Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S krifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um að kanna möguleika á lagn- ingu sæstrengs til að flytja raforku frá Íslandi til Færeyja, eða rafstrengs. Fyrir fimm árum var unnin skýrsla af jarð- fræðistofnun Færeyja, Jarðfeingi, í samvinnu við Orkustofnun, um mögu- leika þess að leggja streng á milli landanna. Helsta niðurstaða þeirrar úttektar var að ekki væri grundvöllur fyrir frekari vinnu af þessu tagi þar sem strengurinn gæti ekki staðið undir sér fjárhagslega. Hins vegar voru ekki taldar lagalegar eða tækni- legar hindranir fyrir slíkri fram- kvæmd. Sömu aðilar eiga nú að end- urmeta stöðuna. Því er eðlilegt að spyrja hvað hefur breyst frá 2007, er eitthvað hagkvæmara núna að leggja svona streng? Erlendir ráðgjafar á borð við McKinsey benda á í nýrri skýrslu sinni að Ísland hafi mikla möguleika á sölu raforku til Evrópu. Í tilkynningu um viljayfirlýsinguna er vísað til tækniframfara í sæstrengsmálum og aukinnar áherslu Færeyinga á notk- un endurnýjanlegra orkugjafa. 60 milljarða kostnaður? Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir skýrsluna frá 2007 vissulega hafa skilið eftir sig mörg spurningarmerki en síðan þá hafi margt breyst, eins og mikla hækkun á olíuverði. Um það bil 60% af allri raforkuframleiðslu í Færeyjum, og nær öll húshitun, byggjast á olíu. Í skýrslunni var talið að kostnaður við lagningu 450 km rafstrengs og upp- setningu landtökustöðva og raflína yrði í heild sinni 2,7 milljarðar danskra króna, eða nærri 60 millj- arðar króna. Miðað var við að strengurinn gæti flutt allt að 100 MW. Heildarraf- orkuframleiðsla í Færeyjum var 280 GWst á síðasta ári, borið saman við 17 þúsund GWst á Íslandi. Fær- eyingar áætla að raforkuþörfin árið 2050 verði komin í 900 GWst. „Einn meginvandinn sem skýrsl- an leiddi í ljós var að þróa þyrfti markaðinn betur. Í sjálfri sér er já- kvætt að koma orkunotkuninni yfir í rafmagn en til þess þarf að ráðast í miklar fjárfestingar. Síðan hefur olíu- verð hækkað, þannig að skoða þarf málið upp á nýtt í ljósi nýrra upplýs- inga og og hugmynda um kapal.“ Spurður hvort Færeyjar séu ekki of lítill markaður fyrir svona stóra fjárfestingu segir orku- málastjóri að markaðsaðstæður geti vel breyst. Bendir hann á að farið sé að leggja 70-80MW strengi um 300 km leið út á olíuleitarsvæði, líkt og Norðmenn hafa gert. Nú séu Fær- eyingar að bora eftir olíu og komi þeir niður á nýtanlegar olíulindir gætu forsendur gjörbreyst varðandi þessar sæstrengshugmyndir. Guðni telur það einnig koma til greina að vinna þetta samfara hugmyndum um lagn- ingu strengs til Bretlands en um þetta séu skiptar skoðanir. Landsvirkjun hefur verið að skoða möguleika á rafstreng til Bret- lands. Spurður hvort það geti ekki leitt til hækkunar á raforkuverði hér á landi segir Hörður Arnarson for- stjóri þann þátt vera til skoðunar hjá nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði. Stjórnvöld geti komið í veg fyrir það að raforkuverð hækki, hafi þau áhuga á því. Bendir Hörður á að í Noregi hafi raforkuverð hækkað um aðeins 15%, þegar raforkukerfið þar tengd- ist meginlandi Evrópu, miðað við fjörurra ára meðaltal fyrir og eftir tengingu. Á sama tíma hafi raf- orkuverð hækkað alls staðar í heim- inum. Orkustofnun og Jarðfeingi þurfa að skila af sér nýrri skýrslu í árslok 2013 og þá kemur í ljós hvort það borgar sig að leggja streng til frænda vorra í Færeyjum. Hefur eitthvað breyst á fimm árum? Sæstrengir tengdir Íslandi Danice Farice Greenland connect GRÆNLAND ÍSLAND NOREGUR SKOTLAND FÆREYJAR Áform um rafstrengi 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breska kosn-ingakerfiðtryggir að oftast fer einn flokkur með stjórn landins á hverju kjörtímabili. Þannig sópaði Tony Blair til sín þingsæt- um og var með mikinn meirihluta í neðri málstofu þingsins eftir kosningar í maí 1997. Blair hafði vissulega unnið mjög góðan sig- ur og jók fylgið úr um 35 pró- sentum í rúm 43 prósent. Hann var sem sé fjarri því að hafa náð hreinum meirihluta atkvæða. En kosningakerfið færði honum hins vegar 418 þingmenn af 659 eða um 63 prósent þingsætanna fyrir 43 prósent atkvæðanna. Þrátt fyrir óvinsældir Gord- ons Browns tókst Íhalds- flokknum ekki að tryggja sér hreinan meirihluta þingsæta í síðustu kosningum og myndaði flokksleiðtoginn því samsteypu- stjórn með Frjálslynda flokkn- um. Það samkrull virðist ekki vera blessunarríkt fyrir flokkana og frjálslyndir virðast mjög særðir. Í stjórnarmyndunar- viðræðum fengu þeir þó sam- þykkt loforð um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretar vildu falla frá núverandi kerfi þar sem meirihluti í hverju kjördæmi fær sinn mann og önn- ur atkvæði „falla dauð“ og taka í staðinn upp kerfi hlutfallskosn- inga. Í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni hafði hver maður eitt jafn- gilt atkvæði. Íhaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn sneru bökum saman um að verja núverandi skipan og höfðu auðveldan sigur. Þjóðin vildi áframhaldandi „óréttlæti“ með hreinni kostum á hverju kjörtímabili, fremur en að ýta undir samsteypustjórnir og þar með á stundum óeðlileg ítök smáflokka í landstjórninni, eins og Íslendingar þekkja vel til. Auðvelt er að halda því fram að þetta kerfi skapi viðvarandi „lýðræðishalla“ en um leið er auðveldara að réttlæta hann eftir að hann hefur verið sérstaklega staðfestur með lýðræðislegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. En lýðræðishallinn er víðar. Fullyrða má að lagafrumvörp, sem lögð eru fyrir íslenska þing- ið með þeirri forskrift úr ráðu- neyti að um „ees-mál“ sé að ræða, fái ekki raunverulega laga- setningarmeðferð, nema að formi til. Slík mál eru fyrst lögð fyrir ríkisstjórn og fara þar í gegn umræðulítið og oftast um- ræðulaust. Og það er ekki aðeins að núverandi forsætisráðherra lesi þau ekki fremur en önnur frumvörp, það gerir enginn ráð- herra annar. Raunar er gjarnan sagt að slík lög virðist enginn hafa lesið nema þýðandinn. Hvernig stendur á þessu? Það er örugglega einkum vegna þess að allir þeir sem koma að málinu vita að þeir geta ekki haft nein áhrif á þessa laga- setningu. En það al- varlega er að hvergi fer fram raunveru- leg könnun á því hvort lagasetningin er hverju sinni óhjá- kvæmileg nauðsyn vegna EES- samningsins. Og nú þegar „samningaviðræður“ standa yfir um aðild að ESB hefur ástandið versnað um allan helming. Allir vita að engar raunveru- legar samningaviðræður fara fram. Óheiðarlegir stjórn- málamenn og óheiðarlegir eða meðvirkir embættismenn og svo- kallaðir „samningamenn“ Ís- lands lúta hverri kröfu embætt- ismanna ESB um aðlögun og hún er send í gegnum þingið á færi- bandi þess undir þeirri forskrift að „aðeins sé um ees-mál“ að ræða. Meira að segja þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ekki skorist úr þessum ljóta leik. Engin lýðræðisleg skoðun á sér stað. Enginn veltir fyrir sér hvort breytingarnar séu hollar íslenskum hagsmunum. Sjálfsagt hefur meirihluti nú- verandi þingmanna enga burði til að leggja sjálfstætt mat á framangreinda hluti. En að auki er við ofurefli að etja og til lítils að lyfta litla fingri. En svo aftur sé horft til Bret- lands þá varð þar töluverður þinglegur atburður í vikunni. Samsteypustjórnin varð undir í máli sem varðaði fjárframlög til Evrópusambandsins. Forsætis- ráðherrann hefur þóst góður að orða það viðhorf að hann vilji vera á móti því að útgjöld sam- bandsins hækki á næstunni meir en sem nemur hækkun verðbólg- unnar á svæðinu. En útgjöld ESB hafa þanist út á marg- földum hraða hennar síðustu ár- in. En mörgum þingmönnum, þar á meðal „óþægum“ þing- mönnum Íhaldsflokksins, þótti betur fara á því að útgjöld ESB hækkuðu minna en verðlag á þeim tíma sem sambandið er sér- staklega herskátt að herja á út- gjöld í aðildarlöndunum. Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið mjög hallur undir ESB, en ekki þó beinlínis í bandi þess eins og Frjálslyndi flokk- urinn, sá sér leik á borði. Hann studdi þá óþægu og ríkisstjórnin varð undir í atkvæðagreiðslu í fyrsta sinn á kjörtímabilinu. Það þótti niðurlæging fyrir forsætis- ráðherrann. En þá er bent á að forsætisráðherrann sé alls ekki bundinn af niðurstöðu þingsins í þessu máli! Hann geti gegn vilja breska þingsins samþykkt á leið- togafundi að auka útgjöld ESB, sem sendir stóran hluta þess reiknings til breskra skattborg- ara. Það er eitt dæmi af mörgum um hvernig ESB-aðild hefur smám saman plokkað fullveldi af þjóðum, án þess að þær hafi gert sér grein fyrir hvernig komið væri. Atburðir í breska þinginu í vikunni segja Íslendingum sögu} Lýðræðishalli leynist víða U ndanfarið hafa fjölmargir séð sig knúna til að útskýra á netinu í myndum og máli hvers vegna þeir þarfnist femínisma. Fyrir áhugasama skal greint frá því að um er að ræða átakið „Why I need feminism“ sem runnið er undan rifjum bandarískra há- skólastúdenta og til þess ætlað að efna til um- ræðu um hvað femínismi sé og hvaða hlutverki hann gegni. Nú eru síður en svo allir sammála um það. Sínum augum lítur hver á silfrið og að auki eru, rétt eins og í annarri hugmyndafræði, ýmsar áherslur í femínisma. Ég þarfnast femínisma af ýmsum ástæðum. Vegna þess að samkvæmt þessari hug- myndafræði er misrétti óhollt fyrir alla í sam- félaginu, bæði karla og konur. Femínismi bendir líka á að misrétti karla og kvenna er ekkert náttúrulögmál, heldur mynstur sem vel er hægt að lagfæra, sé vilji til þess. Ég þarfnast femínisma vegna þess að einu sinni var full- yrt að konum yrði hreinlega illt af því að hugsa. Það myndi nefnilega leiða til óhóflega mikils blóðflæðis til heila á kostnað mikilvægari líffæra á borð við móðurlífið. Konum var því hollast að hugsa sem minnst, ef þær vildu ekki hætta á að vera ófrjósamar. Þegar sannað þótti að þetta væri hin argasta þvæla var nýrrar kenningar ekki lengi að bíða. Hún var sú að heilar karla og kvenna væru gríð- arlega ólíkir og það gerði það að verkum að konur væri færari í að hugsa um marga hluti í einu, til dæmis að hugsa um börn og bú. Þær gætu því skúrað, bakað skúffuköku, skipt á barni og þurrkað af, allt á sama tíma, öfugt við karlana sem bara gætu hugsað um einn hlut í einu. Þessi kenning er býsna lífseig og er oft notuð til að útskýra allt mögulegt misrétti; þar á meðal launamun kynjanna og ójafna verka- skiptingu á heimilisstörfum. Ég þarfnast femínisma vegna þess að kyn- bundið ofbeldi er staðreynd. Ég þarfnast femínisma vegna síendurtek- inna fullyrðinga úr ýmsum áttum um að kyn skipti ekki máli. Kyn skiptir nefnilega gríð- arlega miklu máli. Allt frá fæðingu er fólk meðhöndlað á mismunandi hátt eftir því af hvoru kyninu það er. Ég þarfnast femínisma vegna þess að bæði stelpur og strákar tapa á hefðbundnum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Hugmyndum, sem meðal annars stuðla að því að strákum gengur verr í skóla en stelpum og unglingsstelpur hafa minna sjálfstraust en strákar á sama aldri. Ég þarfnast femínisma vegna þess að enn heyrast skila- boðin „Ekki láta nauðga þér“ oftar en „Ekki nauðga“. Ég þarfnast femínisma vegna þess að þetta er eina hug- myndafræðin sem mér er kunnugt um sem leggur áherslu á að við myndum öll græða á því ef jafnrétti ríkti í heim- inum. Bæði karlar og konur. annalilja@mbl.is Þess vegna þarfnast ég femínisma Pistill Anna Lilja Þórisdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Lagning rafstrengs frá Íslandi til Evrópu hefur í þónokkurn tíma verið talin tæknilega framkvæm- anleg en fyrst nýlega talin fjár- hagslega hagkvæm, að því er sameiginleg athugun Landsvirkj- unar og Landsnets leiddi í ljós árin 2009 og 2010. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þessa vinnu ennþá í gangi og áætlanir miðast við að hagkvæmniat- hugun verði lokið árið 2015. Spurður um rafstreng til Fær- eyja segir Hörður áhugavert að skoða þann möguleika, en það yrði algjörlega sjálfstætt verk- efni. Ör þróun hafi orðið í lagn- ingu svonefndra léttstrengja, sem myndu henta Færeyingum betur þar sem orkuþörfin er ekki svo mikil. Telur Hörður ekki þörf á sérstakri virkjun til að útvega Fær- eyingum raforku. Mætti skoða sjálfstætt LANDSVIRKJUN UM RAFSTRENG TIL FÆREYJA Hörður Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.