Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi veitingastaðurinn caruso kynnir kósýkvöld með eyfa 4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin- sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar. Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL gleraugu á verði fyrir ALLA Mikið úrval umgjarða• fisléttar og sterkar• flott hönnun• litríkar• Margverðlaunuð frönsk gæðagler verð uMgjarða 4.900 9.900 14.900 19.900 24.900 Nei! Mæti ekki á kjörstað 20. okt. nk. Ástæðan einföld. Stjórnvöld hafa sótt um aðild Íslands að ESB. Núverandi stjórnarskrá kem- ur hins vegar í veg fyrir slíka að- ild, vegna fjöl- margra fullveld- isákvæða hennar. Henni verður því að breyta að kröfu ESB-trúboðsins. Þess vegna var farið út í hina ótrúlegu Fjalla- baksleið óviss- unnar í því að reyna að ESB-væða stjórnarskrána. Þvert á ályktun þjóð- fundar sem vildi standa vörð um full- veldi Íslands. Og afraksturinn liggur nú fyrir með ótrúlegri opinni fullveld- isframsalsgrein nr. 111 í tillögum stjórnlagaráðs. Að viðbættri 31. gr. er bannar þjóðinni að verja sjálfstæði sitt í stjórnarskrá, ef á það yrði ráð- ist. Sem er einsdæmi meðal frjálsra þjóða. Já, mikilvægustu breytingarnar sem kjósendur fá alls ekki að greiða atkvæði um 20. okt. nk. eru varðandi fullveldi og sjálfstæði Íslands. Sem er auðvitað skandall. Algjör móðgun við þjóðina og kjósendur. Núverandi stjórnarskrá lýðveld- isins sem gagnast hefur ágætlega frá 1944, með eðlilegum breytingum í tímans rás, leyfir ekki aðild Íslands að ESB. Ný stjórnarskrá skv. tillögu svokallaðs stjórnlagaráðs leyfir hins vegar aðild Íslands að ESB. Þetta er kjarni málsins. Þetta er ein aðal- ástæða fyrir ofuráherslu ríkisstjórnarinnar nú á breytingu á stjórnarskránni. Svo ESB-aðildin standist öll stjórnarskrárákvæðin. Jafnvel þótt það kosti hina stórkost- legu Fjallabaksleið að ná því marki. Til að blekkja allt og alla. Þess utan er slík umbylting á heilli stjórnarskrá sem nú liggur fyrir, af handahófsvöldu fólki út í bæ, gjör- samlega út í hött. Sem kallar á ýmiss konar lagaóvissu og málaferli til fjölda ára. Eðlilega. Þá er þjóð- aratkvæðagreiðslan sjálf talin ólögleg að mati margra viturra lögfræðinga. Því í öllu óðagotinu gleymdi Alþingi sjálft að ákveða sérstakan kjördag, lögum samkvæmt. Sem mun fæla fjöldann frá þátttöku og gera hana enn marklausari. Nei. Verð ekki við beiðni ESB- trúboðsins á Íslandi og ríkisstjórnar þess, að mæta til ólöglegrar, ómark- tækrar ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu til að auðvelda og greiða fyrir aðild Íslands að ESB. Virði hins vegar þá sem kjósa á móti öllu slíku. Treysti alfarið á sjálfan stjórnarskrágjafann, Alþingi Íslendinga, sem lögum skv. á að fjalla um og afgreiða allar breyt- ingar á stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands. Með beinni alvöru aðkomu þjóðarinnar í þingkosningum strax í kjölfar allra slíkra stjórnarskrár- breytinga. Svo einfalt er það. GUÐM. JÓNAS KRISTJÁNSSON bókhaldari. Mæti ekki á kjörstað Frá Guðm. Jónasi Kristjánssyni Guðm. Jónas Kristjánsson Liðnir eru tæpir tveir áratugir frá því að Ísland gerðist aðili að Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES). Evr- ópusamruninn hefur haft afger- andi áhrif á þróun íslensks sam- félags í gegnum aðildina að EES. Það liggur fyrir að gera þarf enn frekari breyt- ingar á íslenskri stjórnsýslu kjósi íslenska þjóðin að gerast aðili að Evrópusambandinu (ESB). Á þeim rúmu þremur árum sem liðin eru frá því að Ísland sótti um aðild að ESB hefur mikið starf verið unnið innan stjórnsýslunnar í tengslum við umsóknarferlið. Áður en samningaviðræðurnar hófust var unnið að því að bera saman reglu- verk ESB við íslenska löggjöf og greina hvað bar á milli. Í kjölfarið hófust hinar eiginlegu samninga- viðræður sem eru nokkuð á veg komnar, þrátt fyrir að enn sé eftir að opna viðkvæmustu kaflana. Ríkisstjórn Íslands ákvað að þiggja IPA-styrki, sem umsókn- arríkjum að sambandinu stendur til boða og miða að því að veita ríkj- unum aðstoð við að uppfylla skilyrði sem þau þurfa að ná til að gerast að- ilar að ESB. IPA-verkefnin sem unnið er að innan íslensku stjórn- sýslunnar ná yfir fjölbreytilega málaflokka og svið. Samkvæmt rammaáætlun er áætlað að 1,6 millj- örðum íslenskra króna verði árlega úthlutað til Íslands á tímabilinu 2011-2013. Félag stjórnsýslufræðinga efnir til málþings í hádeginu fimmtudag- inn 18. október næstkomandi, þar sem varpað verður ljósi á áhrif ESB á íslenska stjórnsýslu í fortíð og nú- tíð. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu, sem styrkir komu doktors Anamarija Musa í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb í Kró- atíu. Hún hefur rannsakað áhrif um- sóknarferils Króatíu að ESB á stjórnsýsluna þar í landi. Á fundinum verður reynt að leita svara við því að hvaða leyti EES- samningurinn og umsóknarferli Ís- lands að ESB hefur leitt til breyt- inga á áherslum og verkefnum ís- lenskrar stjórnsýslu. Hver er reynsla Norðurlandanna og hver er reynsla Króatíu sem gerist aðild- arríki að sambandinu 1. júlí á næsta ári? Félag stjórnsýslufræðinga og samstarfsaðilar félagsins bjóða öllu áhugafólki um íslenska stjórnsýslu velkomið á málþingið. ELVAR ÖRN ARASON, stjórnarmaður í Félagi stjórn- sýslufræðinga. Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla Frá Elvari Erni Arasyni Elvar Örn Arason Prófkjör eru ofarlega á baugi. Mikið er hugsað um, hvernig eigi að vinna úr kjörseðlum. Hér verður annað at- hugað, það, sem snýr að kjósand- anum. Eins og kunnugt er, raðar hann þeim, sem koma til greina, í fyrsta sæti, annað sæti og svo fram- vegis. Þó að hann hafi skýra hug- mynd um kosti þeirra, sem vilja skipa listann og raði samkvæmt því, er eins víst, ef sá, sem hann hafði efst, reynist fá hraklega útreið, að hann telji, að hann hefði átt að setja einhvern annan í annað eða þriðja sæti. Með raðvali tjá menn sig öðru vísi. Setjum sem svo, að aðeins sé um að ræða að raða í tvö sæti. Tveir hafa lýst áhuga á 1. sæti, A og B, og þrír í annað sæti, C, D og E. Þarna er um að ræða listana A,C, A,D, A,E, B,C, B,D og B,E, alls 6 gerðir. Kjósandi nokkur kýs helst listann A,D, þar næst B,D og svo A,E. Hann tjáir sig ekki sérstaklega um hinar þrjár listagerðirnar, þær eru fyrir honum síðri og jafnar. Með stigagjöf raðvals fær fyrsti listi hans, A,D, 5 stig; hann hefur nefnilega lýst hann betri en 5 listagerðir. Annar listi hans fær 4 stig og þriðji listi hans 3 stig, en listagerðirnar, sem hann gerði jafn- ar, fá hver um sig 1 stig, hann hefur til dæmis lýst listann A,C jafnan list- unum B,C og B,E. Það er eins og tvisvar jafntefli fyrir A,C, sem hvort fyrir sig gefur hálft stig. Gerðir lista verða fljótt æði margar, ef fleiri bjóða sig fram og raða á í fleiri sæti en tvö. Það verður að takmarka ein- hvern veginn. Hversu margar sem gerðirnar verða, gilda rök raðvals og aðferðin við útreikning stiga. Í Lýðræði með raðvali og sjóðvali er ekki fjallað um slíkt prófkjör, en aðferð, sem er lík, raðval stjórnar. Við það er mönnum ekki raðað, held- ur settar fram tillögur um heilar stjórnir, kallaðar gengi, og þeim rað- að og gert upp á venjulegan raðvals- hátt. Í prófkjöri er hins vegar raðað röðum (listum). Fyrir kjósandann breytir það engu. Kjósandinn fer að, eins og almenningi gafst kostur á í raðvali þjóðarblóms á vegum stjórn- arráðsins og raðvali stæðis fyrir Gjá- bakkaveg á vegum Landverndar. BJÖRN S. STEFÁNSSON, stendur fyrir Lýðræðissetrinu. Prófkjör—raðval Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.