Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  257. tölublað  100. árgangur  STOFNFUNDAR FYRIR 100 ÁRUM MINNST HERRÁÐ VAKTAR ÆÐARVARP VERÐA FLOTTUSTU TÓNLEIKAR SIGUR RÓSAR TIL ÞESSA BARÁTTA VIÐ TÓFUNA 14 ICELAND AIRWAVES 44SKÁTAHREYFINGIN 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Karlar í Flóafélögunum hafa að meðaltali 40% hærri laun en konur í sömu verkalýðsfélögum, skv. nýrri Gallupkönnun. Heildarlaun karla í fullu starfi eru um 379.000 kr. en 271.000 hjá konum. Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs hjá Eflingu, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þessar niðurstöður voru okkur mikil vonbrigði. Við getum ekki látið sem það sé enginn munur. Við verð- um að bregðast við þessum niður- stöðum,“ segir Harpa. Karlar í fullu starfi hjá félögunum vinna að meðaltali 48,6 klukkustund- ur á viku eða ríflega klukkustund lengur en í sömu könnun fyrir ári. Vinnutími kvenna í fullu starfi er hins vegar 42 stundir. Kynskiptur vinnumarkaður „Við erum með mjög kynskiptan vinnumarkað. Möguleikar kvenna til að hífa launin upp með yfirvinnu eru takmarkaðir í hefðbundnum kvenna- stéttum. Það skýrir launamuninn þó ekki nema að einhverju leyti.“ Könnunin náði til félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK. Hún leiðir jafnframt í ljós að fjórir af hverjum tíu sem starfa við ræst- ingar sögðust vera með undir 200.000 kr. í dagvinnulaun fyrir fullt starf. Þykir það vísbending um að þeim fari fjölgandi sem fái greitt samkvæmt lágmarkstöxtum. Til dæmis má nefna að tæplega 90% ræstingafólks í Eflingu eru af erlendu bergi brotin. Ræstingafólk og leiðbeinendur á leikskólum hafa lægstu dagvinnu- launin, eða að meðaltali 230.000 kr. Dagvinnulaun verkstjóra og flokks- stjóra eru hins vegar hæst, að meðal- tali 378.000 kr. á mánuði. Þá bendir könnunin til að 48% fé- lagsmanna búi í eigin húsnæði. Hlut- fall erlendra ríkisborgara sem það gera fer vaxandi en er þó lágt. Hlut- fallið fer hins vegar lækkandi hjá ís- lenskum ríkisborgurum. Færast yfir á leigumarkaðinn Harpa kallar eftir úrræðum fyrir þennan hóp. „Það eru ekki sömu möguleikar fyrir fólk að fjárfesta í eigin húsnæði í dag og var áður. Því fer fólk frekar á leigumarkað. Það kallar á fleiri valkosti á leigumark- aði,“ segir Harpa. Launamunur kynjanna eykst  Karlar í þremur verkalýðsfélögum hafa að meðaltali 40% hærri heildarlaun en konur í sömu félögum  Vinnutími karla lengist  Vísbendingar um að fólki sem starfar á lágmarkstöxtum fari fjölgandi Þriðji hver » 33% félagsmanna í Eflingu eru af erlendum uppruna og voru mest 40% fyrir hrun. » Um fjórðungur aðspurðra í könnuninni hefur leitað sér fjárhagsaðstoðar í ár og fækk- ar lítillega í þeim hópi milli ára. Morgunblaðið/Árni Sæberg Launakönnun Leiðbeinendur á leikskólum eru í lægsta launaflokki. Rannsókn á föll- um í indóevr- ópskum tungu- málum hefur hlotið hundruð milljóna króna í styrki. Það er ís- lenski fræðimað- urinn Jóhanna Barðdal, doktor í málfræði og starfsmaður há- skólans í Bergen, sem stendur að rannsókninni. Nýlega fékk Jóhanna rúmar ell- efu milljónir norskra króna frá evr- ópska rannsóknarráðinu til að vinna að rannsókn sinni. Í heild hef- ur hún fengið hátt í 800 milljónir króna í styrki. Verkefnið gengur út á að rann- saka ákveðnar málbyggingar í indóevrópsku tungumálunum en ís- lenska er eitt þeirra. „Við erum að skoða strúktúra eins og í íslensku: mér leiðist, mér þykir hákarl góður og mig langar,“ segir Jóhanna. »12 Hefur fengið hundr- uð milljóna í styrki Jóhanna Barðdal Björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu í gærkvöldi en vonskuveður er á landinu og afleitt ferðaveður, sérstaklega norðan- og austanlands. Spáð var 20-28 metrum á sekúndu í nótt, hvassast á Austurlandi. Mikil snjókoma og vindur var í gær og lokuðust margir fjallvegir. Í Hamarsfirði á sunnanverðum Austfjörðum fóru hviður upp í allt að 60 m/s. Fá óhöpp urðu vegna veðursins í gær en björg- unarsveitir sinntu minniháttar útköllum þar sem þakplötur höfðu byrjað að fjúka og ökumenn þurftu á aðstoð að halda í slæmri færð. Hjá vaktstöð siglinga fengust þær upplýsingar í gær að öll skip væru farin af miðunum. Þau sem ekki væru farin í land væru komin í var. Flugfélag Íslands aflýsti ferðum til Ísafjarðar og Egilsstaða vegna veðurs auk þess sem flugi til Akureyrar var flýtt. Ákveða átti nú í morgun hvort flogið yrði til þessara staða í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norð- anstormi í dag með 20-25 m/s á öllu landinu. Sér- staklega er varað við sterkum hviðum við fjöll á sunnanverðu landinu. Talsverð snjókoma verður á norðanverðu landinu en útlit er fyrir slyddu eða rigningu á Austurlandi með kvöldinu. Aftakaveður áfram um allt land  Óhappalítið í norðanstorminum í gær  Óvíst með flug til Egilsstaða og Ísa- fjarðar í dag  Varað við sterkum hviðum undir fjöllum á sunnanverðu landinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blindbylur Töluverð snjókoma og hífandi rok var á norðanverðu landinu í gær og óveðrið heldur áfram í dag. Þessi mynd var tekin á Akureyri í gærkvöldi. Jarðfræðistofnun Færeyja, Jarð- feingi, og Orkustofnun hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kanna hagkvæmni þess að leggja sæ- streng frá Íslandi til Færeyja. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir rafstreng til Færeyja áhugaverðan kost. Svo- nefndir léttstrengir gætu hentað til slíkrar orkusölu. »26 Kanna fýsileika orkusölu til Færeyja Morgunblaðið/Ómar Höfuðstaður Frá Þórshöfn í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.