Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Gallabuxnatilboð
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
Perfect fit
Þú minnkar um
eitt númer
Ný sending
Meirapróf
Sumarnámskeið 24. október 2012 ef næg þátttaka verður
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Það er merkilegt að sama fólkiðsem vill farga fullveldi lands-
ins fyrir ESB segir það sína hug-
mynd að semja „alíslenska stjórn-
arskrá“, eins og
stjórnlagaráðsliðar hafa kallað
það. Andríki spyr:
Er lýðræði alíslensk hugmynd?Er þrígreining ríkisvaldsins
kannski kennd við Þrí-
hnúkagíg? Er eign-
arréttur úr Þorra-
bakka? Eru helstu
mannréttindi,
óaðskiljanlegur
rétturinn til lífs,
frelsis og leitar að
lífshamingju, made in
the… Ísland?
Það er auðvitað ekkert „al-íslenskt“ við tillögur stjórn-
lagaráðs utan þær ríflega þúsund
milljónir sem eytt hefur verið í að
finna upp þetta alíslenska hjól. Og
þó, þær milljónir eru ekki ís-
lenskari en svo að þær voru tekn-
ar að láni á Norðurlöndum og Pól-
landi því ríkissjóður Íslands hefur
verið rekinn með ofboðslegum
halla meðan á þessu stóð.
En það má vissulega halda þvífram að það sé alíslenskt að
taka erlent lán fyrir sköpun á al-
íslensku yfirburðaverki.
Það að fara framhjá skýrum úr-skurði hæstaréttar landsins er
að vísu séríslenskt hugvit.
Það að efna til þjóðaratkvæðis
um tillögur, áður en þær eru tekn-
ar til meðferðar á þeim stað þar
sem valdið til að leggja þær fram,
breyta og samþykkja liggur í
raun, er líka alíslenskt hugvit.
Gísli Tryggvason, Eiríkur Berg-mann Einarsson og þeir, virð-
ast halda að þeir sjálfir séu
George Washington og Thomas
Jefferson.“
Alíslensk útlenska
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.10., kl. 18.00
Reykjavík 4 heiðskírt
Bolungarvík 3 léttskýjað
Akureyri 1 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 léttskýjað
Vestmannaeyjar 3 heiðskírt
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 7 léttskýjað
Kaupmannahöfn 11 heiðskírt
Stokkhólmur 11 skýjað
Helsinki 6 léttskýjað
Lúxemborg 15 skýjað
Brussel 13 skúrir
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 7 skúrir
London 12 léttskýjað
París 16 heiðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 13 heiðskírt
Vín 11 skýjað
Moskva 13 alskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 26 heiðskírt
Róm 22 léttskýjað
Aþena 26 skýjað
Winnipeg 12 alskýjað
Montreal 10 léttskýjað
New York 13 heiðskírt
Chicago 18 skýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:29 17:57
ÍSAFJÖRÐUR 8:42 17:55
SIGLUFJÖRÐUR 8:25 17:38
DJÚPIVOGUR 8:01 17:25
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Ef lög eru sett þá verður að vera
hægt að tryggja að eftir þeim verði
farið,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir,
ferðamálastjóri, um frumvarp at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðherra
um skipan ferðamála.
Ferðamálastofa benti á í um-
sögn sinni um frumvarpið að árlega
þyrfti að gera 10-15 þúsund örygg-
isáætlanir hjá innlendum og er-
lendum ferðaþjónustuaðilum ef
frumvarpið nær fram að ganga
óbreytt.
„Það er ekkert að því að gera
sömu kröfur til aðila hvort sem
þeir eru íslenskir eða erlendir.
Hins vegar er spurning hvernig
farið er að því. Að ætla að hafa eft-
irlit með erlendu fyrirtækjunum er
illmögulegt, ef mögulegt,“ segir
Ólöf.
Hún segist ekki geta lagt mat
á hvort hertar reglur gætu hugs-
anlega fælt erlendar ferðaskrif-
stofur frá landinu en bendir á að
víðar sé mikil áhersla lögð á örygg-
ismál, t.d. í Austurríki þar sem er
mikil fjallaferðamennska. Það ætti
hins vegar að vera hægt að haga
eftirlitinu öðruvísi.
„Það er víða hægt að gera
kröfur um þá starfsemi sem fara
má fram á ákveðnum stöðum. Ég
bendi á að nú ætla þjóðgarðs-
yfirvöld á Þingvöllum að gera
ákveðnar kröfur til fyrirtækja sem
sinna köfun í Silfru. Þjóðgarðar
geta til dæmis gert kröfur til fyr-
irtækja sem starfa og nýta sér þá
auðlind sem í þjóðgarðinum felst.“
Þýddi aukinn kostnað
Ferðamálastofa segir einnig að
skilja megi ákvæði frumvarpsins
þannig að íþróttafélög sem skipu-
leggi ferðir þar sem gjald komi fyr-
ir þurfi að hafa ferðaskrifstofuleyfi.
„Ef þetta er rétt túlkun, sem
ég þori ekki að úrskurða um, þá
getum við ekki skipulagt ferðir í
nafni félagsins nema að hafa svona
leyfi. Þá yrðum við hugsanlega að
kaupa þær í gegnum ferðaskrif-
stofur. Það myndi væntanlega þýða
aukinn kostnað,“ segir Haukur Þór
Haraldsson, framkvæmdastjóri ÍR.
Eftirlitið sé illmögulegt
Ferðamálastjóri efast um ákvæði í frumvarpi um ferða-
mál Íþróttafélög gætu þurft að leita til ferðaskrifstofa
MorgunblaðiðÁrni Sæberg
Íþróttir Mörg börn fara í ferðir á
vegum íþróttafélaganna.
mbl.is
alltaf - allstaðar