Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Seven Psychopaths, eða Sjöbrjálæðingar, er fyrirmargra hluta sakir óvenju-leg kvikmynd. Hún hefur
að geyma kvikmynd í kvikmyndinni
þar sem hún fjallar að stórum hluta
um kvikmyndarhandrit sem ein af
aðalpersónum myndarinnar, hinn
drykkfelldi Marty (Farrell), vinnur
að. Handritið ber sama titil og kvik-
myndin, Sjö brjálæðingar, en Marty
á bæði eftir að finna brjálæðingana
og sögu að segja. Þá kemur vinur
hans honum til hjálpar, leikarinn
Billy (Rockwell) sem hefur tekjur af
því að ræna hundum, færa þá eig-
endum sínum og þiggja fundarlaun.
Samverkamaður hans er gæðablóðið
Hans (Walken) sem er ekki allur þar
sem hann er séður. Billy gerir þau
mistök að ræna hundi mafíósa
(Harrelson) og hefst þá mikið blóð-
bað. Marty lendir í hringiðunni miðri
og hittir fyrir furðufuglinn Zach-
ariah (Waits) sem færir honum veru-
lega safaríkt efni í handritið.
Þessi blóðugi grínglæpahasar tek-
ur margar óvæntar beygjur og
minnir um margt á meistaraverk
Tarantinos, Pulp Fiction. Handrits-
höfundur og leikstjóri myndarinnar
leikur sér að áhorfendum og gaman-
glæpamyndaforminu, m.a. með því
að láta Marty útlista allar helstu
klisjur slíkra mynda sem hann vill
fyrir alla muni forðast í Sjö brjál-
æðingum. Hvort það tekst, í handrit-
inu og kvikmyndinni sjálfri, kemur í
ljós. Marty er einnig gagnrýndur af
félaga sínum fyrir að gera lítið úr
kvenpersónum í handritinu, að þær
fái varla að opna munninn og séu all-
ar drepnar sem endurspeglast
skemmtilega í myndinni sjálfri.
Blóðbaðið í Sjö brjálæðingum er
allsvakalegt og eitt af mörgum
morðum myndarinnar þess eðlis að
sá sem hér skrifar átti erfitt með að
halda áfram að horfa á myndina. Það
virtist ekki þjóna neinum tilgangi í
sögunni en vakti þá spurningu hvort
myndin væri ádeila á myndir af
þessu tagi. Meti hver fyrir sig. Að-
alpersónan Marty er friðelskandi og
andsnúin ofbeldi en getur ekki fyrir
nokkra muni afstýrt hinni ofbeldis-
fullu atburðarás. Endar allt vel eða í
einu stóru blóðbaði? Kemur í ljós.
Sjö brjálæðingar er að mörgu
leyti skemmtileg kvikmynd en líka
óþægileg, bæði hvað blóðsúthell-
ingar varðar og framvindu sög-
unnar. Seinni hlutinn gæti valdið
áhorfendum vonbrigðum, þar er gír-
að niður allrækilega og dregið úr
húmornum. Hins vegar má alltaf
fagna því þegar farið er út fyrir
formúluna, það er ekki svo oft sem
það gerist í Hollywood-myndum.
Leikararnir eru fantagóðir og fara
þar Walken og Rockwell fremstir í
flokki og Waits er yndislegur. Leik-
konur eru fáar og illa farið með þær,
eins og fram hefur komið og þá sér-
staklega Bond-skvísuna Olgu Kury-
lenko.
Brjálæði Brjálæðingarnir eru af ýmsu tagi í Sjö brjálæðingum.
Blóðugt brjál-
æðingagrín
Laugarásbíó og Borgarbíó
Seven Psychopaths bbbmn
Leikstjóri og handritshöfundur: Martin
McDonaugh. Aðalleikarar: Christopher
Walken, Colin Farrell, Sam Rockwell,
Tom Waits og Woody Harrelson. Banda-
ríkin, Bretland 2012. 110 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Tónlistarkonan
Lára Rúnars
blæs til teiti í
kvöld kl. 20.30 á
skemmtistaðnum
Faktorý. Gestum
gefst þá kostur á
að hlusta á vænt-
anlega hljóm-
plötu hennar,
Moment, sem
kemur út eftir rúma viku. Platan
verður leikin og kverkar gesta
vættar. Fimm gestir verða svo
heppnir að hljóta eintak af plötunni
þegar hún kemur til landsins. Eitt
af lögum plötunnar er farið í spilun
í útvarpi, lagið „BEAST“ sem er nú
í 11. sæti Vinsældalista Rásar 2.
Það hefur verið á listanum í tvær
vikur og er eitt þeirra laga sem
hvað hæst hafa stokkið upp listann
milli vikna.
Hlustunarteiti
Láru á Faktorý
Lára Rúnarsdóttir
Heimildarmyndin Sundið eftir Jón
Karl Helgason verður frumsýnd í
dag í Bíó Paradís. Í myndinni er
fjallað um tilraunir Íslendinga til
þess að synda yfir Ermarsund og þá
sérstaklega Benedikts Lafleur og
nafna hans Hjartarsonar en þeim
síðarnefnda tókst að ljúka sundinu
árið 2008 og var fyrstur Íslendinga
til þess. Inn í þá frásögn er fléttað
fróðleik um íslenska sundkennslu
og þekkt sjósund í Íslandssögunni,
m.a. Helgusund, Drangeyjarsund
og Guðlaugssund.
Jón Karl er höfundur handrits
myndarinnar, kvikmyndatökumað-
ur og leikstjóri. Um tónlist sá Ing-
ólfur Sv. Guðjónsson, leikmynd
Ólafur Jónasson og búninga Mar-
grét Einarsdóttir, en sundbúninga
Freydís Jónsdóttir. Þulur myndar-
innar er leikarinn Ólafur Darri
Ólafsson.
Frekari upplýsingar um myndina
má finna á Facebook-síðu hennar,
facebook.com/Ermarsund.
Sund Jón Karl í sundklæðum í sjó.
Ermarsund og
íslensk sundsaga
Morgunblaðið/RAX
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
NÚNA M
EÐ
20% AFSL
ÆTTI VERÐ Á HÁSKERPU-
BÚNAÐI FRÁ 35.440,-
VERÐ ÁÐUR FRÁ 44.300,-
ÓTRÚLEGT EN SATT
- EKKERT MÁNAÐARGJALD
Fáðu yfir 100 fríar sjónvarps stöðvar
með gervihnattabúnaði frá okkur
- Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
- J.I., EYJAFRÉTTIR
-H.G., RÁS 2 - K.G., DV
- H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
TRYGGÐU Þ
ÉR MIÐA Á
“LJÚFSÁR OG BRÁÐSKEMMTILEG.”
- FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
AUKASÝNING
ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR!
LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
LOVE IS ALL YOU NEED LÚXUS KL. 5.30 - 8 L
FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 6 L
TAKEN 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 16
TAKEN 2 LÚXUS KL. 10.30 16
DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10
DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.20 16
ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L
THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
SEVEN PSYCHOPATHS KL. 8 - 10.10 16
BLÓÐHEFND KL. 6 16
DJÚPIÐ KL. 6 - 8 10
TAKEN 2 KL. 10 16
LED ZEPPELIN KL. 8 L
LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
BLÓÐHEFND KL. 8 - 10.10 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 10
THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 10.30 L
NÁNAR Á MIÐI.IS
SEVEN PSYCHOPATHS Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
TAKEN 2 Sýnd kl. 8 - 10
FUGLABORGIN 3D Sýnd kl. 6
DJÚPIÐ Sýnd kl. 6 - 8 - 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HHHH
-Þ.Þ., Fréttatíminn
HHHHH
- J.I., Eyjafréttir.is
HHHHH
- H.H., Rás 2
HHHHH
- H.S.S., Morgunblaðið
HHHH
- H.V.A., Fréttablaðið
HHHH
- K.G., DV
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
10
16
16
L