunda lagi er það að selja
eignina í skortsölu. Skortsala er
ein vinsælasta lausn í dag fyrir
húseigendur í fjárhagsvanda.
Skortsala gerist þegar lántaki
semur við lánastofnun um að heim-
ila honum að selja eignina í skort-
sölu. Oftast gefa lánastofnanir eft-
irstöðvarnar eftir þegar um
skortsölu er að ræða, þó eru nokk-
ur dæmi um að lánastofnun fari
fram á skuldabréf frá lántaka um
að hann greiði hluta af tapaða
fénu. Þessi skuldabréf eru yfirleitt
vaxtalaus og til nokkurra ára með
mánaðarlegum greiðslum.
Í áttunda lagi er að afsala eign-
inni til lánastofnunar, þessu er oft
lýst sem vinalegri nauðungarsölu.
Þegar eign er afsalað til lánastofn-
unar þá gefur lánastofnunin eft-
irstöðvarnar oftast eftir. Þessi að-
ferð sparar lánastofnuninni
lögfræði- og réttarkostnað.
Í níunda lagi er mögulegt að
lýsa yfir gjaldþroti. Að lýsa yfir
gjaldþroti er öfgafyllsta og ör-
þrifaríkasta leið heimilanna til
þess að verja sig gegn dómi um
eftirstöðvar. Þessi leið mun stöðva
nauðungarsölumál í réttinum en
ekki koma í veg fyrir hana. Gjald-
þrot í BNA er líkara greiðslu-
stöðvun á Íslandi, þar sem rétt-
urinn skipar skiptastjóra sem mun
í samráði við alla aðila sjá um að
réttlátlega sé greitt sem mest af
skuldunum. Stundum fá heimilin
að halda fasteigninni og yfirleitt að
minnsta kosti einu ökutæki.
Nauðungarsöluferlið hefst á því
að lánastofnunin hraðar lánaaf-
borgunum og gerir veðkall. Næst
er lántaka stefnt til greiðslu og
síðan ef lántaki getur ekki greitt
þá heimilar rétturinn söluna og
dæmir lántaka til greiðslu lánsins
og innheimtukostnaðar. Næst sel-
ur lánastofnunin eignina og hefur
þá rétt á að innheimta mismuninn
á dóminum og sölutekjunum.
Lánastofnunin getur reynt inn-
heimtu á eftirstöðvum í allt að 20
ár. Þessi 20 ára ánauð er það sem
allir vilja forðast því hún skaðar
þjóðfélagið í heild.
Níu leiðir til að forðast
nauðungarsölu
Eftir Pétur Má
Sigurðsson » Þær 9 leiðir sem
vinsælastar eru í
Bandaríkjum Norður-
Ameríku til þess að
forðast nauðungarsölu
heimilis.
Pétur Már Sigurðsson
Höfundur er fasteignamiðlari
í Mið-Flórída og eigandi The Viking
Team Realty. Íslensk heimasíða
www.Floridahus.is.
HERRASKÓR
Þú færð SKECHERS herraskó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind
Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | OUTLET Fiskislóð 75, Rvk
Fjarðarskór, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi
Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri
Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Versluninni Skógum,
Egilstöðum | System, Neskaupstað Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð
Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum