Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 ✝ ÁlfheiðurBjörnsdóttir fæddist 15. feb. 1931 á Hrapps- stöðum í Víðidal, V- Hún. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Vífilsstöðum 25. okt. sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björn Ingvar Jós- efsson, f. 11. sept. 1896, d. 4. ágúst 1971, og k.h. Sigríður Jónsdóttir, f. 29. mars 1892, d. 29. nóv. 1972. Álfheiður var níunda í röð ellefu barna þeirra. Systkini Álfheiðar: 1) Tryggvi, f. 1919, d. 2001. 2) Guðrún Ingveldur, f. 1921, d. 2001. 3) Óskírð stúlka, f. 1922, d. 1923. 4) Jósefína, f. 1924. 5) Bjarni Ásgeir, f. 1925, d. 2009. 6) Sigurvaldi, f. 1927, d. 2009. 7) Steinbjörn, f. 1929. 8) Guðmund- ína Unnur, f. 1931 (tvíburasystir Álfheiðar). 9) Sigrún Jóney, f. 1933. 10) Gunnlaugur, f. 1937. Uppeldissonur Björns og Sigríð- ar: Ásgeir J. Meldal, f. 1940. Tveggja ára var Álfheiður tekin í fóstur af hjónunum á Fitjum í Fitjárdal, þeim Árna V. Gíslasyni, f. 10. júní 1871, d. 26. okt. 1934, og Sigríði Guðmunds- dóttur, f. 11. júní 1871, d. 4. feb. 1960. Fáum árum síðar tóku við fóstri hennar Jóhannes Pétur, f. 1983. c) Hjalti Óli, f. 24. okt. 1980, d. 14. ágúst 1998. 2) Birna Jóna, f. 14. júní 1953, m.1: (skildu) Sigtryggur Snorri Ást- valdsson, f. 20. ágúst 1945, d. 20. júní 1996. Dætur þeirra: a) Guðrún, f. 1. jan 1972. m.: Þröst- ur Ríkharðsson, f. 16. apríl 1966, og eiga þau tvö börn, fyrir átti Guðrún eina dóttur. b) Anna María, f. 27. des. 1973, m.: (skildu) Bjarki Guðlaugsson, f. 18. október 1969, eiga þau þrjú börn. 2) m. 2: (skildu) Ingólfur Helgason, f. 1. mars 1957. 3) Kolbrún Sigríður, f. 9. ágúst 1960, m.: Jón Torfason, f. 2. mars. 1958. Dætur þeirra a) Bryndís Ósk, f. 27. des. 1983 m.: Bragi Rúnar Axelsson, f. 9. febr- úar 1981, og eiga þau tvö börn. b) Dagbjört Ásta, f. 18. júlí 1986, og Torfey Rós, f. 8. sept. 1993. 4) Kristján Pétur, f. 2. des. 1968, m.: María Ingvadóttir, f. 24. júli 1968. Börn þeirra: a) Auður Sif, f. 7. des. 1992, Ingvi Snær, f. 24. nóv. 1995, og Sigmundur Kári, f. 30. des. 2006. Álfheiður og Sigmundur hófu búskap á Bjargshóli í Miðfirði og bjuggu þar um árabil. Árið 1955 fluttu þau í Garðahrepp, Garðabæ, og bjuggu alla tíð, í Hörgatúni 11. Um árabil voru þau með hænsnabú í Garða- hreppi. Álfheiður var húsmóðir alla tíð, en eftir að börnin fóru að flytja að heiman starfaði hún við heimilshjálp í Garðabæ og einnig við ræstingar á Landspít- alnum. Útför Álfheiðar fer fram frá Garðakirkju í dag, 2. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 30. júní 1911, d. 12. ágúst 1981, sonur Árna og Sigríðar, bóndi á Fitjum og kona hans, Kristín Ásmundsdóttir, f. 26. júlí 1912, d. 10. mars 1980. Börn Jóhannesar og Kristínar, uppeld- issystkini Álfheið- ar: 1) Halldór Vil- berg, f. 1937, d. 2007. 2) Árný Sigríður, f. 1939, d. 1988. 3) Ásbjörn Þór, f. 1942, d. 1991. 4) Þorgeir, f. 1945. Hjá Árna og Sigríði á Fitjum ólst upp Jóhann Benediktsson, f. 1919, d. 1999, sem Álfheiður leit ætíð á sem bróður sinn. Hinn 13. maí 1950 giftist Álf- heiður Sigmundi Jónssyni, f. 2. okt. 1917 á Giljalandi í Miðfirði, d. 12. jan. 1988. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Jóhanna Sigríð- ur, f. 16. apríl 1951, gift Eiríki Hjaltasyni, f. 12. maí 1947. Syn- ir þeirra: a) Kristinn Helgi, f. 27. mars 1969, m.1: (skildu) Ágústa Jónsdóttir, f. 8. maí 1971, eiga þau þrjú börn, m. 2: Michalina Kaminska, f. 20. ágúst 1983, eiga þau þrjár dæt- ur. b) Heiðar Sigmar, f. 31. mars. 1972, m.1: (skildu) Anja Maria Zillke, f. 12. des. 1963, eiga þau tvær dætur, m. 2: Aneta Drzazgowska, f. 25. júlí Hér sit ég og læt hugann reika, elsku amma mín er búin að kveðja sinni hinstu kveðju. Þó svo að ég hafi átt von á þessu þá er það alltaf erfitt þegar að kallið kemur. Ég á svo fjölmargar ljúf- ar og skemmtilegar minningar um hana ömmu mína. Hún veitti mér skjól þegar ég þurfti á því að halda, hjálparhönd þegar ég bað um hana og hlýju þegar ég þurfti. Það voru margar ferðirn- ar sem voru farnar í Hörgatúnið á sunnudögum í kaffi til ömmu, hún bakaði nefnilega heimsins bestu pönnukökur hvort sem þær voru með rjóma og sultu eða upprúllaðar með sykri. Oft reyndi hún að kenna mér þessa list að búa til góðar pönnsur en aldrei náði ég þessu rétt þó svo að viljinn væri fyrir hendi. En mér finnst gott að pönnukökup- annan hennar sé hér og ég geti æft mig, en ég er löngu búin að sætta mig við að ég mun aldrei komast með tærnar þar sem hún hafði hælana í þessum bakstri. Amma hafði sannarlega græna fingur en það sást vel á garð- inum hennar sem var eins og listaverk, öll blómin sem hún hafði sáð til snemma um vorið og kjallarinn var fullur af litlum pottum. Síðan var gróðursett og beðið eftir því hvað kom upp og hvað ekki, alltaf kom meirihlut- inn upp. Amma var gríðarlega mikil handverkskona og allur út- saumurinn hennar var ofsalega fallegur hvort sem var á réttunni eða röngunni, hún kenndi mér að passa vel upp á fráganginn. Ég hugsa að það hafi enginn tölu á öllum þeim myndum eða munum sem hún lætur eftir sig en það eru alveg ógrynni. Amma var mjög ósérhlífin og ég held að hún hafi haft fleiri klukkustundir i sólarhringnum en margur ann- ar því hún áorkaði svo rosalega miklu. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér. Nú lokið er jarðvist, þú leggur af stað, létt í spori gengur þú að, ljósinu bjarta sem logar svo skært. Úr lindinni tæru þér vatn verður fært. Að segja oft erfitt, í sárindum er, frá söknuði þeim er hugurinn ber. Því orðin þau verða svo viðkvæm og sár, á vanganum birtast og mynda þar tár. En ég færi þér óskir um glaðlegan fund, frá ættingjum öllum á þessari stund. Í sál okkar allra þú lifir sem fyrr og sannlega oss veita í lífinu byr. (Guðmundur Guðmundsson.) Hvíl í friði. Guðrún Sigtryggsdóttir. Minningarnar eru ekki marg- ar um samverustundir okkar, flestar úr barnæsku. Þær góðu standa eftir. Ég man eftir þér sem ákveðinni og staðfastri, vin- gjarnlegri og kátri, hlæjandi. Minningar um pönnukökubakst- ur, alltaf gerðirðu „svo mikið“ að við urðum að koma í kaffi – núna strax! Þegar við Dagbjört systir fengum lánað eldhúsið þitt undir leynibrúnkökubakstur því mamma átti afmæli. Alltaf áttir þú góða mola uppi á skáp sem við máttum laumast í, bestur var sí- trónubrjóstsykurinn. Einu sinni fékk ég vondan mat, hrossa- bjúgu. Slapp samt við að borða þegar þú sást á mér svipinn. Þú varst dugnaðarforkur, allt- af að. Garðurinn, blómahúsið, handavinnan. Í dag met ég mik- ils þau verk sem ég á eftir þig. Sem barn fylltist ég stolti þegar ég sýndi þér mitt handverk. Eins og að bera það undir sérfræðing. Þú skildir vinnuna að baki – og gleðina. Ég hitti þig síðast þegar sonur minn var lítill og mér skilst að eftir það hafir þú spurt um hann og hvernig ég hefði það. Mér þykir vænt um það. Þinni þrautagöngu er nú lokið og ég trúi því að þú sért á betri stað. Hvíl í friði, amma mín. Bryndís Ósk Jónsdóttir. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku amma mín. Takk fyrir allt. Þín Torfey Rós Jónsdóttir. Elsku amma Dídí, ég mun ávallt muna eftir þér sem góð- hjartaðri og vinnusamri konu. Það var alltaf nóg að gera hjá þér, sérstaklega þegar kom að garðinum þínum en samt hafð- irðu alltaf tíma til þess að bjóða manni inn í pönnukökur. Það er erfitt að finna orð sem lýsa því hversu frábær þú varst. Það er einhvern veginn bara svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért endanlega farin burt úr þessum heimi. Þú varst búin að vera veik svo lengi og þó maður hefði nú átt að búast við því þá var það eitthvað svo óvænt þeg- ar þú varst allt í einu farin. Ég á svo margar góðar minn- ingar frá þeim stundum sem við eyddum saman, sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo góð, og ég á eftir að sakna þín svo mjög. Þú varst ein besta amma sem nokkur hefði getað hugsað sér að eiga, ég mun alltaf hugsa til þín með hlýju. Ég elska þig, amma mín. Ég vona svo innilega að þér líði vel þar sem þú ert núna og að þú finnir frið. Þitt ömmubarn, Auður Sif. Álfheiður Björnsdóttir ✝ Ásta Steins-dóttir fæddist á Hrauni á Skaga 27. nóvember 1930. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. október 2012. Ásta var þriðja yngst í hópi 12 barna hjónanna Guðrúnar Sigríðar Kristmundsdóttur, f. 12. október 1892, d. 24. október 1978, og Steins Leó Sveinssonar, f. 17. janúar 1886, d. 27. nóvember 1957. Systkini Ástu: Gunnsteinn Sig- urður, f. 1915 (látinn), Guðrún, f. 1916 (látin), Rögnvaldur, f. 1918, Svava, f. 1919 (látin), Guðbjörg Jónína, f. 1921, Tryggvina Ingibjörg, f. 1922, Kristmundur, f. 1924 (látinn), Svanfríður, f. 1926, Sveinn, f. 1929, Hafsteinn, f. 1933 og Hrefna, f. 1935 (látin). Hinn 21. maí 1961 giftist Guðna Karli Magnússyni, f. 19. júní 1964, börn þeirra eru Sunna Ýr, Harpa Lind og Erla Dís, langömmubörnin eru þrjú. Ásta ólst upp í foreldra- húsum á Hrauni á Skaga í stórum systkinahópi, Ásta var í kaupavinnu bæði á Hlöðum og í Glaumbæ, fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, hún starf- aði síðan í Efnalauginni Glæsi sem síðar varð Efnalaugin Björg. Eftir að hún stofnaði fjölskyldu var hún heimavinn- andi til ársins 1975 er hún hóf störf á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund en þar starfaði hún óslitið til ársins 2001. Ásta var ein af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar og starfaði með henni í mörg ár, síðan var hún í Söngfélag- inu Drangey og síðustu árin í Söngfuglum kór eldri borgara á Vesturgötu 7. Útför Ástu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. nóvember 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. Ásta eftirlifandi eiginmanni sínum Benedikt Andr- éssyni frá Norð- urfirði á Strönd- um, f. 14. mars 1933, foreldrar hans voru Sig- urlína Valgeirs- dóttir og Andrés Guðmundsson. Dætur þeirra hjóna eru, 1) Guð- rún Hafdís, f. 12. febrúar 1961, gift Halldóri Jónssyni, f. 13. janúar 1960, börn þeirra eru, Heiðar Bjarki, Þórður Helgi og Hafdís Birna, 2) Vil- borg, f. 26. desember 1962, gift Guðmundi Árna Hjalta- syni, f. 30. janúar 1962, börn þeirra eru Ásta Kristín, Arna Björk, sambýlismaður hennar er Björgvin Stefánsson, Brynja Björk og Benedikt Andrés, sambýliskona hans er Andrea Guðbrandsdóttir, 3) Guðbjörg Auður, f. 19. janúar 1968, gift Elsku mamma með söknuði og sorg í hjarta kveðjum við þig með þessum orðum: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni . (Bubbi Morthens.) Kveðja frá dætrum þínum Guðrún, Vilborg og Auður. Elsku amma. Með sorg í hjarta þurfum við að kveðja þig, síðustu vikurnar hafa verið erfiðar en við vitum að þér líður betur núna. Við söknum þín sárt en fallegu minningarnar um þig ylja okkur. Þú vildir allt fyrir okkur gera og varst sérstaklega dugleg að koma til Erlu sem hármódel, hvort sem það var í blástur eða permanent, alltaf gat hún hringt í þig ef hana vantaði módel. Þegar þú og afi bjugguð í Vesturbænum og Sunna var í HÍ þá notaði hún hádegishléin alltaf til að koma í heimsókn enda stutt að fara og alltaf varstu með eitt- hvað á boðstólum, ekki hætti það þegar þið fluttuð upp í Grafarvog en þá gátu Sunna og Heiðar allt- af komið í hádegishléunum sín- um þegar þau voru að vinna í Sorpu. Þú varst alltaf mjög dugleg að fylgjast með okkur barnabörn- unum. Eftir hvern einasta leik sem Harpa og Erla voru að spila þá máttu þær alltaf eiga von á símtali frá þér þar sem þú vildir vita hvernig hefði gengið og hvort Harpa hefði ekki örugg- lega skorað og Erla varið nokkra bolta. Þú vissir að Harpa elskaði smjörköku og voru þær ófáar kökurnar sem þú keyptir handa henni til þess að eiga þegar hún kæmi í heimsókn og mátti þá alltaf heyra frá Hörpu „mmm, ég elska þig amma“. Möndlugrauturinn hjá Gunnu á aðfangadag verður alltaf minn- isstæður, því þú fékkst oftast möndluna og lést engan vita fyrr en við vorum búin með einn til tvo diska. Elsku amma, við elskum þig og söknum þín sárt en við vitum að þú átt eftir að halda áfram að fylgjast með okkur. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar. Þín barnabörn Sunna Ýr, Harpa Lind og Erla Dís. Elsku amma, við söknum þín mikið og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um þig, fyrst eru það jólin, það var alltaf fast- ur liður að vera hjá ykkur afa annan jóladag, eins var með pakkana ef hlutirnir sem þú ætl- aðir að gefa okkur voru fleiri en einn var þeim pakkað í sitthvorn pakkann svo þeir yrðu fleiri. Eins hugsum við um ferðirnar sem við fórum með þér norður til að veiða, yfirleitt var það þannig að þú veiddir en við fórum heim með öngulinn í rassinum. Ferð- irnar austur í sumarbústað voru líka margar en þar þótti þér gott að vera. Það var líka alltaf gott og gaman að koma til ykkar í heim- sókn, þú áttir alltaf einhver sæt- indi í skúffunni og alltaf varstu tilbúin að baka fyrir okkur vöffl- ur eða pönnukökur þegar við komum. Við munum þegar við vorum minni og pabbi og mamma voru í útlöndum og þú og afi voruð að passa okkur, þú passaðir alltaf upp á að við fengj- um frið til að sofa út og þegar við vöknuðum varstu búin að útbúa eitthvað gott fyrir okkur. Minning þín lifir í hjörtum okkur. Þín barnabörn Heiðar Bjarki, Þórður Helgi og Hafdís Birna. Elsku amma okkar, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem þú varðir með okkur og allar frá- bæru minningarnar sem þú skildir eftir þig. Minningarnar eru svo ótal margar en við systk- inin minnumst þín allra helst sem hörkukonu, fórnfúss kven- skörungs sem alltaf var tilbúinn að gera allt fyrir alla. Þú gafst t.d. eina stærstu gjöf lífsins þeg- ar þú gafst Ástu Kristínu annað nýrað úr þér. Þú áttir alltaf lausa stund fyrir okkur, varst enda- laust stolt af okkur, hafðir alltaf nóg að gera og varst alltaf eitt- hvað að bardúsa. Þú varst mikil félagsvera enda varstu í nokkr- um kórum um ævina enda kunn- ir þú allar vísur og ljóð, þú stundaðir einnig félagsstarf af kappi með gömlum starfsfélög- um og vinum. Maður fór aldrei svangur úr heimsókn frá ömmu Ástu þar sem hverjar kræsingarnar á fæt- ur öðrum voru bornar fram, ef ekki voru pönnukökur eða vöffl- ur þá var bara pöntuð pitsa og það var ekki sjaldan sem það gerðist, sérstaklega ef við feng- um að gista hjá ykkur afa. Þú varst mikil handavinnu- kona og kenndir okkur systrum undirstöðuatriðin í prjóni. Þú áttir það til að sitja með okkur stundunum saman og hjálpa okk- ur við okkar eigin prjónaskap. Þú varst mikil ævintýramann- eskja en þegar við vorum börn ferðuðust þið mikið og þú þekkt- ir nafnið á hverju einasta fjalli og hverjum einasta læk sem komið var að. Þau ferðalög sem við systur höfum farið í um ævina höfum við flest farið í með ykkur. Jólin voru alltaf hátíðleg hjá þér og verður erfitt að gleyma hátíðlegu jólaboðunum sem þú hélst alltaf annan í jólum. Maður komst yfirleitt í sannkallað jóla- skap þegar laufabrauðið var skreytt og steikt á aðventunni. Það var svo líflegt í kringum þig, svo margt fólk, mikið af jóla- skrauti og ljósum. Það verður tómlegt að fá ekki símhringingar eða heimsóknir frá þér á afmæl- um, jólum eða öðrum tyllidögum í framtíðinni. Ljós þitt mun þó lifa áfram í hjarta okkar og minningarnar lifa með börnum okkar. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hinsta kveðja frá barnabörnum þínum. Ásta Kristín, Arna Björk, Brynja Björk og Benedikt Andrés. Ásta Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.