Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012
✝ Fjóla Jós-efsdóttir fædd-
ist 14. júní í 1920 á
Dalvík, Svarf-
aðardalshreppi,
Eyjafirði. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 16.
október 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jósef Þor-
steinsson, bóndi og
sjómaður á Dalvík
og í Grímsey, f. 18.11. 1886 á
Sveinsstöðum í Skíðadal, d. 20.1.
1960 og kona hans Guðrún Ein-
arsdóttir húsmóðir, f. 22.8. 1889
á Bláteigi, Skriðuhreppi, d. 2.5.
1974.
Systkini Fjólu voru Helga, f.
21.10. 1910, d. 24.2. 1993, Hulda,
f. 23.3. 1912, d. 11.11. 1987,
Svava, f. 9. 2. 1915, d. 23.12.
1992, Lilja, f. 31.7. 1916, d.
31.10. 1921, Geir, f. 17.1. 1918,
d. 15.4. 1976 og tvíburasystirin
Sóley, f. 14.6. 1920, d. 17.8. 1920.
Uppeldissystir Fjólu var Jó-
hanna Elín Sigurjónsdóttir, f.
23.8. 1921, d. 9.4. 1973.
Fjóla var frá þriggja ára aldri
alin upp í Brekku, Hjalteyri við
Eyjafjörð af móðurbróður sín-
um, Sigtryggi Einarssyni,
starfsmanni Kveldúlfs, f. 21.9.
1892, d. 16.2. 1963, og konu hans
Rósu Jónsdóttur húsmóður, f.
f. 2009; Magnús Rósmar, f. 6.3.
1972, maki Helena Gylfadóttir,
f. 1969, dætur Margrét Rósa, f.
1998, og Ásta Halldóra, f. 2002;
Guðmundur Rósmar, f. 14.11.
1974, maki Brynja Stephanie
Swan, f. 1975, börn Þorbjörg, f.
2001, og Edward Dagur, f. 2004.
2) Þórey, sálfræðingur, tal-
meinafræðingur og myndlist-
armaður, f. 13.8. 1943, maki
Kristján Baldursson, f. 1945.
Dætur þeirra Kristín Hildur, f.
22.2. 1975, maki Salvador Be-
renguer, f. 1963, börn Óskar
Helgi, f. 2002, og Fjóla, f. 2007;
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, f.
21.1. 1977, sambýlismaður
Steinþór Steingrímsson, f. 1977,
dóttir Melkorka, f. 2012, d. 2012;
Þuríður Helga, f. 21. nóvember
1977, sambýlismaður Magnús
Óskar Helgason, f. 1977, börn
Hekla Sólveig, f. 2006, Helgi
Hrafn og Kría Þórey, tvíburar,
f. 2012; Þórhildur Fjóla, f. 10.9.
1979, maki Egil Ferkingstad, f.
1979, börn Óðinn og Elma, tví-
burar f. 2009. 3) Hildur Guðrún,
bókasafns- og upplýsingafræð-
ingur, f. 12.4. 1948, maki var
Þórður Ingimarsson, f. 3.3.
1949. Sonur þeirra Eyþór, f. 5.8.
1980, maki Valentina Vrin-
ceanu, f. 1982, dætur Hildur
Ana, f. 2004 og Elisabet Maria, f.
2009.
Útför Fjólu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 2. nóvember
2012, og hefst athöfnin klukkan
13.
3.7. 1877, d. 24.12.
1942. Á heimilinu
voru einnig for-
eldrar Sigtryggs,
hjónin Einar Sig-
valdason (1855-
1936) og Steinunn
Jóhanna Björns-
dóttir (1860-1935).
Hinn 26. apríl
1941 giftist Fjóla
Eyþóri Magnúsi
Bæringssyni, kaup-
manni, f. 15.6. 1916 á Ísafirði, d.
2.9. 1972. Foreldrar hans voru
Bæring Magnús Sveinn Bær-
ingsson, sjómaður á Ísafirði, f.
26.10. 1890 í Furufirði, d. 25.4.
1921 og Sigríður Guðjónsdóttir
verkakona, f. 6.12. 1886 á Eyj-
um, Kaldrananeshreppi,
Strandasýslu, d. 23.2. 1946. Ey-
þór var alinn upp af afa sínum,
Bæring Bæringssyni, bónda
Furufirði og Grunnavík, f. 16.7.
1863, d. 10.4. 1925, og seinni
konu hans, Guðrúnu Tóm-
asdóttur, húsmóður, f. 11.9.
1868, d. 19.12. 1948. Börn Fjólu
og Eyþórs 1) Sigtryggur Rós-
mar framkvæmdastjóri, f. 8.7.
1941, maki Þorbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 7.1. 1942. Börn þeirra
Fjóla Guðrún, f. 22.8. 1969, maki
Eggert Vilberg Valmundarson,
f. 1969, börn Valmundur Rós-
mar og Þorbjörg Gróa, tvíburar
Fjóla Jósefsdóttir, eða amma
Fjóla eins og hún var jafnan
kölluð, ólst upp í veðursæld þar
sem tjörnin og brekkan mætast
á Hjalteyri. Þangað kom hún í
fóstur um þriggja ára aldur til
móðurbróður og eiginkonu hans
og ólst þar upp. Fjóla leit ætíð á
þau hjón sem foreldra enda naut
hún ástúðar og umhyggju sem
um eigin börn þeirra væri að
ræða. Fjóla var fædd á Dalvík
ásamt tvíburasystur. Tveggja
mánaða gömlum sótti skuggi
kíghóstans svo hart að litlum
stúlkum að þeim var ekki hugað
líf. Móðirin trúði ekki á grimmd
heimsins en tók fram spegilbrot
og bar að vitum þeirra. Þegar
brotið var borið að vitum Fjólu
brá dögg á glerið. Barnið var á
lífi og móðirin tók það í fang og
efldi það líf sem er nýlokið. Á
ungdómsárum Fjólu var ekki um
langa skólavist að ræða. Hlut-
skipti ungu stúlknanna frá
Brekku varð að vinna. Fara í
vist. Fyrst í heimabyggð en á
sautjánda ári hélt hún til
Reykjavíkur þar sem heimili
hennar var upp frá því. Í fyrstu
vann hún ýmis störf í borginni.
Einkum á heimilum fólks eins og
algengt var á þeim tíma. Um tví-
tugt kynntist hún Eyþóri Magn-
úsi Bæringssyni. Saman felldu
þau hugi og héldu falleg og ást-
sæl út á veginn og lögðu grunn
að nýju lífi. Eyþór Magnús vann
framan af ýmis störf en stofnaði
síðar rekstur Maggabúðar og
verslaði á nokkrum stöðum í
borginni. Síðast við Kapalskjóls-
veg en hann féll skyndilega frá á
haustsíðdegi fyrir fjórum ára-
tugum. Fjölskyldan var Fjólu
mikilvæg. Að eiginmanninum
látnum seldi hún reksturinn og
efldist í hlutverki ættmóðurinn-
ar. Hún átti létt um mál svo
stundum var erfitt að andmæla.
Heilræðin voru tilbúin og ekki
skorti áherslu þegar hún lauk
tölu með setningunni „og mundu
það“. Á efri árum falaðist hún
stundum eftir að skroppið yrði í
búðarferð fyrir hana og las fyrir
hvað hana vanhagaði um. Treysti
á minnið sem sjaldan brást. Hún
fór nokkrum sinnum með listann
til öryggis og bætti þá stundum
nokkru við í hverri yfirferð þann-
ig á burðarpokinn þyngdist af
hverju orði. Og þegar ungur
maður fór sína fyrstu utanbæj-
arför um verslunarmannahelgi
var tekið fram að bjór væri
óþarfur förunautur. Fjóla bar
ætíð sterkar taugar til Hjalteyr-
ar. Draumurinn um Hjalteyri bjó
með henni og rættist þegar fjöl-
skyldan sameinaðist um kaup á
Richardshúsi hinu eldra og að
gera það sumardvalarhæft. Á
Hjalteyri var hún í túninu heima.
Horfði á veggjarbrotið sem eftir
stendur af æskuheimili hennar.
Stóð á slóðinni sem hún rölti sem
barn. Lokaárin urðu Fjólu erfið.
Slitgigtin setti svip á líf hennar
en hún hélt heimili á meðan hægt
var og dálítið lengur. Er hún átti
erfitt um að koma til dyra komin
hálfa leið að níræðu fékkst hún
til þess að ræða um dvalarheimili
þótt það væri henni þvert um
hug. Þar bar hún höfuðið með
reisn eins og henni var lagið.
Tveggja mánaða hafði hún sigur
í viðureign við kíghóstann. Upp-
gjöf var trúlega eina orðið í ís-
lenskri tungu sem hún lærði
aldrei eða vildi ekki læra. Hún
kvaddi sátt. Hún leit ekki á þau
vistaskipti sem uppgjöf. „Mín
bíður ekkert nema gott,“ voru
kveðjuorð hennar til dótturson-
ar.
Þórður Ingimarsson,
Eyþór Þórðarson.
Lífsgleði einkenndi Fjólu Jós-
efsdóttur. Hún hafði alltaf eitt-
hvað til að gefa, góð orð og upp-
örvun. Áhugi hennar fyrir
velferð fjölskyldunnar var ein-
stakur. Guðstrúin var henni svo
einlæg og eðlileg og einkenndi
allt hennar líf, hugsun og athafn-
ir
Hún var alin upp á Hjalteyri
við Eyjafjörð hjá fósturforeldr-
um, Rósu og Sigtryggi í Brekku,
þau voru alþýðufólk og bjuggu
við þröngan kost. Fjóla elskaði
þennan stað og var það henni
mikil gleði þegar börnin hennar
eignuðust hús á Hjalteyri. Það
voru gleðistundir í lífi hennar
þegar hún gat verið þar, en
vegna vanheilsu hennar urðu
Hjalteyrarferðirnar ekki marg-
ar. Þetta hús var sögulegt stórt
hús sem var byggt af Thor Jen-
sen í upphafi 20. aldar. Húsið var
að niðurlotum komið þegar fjöl-
skyldan eignaðist það. Húsið var
lagfært og gert nothæft og þrjú
sumur rak Þórey dóttir hennar
kaffihús þar.
Ung að aldri veiktist Fjóla af
Akureyrarveikinni og varð að
liggja mánuðum saman á gamla
spítalanum á Akureyri. Þessi
sjúkdómur hafði áhrif á allt
hennar líf og lá eins og hún sagði
oft eins og falinn eldur í líkama
hennar og gat blossað upp og
brotist út í köstum og verkjum.
Og aldrei var hún laus við verki
og vanlíðan. Það er svo undarlegt
til þess að hugsa að svona góð og
jákvæð manneskja eins og Fjóla
var, hafi þurft að líða eins og
raun bar vitni. Síðustu ár bundin
hjólastól og hjúkrunarheimili.
Eigi að síður var hún sérstak-
lega jákvæð og bjartsýn kona
sem vildi öllum vel og lagði alltaf
gott til málanna, var alltaf hvetj-
andi við sína nánustu. En ákveð-
in gat hún líka verið og hafði
skoðanir á flestum hlutum.
Hún náði vel til ungu kynslóð-
arinnar og barnabarnanna, hún
skildi vel þeirra gleði og sorgir.
Og stundum leit hún í kaffiboll-
ann eða spilin og sá fram í tím-
ann.
Hann er bjartur bollinn þinn,
sagði hún oft. Og oftar en ekki
rættist það sem hún sagði.
Hún var heimavinnandi fyrir-
myndar húsmóðir. Hún giftist
ung Eyþóri Magnúsi Bærings-
syni og saman stóðu þau í lífs-
baráttunni frá því að byrja í fá-
tækt með tvær hendur tómar til
bjargálna. Eyþór fór út í versl-
unarrekstur og stofnaði Magga-
búð fyrst á Laugvegi 134 síðar Á
Framnesvegi og við Kaplaskjóls-
veg. En rétt þegar batnandi
efnahagur þeirra blasti við kom
reiðarslagið. Eyþór Magnús lést
aðeins 56 ára gamall. Fjóla var
ekkja í 40 ár.
Ég var ungur þegar ég kynnt-
ist Fjólu og kom inn í fjölskyld-
una. Hún tók mér einstaklega
vel frá fyrstu stund og var mér
elskuleg tengdamóðir. Ég skynj-
aði það þegar ég kvaddi hana í
ágúst sl. að við myndum ekki
sjást aftur í þessu lífi. Og líklega
hefur hún líka skynjað það. En
hennar einlæga kærleiksríka
vinátta var svo sönn og hlý að ég
fór frá henni glaður í huga og
fullur af þakklæti.
Kristján Baldursson.
Minningarnar um ömmu
Fjólu streymdu fram í hugann
þegar við fréttum að hún væri
farin frá okkur.
Amma Fjóla var ljúfasta
amma sem maður getur hugsað
sér og á sama tíma tókst henni
að vera svo skemmtilega ákveðin
og pólitísk. Hún kaus alltaf í
kosningum og lá ekki á skoðun-
um sínum um hvaða flokk og for-
setaframbjóðanda maður ætti að
kjósa.
Amma Fjóla studdi okkur
alltaf í því sem við tókum okkur
fyrir hendur og hvatti áfram á
allan hátt. Það var alltaf gott að
tala við ömmu, hvort sem það
var í símann eða þegar við kom-
um í heimsókn, hún lumaði allaf
á einhverju fallegu hóli, sem öll-
um þykir svo vænt um að heyra.
Eins var gaman að heyra hana
segja sögur um verur sem ekki
öllum er gefið að sjá og fá hana
til að spá í spil eða bolla.
Hún kenndi okkur líka margt.
Sérstaklega munum við eftir því
hvað amma Fjóla fór alltaf vel
með það sem hún átti. Hún púss-
aði skóna sína reglulega þannig
að skór sem voru margra ára
gamlir litu út sem nýir. Svo
sýndi hún okkur gömul föt eða
húsbúnað og sagði hve langt var
síðan hún eignaðist þetta og
benti stolt á að samt væri það al-
veg óslitið. Þessi lærdómur, að
fara vel með hlutina sína, er ein-
staklega dýrmæt og góð áminn-
ing.
Amma Fjóla var nýtin en jafn-
framt mjög gjafmild og gaukaði
oft að okkur smáaur þegar við
komum í heimsókn. Afmælis-
gjafirnar og jólagjafirnar frá
ömmu voru mjög rausnarlegar
en hún gaf okkur oft falleg nátt-
föt sem við sváfum í á jólanótt.
Við fengum oft að gista hjá
ömmu á Reynimelnum, þar var
alltaf mjög notalegt að vera og
góður og rólegur andi. Hún hafði
þann sið að blessa húsið fyrir
svefninn og áður en hún fór út úr
húsi. Þegar við vorum yngri var
húsið hennar fullt af blómum og
sumar klifurplönturnar virtust
endalausar. Skotið með gervi-
arninum var líka svo fallegt og
snyrtilegt að maður þorði varla
að snerta neitt. Á jólunum hafði
hún fallegasta jólaskraut sem við
höfðum séð, litla kirkju með ljósi
inni í og bómullarsnjó.
Amma Fjóla þjáðist alla tíð
sem við þekktum hana af mikilli
gigt, en hún sýndi mikinn styrk í
gegnum þennan sjúkdóm og
kenndi okkur að vera sterkar og
jákvæðar þrátt fyrir að eitthvað
bjátaði á. Amma gat ekki farið
mikið út úr húsi síðustu árin en
fylgdist samt vel með. Oft sat
hún við gluggann og virti fyrir
sér mannlífið fyrir utan. Eins
fylgdist hún alltaf vel með frétt-
um og því sem var í tísku og gaf
okkur stundum góð ráð í þeim
efnum.
Minningin um ömmu Fjólu er
góð minning um ljúfa, sterka og
glæsilega konu, blessuð sé minn-
ing hennar.
Ömmubörnin,
Þórhildur Fjóla
og Sólveig Hlín.
Margar góðar minningar eig-
um við systur um hana ömmu
Fjólu. Alltaf var svo notalegt að
koma í heimsókn til hennar,
heimilið hlýtt og fallegt, þar sem
hver hlutur hafði sinn stað og
sína sögu. Hún fór vel með alla
hluti og það skipti engu hvort
hluturinn var dýr eða ódýr.
Amma var virðuleg og smart,
hún vandaði sig í klæðavali og
passaði að fötin væru í stíl, hún
vildi alltaf vera vel til höfð og
setti upp hatt þegar hún fór að
heiman, okkur þótti hún afar
glæsileg.
Ótal sögur og frásagnir rifjast
upp, en amma hafði alltaf frá svo
mörgu að segja. Sögur úr barn-
æsku, skemmtilegir draumar
eða önnur atvik sem drifið höfðu
á dagana. Amma var líka sérlega
næm, hafði einstaka hæfileika til
að lesa fólk og sjá fyrir óorðna
hluti. Hún var ekki feiminn við
að tala um trú sína á guð, líf eftir
dauðann og að það er margt sem
við ekki sjáum með berum aug-
um, málefni sem í raun eru sjald-
an rædd. Þessi sannfæring sem
hún miðlaði til okkar hafði án efa
áhrif á viðhorf okkar til lífsins.
Amma var einstaklega hlý og
einlæg, hún hvatti okkur áfram í
hverju sem var án fordóma og
hafði alltaf göfug gildi að leið-
arljósi. Því miður var hún alla tíð
léleg til heilsunnar og þá tíð sem
við þekktum hana átti hún erfitt
um gang og að fara inn og út úr
bíl en henni þótti einstaklega
gaman að fara í bíltúr. Það var
alltaf erfitt að kveðja ömmu, við
vildum verja meiri tíma hjá
henni og þótti leiðinlegt að skilja
hana eftir eina. En amma var
alltaf bjartsýn og jákvæð og
reyndi að gera gott úr hlutunum.
Okkur þótti svo vænt um hana
ömmu okkar, hún var einstök
kona á svo margan hátt. Minning
hennar lifir með okkur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Kristín Hildur Kristjáns-
dóttir og Þuríður Helga
Kristjánsdóttir.
Kaffibolla snúið þrjá hringi
réttsælis yfir höfði sér og þrjá
hringi rangsælis, krossmark,
blásið í og hvolft á heitan ofninn.
Margir þeir er sóttu ömmu mína
Fjólu heim gerðu þessar æfingar
og biðu spenntir eftir að þornaði
í bollanum og amma tæki hann
upp og liti í hann. Stundum var
amma ekki upplögð og þá var
bollinn skilinn eftir á ofninum
sem bar þess merki að kaffiboll-
um væri á hann hvolft. Það er
nefnilega svo að meðan sumir
trúa á Guð almáttugan og aðrir á
stokka og steina, hafa þeir verið
til sem trúðu ekki minna á ömmu
Fjólu og það sem hún sá í kaffi-
bollanum þeirra eða las úr spil-
um. Margsannað þótti að spá-
dómar hennar kæmu fram og
magnað þegar jafnvel var hægt
að rata í fjarlægum löndum eftir
leiðarlýsingu ömmu fenginni úr
kaffibolla. Líklegast var það þó
hæfileiki ömmu til að hvetja fólk
til dáða, sjá það jákvæða í hverri
stöðu og greiðu leiðina fram veg-
inn, sem var undirstaðan í trúnni
á hana.
Það kom fyrir að amma liti í
bollann minn og oftast byrjaði
hún á því að segja „ það er bjart
yfir bollanum þínum, Fjóla mín“
og því trúði ég og það hefur
hingað til staðist. Þetta voru
notalegar stundir. Amma sat í
hægindastólnum sínum, velti
bollanum milli handanna og
spáði í hann. Stofuklukkan tifaði
taktfast, en þó var sem hún tifaði
ekki í takt við aðrar klukkur
heldur að inni hjá ömmu minni
væri annar tími og önnur stund
en sú sem beið fyrir utan dyrnar.
Heimsókn hjá ömmu hófst
alltaf á því að ketillinn var settur
upp og kaffi lagað upp á gamla
mátann. Ég sat jafnan á háum
tröppustól í eldhúsinu hennar,
uppáhaldsstól frá því ég var lítil,
spjallaði við ömmu og hlustaði á
hana lýsa því þegar hún sá
huldufólk í bláum klæðum rek-
andi sitt huldufé á hulduhestum
og þegar hún sá svipi sem gerðu
boð á undan komu gesta eða
fylgdu þeim. Einnig hlýddi ég á
sögur hennar af sjálfri sér, ungri
stúlku á Hjalteyri. Frásögn
hennar var jafnan leikandi létt
og ljóslifandi. Henni þótti afar
vænt um æskuheimili sitt
Brekku og fósturforeldra sína
sem hún kallaði mömmu og
pabba. Á heimilinu bjuggu einn-
ig amma hennar og afi. Minn-
isstæð er frásögn hennar af hús-
lestrum afa síns við kertaljós í
litlu stofunni heima í Brekku.
Þétt var setið en hátíðleiki, ró og
kærleikur alltumlykjandi, hljóm-
andi í sálmasöng heimilisfólks-
ins. Þetta voru minningar sem
henni þótti vænt um og yljaði sér
við.
Amma var lífsglöð kona,
heillandi og með mikla útgeislun.
Hún hafði unun af söng og naut
þess að syngja sjálf enda með
hreint ágæta söngrödd. Amma
trúði á líf eftir þetta líf og taldi
sig hafa sönnun þess í mörgu því
sem hún hafði sjálf upplifað og
séð bæði í draumi og vöku.
Af hlýjum hug kveð ég ömmu
mína Fjólu með vísuorðum úr
sálmi sem hún kenndi mér og
hafði yfir þegar hún í veikindum
eða sorg styrkti hug sinn:
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Fjóla.
Hálfmánar, vanilluhringir,
gyðingakökur, piparkökur, loft-
kökur, möndlukökur, spesíur,
kúrennukökur, súkkulaðikökur.
Minnst níu sortir og að auki:
kanilterta, sveskjuterta, rjóma-
terta, jólakaka og randalín. Á
jóladag svignaði kökuborðið hjá
ömmu Fjólu undan kræsingum
sem rennt var niður með heitu
súkkulaði. Allar þessar kökur
voru þó aðeins eftirréttur því að
sjálfsögðu var aðalrétturinn
hangikjöt með laufabrauði og til-
heyrandi.
Amma Fjóla var fyrirmynd-
arhúsfreyja vestast í Vestur-
bænum, heimavinnandi alla tíð
og heil í því starfi sínu. Fjöl-
skyldan var henni allt og hún
studdi eiginmann, börn og
barnabörn og hvatti til góðra
verka. Drauma sem hún hafði
fyrir sína hönd sá hún að ein-
hverju leyti rætast í þeim.
Amma og afi, Fjóla og Magn-
ús, hófu sinn búskap árið 1941 á
Kárastíg 9, Reykjavík. Þar
leigðu þau lítið risherbergi.
Þvottaaðstaðan var vaskafat og
eldaaðstaðan prímushella.
Amma minntist þessa fyrsta
heimilis með hlýju, þar bjó hún
með frumburð sinn og fyrsta sól-
argeislann, en svo nefndi hún
börnin sín, og naut þess að ann-
ast hann þó að þröngt væri búið.
Húsnæðisskortur var í Reykja-
vík á þessum tíma og var það
fyrir áræðni ömmu að þau fengu
leigða íbúð í nýbyggðu húsi á
Rauðarárstíg 32 árið 1942, en
hún kannaðist við eigandann,
byggingarmeistara fram-
kvæmda við síldarverksmiðjuna
á Hjalteyri. Í íbúðinni var stofa,
eldhús og herbergi. Herbergið
leigðu þau út þannig að enn var
þröngt um þau. Á Rauðarárstíg
eignuðust þau dætur sínar. Með
ráðdeildarsemi og dugnaði
byggðu þau sér hús, Skipasund
51, og bjuggu þar nokkur ár eða
þar til þau festu sér húsnæði á
Vesturgötu 53 b árið 1954. Þar
bjuggu þau til ársins 1969 er þau
fluttu á Reynimel 78.
Á Reynimelnum voru jólaboð-
in haldin. Börn okkar eiga einnig
minningar frá þeim en síðasta
Fjóla Jósefsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÚLÍA GARÐARSDÓTTIR,
Hjallalundi 20,
Akureyri,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 31. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Garðar Lárusson, Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir,
Karl Óli Lárusson, Þórdís Þorkelsdóttir,
Þráinn Lárusson, Þurý Bára Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.