Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
✝ Kristín Magn-úsdóttir fædd-
ist á Snældubeins-
stöðum í
Reykholtsdal í
Borgarfirði 23.
janúar 1939. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 10. október
2012.
Foreldrar Krist-
ínar voru Jón
Magnús Jakobsson, f. 29.5.
1891, d. 23.4. 1962, og Sveins-
ína Arnheiður Sigurðardóttir,
f. 22.12. 1899, d. 14.4. 1980.
Systkini Kristínar eru Jakob, f.
18.4. 1925, d. 9.8. 2005, Helgi,
f. 4.2. 1929, Sigurður, f. 2.3.
1933, og Herdís, f. 1.1. 1941.
Kristín giftist 4.3. 1962 Ar-
noddi Þorgeiri Tyrfingssyni, f.
17.8. 1938. Arnoddur er sonur
Þorbjargar Elísabetar Jóhann-
esdóttur, f. 16.1. 1919, d. 27.1.
1983 og Tyrfings Þorsteins-
sonar, f. 30.11. 1918, d. 15.1.
2004. Kristín og Arnoddur
eiga fjögur börn. Þau eru:
Arnheiður Magnúsdóttir, f.
14.6. 1957, gift Jóhanni Þór
Hopkins. Þeirra börn eru Eva
Lind, Adam Þór og Kristín
Lind. Eva Lind er gift Unnari
Þorsteini Bjartmarssyni.
Þeirra börn eru Jóhann Þór og
Bjartmar Þór. Elísabet, f.
22.11. 1959, gift Magnúsi Ár-
sælssyni. Elísabet á fyrir Ar-
nodd Þór Jónsson
sem er í sambúð
með Guðrúnu Ingu
Jóhannesdóttur og
eiga þau eitt barn,
Elísabetu. Fyrir
átti Magnús Leó
og Herdísi. Leó er
í sambúð með Pálu
Björk Kúld og
eiga þau eitt barn,
Sunnevu Huld.
Herdís er í sambúð
með Karli Hrannari Sigurðs-
syni. Erla, f. 23.2. 1966, gift
Vilhjálmi Ingvarssyni. Þeirra
börn eru Anna Margrét og El-
ísabet. Jón Ármann, f. 14.6.
1968, giftur Svanhildi Leifs-
dóttur. Þeirra börn eru Krist-
inn Ásgeir og Hjördísi Arna.
Kristín ólst upp í Reykholts-
dal í Borgarfirði og gekk þar í
barnaskóla, veturinn 1957-58
fór hún í Húsmæðraskóla Suð-
urlands á Laugarvatni. Kristín
og Arnoddur hófu búskap á
Reykjanesvegi 6 í Ytri-
Njarðvík en lengst af bjuggu
þau á Suðurvöllum 6, Keflavík.
Kristín vann við ýmis störf í
gegnum tíðina, m.a. fisk-
vinnslu, hjá Ragnarsbakaríi og
síðast við barnagæslu og sem
gangavörður Holtaskóla í
Keflavík.
Útför Kristínar verður gerð
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í
dag, 18. október 2012, og hefst
athöfnin kl. 13.
Elsku mamma, með söknuði
og sorg í hjarta kveðjum við þig
með þessum fallegu orðum sem
eiga svo vel við þig.
Elsku besta mamma,
ef til væri keppni þar sem dæmt væri
um
duglegustu, sterkustu og
sjálfstæðustu mæðurnar,
myndir þú vinna titilinn fyrirvaralaust.
Þú ert mér innblástur
í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.
Þú hefur varið með mér
þínum gleði- og sorgarstundum.
Þú hefur kætt mig,
á tímum þegar mér leið illa.
Þú hefur kennt mér margt,
um lífið, tilveruna og tilgang okkar
allra.
Þú ert minn tilgangur.
Þú hefur mótað mig
að þeirri manneskju sem ég er í dag.
Þú hefur sagt mér
að ég eigi skilið gott líf og góða hluti.
Þú ert vingjarnlegasta,
fallegasta og frábærasta manneskjan
í lífi mínu.
Þú gerir mig heila,
án þín væri líf mitt tómt og
innihaldslaust.
Þú fullkomnar mig.
Ég hef og mun ætíð elska þig.
Meira en sólina, skýin og grænbláan
sjóinn.
Meira en loftið, grasið og ljósbláan
himin.
Þú ert mín móðir,
mín vinkona,
minn demantur.
Þú átt þér enga aðra líka,
elsku besta mamma.
(Aldís)
Megi Guð og englar varðveita
þig.
Arnheiður, Elísabet, Erla,
Jón Ármann og makar.
Þegar andlát náins ættingja,
vinar eða fjölskyldumeðlims ber
að eru viðbrögðin ærið misjöfn.
Þegar eiginkona mín hringdi og
tjáði mér að móðir hennar,
tengdamóðir mín, væri látin, þá
voru mín fyrstu viðbrögð að
mér fannst hafa dimmt yfir allri
tilveru minni, síðan holskefla
minninga um samvistir okkar
Kristínar í áratugi.
Gat það verið að ég ætti aldr-
ei aftur eftir að heyra hana
segja „sæll, elsku kallinn minn,
hvernig hefur þú það“, átti ég
aldrei aftur eftir að sjá blíða
brosið sem hún var svo óspör á,
átti ég aldrei aftur að finna
hlýjuna í faðmlagi hennar eða
finna fyrir umhyggju hennar í
garð barna minna?
Kristín var ein af þessum fáu
einstaklingum sem er mann-
bætandi að vera samskiptum
við, ávallt jákvæð og full um-
hyggju fyrir náunganum.
Samband mitt við Kristínu
féll undir máltækið „góðir hlutir
gerast hægt“. Kristínu hef ég
þekkt frá unglingsárum mínum
og var hún orðin órjúfanlegur
hluti af tilveru minni eins og svo
margra annarra sem nærveru
hennar nutu – mamma, amma,
tengdamamma, vinur voru orð
sem mér komu ósjaldan í hug og
var hún vel að þeim öllum kom-
in. Tilvera mín og minna varð
fátækari við fráhvarf hennar, en
hafsjór af góðum minningum
um samvistir okkar mun ylja
mér um hjartarætur um
ókomna framtíð. Vertu sæl mín
elskulega tengdamóðir og vinur.
Tengdasonur þinn,
Jóhann Þór Hopkins.
Elskuleg tengdamóðir mín
hefur verið kölluð til starfa á
nýjum stað. Ég kveð hana með
miklum söknuði og um leið
miklu þakklæti. Hún Stína var
einstaklega falleg og hlý kona
sem brosti mikið og unni öllum.
Það eru sautján ár síðan ég hitti
Stínu fyrst og man ég vel
hversu hlýjar móttökur ég fékk.
Kristni Ásgeiri syni mínum tók
hún opnum örmum, hún átti nóg
pláss fyrir eitt ömmubarn til
viðbótar í hópinn sinn. Stínu
fannst gaman að gefa fólki að
borða og lærði ég það fljótt að
vera ekkert að smyrja nesti
þegar við ferðuðumst saman
heldur bara að aðstoða hana við
nestisgerðina því það var ekkert
betra en heimabakaða brauðið
hennar og nýbökuðu kleinurnar
sem hún hafði með sér í ómældu
magni í mörgum hestaferðum
og útilegum. Þó þau væru að-
eins tvö þá var hún alltaf með
nægan mat fyrir allan hópinn í
sínu boxi. Sama var þegar í
sveitina var komið, hún gætti
þess alltaf að eiga nóg af öllu
sem einhvern gæti mögulega
langað í meðan á dvölinni stóð.
Hún Stína var alltaf boðin og
búin til að gæta barnanna eða
aðstoða við hvað sem þurfti, það
var gott að leita til hennar og
það var líka virkilega gaman að
gera eitthvað gott fyrir hana.
Hún var alltaf svo þakklát og
hafði svo gaman af því. Ég
minnist þess er ég og dætur
hennar mættum til hennar
snemma morguns á sjötugsaf-
mælisdeginum hennar með
bakkelsi, gáfum henni fyrirmæli
um hvað hún skyldi taka með
sér og tókum hana svo með okk-
ur í óvissuferð, hún var svo
ánægð. Við skemmtum okkur
allar konunglega þennan dag og
svo áfram með stærri hóp um
kvöldið.
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á kveðjustund.
Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og
tók
græðandi hendi að milda
sorgarstund.
Ó, hve við eigum þér að þakka margt
þegar við reikum liðins tíma slóð.
Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart
blessuð hver minning, fögur, ljúf og
góð.
Okkur í hug er efst á hverri stund
ást þín til hvers, sem lífsins anda dró
hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund.
Friðarins Guð þig sveipi helgri ró.
(Vigdís Runólfsdóttir)
Með innilegu þakklæti fyrir all-
ar liðnar stundir og óteljandi
góðar og fallegar minningar
kveð ég ástkæru tengdamóður
mína.
Svanhildur.
Elsku amma mín, ég man eft-
ir öllum leikritunum sem við
krakkarnir gerðum handa þér
og hvað þú varst góð við mig.
Ég veit hvenær þú ert hjá mér
því Kristín er með ratsjá í sím-
anum sínum. Ég hugsa oft um
seinustu orðin sem ég heyrði frá
þér fyrir utan bless. Sem var:
„Ég kem upp í sveit um leið og
ég get,“ en ég var að spá í eitt,
hvort þú gætir komið í afmælið
mitt þegar ég blæs á kertin. En
hver á nú að kaupa jójóhringi
handa mér?
Ég sakna þín sárlega, amma,
ég trúi ekki að þú sért farin frá
mér.
Eitt sem ég náði ekki að
segja þér hvað ég elskaði þig
mikið. Amen.
Kveðja,
Bjartmar Þór Unnarsson.
Nú er amma mín horfin frá
okkur. Amma, þú varst alltaf
svo stórglæsileg kona, það vildi
enginn trúa því að þú gætir ver-
ið amma mín enda bara 33 árum
eldri en ég. Þú vildir alltaf vera
fín og vel tilhöfð og ég öfundaði
þig oft af því hvað þú varst
glæsileg og hugsaði að kannski
yrði ég svona þegar ég eltist. Þó
að í seinni tíð reyndi ég að vera
þér góð og hjálpsöm þá var ég
nú örugglega ekki auðveldur
krakki til að ala upp. Prakkara-
strikin og óþekktina faldir þú
alltaf fyrir honum afa mínum
svo hann skammaði mig ekki því
þú vildir aldrei ósætti á milli
fólks. Það var erfitt að vera
ósáttur við fólk vitandi að það
tæki meira á þig en okkur sem
vorum ósátt, þú komst alltaf og
reyndir að sætta allt og alla, þú
varst okkar lím. Eins og Adam
Þór bróðir minn sagði nú á dög-
unum, hver á þá að líma okkur
saman? Aldrei þreyttist þú á því
að hafa heimilið þitt fullt af vin-
um okkar Jonna kvöld eftir
kvöld, allir voru velkomnir, allt-
af stóð heimilið opið. Og það
segir meira en mörg orð um þig
að öll stórfjölskyldan nema ég
var hjá þér og afa öll aðfanga-
dagskvöld, enginn vildi vera án
ykkar á jólunum. Ég á eftir að
sakna þín óendanlega mikið en
ég vona að þér líði vel núna í
faðmi foreldra þinna.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
vil ég þakka hlýhug í okkar
garð.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist
endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Guð veiti þér styrk á þessum
erfiðu tímum, afi minn.
Eva Lind.
Elsku amma mín, þú varst
alltaf svo góð við okkur öll
barnabörnin þín og sýndir okk-
ur endalausa ást og hlýju, hugs-
aðir alltaf um að öllum liði vel
og enginn skilinn útundan. Ég
elska þig svo mikið, elsku
amma. Þú passaðir alltaf uppá
að ég fengi lakkrís þegar ég
kom annaðhvort í sveitina eða
til Keflavíkur í heimsókn. Ég á
eftir að sakna brauðanna sem
þú smurðir handa mér með ban-
ana og kökunnar með bleika
kreminu. En mest af öllu faðm-
laganna þinna og þegar þú sast
hjá mér og straukst mér um
hendurnar. Elska þig endalaust,
fallega amma mín.
Kristín Lind Hopkins.
Elsku amma, ég get bara
ekki trúað því að þú sért farin
frá okkur. Ég á svo ótrúlega
margar góðar minningar um
stundir okkar saman í gegnum
tíðina og er svo heppin að hafa
átt þig sem ömmu. Það var æð-
islegt að hafa þig sem gang-
avörð þegar ég var í grunn-
skóla, ég gat alltaf leitað til þín
þegar eitthvað var að og það var
alveg ómetanlegt. Það var alltaf
svo gaman að vera í pössun hjá
ykkur afa, þið dekruðuð við
okkur krakkana svo mikið. Það
sem minnir mig mest á þig er
sveitin okkar. Ég get ekki
ímyndað mér að fara uppí sveit
vitandi að þú verðir ekki þar,
sveitin verður alls ekki eins án
þín. Þín verður sárt saknað og
þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta mínu.
Við lífsins stiga ætlum að þramma
og þar með okkur verður þú
okkar elsku besta amma.
Okkur þykir lífið svo skrýtið
og margt er svo flókið í heiminum nú.
Þá er alltaf gott að vita
að okkur getur hjálpað þú.
Þú alltaf í huga okkar ert.
Þú hjörtu okkar hefur snert
með góðmennsku og hjartavernd.
Hér og nú ertu heimsins besta amma
nefnd.
Þú ert sem af himnum send.
(Katrín Ruth)
Anna Margrét.
Elsku amma mín. Mér finnst
erfitt að hugsa til þess að þú
sért látin. Í huga mér lifir allur
sá tími sem við höfum átt sam-
an, þessi óteljandi skipti og
ómetanlegi tími í sveitinni,
ferðalögin á Stóruvelli og öll jól-
in sem við fjölskyldan höfum átt
saman. Þú varst alltaf svo bros-
mild, hlý og góð og vildir allt
fyrir okkur gera. Það er erfitt
að lýsa fyrir Elísabetu að
langamma hennar sé komin til
himna, hún talar um sveitina
þegar ég sýni henni myndir af
ykkur saman.
Ég vildi að þú værir áfram
hjá okkur en þú lifir í minning-
unni og ég veit að þú munt
fylgjast með okkur að handan.
Mér finnst ósanngjarnt hversu
snemma þú ert tekin frá okkur
en er mikið þakklátur fyrir tím-
ann sem við áttum saman.
Ég elska þig, amma mín, og
sakna þín mikið.
Arnoddur Þór.
Kæra mágkona.
Mig langar að minnast þín og
þeirra 50 ára sem við höfum átt
samleið.
Þegar ég settist niður og fór
að rifja upp allar þær yndislegu
stundir sem við og fjölskyldur
okkar höfum átt saman þá sá ég
að það væri hægt að fylla marg-
ar síður í rituðu máli um liðna
tíð, en þá fann ég þetta fallega
ljóð sem mér þótti segja allt og
það á svo fallegan hátt.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Kæra mágkona, hafðu þökk
fyrir allt sem þú færðir mér og
minni fjölskyldu.
Elsku Addi og fjölskylda,
megi góður guð vera með ykkur
og styrkja.
Kær kveðja,
Jóhanna (Hanna) og Jón.
Kristín
Magnúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð elsku Stínu
ömmu mína með þessu fal-
lega ljóði.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þín ömmustelpa,
Hjördís Arna.
Elsku amma.
Ég sakna þín svo mikið.
Það er rosalega erfitt að
missa þig. Það er erfitt að
fatta að þú sért dáin. Ég
gisti mörgum sinnum hjá
þér og alltaf þegar ég kom
til þín var til kex og þú
bauðst mér alltaf eitthvað
þegar ég kom til þín. Þú
hefur alltaf verið góð við
mig og mér þykir svo vænt
um þig. Ég elska þig.
Ástarkveðja,
Elísabet.
KR var að slíta barnskónum
þegar Gísli Halldórsson fæddist
árið 1914 og í nærri heila öld
var Gísli KR-ingur af lífi og sál.
Fullyrða má að enginn einstak-
lingur hafi unnið jafn mikið og
jafn lengi fyrir KR og íþróttir í
landinu og Gísli Halldórsson
gerði.
Gísli gekk í KR 12 ára gam-
all, eftir margra ára óþreyju-
fulla bið eftir að fá að byrja æf-
ingar. Hann stundaði
knattspyrnu og fleiri greinar
sem voru stundaðar í KR og
varð Íslandsmeistari í knatt-
spyrnu árið 1934. Tvítugur sett-
ist Gísli í húsnefnd (síðar bygg-
ingarnefnd) KR og var í henni
óslitið til 1974, þar af í 27 ár
sem formaður. Sem formaður
húsnefndar sat hann jafnframt í
aðalstjórn félagsins. Gísli var
gerður heiðursfélagi KR árið
1974.
Enginn var áhrifameiri í
heildarsamtökum íþróttafélag-
anna í Reykjavík og í landinu en
Gísli í fimmtíu ár, frá 1944 til
1994. Á þeim árum var hann
formaður Íþróttabandalags
Reykjavíkur, forseti Íþrótta-
sambands Ísland og formaður
Ólympíunefndar Íslands. Gísli
var forseti ÍSÍ í 18 ár og síðar
heiðursforseti sambandsins frá
1980.
Sem arkitekt og formaður
hússtjórnar í 27 ára á Gísli
stærri þátt í uppbyggingu svæð-
is KR við Frostaskjól en nokkur
annar. Hann hefur hannað allar
byggingar á KR-svæðinu án
kostnaðar fyrir KR og verið
driffjöður í byggingu þeirra.
KR á Gísla Halldórssyni mik-
ið að þakka og fáir eiga stærri
sess í sögu félagsins. KR þakkar
Gísla Halldórssyni hans gríðar-
lega mikla og óeigingjarna starf
fyrir félagið og sendir Leifi, syni
hans og fjölskyldu hans allri
innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Knattspyrnu-
félags Reykjavíkur,
Guðjón Guðmundsson
formaður.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Reykjavíkur
Lionsklúbbur Reykjavíkur
var stofnaður þann 14. ágúst
1951. Í fyrstu fundargerðabók-
inni kemur fram að í mars 1953
fóru klúbbfélagar og skoðuðu
nýbyggt íþróttahús KR við
Kaplaskjólsveg. Þar tók á móti
þeim meðal annarra Gísli Hall-
dórsson, sem við kveðjum hér í
dag, en hann var arkitekt húss-
ins og ötull forustumaður í KR.
Vel hefur farið á með mönnum,
því tveimur mánuðum síðar var
Gísli orðinn félagi í Lionsklúbbi
Reykjavíkur. Gísli var síðan fé-
lagi í klúbbnum alla tíð eða í
hartnær 60 ár.
Gísli var virkur félagi í Lions-
klúbbi Reykjavíkur þrátt fyrir
annasöm störf sem arkitekt og
forustumaður í íþróttahreyfing-
unni. Hann gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir klúbbinn og
var m.a. formaður árið 1976. Á
fundum sátu þeir ávallt saman
hann og félagi hans og vinur,
Gunnar heitinn Friðriksson í
Vélasölunni. Höfðu þeir alltaf
margt til málanna að leggja og
menn hlustuðu vel, þegar Gísli
setti fram skoðanir og tillögur á
sinn rólega og yfirvegaða hátt.
Gísli fylgdist vel með þjóðmál-
um og heimsmálum allt fram til
hins síðasta, og menn komu ekki
að tómum kofunum hjá honum í
þeim efnum, þótt æviárin færu
að nálgast öldina. Við félagarnir
munum sakna nærveru hans.
Að leiðarlokum þakka félagar
í Lionsklúbbi Reykjavíkur Gísla
Halldórssyni áratuga samfylgd
og við sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Far þú í friði, góði fé-
lagi, og þökk sé þér fyrir allt og
allt.
Jón I. Guðmundsson,
formaður Lionsklúbbs
Reykjavíkur.