Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 11
Skátar Hópur skáta úr Skjöldungum í Reykjavík á landsmóti skáta á Hreðavatni árið 1970. ám. Ingvar vildi að íslenskir skátar gengju í Det danske Spejderkorps en það hugnaðist félögum hans lítt. Stofnun Skátafélags Reykjavíkur Haustið 1912 átti Pálmi Páls- son, yfirkennari við Menntaskólann, frumkvæði að því að þeir skátar sem starfað höfðu hjá Ingvari söfn- uðu saman um þrjátíu drengjum er stofna skyldu með sér skátafélag. Pálmi treysti sér þó ekki sjálfur til að gegna störfum félagsforingja. Þá fékk Helgi Tómasson hinn kunna glímukappa Sigurjón Pétursson á Álafossi til að taka að sér störf fé- lagsforingja. Sem sveitarforingja fékk hann til liðs við sig tvo aðra landsfræga íþróttamenn, þá Bene- dikt G. Waage og Helga Jónsson í Brennu. Litu piltarnir mjög upp til Sigurjóns sakir íþróttaafreka hans og glæsimennsku. Stofn- fundur félagsins var haldinn í „Fjósinu“ við Menntaskólann í Reykjavík hinn 2. nóvember 1912 og telst sá dagur stofndagur skáta- hreyfingarinnar á Íslandi. Síðar í dag verður afhjúpaður kop- arskjöldur á Fjósinu til minningar um þennan atburð. Skátafélag Reykjavíkur varð brátt um áttatíu manna félag og á árunum 1913–1914 var mikill kraft- ur í starfinu. Æfingar fóru fram í Íþróttahúsi Menntaskólans og voru verkefnin meðal annars Kims-leikir, athyglisleikir, flaggstafrófið, hnúta- kunnátta, skátalögin, bundið um sár með þríhyrnu, blóðrás stöðvuð og sjúkrabörur útbúnar. Einnig lærðu skátar mannasiði, háttvísi og virðingu fyrir þjóð og fána. Þessi tilvitnun er úr dagbók Helga Tóm- assonar 1. mars 1913: „...logn og frost og snjór – útiæfing, fundum vængbrotinn snjótittling og veittum honum fyrstu hjálp“. Þá um haustið var haldin hlutavelta og keypt tromma og sjö lúðrar frá Englandi fyrir ágóðann. Þetta fyrsta skátafélag á Ís- landi starfaði ekki nema í örfá ár, en á sumardaginn fyrsta 1913 stofnaði séra Friðrik Friðriksson skátafélagið Væringja sem var lang- stærsta skátafélag lands- ins næsta aldarfjórðunginn. Á næstu árum barst skátahreyf- ingin til kaupstaða og kauptúna hringinn í kringum landið og árið 1922 var fyrsta kven- skátafélagið stofnað. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 1. Orð skáta eru áreiðanleg. 2. Skáti er trúr við konung sinn, foreldra og yfirmenn. 3. Það er ein af aðalskyldum skátans að hjálpa öðrum. 4. Skátinn er vingjarnlegur við alla og bróðir annarra skáta, jafnt ríkra sem fátækra. 5. Skáti er kurteis við konur, gamalt fólk og örkumla menn. 6. Skáti gerir daglega eitthvert góðverk. 7. Skáti er vinur dýranna. 8. Hin fyrsta skylda skát- ans er að hlýða. 9. Skátinn á ávallt að vera í góðu skapi. 10. Skátinn er fégætinn. Fyrsta gerð skátalaganna HEILRÆÐI SKÁTA Nú þegar vinir manns eru komnir í fullorðinna manna tölu og farnir að búa sjálfir og stofna fjölskyldu er alltaf dálít- ið notalegt að koma á æsku- heimili þeirra. Þar hafa foreldr- arnir jafnvel búið alveg síðan maður kynntist vininum eða vinkonunni og það heimili teng- ist æskuminningum manns því jafn náið og manns eigið heim- ili. Þessu velti ég fyrir mér ný- lega þar sem ég sat í stofunni hjá foreldrum vinkonu minnar sem býr erlendis. Hún var stödd heima í fríi og dvaldi á meðan í foreldrahúsum. Mér varð hugsað til skemmtilegra afmælisboða þegar við vorum litlar stelpur. Kökur og kruðerí á borðum og svo var farið í leiki um allt húsið sem er á þremur hæðum. Háaloftið var líka spennandi en um leið dálítið draugalegt. Seinna á ég minn- ingar um að haf setið í stofunni og slúðrað og óað og æjað yfir einhverjum strákum að hætti unglinga. Á tröpp- unum fyrir utan héngum við líka oft allt of lengi eftir skóla og kjöftuðum frá okkur allt vit. Kannski héldum við að heimalærdóm- urinn myndi bara hverfa á meðan? Þegar árin liðu færðist herbergi vinkonu minnar niður í kjallara hússins. Þetta færði aukið frelsi og manni fannst dálítið fullorð- inslegt að hún byggi svona „út af fyrir sig“. Þarna sátum við við kertaljós og hlustuðum á tónlist, ræddum um lífið og lás- um blöð. Stundum var líka sleg- ist um spegilinn þegar átti að halda út á lífið og litla skonsan nýtt sem upphafs- punktur skemmti- ferða í miðbæinn. Það er alltaf jafn gaman og kemur manni svolítið á óvart hvernig um- hverfi, lykt og hljóð geta fært mann aft- ur í tímann. Skyndilega er mað- ur kominn aftur í tímann og er bara rétt fermdur og ósköp „vitlaus“. Það er ágætt svona í stutta stund en svo er bara gott að vera maður sjálfur í núinu. Stutt heimsókn aftur í tímann Ljósmynd/Norden.org Unglingar Fróðlegur tími. Á tröppunum fyrir utan héng- um við líka oft allt of lengi eftir skóla og kjöft- uðum frá okkur allt vit. Mæja masar maria@mbl.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Hæðasmára 6 201 Kópavogi www.lifandimarkadur.is Fákafeni 11 108 Reykjavík Nýtt Argan olían frá NO W Mjög rakagefandi olía sem lætur hárið glansa og gefur hársverði, húð og naglaböndum raka til að viðhalda heilbrigði. Argan olían er 100% hrein , lífræn og rík af fitusýrum –Olía sem allir þurfa að eiga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.