Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Jóhanna Barðdal, doktor í málfræði og starfsmaður háskólans í Bergen í Noregi, fékk nýlega styrk upp á 11,1 milljón norskra króna frá European Research Council (ERC) til að ljúka við stórt verkefni sem gengur út á að skoða föll í indóevrópskum tungu- málum. Jóhanna hefur fengið þrjá styrki á síðustu fjórum árum til að vinna verkefnið. Þeir hljóða í heild upp á 35 norskar milljónir, eða um 780 milljónir ísl. kr., sem er með því hæsta sem Íslendingur hefur fengið í rannsóknarstyrki. „Þegar ég byrjaði á verkefninu sumarið 2008 fékk ég rannsóknarstyrk frá Bergen forskn- ingsstiftelse upp á 12,3 milljónir norskar. Síðan fékk ég peninga frá norska rannsóknarráðinu 2011 upp á níu milljónir norskar og svo þennan núna og mun hann duga mér til að ljúka við verkefnið,“ segir Jóhanna. Ellefu málaflokkar Verkefni hennar felst í því að rann- saka ákveðna formgerð í öllum indó- evrópsku málaflokkunum, sem eru ellefu talsins. „Íslenska er ger- manskt mál og germönsk mál eru einn undirflokkur í indóevrópskum málum. Við erum að skoða elstu text- ana á hverju málstigi. Við skoðum strúktúra eins og í íslensku: mér leið- ist, mér þykir hákarl góður og mig langar. Því hefur verið haldið fram um íslensku að þessi liður hafi ekki verið frumlag í forníslensku þótt hann sé það í nútímaíslensku, að þetta sé breyting sem hefur orðið á íslenskunni. Við erum að rannsaka þróun svona strúktúra þar sem er frumlag sem er ekki í nefnifalli og skoðum þau sagna- sambönd sem koma fyrir með auka- fallsfrumlagi. Við söfnum sagna- samböndum frá elsta skeiði allra ellefu indóevrópsku málaflokkanna, berum saman og sjáum á grundvelli þess hvort við þurfum að endurgera þessa formgerð fyrir frummynd á evrópsku eða hvort við þurfum að ganga út frá því að þetta sé formgerð sem hafi orðið til eftir að þessir mála- flokkar aðskildust hver frá öðrum. Þá þurfum við að ganga út frá því að þessar formgerðir hafi orðið til út frá sjálfum sér.“ Jóhanna segir að þau séu að skoða texta á forníslensku, fornháþýsku og gotnesku biblíuna sem er frá 500. „Svo erum við að skoða latneska texta, forngríska, fornindverska og fornpersneska. Með þessum styrk munum við fara í að skoða tokkarísku og hettitísku, sem eru tveir mála- flokkar sem hafa dáið út.“ Þegar verkefninu lýkur 2018 verð- ur gerður gagnagrunnur þar sem öll sagnasamböndin sem finnast í rann- sókninni eru sett inn. „Við erum að vonast til þess að fræðimenn sem eru að skoða önnur mál hafi áhuga á því að setja sín gögn inn í gagnagrunn- inn. Ef það tekst er hægt að fara að gera rannsóknir á formgerðum og finna út hvað er sérstakt fyrir mál- fjölskyldur og hvað ekki. Verkefnið mun líka varpa ljósi á þróun á nýrri aðferðafræði og verða sérstök þekk- ingarsköpun á indóevrópskum mál- um.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Föll rannsökuð Jóhanna Barðdal, doktor í málfræði, hefur fengið þrjá styrki að andvirði alls 780 milljóna króna á síðustu fjórum árum til að vinna stórt verkefni sem gengur út á að skoða föll í indóevrópskum tungumálum. Verkefni um indó- evrópsk tungumál  Hefur fengið styrki í heild upp á 780 milljónir ísl. kr. Nokkur fíkni- efnamál komu til kasta lögregl- unnar í fyrra- kvöld en fíkni- efni fundust á þremur stöðum í Hafnarfirði. Lagt var hald á kannabisefni sem fundust í bílskúr og þá tók lög- reglan í sína vörslu marijúana og amfetamín sem fannst við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum. Loks fannst marijúana í bifreið en við stýrið var maður sem tengist Hells Angels. Sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi en viðkomandi var gert að hætta akstri. Þrjú fíkniefnamál til kasta lögreglu í Hafnarfirði Bónus var með lægsta verðið á mat- arkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag. Matarkarfan var ódýrust í Bónusi en dýrust í Nóatúni. Verðmunurinn var 22%. Matarkarfan var næstódýr- ust í versluninni Iceland en þar kost- aði hún 2% meira en karfan hjá Bón- usi. Í síðustu könnun ASÍ fyrir mánuði var matarkarfan ódýrust í Iceland. Á eftir Iceland kom Krónan, þá Fjarðarkaup, Nettó og Hagkaup. Verslanirnar Kostur, Samkaup-Úrval og Víðir vildu ekki vera með. Mestur verðmunur á banönum Af einstaka vörum í matarkörfunni var mestur verðmunur á ódýrustu fá- anlegu banönum sem voru dýrastir á 379 kr./kg í Hagkaupum en ódýrastir á 147 kr./kg hjá Iceland, verðmunur- inn var 232 krónur eða 158%. ASÍ seg- ir að ekki sé víst að þar hafi verið bornir saman bananar í sama gæða- flokki. Mikill verðmunur var einnig á rauð- um 26% Gouda-Góðosti sem var dýr- astur á 1.799 kr./kg hjá Hagkaupum en ódýrastur á 1.090 kr./kg hjá Ice- land. Verðmunurinn var 709 kr./kg eða 65%. Minnstur verðmunur að þessu sinni var á Fjörmjólk sem kostaði 144 kr./l hjá Iceland og 145 kr./l hjá öllum hin- um verslununum. Matarkarfan samanstendur af 48 almennum neysluvörum til heimilis- ins, t.d. mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjarvörum, ýms- um pakkavörum og dósamat. Lægsta vöruverðið í Bónus  2% munar á verði á vörukörfu í Bónus og Iceland  Dýrasta vörukarfan í Nóatúni  Mestur verðmunur á banönum en minnstur á fjörmjólk Verð á vörukörfunni » Bónus 16.791 króna » Iceland 17.154 krónur, +2% » Krónan 18.059 krónur, +8% » Fjarðarkaup 18.658 kr. +11% » Nettó 19.597 krónur, +17% » Hagkaup 19.647 kr., +17% » Nóatún 20.523 kr., +22% Jóhanna hefur verið í samvinnu við Þórhall Eyþórsson fræðimann í enskudeildinni við Háskóla Íslands frá því árið 2000, en þá var hún gestadoktorsnemi við Háskólann í Manchester en Þórhallur var með póstdoktorstöðu þar. „Hann er sérfræðingur í sögulegri setningafræði og indógermönskum málum. Við höfum verið í náinni samvinnu æ síðan og verkefnið byggir á okkar fyrri rannsóknum. Það má því segja að við Þór- hallur höfum þróað þetta rannsóknarsvið saman,“ segir Jóhanna. Hún er nú með þrjár manneskjur í vinnu við verkefnið en ERC- styrkurinn gerir það að verkum að hægt verður að ráða fleiri í vinnu. Þróuðu rannsóknarsviðið Í NÁINNI SAMVINNU Fjallabyggð hefur farið í gegnum öryggisáætlun í umferðarmálum sveitarfélagsins í heild sinni, í sam- ráði við sérfræðinga Vegagerð- arinnar. Búið er að gera tillögur um biðstöðvar fyrir hópferðabíla, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Tilefni þessarar vinnu er bana- slys sem varð á Langeyrarvegi á Siglufirði í nóvember 2011, þegar ekið var á þrjár 13 ára stúlkur sem voru að koma út úr hópferðabíl. Ein stúlknanna lést og önnur slas- aðist alvarlega. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Rannsóknar- nefnd umferðarslysa skilað sinni skýrslu um slysið og m.a. beint þeim tilmælum til sveitarfélaga í þéttbýli að skipuleggja almenn- ingssamgöngur þannig að hóp- ferðabílar stoppi eingöngu á bið- stöðvum ætluðum til að hleypa farþegum inn og út. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir að á Langeyrarvegi sé búið að leggja útskotin en biðskýli eigi eftir að koma upp. Nú sé skólabílnum ein- göngu heimilt að stoppa við skólana til að hleypa nemendum út og taka inn. Fjallabyggð endurskoðar öryggisáætlun í umferðarmálum í kjölfar banaslyss Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Fjölbreytt úrval af veggfóðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.