Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Útreiðar Hestamennska er skemmtilegt fjölskyldusport og þeir sem þekkja vita hversu kærkomnir sólríkir haustdagar eru til útreiða. Þessi þrjú skelltu sér á bak í gær við Rauðavatn. Kristinn Það er ótrúleg óskammfeilni að halda því fram að stjórn- arskráin okkar sé ekki íslensk, eins og hvað eftir annað heyrist í umræðunni, jafnvel í sölum Alþingis og það séu því sérstök rök fyrir því að varpa henni fyrir róða. Hún hefur verið grundvöll- ur stjórnskipunar okk- ar allan lýðveldistímann frá árinu 1944. Þegar greidd voru um hana at- kvæði það ár mætti nær allt kosn- ingabært fólk á kjörstað og 95% þeirra léðu henni stuðning með at- kvæði sínu. Stjórnarskráin okkar er því alíslensk og hefur reynst okkur vel. Samstaða um þessa grundvall- arskipan stjórnskipunar okkar hef- ur einkennt allan lýðveldistímann. Að sönnu hafa verið gerðar ýmsar breytingar á henni í rás tímans, meðal annars á kosningafyrir- komulagi og kjördæmaskipan. Leið- arljósið hefur verið að vinna að slík- um breytingum í eins mikilli sátt og frekast hefur verið unnt. Það er skynsamlegt. Um skipan stjórn- arskrárinnar þarf að ríkja eins víð- tæk eindrægni og mögulegt er. Stærstu átakafletirnir í gegnum tíð- ina hafa verið um kosningafyr- irkomulagið og kjördæmaskipanina, eins og kunnugt er. Í anda sátta og eindrægni Rétt er að hinn ríki vilji til þess að vinna í þessum sáttaanda hefur í einstökum tilvikum komið í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni sem þó mátti ætla að mikil samstaða gæti verið um. Þannig var á árunum fyrir 2007 unnið að breytingum á auð- lindakafla stjórnarskrárinnar og miðaði þeirri vinnu vel. Samhliða var hugað að breytingum á kafl- anum um forsetaembættið og mál- skotsrétt, í stað þess að forsetinn einn gæti synjað lögum staðfest- ingar eins og nú er. Deilur um þetta mál, sem lituðust af átökum út af fjölmiðlalöggjöfinni, komu hins vegar í veg fyrir að sam- komulag næðist. Þar fór Samfylk- ingin fremst í flokki og girti því í raun fyrir nýjan auðlindakafla stjórnarskrárinnar. Þetta var mjög miður, því að hægt hefði verið að ná góðri nið- urstöðu um þetta mik- ilvæga ákvæði, sem prýðileg samstaða hefði verið um. Feigðarflan En þó svona hafi tekist til í þetta sinn, er það ekki tilefni til þeirra vinnubragða sem nú eru höfð við gerð nýrrar stjórn- arskrár. Núna er málið keyrt áfram, án þess að reynt sé að skapa samstöðu og eindrægni. Efnisleg vinna Alþingis við málið er ekki haf- in, þó þingið sé hinn raunverulegi stjórnarskrárgjafi. Við blasir að þetta mál á að vinna á handahlaup- um. Og gáum að því að við erum að tala um heila stjórnarskrá, ekki ein- staka kafla hennar. Þetta er því hreint feigðarflan, sem enginn veit á þessari stundu hvar muni enda. Stjórnarskráin hefur verið þegnunum skjól og vörn Ekkert kallar á að núverandi stjórnarskrá sé kastað á glæ, eins og nú er verið að gera. Þvert á móti. Hún hefur reynst vel og verið þegn- um landsins gott skjól og góð vörn. Skynsamlegast hefði verið að vinna að málinu í anda þeirrar sáttar sem alltaf hefur verið leiðarljósið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Leggja hefði átt núverandi stjórn- arskrá til grundvallar. Eðlilegast hefði síðan verið að leita til þjóð- arinnar, stofna til skipulegra um- ræðna um land allt og fela síðan breiðum hópi sérfræðinga að vinna málið frekar á þeim grundvelli. Síð- an hefði sá ferill hafist sem stjórn- arskráin mælir fyrir um, samþykkt Alþingis og afstaða þjóðarinnar. Þetta hefði í senn tryggt vönduð vinnubrögð, lýðræðislega aðkomu almennings og sátt um það grund- vallarplagg sem stjórnarskráin okk- ar er svo sannarlega. Í ljósi þessa er óhjákvæmilegt að hafna því í skoð- anakönnuninni/þjóðaratkvæða- greiðslunni sem framundan er á laugardaginn, að tillögur stjórnlaga- ráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrár. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Stjórnarskráin okk- ar er alíslensk og hefur reynst okkur vel. Einar Kristinn Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður Feigðarflan með stjórnarskrána Það er nauðsynlegt að minna á að þjóð- aratkvæðagreiðslan á laugardaginn ræður engum úrslitum um það hvernig framhald stjórnarskrármálsins verður. Þetta er ráðgef- andi atkvæðagreiðsla þvert á það sem ætti að vera þegar mál eru bor- in undir þjóðina til sam- þykkis eða synjunar. Við skulum hafa eftirfarandi atriði í huga:  Það er ekki verið að leggja fyrir þjóðina fullburða tillögur um breyt- ingar á stjórnarskrá, heldur í besta falli innlegg í þá vinnu, sem breyt- ingar á stjórnarskrá er.  Spurt er ýmissa annarra spurninga um einstök álitamál án þess að nokkuð liggi fyrir um meðferð þess- ara svara. Hvernig á svo að vinna með þennan hluta atkvæðagreiðsl- unnar í framhaldinu er alveg óljóst.  Engin krafa er um lágmarksþátt- töku eða lágmarksfjölda í atkvæða- greiðslunni til að hún fái eitthvert vægi.  Engin leiðbeining af neinu tagi er um hver ætlun núverandi meiri- hluta þingsins er í framhaldi þjóð- aratkvæðisgreiðslunnar.  Engin umræða hefur farið fram um aðrar tillögur, t.d. stjórnlaganefndar eða eldri stjórn- arskrárnefnda.  Það hefur ekki verið gefinn nauðsynlegur tími á Alþingi til að fara yfir það hvaða þáttum þarf að breyta í núgildandi stjórn- arskrá. Ákveðið var án allrar umræðu að víkja núgildandi stjórnarskrá til hliðar og skrifa nýja, án alls haldbærs rökstuðnings eða um- ræðu.  Vikið hefur verið frá þeirri áratuga löngu hefð, sem gefist hefur vel, að leita þverpólitískrar samstöðu á Al- þingi um breytingar á stjórnarskrá. Þá er beinlínis rangt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé mótfallinn öllum breytingum á stjórnarskrá. Við teljum hins vegar rétt að slíkar breytingar séu unnar á grundvelli núgildandi stjórn- arskrár og markmiðið sé að breyta afmörkuðum þáttum hennar. Þar vil ég nefna endurskoðun á emb- ætti forseta Íslands, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og út- færslu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í náttúru Íslands.  Takmarkað samráð hefur verið haft við fræðimenn í stjórnskip- unarrétti og þá sem best þekkja til í stjórnarskrármálum. Ekki liggur fyrir álit þeirra lögfræðinga sem Alþingi fékk í sumar til þess að fara yfir þessar hugmyndir. Þar að auki hefur meirihluti Al- þingis vísað frá sér grunnskyldu þjóðkjörins Alþingis að bera sjálft ábyrgð á breytingum stjórnarskrár. Þess í stað var kosin nefnd í kjölfar ógildrar kosningar til að halda á mál- inu. Augljóst er að þegar sú nefnd hefur skilað vinnu sinni til Alþingis, er það frumskylda þingsins að taka málið í sínar hendur og leiða málið til lykta á tveimur þingum með kosn- ingum á milli eins og stjórnarskrá okkar mælir skýrt fyrir um. Ekkert af þessu hefur meirihluti Alþingis gert. Þær tillögur sem nú liggja fyrir eru ófullburða og á engan hátt tækar sem grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Þessum vinnubrögðum öllum ber að hafna. Ég hvet lands- menn til að taka þátt í kosningunni og segja nei. Eftir Ólöfu Nordal » Þetta er ráðgefandi atkvæðagreiðsla þvert á það sem ætti að vera þegar mál eru bor- in undir þjóðina til sam- þykkis eða synjunar. Ólöf Nordal Höfundur er alþingismaður. Nei er svarið Síðastliðið vor sam- þykkti meirihluti al- þingismanna að leggja sérstakt veiðigjald á sjávarútvegsfyrirtæki. Nú hafa fyrirtækin fengið sendan fyrsta reikning af fjórum frá Fiskistofu sem þau þurfa að greiða á þessu fiskveiðiári. Í Grundarfirði, svo dæmi sé tekið, nemur samanlegt gjald á sjávarútvegsfyr- irtækin 309 milljónum kr., en það eru peningar sem fyrirtækin þurfa að skrapa saman úr rekstrinum og/ eða taka að láni. Það lýsir algjöru skilningsleysi á eðli atvinnurekstrar og sjávarútvegsins sérstaklega, ef menn telja að þetta komi ekki við neinn og allt verði óbreytt. Öðru nær, fyrirtækin munu draga úr við- haldi, draga úr þróunarverkefnum og fjárfestingu og jafn- vel ganga á eigur sín- ar. Vandséð er hvernig hlutaskiptakerfið getur haldist óbreytt, nýi skatturinn mun koma niður á kjörum sjó- manna. Enn aðrir munu ekki sjá annan kost en að selja útgerð sína og þá geta veiði- heimildir farið hvert á land sem er. Lang- líklegast er að þær lendi hjá stærstu útgerðunum. Fyrr en síðar mun þessa sjást merki í samfélögum sem byggja á sjávar- útvegi. Setjum þessar tölur í samhengi. Árið 2011 námu útsvarstekjur Grundarfjarðarbæjar um 332 millj- ónum kr. Fræðslumálin ein og sér, þ.e.a.s. rekstur grunn- og leikskóla, kostaði sveitarfélagið 308 millj. kr. sem er nánast sama fjárhæð og mun hverfa út úr litlu samfélagi til ríkisins. Minnstar líkur eru á að nokkuð af þessum peningum rati til baka til Grundarfjarðar. Sett í sam- hengi við Reykjavíkurborg þá voru útsvarstekjur Reykjavíkur tæplega 43 milljarðar á árinu 2011. Ábyrgð þeirra sem samþykktu þessar álögur er mikil. Heill litlu byggðarlaganna er undir því komin að snúið verði af braut ofurskatt- lagningar á undirstöðuatvinnuveg- inn í landinu. Um þetta verður tek- ist á í næstu alþingiskosningum. Ofurskattur á útveginn Eftir Sigríði Finsen »Heill litlu byggðar- laganna er undir því komin að snúið verði af braut ofurskattlagningar á undirstöðuatvinnuveg- inn í landinu. Sigríður Finsen Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.