Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Við fráfall Kidda verða til margar ljúfar minningar og þakk- arefni og maður skynjar á kveðju- stundinni hve dýrmætt það var að hafa fengið, gegnum Boggu frænku, að tengjast slíkum öðlingi og hans fólki nánum vinar- og fjökskylduböndum. Kiddi hafði einkar hlýja og þægilega nærveru og mér er í minni hve góður tengdasonur hann var afa og ömmu, hjálplegur og nærgætinn og svo seinna öll gæska hans við mömmu í hennar erfiðu veikindum. En þannig voru einfaldlega eðliskostir hans. Bogga og Kiddi voru einkar glæsileg hjón, ástfangin og sam- rýmd gegnum lífið, eignuðust fal- legt heimili og myndarlegan hóp barna og barnabarna. Það dró því dökkt ský fyrir sólina hans Kidda þegar Bogga féll frá fyrir 10 árum síðan en trúin og vissan um endur- fundi brást honum aldrei. Sjálf- sagt hefur trúarvissa hans einnig hjálpað honum í veikindunum þar sem hann sýndi mikið þrek og æðruleysi. Það var nokkuð sjálf- gefið að Kiddi legði múrverkið fyrir sig og uppúr fermingu fer hann að handlanga hjá föður sín- um. Að loknu námi hans hefst náin samvinna þeirra feðga og voru umsvif þeirra mikil, bæði í múr- verkinu og einnig í pípugerðinni þar sem steypt voru rör og stein- ar. Eftir fráfall Finns tekur Kiddi við rekstrinum. Pípugerðin var starfrækt í 45 ár og skráði þannig merkan kafla í atvinnusögu Stykkishólms. Það unnu margir hjá fyrirtækinu og eftirsóknarvert að vera þar t.d. fyrir skólastráka á sumrin, kaupið var hærra en ann- arsstaðar og hægt að velja úr dug- legustu strákana. Sumir ónefndir komust að gegnum klíku. Vinnu- andinn var einstakur og til marks um það unnu sömu menn hjá fyr- irtækinu í áraraðir og vildu hvergi annarsstaðar vera. Kidda sjálfum féll aldrei verk úr hendi, hann var vandvirkur og meðfæddur eigin- leiki hans, hin fádæma snyrti- mennska, nýttist vel í múrverkinu, þar sem allt vill oft vaða á súðum. Í verkefnum þar sem margar iðn- greinar mætast er mikils virði að snyrtimennska og tillitssemi við aðra sé til staðar enda kom Kiddi sér ávallt vel við aðra iðnaðar- menn í Hólminum, sem heiðruðu Kristinn Finnsson ✝ Kristinn Finns-son fæddist í Stykkishólmi 12. október 1929. Hann andaðist á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 9. október 2012. Útför Kristins fór fram frá Stykk- ishólmskirkju 13. október 2012. hann í starfslok fyrir farsæl störf í þeirra röðum. Kiddi var þrek- maður og heilsu- hraustur starfsæv- ina alla en starfsferill hans í múrverki spannar meira en hálfa öld. Hann sá um flest múrverk hér í Hólm- inum þann tíma, í ótölulegum fjölda bygginga, bæði í híbýlum fólks og þeim bygging- um sem við notum til sameigin- legra þarfa. Það var því gaman fyrir Kidda að líta yfir farinn veg og eiga svo mörg handtök víðs vegar í bænum og hann gat verið stoltur með dagsverkið þegar ævi- kvöldið kom. Kiddi var vinsæll samferðar- maður, mikill Hólmari og unni staðnum sínum af heilum hug og þótt grasið væri stundum grænna annarsstaðar og tækifæri í boði kom aldrei til greina að yfirgefa Hólminn. Hér vildi hann lifa, starfa og deyja. Kveðjustundin er okkur mörg- um tregafull. Elsku frændfólk, Siggi, Magga og Inga og fjölskyld- ur, ykkar missir er mestur og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minningin um Kristin Finnsson, þann góða dreng. Í nýjum heimkynnum bíða hans vinir í varpa. Ellert. Minningarbrot um föðurbróður okkar Kristin Finnsson múrara- meistara frá Stykkishólmi. Það verður tómlegt við Laufás- veginn núna eftir fráfall Kidda frænda. Ekki lengur hægt að droppa inn hjá honum í kaffi og spjall, eða til að færa honum berjasultu sem honum þótti svo góð. Það verður líka skrítið að sjá ekki lengur ljós í glugga og velta því fyrir sér hvort frændi sé farinn að sofa, eða þegar bíllinn hans er ekki í innkeyrslunni að kvöldi til, og velta því fyrir sér hvort hann hafi farið úr bænum. Það verður erfitt að útskýra fyrir litlu Ölfu Magðalenu sem býr beint á móti honum að „Kiddi afi frændi henn- ar“ (eins og hún kallaði hann) komi aldrei heim aftur, og hún geti ekki bankað hjá honum í þeirri von að fá súkkulaðirúsínur. Frænda verður sárt saknað í sunnudagskaffi hjá Eddu og Dedda, en hann átti svo oft „leið hjá“ einmitt um kaffileytið. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í samvistum við frænda og fjölskyldu hans, og ömmu og afa, við Laufásveginn. Þannig mynduðust traust tengsl milli fjölskyldnanna sem varað hafa alla tíð. Frændi var einstakur karakter. Hann var glaðvær og hress og hafði góða nærveru. Hann var mjög meðvitaður um umhverfi sitt og fjölskyldumaður mikill. Hann sagði okkur iðulega fréttir af barnabörnunum sínum sem hann var svo stoltur af, og ekki var hann síður áhugasamur um börn og barnabörn pabba. Þegar við hugsum til baka þá sjáum við frænda fyrir okkur í hvítum smekkvinnubuxum, skyrtu og alltaf með bindi og píp- una í munninum, annað hvort uppi í stiga að dytta að húsinu sínu eða að bóna bílinn með steinolíunni sem hann hafði tröllatrú á. Það var stundum sagt um frænda að hann bónaði bílana sína meira en hann keyrði þá, enda snyrtipinni mikill. Snyrtimennskan var ekki síðri innandyra, það sást aldrei á neinu hjá frænda, og hann sjálfur alltaf svo fínn í tauinu, nema til fótanna. Frændi var nefnilega mjög nýtinn á sokkana sína og gekk oftast í götóttum sokkum. Þegar honum var bent á að sokk- arnir væru götóttir, þá sagði hann að þetta væri til að lofta um tærn- ar, og hló. Það hafa verið erfiðir tímar undanfarið fyrir ykkur, elsku Siggi, Magga og Inga, en nú hefur pabbi ykkar fengið hvíldina og þið geymið minningarnar um góðan og traustan föður. Við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar inni- legar samúðarkveðjur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku frændi, takk fyrir sam- fylgdina og að vera alltaf til staðar fyrir okkur systkinin. Magðalena Hinriksdóttir, Hinrik Helgi Hinriksson og fjölskyldur Þær minningar sem eru okkur kærastar á lífsleiðinni eru þær sem minna okkur á þá sem okkur þótti vænst um. Ég var svo heppin að eignast þig sem vin, Kiddi. Sagt er að sanna vináttu sé erfitt að finna, ennþá erfiðara að kveðja og algjörlega ómögulegt að gleyma. Þetta eru orð að sönnu. Eftir sit ég hérna með fullt af fallegum minningum um vináttu okkar, þær minningar eiga eftir að ylja mér um hjartaræturnar um ókomna tíð. Þú varst sannur vinur og þín verður sárt saknað. Við þökkum indælu árin er áttum við með þér um sinn. Mörg verða treganda tárin er tindra við legstað þinn. (S.E.) Siggerður Gísladóttir. Æskuvinkona mín, Sesselja (Dedda) lést 18. september síðast- liðinn í Louisville, Kentucky, Bandaríkjunum. Við kynntumst í Kvenskátafélagi Reykjavíkur þegar við vorum innan við ferm- ingu og störfuðum öll okkar ung- lingsár með skátum ásamt Borg- Sesselja Svana Eggertsdóttir ✝ Sesselja SvanaEggertsdóttir Guðmundsson fæddist í Reykjavík 24. október 1922. Hún lést í Lou- isville í Kentucky 18. september 2012. Bálför Sesselju Svönu fór fram í Louisville, Ken- tucky. hildi Strange, sem lést fyrir aldur fram árið 1984. Við þrjár unnum mikið saman og urðum skátafor- ingjar. Við héldum skátafundi þar sem ýmis skátafræði voru kennd og fórum í smærri ferðir og útilegur. Þetta var þroskandi og gott veganesti út í lífið. Dedda giftist 13. apríl 1946 Jóni S. Guðmundssyni en hann lést ár- ið 2004. Þau fluttu til Bandaríkj- anna 1950 og bjuggu þar æ síðan. Við Páll Gíslason eiginmaður minn héldum sambandi við þau öll þessi ár. Við heimsóttum þau oft bæði til Kentucky og Flórida en þar dvöldu Dedda og Jón þegar kaldast var í Kentucky. Þau hjón- in héldu líka góðu sambandi við Ísland. Þau komu árlega til lands- ins og seinni árin dvöldu þau oft 2-3 mánuði að sumri til. Þau tóku börn og barnabörn með sér til skiptis þannig að þau fengju tæki- færi til að kynnast landinu og halda sambandi við fjölskyldu og vini. Síðustu árin voru Deddu og fjölskyldunni erfið. Það hefur komið sér vel að börnin hennar, Ernir, Hilda og Jón, hafa öll búið í nágrenni við hana. Þau hafa því getað hlúð vel að mömmu sinni og hafa hugsað vel um hana. Ég sendi þeim og börnum þeirra mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og hugsa hlýtt til þeirra á þessum erfiða tíma. Mig langar til að enda þessar línur á kvöldsöng skáta. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Soffía Stefánsdóttir (Didda). ✝ Guðlaug Al-bertsdóttir fæddist í Reykja- vík 29. april 1945. Hún lést á Landa- kotsspítala 24. september 2012. Guðlaug ólst upp í Reykjavík, í Skerjafirði, í Skrúði, ásamt for- eldrum og 3 systk- inum. Foreldrar hennar voru Albert Gunn- laugsson frá Móafelli í Fljót- um, fæddur 27. desember 1897, látinn 1. október 1988 og Katrín Ketilsdóttir frá Gýgjarhóli fædd 12. mars 1910 látin 2. janúar 1999. Systkini Guðlaugar eru: Guðni, fæddur 27. janúar 1941. Þórkatla, fædd 21. ágúst 1942 og Heið- ar, fæddur 4. mars 1948, lát- inn 4. maí 2005. Hinn 15. júlí 1966 giftist Guðlaug eftirlif- andi eiginmanni sínum, Sveini Oddgeirssyni bifvélameistara, fæddum 8. apríl 1945. For- eldrar hans voru Oddgeir Karlsson loftskeytamaður, fæddur 22.7. 1915, látinn 31. október 2001 og Lillý Magn- úsdóttir, fædd 6.7. 1917, látin 7.3. 1981. Guðlaug og Sveinn eignuðust 3 börn. Katrín Lillý, í sambandi með Jóni Erni Árnasyni og á hún 3 börn . Atli Sveinn, fæddur 15.9. 1989, Ívar Þór, fæddur 16.3. 1993. Thelma Dögg, fædd 20.8. 2001. 2. Oddgeir Már, fæddur, 27. janúar 1969, kvæntur Sigrúnu Stefaníu Jóns- dóttur og eiga þau 3 börn. Eysteinn Fannar, fæddur 9. september 1993. Íris Anna, fædd 24. október 1995 og Stefán Már, fæddur 23. júní 2001. 3. Albert Jón, fædd- ur 5. desember 1970, kvæntur Jónínu Hreinsdóttur og eiga þau 2 börn. Rakel Lillý, fædd 21. maí 1996 og Elvar Smári, fæddur 25.11. 2001. Guðlaug lauk barnaprófi úr Melaskólanum og unglinga- prófi úr Miðbæjarskóla. Hún stundaði nám í Húsmæðraskól- anum í Reykjavíkur árið 1962. Guðlaug og Sveinn bjuggu flest sín hjúskaparár á Kópa- vogsbraut 43 í Kópavogi eða í 42 ár. Guðlaug vann ýmis störf yfir ævina en var lengst af leigubílstjóri hjá BSR í yfir 20 ár. Útför Guðlaugar fór fram í kyrrþey 8. október 2012. Mamma er dáin. Það er stórt skarð í fjölskyldunni og það verður ekki fyllt á næstu árum. Mamma var greiðvikin, hjálp- söm, fjörmikil og glaðleg. Það var ávallt glatt á hjalla þar sem hún var. Mamma hafði gaman af söng og voru þá réttarlög og gömul íslensk lög í miklu uppá- haldi. Enda vorum við systkinin mjög ung þegar við gátum tekið undir með mömmu þegar hún söng fyrir okkur í bílnum þegar við vorum að fara til ömmu og afa í Skerjó eða á Hringbraut. Það þurfti kraftmikla konu til að ala upp þrjú öflug börn. Oft þurfti hún að taka þátt í leikjum okkar til að ekki færi allt í háa- loft. Það var ávallt hægt að leita til mömmu til að keyra okkur á skíði í Bláfjöll eða í sund í Reykjavík. Hún var alltaf til staðar. Það er margs að minnast og margt hægt að segja en ég vil þakka mömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og börnin mín. Hennar verður sárt saknað af öllum sem þekktu hana og kynntust henni á lífsleiðinni. Elsku pabbi. Þetta er erfiður tími og munum við ávallt minn- ast hennar með hlýju. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Man ég þig ástkæra meyja, meðan að lifi ég hér. Minning sem aldrei skal deyja, samverustundin með þér. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Katrín Lillý. Þegar fallega sumarið okkar hér í Noregi kveður og sólin lækkar, gróðurinn fer í dvala og haustið og skammdegið tekur yfir þá kveður elskulega móðir mín, tengdamóðir og amma eftir erfið veikindi, og fer í langt ferðalag og kemur ekki til baka, því guð hefur falið henni annað verkefni á nýjum stað. Söknuðurinn og djúpa sorgin er mikil hjá okkur öllum, og sér- staklega hjá hennar eftirlifandi eiginmanni Sveini, sem var hennar allt en við fjölskyldan styrkjum böndin saman og hjálpum honum að vinna úr sorginni. Samrýndari hjón hefur maður varla séð, bæði sem best- ur vinur og vinnufélagi en þau unnu bæði við leigubílaakstur í fjölda ára. Ég kynntist Guðlaugu tengdamóður minni haustið fyr- ir um tuttugu árum, og þar opn- uðu hún og hennar eiginmaður heimilið sitt fyrir nýju tengda- dóttur sinni, á fallegu heimili þeirra hjóna á Kópavogsbraut- inni. Lauga eins og hún var ætíð kölluð, var stórglæsileg, kraft- mikil og dugleg kona, enda þarf sterk bein til að vinna sem leigubílstjóri og má til gamans geta að hún var með fyrstu kvenleigubílstjórunum. Alltaf var hún boðin og tilbúin að hjálpa okkur hvort sem var að skutla okkur eða að hjálpa okkur heima fyrir, og má þar til gamans geta að þegar við Albert keyptum okkar fyrstu íbúð sam- an og tengdadóttirin ekki sú sterkasta með gardínusauma- skap og stóð og klóraði sér í hausnum yfir hvernig skyldi sauma þær þá kom Lauga og hringdi í allar sínar vinkonur og á augabragði voru þær komnar heim til okkar og á einu auga- bragði höfðu þær saumað gard- ínur í alla íbúðina og tengda- dóttirin var alveg orðlaus og skildi ekki hvernig þetta væri hægt, enda var allt sem hún Lauga tók fyrir gert með mikl- um dugnaði og krafti og er ég henni mikið þakklát fyrir alla hjálpina. Líka verður maður að minn- ast sumarbústaðar þeirra hjóna, Sveinslaugstaða, en þaðan á maður góðar minningar með börnum okkar Rakel Lillý og Elvari Smára þegar Lauga var að syngja með þeim allskonar gamlar vísur, og sérstaklega þegar Rakel Lillý var lítil og amma Lauga hringdi og þær sungu vísurnar saman. Kveðjum við með mikinn söknuð og sár í hjarta elskulega mömmu, tengdamömmu og ömmu með þessari fallegu bæn. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Hvíl í friði, elsku Guðlaug. Albert Jón, Jónína, Rakel Lillý og Elvar Smári. Elsku tengdamóðir mín Guð- laug Albertsdóttir eða Lauga eins og þú varst alltaf kölluð. Það er ekki létt að byrja að skrifa minningargrein um ein- hvern sem manni þykir verulega vænt um og er farinn yfir móð- una miklu en mig langar að skrifa til þín nokkur orð. Þú hefur verið tengdamamma mín í 28 ár þó að ég sé bara búin að vera gift syni þínum í 18 ár en var ég ansi ung þegar ég kom inn í fjölskylduna. Þið áttuð heima á Kópavogsbrautinni í fallegri íbúð með útsýni yfir að Vallagerðisvelli og Sundlaug Kópavogs. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig og þú varst mikil félagsvera, hafðir gaman af að syngja og vildir alltaf hafa margt fólk í kringum þig. Þið hjónin áttuð sumarbústað á yndislegum stað í Biskups- tungum, ekki svo langt frá Gýgj- arhóli þar sem þú varst uppalin, og þar fékk ég ansi oft að vera bæði með ykkur hjónum og svo bara við hjónin. Þar var ynd- islegt að vera. Ég veit að það var erfitt fyrir þig þegar við Oddgeir og Albert og Jónína fluttum til Noregs ár- ið 2009. Þú áttir erfitt með að sætta þig við það og skil ég það vel þegar drengirnir þínir tveir flytja í burtu. Þér fannst þú vera svikin og varst ósátt við þetta. Þú hefur alltaf verið sterk og þrjósk og síðustu ár hefur þú barist af krafti þó að þú hafir staðið í ákveðnum veikindum og verið undir læknishendi síðustu mánuði. Þú ætlaðir þér að kom- ast í gegnum þetta. Það var gott að hitta þig laug- ardaginn áður en þú lést. Við hjónin vorum í helgarferð á Ís- landi og höfðum smátíma þenn- an laugardag að koma til þín á sjúkrahúsið. Þú fannst fyrir okkur og spjallaðir við okkur þennan dag. En svo hefur þrek- ið þitt verið búið. Elsku Lauga mín. Með þess- um orðum vil ég þakka þér fyrir góðar stundir og ég vona að þú finnir friðinn þar sem þú ert í dag. Ég sendi hér með ljóð sem ég samdi í sumar og finnst mér það passa vel við handa þér. Á þessum stundum, þá þykir mér kært. Að hafa þig hjá mér, þá sef ég svo vært Þú ert minn engill, sem ég elska svo heitt. Ég er alltaf hjá þér, því við erum eitt. Þín tengdadóttir, Sigrún S. Jónsdóttir. Elsku amma mín er dáin. Hún var góð amma og ég mun sakna hennar. Hún átti alltaf eitthvað handa mér þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Ég mun sakna þín. Thelma Dögg. Guðlaug Albertsdottir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.