Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hjálmar Freysteinsson heimilis- læknir emeritus á Akureyri er kunn- ur hagyrðingur. Hann var að senda frá sér bráðskemmilega vísnabók, Lán í óláni.    Mývetningurinn Hjálmar segir á einum stað: „Nú er í tísku að segja „Á Mývatni“ í staðinn fyrir Mý- vatnssveit. Það fer örlítið í taug- arnar á mér. Þegar Morgunblaðið auglýsti starf „blaðbera á Mývatni“ sá ég strax að aðeins einn kæmi til greina! Mývatn löngum mesti merkisstaður var. Jesú bróðir besti ber út Moggann þar!    Fjölmargir nýir möguleikar til háskólanáms hafa opnast síðustu ár, segir Hjálmar. En þegar hjóla- brettagarður fyrir unga fólkið var opnaður í hlaðvarpa Háskólans á Akureyri, voru stjórnendur skólans ekki allsendis ánægðir með það ná- býli: Ögn ég gladdist er ég frétti, eflaust verður svo um fleiri, að hægt er að læra á hjólabretti við Háskólann á Akureyri.    Þessa gerði Hjálmar á göngu- skíðum í Hlíðarfjalli. Fyrir dyrum stóð kvennaskíðaganga, sem hefur fengið hið skemmtilega nafn „Í spor Þórunnar hyrnu.“ Fagurt er í fjallsins hlíðum, fáa betri staði ég þekki. Hér gekk Þórunn hyrna á skíðum (Helgi magri nennti ekki).    Eitt lítið snjókorn eða kannski tvö féllu til jarðar á Akureyri í gær en hurfu jafn harðan. Starfsmenn í Hlíðarfjalli eru hins vegar klárir í slaginn og ætla að verða á undan náttúrunni; Jesú bróðir besti er sagður hafa breytt vatni í vín en Hlíðarfjallsmenn hafa flutt snjó- byssur sínar úr geymslunni og byrja að breyta vatni í snjó við fyrsta tæki- færi.    Tveggja stiga frost var í fjallinu í gær. Snjóbyssurnar verða ræstar þegar frostið hefur náð fimm gráð- um fimm daga í röð.    Starfsmenn skíðasvæðisins stefna ótrauðir að því að opna braut- ir fyrir almenning 1. desember. Opn- að var 3. desember í fyrra.    Rúmlega helmingur nemenda Menntaskólans á Akureyri verður í Reykjavík um helgina; eitthvað á fimmta hundraðið af 750. Skóla- félagið stendur fyrir ferðinni; til- gangurinn er að styðja við bakið á liði MA í Morfís-keppni auk þess að njóta menningar af ýmsu tagi. Þetta kallar maður að taka þátt í félags- lífinu af krafti.    Tónleikastaðurinn Græni hatt- urinn á sér marga vini og þeir verða ekki sviknir um helgina. Nýjasta stjarnan í íslenskum tónlistarheimi, Ásgeir Trausti, verður með tvenna tónleika annað kvöld ásamt Snorra Helga. Plata Ásgeirs, Dýrð í dauða- þögn, er vinsælasta plata landsins.    Paul McCartney verður ekki á Græna hattinum á laugardags- kvöldið, en þar treður hins vegar upp aðalgítarleikari Bítilsins fræga síð- ustu ellefu ár ásamt vinum sínum. Auk McCartneys hefur Rusty unnið með Elton John, Willie Nelson, Sin- éad O’Connor, Meat Loaf, Neil Dia- mond svo einhverjir séu nefndir!    Flóra, þar sem eru bæði verslun og vinnustofur, er flutt í gamla Kaup- félagshúsið, sem sumir kalla svo, við Hafnarstræti. Margvísleg starfsemi hefur verið í húsinu frá því það var reist af Pöntunarfélagi Eyfirðinga (síðar Kaupfélag Eyfirðinga) í upp- haflegri mynd árið 1898, þ. á m. prentsmiðja, ljósmyndastofa, ferða- skrifstofa, ræðismannsskrifstofa, tannlæknastofa, verslanir, steinasöfn og stjórnmálastarfsemi.    Í tilefni af flutningi Flóru í Hafn- arstrætið verða vinnustofur hússins opnar gestum og gangandi á laugar- daginn kl. 15 til 17. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Upp og ofan Það sem fer upp kemur aftur niður; starfsmaður Slippsins gengur frá borði skips sem er í viðgerð. Af Jesú bróður besta og tilbúnum snjó Við erum á Nýbýla veginum ! (gamla T oyota hú sið) sími 571 6222 Opið virk a daga 1 2-18 laugarda ga 12-17 Avis léttir þér útborgunina! Komdu og gerðu bílakaup sem eiga sér engin fordæmi. Hvort sem þú staðgreiðir eða fjármagnar bílinn hjá Landsbankanum aðstoðar Avis þig við kaupin. Bílafjármögnun LandsbankansAvis Þú www.avisbilasala.is Bílasala Nissan Qashqai 2011 Söluverð 4.150.000 kr. Bílafjárm. Landsbankans 3.320.000 kr. Eftirstöðvar 830.000 kr. Avis hluti 335.000 kr. Þín útborgun 495.000 kr. Heildarverð til þín 3.815.000 kr. VW Polo 1.2 2011 Söluverð 1.880.000 kr. Bílafjárm. Landsbankans 1.504.000 kr. Eftirstöðvar 376.000 kr. Avis hluti 150.000 kr. Þín útborgun 226.000 kr. Heildarverð til þín 1.730.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.