Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þegar leifar fellibylsins Sandy bár- ust norður yfir Kanada snemma í gærmorgun voru 4,9 milljónir Bandaríkjamanna á austurströnd- inni enn án rafmagns. Almennings- samgöngur voru smám saman að hökta í gang í New York-borg en þúsundir stóðu í löngum biðröðum til að ná strætisvagni frá Brooklyn og yfir til Manhattan og þá mynduðust langar bílaraðir við bensínstöðvar í bæði New York-ríki og New Jersey. Að minnsta kosti 85 eru látnir eftir að fellibylurinn gekk á land og margra er enn saknað. Á miðvikudag áætluðu yfirvöld í New Jersey að enn væru tuttugu þúsund manns fastir á heimilum sínum vegna flóð- anna og í gær stóðu björgunarað- gerðir enn yfir. New Jersey er það ríki sem Sandy lék hvað verst; þar fóru heilu hverfin nánast á kaf og heilum húsum skolaði langar leiðir. „Finnum leið til að segja já“ Á ferð sinni um New Jersey á mið- vikudag sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti að hann hefði fyrirskipað teymi sínu að láta engan bíða lengur en fimmtán mínútur eftir símtali; hvorki borgarstjóra, ríkis- stjóra né héraðsfulltrúa. „Ef þá vantar eitthvað, þá finnum við leið til að segja já,“ sagði hann. LaGuardia-alþjóðaflugvöllurinn var opnaður í gær og fjórtán af 23 neðanjarðarlestarleiðum New York- borgar sömuleiðis. Um fjögur þús- und strætisvagnar voru í akstri til að bæta fyrir þær lestarleiðir sem enn voru lokaðar en svo mikil örtröð myndaðist á leiðunum yfir Austur- ána á miðvikudag að borgarstjórinn, Michael Bloomberg, fyrirskipaði að vegtálmum skyldi komið upp og eng- ir bílar færu á milli nema með þrjá farþega eða fleiri innanborðs. Þá bárust slæmar fréttir frá olíu- félaginu Shell, sem sagði í tilkynn- ingu að Sandy hefði orsakað olíuleka í olíuveri í Sewaren í New Jersey. Bandaríska strandgæslan, sem hef- ur yfirumsjón með hreinsunarátak- inu, telur að allt að 1,1 milljón lítra af díselolíu hafi lekið í sjóinn. Hrekkjavökunni frestað Í New York-borg stóð til að skólar yrðu lokaðir út vikuna og á elsta sjúkrahúsi landsins, Bellevue, var ákveðið að flytja 500 sjúklinga annað eftir að flæddi í kjallara byggingar- innar og rafmagn fór. Skipuleggj- endur New York-maraþonsins sögðu hins vegar að það myndi fara fram á sunnudag eins og áætlað hafði verið og lofuðu að það myndi ekki hamla endurreisnarstarfinu. Öðrum viðburði var hins vegar slegið á frest, sjálfri hrekkjavökunni, en ríkisstjóri New Jersey, Chris Christie, skrifaði á miðvikudaginn undir tilskipun þess efnis að hrekkjavökunni væri formlega frest- að þar til á mánudaginn, 5. nóvem- ber. AFP Öldurót Á ferð sinni um flóðasvæðin í New Jersey á miðvikudag skoðaði Barack Obama Bandaríkjaforseti m.a. skemmdirnar á bryggjunni í Seaside Heights og rússíbanann sem skolaði á haf út þegar Sandy gekk á land. Biðraðir eftir bensíni og strætisvagnaferðum  Björgunaraðgerðir standa enn yfir í New Jersey Uppbygging » Minnisvarðinn um fórn- arlömb árásanna 11. sept- ember í New York varð illa úti í flóðum í fárviðrinu. » Bruce Springsteen, Billy Joel og Jon Bon Jovi eru meðal tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum sem sjón- varpsstöðin NBC hyggst halda til styrktar fórnarlömbum Sandy. FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Kínversk stjórnvöld greindu í gær frá nýjum tillögum um leiðir til að binda enda á blóðbaðið í Sýrlandi, sem þau lögðu fram við Lakhdar Brahimi, sérlegan friðarfulltrúa Sameinuðu þjóðanna og Araba- bandalagsins, í vikunni. „Í nýju tillögunum er að finna upp- byggilegar nýjar uppástungur eins og vopnahlé, sem yrði komið á svæði fyrir svæði og skref fyrir skref, og að koma á bráðabirgðastjórn,“ sagði Hong Lei, talsmaður kínverska ut- anríkisráðuneytisins. „Tillögurnar byggjast á nýjustu framvindu mála, viðleitni Sameinuðu þjóðanna og milligöngu sérlegs sendifulltrúa Brahimi,“ sagði hann. Það hefur verið afstaða stjórn- valda í Peking að stuðla að því að miðla málum milli „hlutaðeigandi að- ila“ en þau hafa verið andsnúin íhlut- un alþjóðasamfélagsins. Utanríkis- ráðherrann Yang Jiechi ítrekaði á miðvikudag, þegar hann fundaði með Brahimi, að finna þyrfti pólitíska lausn á málinu en viðurkenndi að ástandið í Sýrlandi færi versnandi. Alls 28 hermenn létust þegar sýr- lenskir uppreisnarmenn réðust á þrjár eftirlitsstöðvar við þjóðveginn á milli höfuðborgarinnar Damascus og borgarinnar Aleppo í gær, sam- kvæmt samtökunum Syrian Ob- servatory for Human Rights. Sam- tökin sögðu að í einhverjum tilfellum hefði verið um það að ræða að særðir fangar hefðu verið teknir af lífi. holmfridur@mbl.is Kalla enn eftir pólitískri lausn varðandi Sýrland  Viðurkenna að ástandið fer versnandi AFP Átök Yfir 36.000 manns eru taldir hafa látist í átökunum í Sýrlandi. Sýrland » Brahimi mun leggja fram nýjar tillögur um úrlausn átak- anna í Sýrlandi á fundi örygg- isráðs SÞ í nóvember. » Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, sagði á miðviku- dag að ef vesturveldin héldu fast í það markmið að koma Bashar al-Assad frá völdum myndi blóðbaðið halda áfram. Hollensk ekkja hefur höfðað mál á hendur rómversk-kaþólsku kirkj- unni, sem hún segir bera ábyrgð á sjálfsvígi eiginmanns síns. Konan hefur farið fram á að kirkjan greiði henni 100 þúsund evrur í miskabæt- ur, sem samsvarar rúmum 16 millj- ónum íslenskra króna. Eiginmaður konunnar framdi sjálfsvíg fyrir um tveimur áratug- um, þá 58 ára gamall, en að sögn konunnar, sem býr í borginni Enc- hede, var hann beittur kynferðisof- beldi af kaþólskum prestum í mörg ár án þess að það kæmist upp. Hollensk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að tugir þúsunda hefðu verið fórnarlömb kynferðisbrotamanna innan kaþ- ólsku kirkjunnar á því 65 ára tíma- bili sem var til skoðunar. Í skýrslu nefndarinnar kom enn fremur fram að a.m.k. 800 ein- staklingar höfðu framið kynferðis- glæp innan kirkjunnar á árunum 1945-2010. Kirkjan beri ábyrgð á sjálfsvígi mannsins AFP Trú Kaþólska kirkjan hefur verið ásökuð um yfirhylmingu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-20 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.