Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Vörumerkið Himneskt var stuðn- ingsaðili septembermánaðar í Heillakeðju barnanna hjá Barna- heillum – Save the Children á Ís- landi með því að láta 5 krónur af hverri seldri vöru renna til samtak- anna. Salan gekk afar vel og fengu Barnaheill afhenta ávísun upp á 1.400.000 krónur á veitingastaðn- um Gló. Á meðfylgjandi mynd taka Erna Reynisdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaheilla, og Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barna- heilla, við ávísuninni frá Guðmundi Marteinssyni framkvæmdastjóra Bónuss, Sollu frá Himnesku og Gunnari Inga Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra Hagkaups. Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefnum í þágu barna á vegum Barnaheilla. Í hverjum mán- uði er valið eitt þema úr barnasátt- málanum. Barnaheill fá styrk Í dag, föstudaginn 2. nóvember, kl. 12, verður opinn fundur haldinn í Odda. Fundarefni er: Orkuöryggi í Evrópu og staða Íslands: Efnahags- leg og pólitísk sjónarmið. Erindi flytja dr. Amelia Hadfield frá Vrije-háskóla í Brussel, Romas Svedas, sérfræðingur í orkuöryggismálum og fyrrverandi aðstoðarráðherra í orkumálum í Litháen, og Bjarni Bjarnason, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur og varaforseti Alþjóðavatnsorku- samtakanna. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. Nán- ari upplýsingar á vefsíðu Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands: www.ams.hi.is Orkuöryggi í Evrópu og staða Íslands Átta lið úr framhaldsskólum landsins keppa til úrslita í Boxinu – framkvæmdakeppni framhalds- skólanna laugardaginn 3. nóv- ember í Háskólanum í Reykjavík. Fimm nemendur eru í hverju liði en þau lið sem keppa til úr- slita fengu flest stig í undan- keppni. Í Boxinu leysa framhalds- skólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verklag og samvinnu. Keppnin stendur yfir frá kl. 10:00- 16:30. Lokaspretturinn mun væntanlega vekja mesta spennu en liðin leysa síðustu þrautirnar upp úr kl. 15:00. Keppa í hugvitssemi Lenka Ptácní- ková stórmeist- ari í skák tryggði sér í fyrrakvöld Íslandsmeist- aratitil kvenna í fjórða sinn. Lenka vann Do- niku Kolica í lokaumferðinni en á sama tíma varð helsti keppinautur hennar um titilinn, Tinna Kristín Finn- bogadóttir, að sætta sig við jafntefli við Hrund Hauksdóttur. Lenka hlaut 6 vinninga en Tinna varð önn- ur með 5½ vinning. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem vann Jó- hönnu Björgu Jóhannsdóttur í loka- umferðinni, varð þriðja með 5 vinn- inga. 12 skákkonur tóku þátt í mótinu. Lenka Íslandsmeist- ari í fjórða sinn Lenka Ptácníková STUTT Stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga samþykkti samhljóða sl. föstudag „að fela formanni og fram- kvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innan- ríkisráðuneytið til að fá fram með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi í Reykjavík, óskaði eftir því að á dagskrá 800. fundar sambands- ins yrði umræða um málið. Vísað var til bréfs SÁÁ til sveitarfélaganna um þetta efni og tillagna SÁÁ um „Betra líf – mannúð og réttlæti“. Í því felst m.a. að hluti áfengisgjalds renni til þess að veita áfengis- og vímuefnasjúklingum aðstoð. Bæjarráð Árborgar fjallaði um er- indi SÁÁ á fundi sínum 25. október sl. Það tekur undir þá hugmynd „að 10% af áfengisgjaldinu verði varið til að veita þolendum áfengis- og vímu- efnavandans þá félagslegu þjónustu og úrræði sem eru meðal skyldna sveitarfélaganna“, eins og segir í fundargerð bæjarráðs. Þá samþykkti bæjarráð Sveitarfé- lagsins Garðs samhljóða á fundi sín- um 25. október sl. að verða við erindi SÁÁ um stuðning við átakið Betra líf – mannúð og réttlæti. Hægt er að styðja frumvarp um betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans með því að rita nafn sitt í undirskriftasöfnun á heimasíðu SÁÁ (www.saa.is). gudni@mbl.is Sveitarfélögin styðja „Betra líf“ SÁÁ  Vilja viðræður við stjórnvöld um uppbyggingu þjónustu við áfengissjúklinga Morgunblaðið/Heiðar SÁÁ Í gær höfðu meira en 21.500 lýst yfir stuðningi við „Betra líf“. KORTIÐ GILDIRTIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN MOGGAKLÚBBSTILBOÐ 30% AFSLÁTTUR Á ALLRI HREINSUN OG ÞVOTTI Í NÓVEMBER NÚ ER GÓÐUR TÍMI AÐ GERA HREINT FYRIR JÓLIN. Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut býður upp á hreinsun á gluggatjöldum, áklæðum ásamt öllum almennum fatnaði. Einnig er í boði þvottur á heimilisþvotti, dúkum, sængum o.fl. Við opnum kl. 8:00 á morgnana. Verið velkomin. Tilboðið gildir frá 1. til 30. nóvember 2012. Munið að framvísa Moggaklúbbskortinu við greiðslu. Háaleitisbraut 58-60 108 Reykjavík Sími 553 1380 www.bjorg.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.