Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Auðlegðarskattur er ósanngjörn eignaupp- taka. Skatturinn kem- ur hvað verst niður á eldra fólki sem á skuldlitlar eignir en hefur lágar eða engar tekjur. Þeir sem ekki geta greitt skattinn þurfa þá að selja eign- ir. Slík skattlagning er vafasöm og óréttlát og ber að afnema hið fyrsta. Sambærilegur eignaskattur var afnuminn í lok árs 2005. Var það mikil kjarabót fyrir aldraða þar sem ellilífeyrisþegar greiddu skattinn að stórum hluta. Sá skattur fékk ekki viðurnefnið ekkjuskattur að ástæðulausu. Eitt af fyrstu verkum núverandi vinstristjórnar árið 2009 var að vekja aftur upp þennan hvimleiða draug í skattkerfinu. Í fyrstu átti þessi svokallaði auðlegðarskattur að gilda tímabundið í þrjú ár. Á síðasta ári ákvað stjórnarmeiri- hlutinn að framlengja skattinn til ársins 2015 og herða á skattlagn- ingunni. Ef þessari ríkisstjórn verður ekki komið frá er næsta víst að þessi skattheimta verður kirfilega fest í sessi. Í ljós hefur komið að þessi eignaskattur er engu réttlátari en sá fyrri. Nú sem áður bitnar þessi skatt- heimta þyngst á eldra fólki sem á skuldlitlar eignir eftir langt ævistarf en hef- ur litlar ráðstöf- unartekjur. Í skýrslu velferðarráðherra um stöðu eldri borgara, sem lögð var fram á Alþingi í september sl., kemur fram að af heildarskattheimtu auðlegðarskatts árið 2011 kemur um þriðjungur, eða um tveir milljarðar, frá um tvö þúsund einstaklingum sem eru 65 ára og eldri. Af þeim hópi hefur um fimmtungur minna en eina milljón í tekjur á ári og um helm- ingur er með undir fimm millj- ónum króna í árslaun. Í þessu samhengi má einnig nefna að á árabilinu sem þessi skattur hefur verið lagður á hafa fjármagns- tekjur eldri borgara lækkað um 49%. Það er því ljóst að skattlagning sú sem hér hefur verið lýst er ekki skattur á auð heldur eigna- upptaka. Færð hafa verið sterk rök fyrir því að slík skattlagning stangist á við stjórnarskrána. Ástæðan er sú að auðlegð- arskattur er ekki grundvallaður á tekjum eða eignaaukningu heldur tekur skatturinn mið af eignum án tillits til tekna sem einstaklingur hefur af þeirri eign eða arði. Á hverju ári sem þessi skattur er lagður á er því um að ræða eigna- upptöku ríkisins á hluta eign- arinnar sem nemur skattprósent- unni. Þetta er ekki ýkja hröð eignaupptaka en það getur breyst skjótt við hækkun skattprósent- unnar. Auðlegðarskattur er skýrt dæmi um að ráðast þarf í verulegar um- bætur á skattkerfinu. Fækka þarf sköttum og lækka þá. Þá er ekki síður mikilvægt að einfalda kerfið til að draga stórlega úr hættunni á að ójafnræði verði milli ein- staklinga og fyrirtækja við álagn- ingu og innheimtu skatta. Skatt- heimta hins opinbera á að verða hófleg og sanngjörn. Auðlegð- arskattur fellur ekki þar undir. Seilst eftir eignum eldra fólks Eftir Teit Björn Einarsson »Nú sem áður bitn- ar þessi skatt- heimta þyngst á eldra fólki sem á skuldlitlar eignir eftir langt ævi- starf en hefur litlar ráðstöfunartekjur. Teitur Björn Einarsson Höfundur er lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í dag fagna skátar aldarafmæli skátastarfs á Íslandi en upphaf skátastarfs í heiminum má rekja til útilegu sem stofnandi hreyfing- arinnar Robert Baden- Powell lávarður, fór í ágúst byrjun 1907, með nokkra drengi til að kanna hvort hugmyndir hans um uppbyggilegt æskulýðsstarf ættu upp á pallborðið hjá ungmennum þess tíma. Svo fór að skátahreyfinginn breiddist út um allan heim og barst til Íslands 1911, en þá um sumarið stofn- aði Ingvar Ólafsson fyrsta skátaflokk- inn á Íslandi. Ingvar hafði dvalið í Danmörku og kynnst þar starfsemi skáta. Hann var flokksforingi í Rungs- ted og sótti þangað fyrirmyndina. Um haustið 1911 hvarf hann á ný til Dan- merkur, en nokkrir af skátunum í flokknum hans héldu áfram að hittast og stofnuðu ásamt fleiri drengjum Skátafélag Reykjavíkur 2. nóvember 1912. Augljóst er að hugmyndir Baden- Powells eiga jafn mikið erindi til barna í dag og fyrir 100 árum því skátahreyf- inginn er nú stærsta æskulýðshreyf- ing í heiminum, en undir merkjum hennar starfa ríflega 43 milljónir skáta í nær öllum löndum heims. Jafn- framt er óhætt að segja að skátahreyf- ingin sé elstu og fjölmennustu æsku- lýðs-, friðar- og umhverfisverndarsamtök í veröldinni. Skátahreyfingin hefur sett sér það að markmiði að stuðla að því að börn og unglingar verði sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Skátahreyfingin leggur áherslu á að skátar verði sjálfstæðir einstaklingar, sem venjast á að bera ábyrgð á því sem þeim er falið, læra að bera ábyrgð á eigin gerðum með markvissri þjálfun. Læri að meta, rök- ræða og taka afstöðu til mála. Venjist því að vinna með öðrum og virða skoð- anir annarra. Virði jafnan rétt allra manna og skilji þjóðfélagslega sam- ábyrgð allra þegna landsins. Í gegnum tíðina hefur skátahreyf- ingin unnið að velferð barna og náð þar miklum árangi. Tugþúsundir ís- lendinga hafa hlotið þjálfun hjá skát- um og fjöldi þeirra þakkar hreyfing- unni fyrir framlag sitt til uppeldis og menntunar þeirra sem hefur gert þeim kleift að takast á við fullorðins- árin og ná langt í lífinu á eigin for- sendum. Í samræmi við skátalögin og skáta- heitið vinna skátar störf sín að jafnaði í kyrrþey og hafa sig lítt í frammi á op- inberrum vettvangi. Það breytir því ekki að framlag þeirra til samfélagsins er óumdeilt og viðurkennt af almenn- ingi og opinberum aðilum. Fjöldi þeirra barna sem hafa með aðstoð skáta náð fótfestu í lífinu eftir að hafa orðið undir s.s. vegna eineltis, and- legra eða líkamlegra veikleika, eru mikilvægi skátahreyfingarinnar í ís- lensku nútímasamfélagi einnig til staðfestu. Þúsundir sjálfboðaliða sem starfa í björgunar- sveitum, íþróttahreyf- ingunni, hjá Rauða krossinum og fleiri góð- um samtökum hafa hlot- ið samfélagslegt uppeldi hjá skátum og þannig verið reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þá hefur framlag og áhrif skáta- hreyfingarinnar á menntakerfið verið mikil, má þar nefna úti- kennslu, jafningjafræðslu og reynsl- unám sem eru allt hugtök og verkefni sem eiga rætur að rekja til skáta- starfs. Skátar hafa jafnframt stuðlað að margvíslegum samfélagsverk- efnum s.s. árlegum Góðverkadögum þar sem landsmenn eru hvatir til að gera góðverk daglega, gjöf á íslensk- um fánaveifum og fræðslu um þjóð- fánann til allra 5 ára leikskólabarna fyrir sumardaginn fyrsta og dreifingu endurskinsmerkja til allra 6 ára barna að hausti svo eitthvað sé nefnt. Loks er vert að nefna framlag skáta til friðar, fram til þessa hefur aðallega verið fólgið í því að halda og taka þátt í alþjóðlegum skátamótum þar sem ein- staklingar koma frá öllum heimsálfum til að fræðast um siði og venjur hver annarra og eyða fordómum sem oft eru uppspretta ófriðar manna á milli. Til að undirstrika mikilvægi frið- armenntunar boðuðu skátar til Frið- arþings í Hörpu dagana 12.-14. októ- ber sem um 700 einstaklingar frá 11 þjóðlöndum sóttu. Er það von skáta að þingið hafi verið varða á leið skáta til friðar og veglegur minnisvarði á af- mælisárinu. Fyrir þessi störf í þágu íslensks samfélags veitti ríkisstjórn Íslands veglegan fjárstuðning í tilefni ald- arafmælisins og þá féllu í skaut ís- lenskra skáta samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Var þessi virðing- arvottur ríkisvaldsins og einkaaðila kærkomin viðurkenning á starfi þeirra mörgu sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælt erfiði til að stuðla velferð íslenskra ungmenna með því að halda úti skátastarfi. Í dag á skátaandinn ekki síður er- indi til æsku landsins en fyrir hundrað árum því tæknivætt nútímasamfélag hefur ekki bara falið í sér hagsæld heldur stuðlað að félagslegri ein- angrun og óheilbrigðum lífsstíl. Þá hefur bræðralag og samhugur meðal manna og þjóða heims ekki vaxið sem skyldi. Verkefni skáta á næstunni eru því ærin en skátar horfa björtum aug- um til framtíðarinnar í fullvissu þess að þau gildi sem þeir standa fyrir munu eiga jafn mikið erindi til ungs fólks eftir hundrað ár eins og þau áttu til drengjanna sem stofnuðu fyrsta skátafélagið fyrir öld. Ævintýri í 100 ár Eftir Braga Björnsson » Í dag á skátaandinn ekki síður erindi til æsku landsins en fyrir hundrað árum. Bragi Björnsson Höfundur er skátahöfðingi Íslands. Í frétt Í Morg- unblaðinu 30. októ- ber. Sl., mátti lesa að bæjarstjórn Seltjarn- arness hygðist lækka útsvör á næsta fjár- hagsári niður í 13,66%. Sá sem í svita síns andlits stritar til að gera sig og sína fjöl- skyldu betur bjarg- álna, fær þá meir í eigin vasa. Einstaklingurinn er settur í for- sæti. Þessi frétt er vissulega gleðileg, og hlýtur að vekja athygli, þegar á sama tíma önnur bæjarfélög – að Garðabæ undanskildum – halda út- svari í hæstu hæðum lögleyfðrar álagningar. Það er hinsvegar til umhugsunar fyrir skattgreiðendur, að í þessum tveimur bæjarfélögum, þar sem sjálfstæðismenn hafa haft meiri- hluta í áratugi, skuli útsvör vera lægst allra bæjarfélaga landsins. Ekki síður er at- hyglisvert að þegar varaformaður Sam- fylkingarinnar, for- maður borgarráðs Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, er spurð- ur hvers vegna útsvör séu ekki lækkuð á borgarbúa í skjóli betri afkomu, en í Reykjavík er útsvarið 14,48%, þá átti Samfylkingarmað- urinn ekki önnur ráð til svara en ósannindi, lygar. Svar hans var orðrétt að „gjald- skrár Reykjavíkur væru lægstar af öllum sveitarfélögum landsins“. Lyga-Mörður var ógeðfelldur persónuleiki. Slíkir finnast því miður enn í dag. Lengi getur lyginn logið meira. „Lengi getur lyginn logið meira“ Eftir Magnús Erlendsson Magnús Erlendsson » Sá sem í svita síns andlits stritar til að gera sig og sína fjöl- skyldu betur bjargálna, fær þá meir í eigin vasa. Höfundur er fyrrv. forseti bæj- arstjórnar Seltjarnarness. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.