Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
✝ Hjördís Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. júlí 1920. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Skógarbæ 23.
september 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Krist-
jánsson,
bifreiðarstjóri og
sjómaður, og Ingi-
björg Ásmundsdóttir húsfrú.
Systkini Hjördísar voru Ás-
mundur, Ingólfur,
Guðmundur, Lúð-
vík, Hjörtur,
Hjálmar, Pálmi,
Haraldur, Kristín
og Guðrún, þau eru
öll látin. Hjördís á
einn eftirlifandi
bróður, Aðalstein
Kristin, og fóst-
ursystur, Ásdísi
Önnu.
Útför Hjördísar
fór fram í kyrrþey frá Fossvogs-
kapellu.
Hjördís var uppalin í stórum
hópi systkina sem öll komust til
mennta sem ekki var sjálfgefið
á þessum árum. Hjördís var
bókhneigð og mikill tónlistar-
unnandi. Hjördís stundaði bók-
aranám í New York í Banda-
ríkjunum á stríðsárunum og var
ein af þeim sem komu til Ís-
lands í stórri skipalest. Hjördís
starfaði alla sína tíð við versl-
unar- og skrifstofustörf. Lengst
af hjá Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni.
Á mína fyrstu sinfóníutón-
leika fór ég með Hjördísi
frænku minni. Hjördís var
barngóð og ófáar útilegur fór-
um við í ásamt mömmu og jafn-
vel fleiri frændum og frænd-
systkinum.
Þann 5. júní 1968 um hádeg-
isbil kviknaði í húsi móður
Hjördísar að Grettisgötu 58, er
hún var að elda hádegismat.
Húsið varð alelda á örfáum
mínútum. Eins og tíðkaðist þá
var vani að koma heim í hádegi.
Ég (Kristín) var komin fyrst
heim í mat, vann þá hjá Lúlla
frænda, síðan kom Hjördís og
skipti það engum togum að
Hjördís óð inn í eldhafið til að
bjarga aldraðri móður sinni.
Tryggvi sonur Önnu kom í þann
mund og stóðum við sem lömuð
á bílaplaninu fyrir utan húsið.
Hjördís var afar snyrtileg
kona og alltaf vel tilhöfð. Hjör-
dís bjó lengst af í foreldrahús-
um, eftir andlát föður síns ann-
aðist Hjördís móður sína til
dauðadags. En síðar bjó Hjör-
dís með systur sinni Guðrúnu
uns hún lést árið 1997. Þær
bjuggu sér fallegt heimili og
alltaf var allt hreint og strokið.
Oft var ég spurð hvort ég ætl-
aði ekki að fara að taka laug-
ardagsverk, því alltaf var skúr-
að út úr dyrum á laugardögum
hjá þeim systrum. Hjördís var
Guðrúnu (móður minni) mikil
stoð og stytta og reyndar voru
þær góður stuðningur hvor við
aðra. En eftir andlát móður
minnar kom töluverður ein-
manaleiki að Hjördísi. Bjó
Hjördís í stuttan tíma í Árbæj-
arhverfinu, síðar í Furugerði
uns hún fluttist að dvalarheim-
ilinu Skógarbæ og lést þar 23.
september síðastliðinn.
Ásdís Anna frænka mín ann-
aðist systur sína af mikilli alúð
og ekki leið sú vika að hún
heimsótti ekki systur sína og þá
ævinlega með blómvönd, ein-
stök umhyggja eins og starfs-
fólk Efstabæjar sagði er haldin
var minningarathöfn þar um
Hjördísi sem var afar hlý og
notaleg. Langar mig til að
koma á framfæri miklu þakk-
læti til starfsfólks Skógarbæjar
og þó sérstaklega til deildarinn-
ar Efstabæjar, þar sem starfs-
fólk hugsaði einstaklega vel um
Hjördísi. Einnig vil ég þakka
minni kæru frænku Ásdísi
Önnu fyrir frábæra umhyggju.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Hvíl í friði, kæra frænka.
Minning þín lifir.
Kristín Gunnarsdóttir
(Lilla).
Hjördís
Guðmundsdóttir
✝ BergþórSmári, læknir,
fæddist í Reykja-
vík 25. febrúar
1920. Hann lést í
Reykjavík 28.
september 2012.
Foreldrar hans
voru Jakob Jó-
hannesson Smári,
mag. art. í íslensk-
um fræðum, yf-
irkennari við MR
og skáld, f. 9.10. 1889, d. 10.8.
1972, og kona hans Helga Þor-
kelsdóttir Smári, kjólameist-
ari, f. 20.11. 1884, d. 1.2. 1974.
Systir Bergþórs var Katrín J.
Smári, f. 22.7. 1911, d. 13.1.
2010.
Fyrri kona Bergþórs var
Unnur Erlendsdóttir, f. 14.11.
1917, d. 30.8. 1991. Börn
þeirra eru: 1) Jakob Smári,
prófessor í sálfræði við Há-
skóla Íslands, f. 11.1. 1950, d.
19.7. 2010. Hann var kvæntur
Malínu Örlygsdóttur, þau slitu
samvistir. Börn Jakobs og Mal-
ínar eru: Örlygur Smári, f.
30.6. 1971, maki Svava Gunn-
arsdóttir, f. 22.12. 1976. Börn
þeirra eru Malín, Gunnar Berg
og Jakob Þór. Bergþór Smári,
f. 20.11. 1974. Dætur hans eru
Heba og Hrönn. Unnur Jak-
obsdóttir Smári, f. 21.10. 1980,
maki Friðrik Magnus, f. 1.6.
1980. Börn þeirra eru Tómas,
Davíð og Freyja Malín. Síðar
lögfræðingi, skattrannsókn-
arstjóra ríkisins, og eiga þau
þrjú börn, Steinar Þór, f. 28.7.
2002, Kristínu Önnu, f. 2.5.
2004, og Styrmi Jón, f. 4.12.
2009.
Bergþór lauk stúdentsprófi
1939 frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Um haustið sama
ár hóf Bergþór nám í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands.
Hann var í stúdentaráði Há-
skóla Íslands í tvö ár og var
gjaldkeri lánasjóðs stúdenta í
þrjú ár. Hann lauk embættis-
prófi í læknisfræði 1946. Með-
fram námi í læknadeild rak
hann saumastofu og verslun í
Reykjavík ásamt öðrum. Hann
hóf störf sem kandídat á
Landakotsspítala 1946 og síð-
ar á fæðingardeild Landspít-
alans 1947. Hann var héraðs-
læknir í Stykkishólms- og
Flateyjarhéruðum 1947-1948
og jafnframt spítalalæknir á
St. Franciskusspítalanum í
Stykkishólmi. Þaðan lá leiðin í
framhaldsnám í lyflæknisfræði
til Danmerkur. Á árinu 1951
opnaði hann svo læknastofu í
Reykjavík og hóf að starfa
sem heimilislæknir og einnig
sérfræðingur í lyflæknisfræði.
Á tímabilinu 1952-1960 var
hann tryggingalæknir hjá
Tryggingastofnun ríkisins
meðfram öðrum störfum.
Hann starfaði alla tíð sem
sjálfstætt starfandi læknir.
Hann hætti störfum 1. janúar
1999.
Útför Bergþórs fór fram í
kyrrþey 5. október 2012.
kvæntist Jakob
Guðbjörgu Gúst-
afsdóttur, mennta-
skólakennara. 2)
Erla Bergþórs-
dóttir Smári, f. 4.4.
1953, félagsráð-
gjafi. Hún var gift
Åge Hanssen,
námsstjóra í Osló.
Þau slitu samvistir.
Börn Erlu og Åge
eru Sturla, f. 8.12.
1978, og Helga, f. 26.9. 1982,
maki Magnus Gommerud Niel-
sen, f. 16.10. 1981. Börn þeirra
eru Emanuel og August. Erla
giftist síðar Thomas Mathie-
sen, prófessor í réttar-
þjóðfélagsfræði við lagadeild
Oslóarháskóla, f. 5.10. 1933.
Börn þeirra eru og Snorre og
Sindre. Barn Sindre er Adrian.
Seinni kona Bergþórs er
Anna Guðrún Júlíusdóttir, f.
27.7. 1929, stúdent frá MR,
cand. phil. frá Háskóla Íslands
og kennarapróf frá Kenn-
araskóla Íslands, síðar fulltrúi
hjá Landsvirkjun. Foreldrar
hennar voru Rósinkrans Júlíus
Rósinkransson, f. 5.7. 1892, d.
4.3. 1978, og Sigríður Jón-
atansdóttir, f. 26.4. 1904, d.
22.9. 1992. Sonur þeirra er: 3)
Júlíus Smári, lögfræðingur,
forstöðumaður hjá yf-
irskattanefnd, f. 21.1. 1964.
Hann er kvæntur Bryndísi
Kristjánsdóttur, f. 17.7. 1968,
Tengdafaðir minn, Bergþór
Smári læknir, er látinn 92 ára að
aldri. Hans er sárt saknað. Berg-
þór var sérlega farsæll læknir
sem naut mikillar virðingar og
vinsældar í öllu sínu starfi. Það
má segja að hann hafi sameinað
mikla læknisfræðilega kunnáttu
með einstakri mannúð. Hann leit
á sjúklinginn sem heila mann-
eskju, en ekki einungis sem
læknisfræðilegt fyrirbæri.
Ég kynntist Bergþóri fyrir
nær aldarfjórðungi, og þótt fund-
ir okkar ekki hafi verið tíðir þar
sem við bjuggum hvor í sínu land-
inu, þá voru þeir þeim mun
ánægjulegri, hvort sem það var í
Ósló eða Reykjavík, eða í sum-
arbústaðnum við Laugarvatn þar
sem trjárækt var höfð í hávegum.
Bergþór var mikill fjölskyldu-
maður sem bar hag fjölskyldu
sinnar mjög fyrir brjósti. Hann
var maður skarpgreindur og heil-
steyptur, og gæddur sterkri rétt-
lætiskennd. Hann var alvarlegur
maður, en samtímis lifandi og
glaður maður með mikla kímni-
gáfu, sannkallaður „húmoristi“
sem gat séð spaugilegu hliðarnar
á tilverunni. Bergþór var stál-
minnugur um menn og málefni,
og hafði meðal annars mikla
sagnfræðikunnáttu og áhuga a
þjóðfélagsmálum, áhuga sem við
deildum og áttum góðar samræð-
ur um þegar við hittumst.
Bergþór Smári var merkur
maður. En fyrst og fremst var
hann góður maður.
Thomas Mathiesen.
Með nokkrum orðum vil ég
minnast elskulegs tengdaföður
míns, Bergþórs Smára, sem lést
föstudaginn 28. september sl. á
nítugasta og þriðja aldursári.
Allt frá okkar fyrstu kynnum
minnist ég ljúflegs viðmóts hans
og góðrar nærveru. Honum var
fengið gott skaplyndi í vöggugjöf
sem fylgdi honum á farsælli ævi í
leik og starfi. Var það helst að
hann ætti til að kýtast við Katr-
ínu systur sína um hina ólíkleg-
ustu hluti. Var það þá alltaf gert
með bros á vör og með glettni í
augum.
Bergþór átti gæfu til að eiga
góða foreldra sem hann alla tíð
minntist af hlýleika. Ævi Berg-
þórs var þó snemma mörkuð af
veikindum föður hans og var
hann strax á ellefta aldursári far-
inn að vinna sér inn aura með því
að sinna innheimtustörfum við
verslun hér í bæ í fullu starfi.
Bergþór var góðum gáfum
gæddur og lærdómur reyndist
honum auðveldur. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1939 og emb-
ættisprófi í læknisfræði árið
1946, í báðum tilvikum með ágæt-
iseinkunn. Læknisferill Bergþórs
var afar farsæll og um margt ein-
stakur. Eftir að hann opnaði
læknastofu árið 1951 var hann
um áratuga skeið með stærsta
praksis á landinu. Hann var alla
tíð eindreginn stuðningsmaður
þess að læknar störfuðu undir
eigin nafni og á eigin ábyrgð og
taldi að þessum grundvallaratrið-
um vegið með tilkomu heilsu-
gæslustöðva. Var hann svo lán-
samur að aldrei voru gerðar
athugasemdir við hans verk af
heilbrigðisyfirvöldum á hans
langa og farsæla ferli. Bergþóri
var afar annt um heiður sinn sem
læknir og talaði ávallt af mikilli
nærgætni og trúmennsku um
starf sitt.
Bergþór kvæntist árið 1959
seinni konu sinni, Önnu Guðrúnu
Júlíusdóttur. Voru þau einkar
samrýnd hjón og hún honum
mikil stoð, ekki síst undanfarna
mánuði, þegar veikindi voru farin
að hrjá hann. Hjónin höfðu yndi
af ferðalögum og eftir að Bergþór
lét af störfum áttu þau góðar
stundir í afdrepi fjölskyldunnar
austur í Laugardal þar sem þau
höfðu ásamt syni sínum byggt
upp og sinnt trjárækt af mikilli
eljusemi.
Bergþór eignaðist þrjú börn.
Var hann stoltur af þeim og
þeirra verkum og vildi veg þeirra
sem farsælastan. Hann hafði
mikla gleði af samverustundum
með börnum okkar Júlíusar og
hafði unun af að fylgjast með og
taka þátt í lífi þeirra. Er hans
sárt saknað af þeim sem minnast
margra góðra stunda með afa
sínum.
Með þakklæti og virðingu
sendi ég elskulegum tengdaföður
mínum, Bergþóri Smára, mína
síðustu kveðju.
Ég ann þér, haust, með hreinleikssvipinn
bjarta
og heiðan kulda yfir þinni brá,
með alvörunnar þrek í þínu hjarta
og þýðan bjarma fölum vöngum á.
Við sjálfar dauðans dyr þú kannt að
skarta
og djörfum augum horfir sumri frá.
Þú kennir það, að oss ber ei að kvarta,
þótt einhvers sé að missa, sakna og þrá.
Lát karlmennskunnar djörfung hug minn
hita
og hjartað veika finna það og vita,
að eftir vetri alltaf kemur vor.
Að baki lífsins bíður dauðans vetur, –
á bak við hann er annað vor, sem getur
látið oss ganga aftur æskuspor.
(Jakob Jóh. Smári)
Bryndís Kristjánsdóttir.
Bergþór Smári móðurbróðir
minn andaðist þann 27. septem-
ber á nítugasta og þriðja aldurs-
Bergþór Smári
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGURVEIG BRYNHILDUR
SIGURGEIRSDÓTTIR,
Gránufélagsgötu 37,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn
13. október.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
19. október kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á
Akureyri.
Páll Jónsson,
Sigurgeir Pálsson, Jórunn Agnarsdóttir,
Rósa Pálsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson,
Anna Kristín Pálsdóttir, Jón Frímann Ólafsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGVELDUR EINARSDÓTTIR,
Álfabergi 14,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 19. október klukkan 13.00.
Trausti Sveinbjörnsson,
Björn Traustason, Helga Halldórsdóttir,
Bjarni Þór Traustason, Sigrún Ögn Sigurðardóttir,
Ólafur Sveinn Traustason, Eydís Eyþórsdóttir
og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 155,
Kópavogi,
lést á Landspítala, Hringbraut, mánudaginn
8. október.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að
hennar eigin ósk.
Guðrún Hanna Óskarsdóttir, Halldór Mikkaelsson,
Sverrir Harðarson,
Hörður Óskarsson,
Bryndís Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, fósturföður, afa og bróður,
ÞRÁINS ÖGMUNDSSONAR
stýrimanns,
Smyrilshólum 2,
Reykjavík.
Brynhildur Sigurðardóttir,
Hildur Zoëga,
Diljá Ámundadóttir,
Nína, Edda og Brynhildur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SESSELJA JÓNSDÓTTIR,
Æsufelli 4,
lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins
9. október.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
föstudaginn 19. október kl. 15.00.
Guðbrandur Gimmel, Ingunn Þórðardóttir,
Anna Karlsdóttir, Óskar Elíasson,
Karl Jón Karlsson, Winut Somsri,
Jón Sigurfinnur Ólafsson,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Okkar ástkæra móðir, dóttir, tengdamóðir,
systir og amma,
ERLA SIGURDÍS ARNARDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju
mánudaginn 22. október kl. 15.00.
Halla Karen Jónsdóttir, Andri Már Óttarsson,
Elín Klara Jónsdóttir, Kolbeinn Lárus Sigurðsson,
Hjálmar Gauti Jónsson,
Halla Hjálmarsdóttir,
Helga Eygló Guðjónsdóttir,
Jóna Hlín Guðjónsdóttir,
Embla Eir Oddsdóttir,
Hekla Andradóttir.