Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012
Þingflokkur VG hefur skroppiðnokkuð saman á kjör-
tímabilinu. Og þeir sem eru innan-
borðs enn eru margir illa sviknir. Þó
ekki eins illa sviknir og þeir mörgu
kjósendur eru sem
glaðbeittir veittu
honum stuðning vor-
ið 2009.
Axel Jóhann Ax-elsson skrifar:
Steingrímur J.hefur látið það
berast til „síns
fólks“ að það þurfi
ekki að hafa áhyggj-
ur af því að stór-
breytingar verði á
næstunni á hans
pólitísku högum fái
hann sjálfur einhverju um það ráð-
ið.
Þessi tilkynning hans til „sínsfólks“ væri hins vegar stór-
kostlegt áhyggjuefni fyrir allt ann-
að fólk í landinu, ef ekki væri fyrir
þá vissu og trú að fylgi Vinstri
grænna muni hrynja í vorkosning-
unum og því lítil hætta á öðru en að
stórbreytingar verði á pólitískum
högum Steingríms J. og flokks hans
að þeim loknum.
Ekki er ólíklegt að SteingrímurJ. trúi sjálfur eigin vonum og
þrám um áframhaldandi setu sem
„allsherjarráðherra“ nánast alvald-
ur í næstu ríkisstjórn, eins og hann
hefur verið í þeirri sem nú situr að
sögn Björns Vals, en fái kjósendur
einhverju ráðið munu þeir dag-
draumar félaganna Steingríms J. og
Björns Vals ekki rætast.
Fyrir þjóðina eru draumar þeirrafélaga hrein martröð, enda
mun ekkert gerast að ráði í atvinnu-
og öðrum framfaramálum landsins
fyrr en eftir stjórnarskipti.“
Axel Jóhann
Axelsson
Áhyggjur
og martröð
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 1.11., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Bolungarvík -3 snjókoma
Akureyri -2 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 0 léttskýjað
Vestmannaeyjar -1 heiðskírt
Nuuk -6 heiðskírt
Þórshöfn 7 þoka
Ósló 3 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 7 alskýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 7 skúrir
Brussel 10 skúrir
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 8 skúrir
París 12 skýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 6 skýjað
Berlín 6 skúrir
Vín 6 skúrir
Moskva 0 alskýjað
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 22 skýjað
Winnipeg -2 alskýjað
Montreal 7 skúrir
New York 7 heiðskírt
Chicago 2 skýjað
Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:16 17:07
ÍSAFJÖRÐUR 9:35 16:59
SIGLUFJÖRÐUR 9:18 16:42
DJÚPIVOGUR 8:49 16:34
Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar og
samstarfsaðilar hafa tekið í notkun
nýja tækni sem gerir kleift að fylgj-
ast með ferðum þorska. Tæknin
byggist á fiskmerkjum sem senda
upplýsingar um ferðir fiskanna um
gervitungl. Þannig fást gögn um
hegðun og umhverfi fiskanna án
þess að endurveiða fiskana. Það er
nýjung í þorskrannsóknum. Slík
gögn gefa meðal annars nýjar hag-
nýtar upplýsingar um þorskinn
þegar hann dvelur utan veiðisvæða.
Fyrstu niðurstöður rannsókna
sem hófust í vor lofa góðu, segir í
fréttatilkynningu. Vænir hrygn-
ingarfiskar sem merktir voru í
Faxaflóa hafa m.a. komið fram bæði
sunnan við land og norðan, allt að
600 kílómetra frá merking-
arstaðnum.
Fundur til kynningar á rannsókn-
inni og niðurstöðum úr rannsóknum
á ýsu og steinbít í Hvalfirði verður
haldinn þriðjudaginn 6. nóvember
kl. 15, í Víkinni – Sjóminjasafninu,
Grandagarði 8 á 1. hæð og er öllum
opinn.
Gervitunglamerki sýna ferðir þorska
Merktur Jóhannes Sturlaugsson og Erlendur Geirdal merkja golþorsk.
Sigríður Á. And-
ersen, héraðs-
dómslögmaður
og varaþingmað-
ur, gefur kost á
sér í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík vegna
alþingiskosninga
á næsta ári.
Hún hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4.
sæti í prófkjörinu sem fram fer 24.
nóvember næstkomandi.
Sigríður var einn stofnenda og
talsmanna Advice-hópsins sem
lagðist gegn samþykkt Icesave-
laganna í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni á síðasta ári. Hún situr um
þessar mundir á Alþingi sem vara-
maður í fjarveru Ólafar Nordal.
Flokkurinn nái vopnum sínum
Sigríður telur að staða Sjálf-
stæðisflokksins mætti vera betri.
„Ef marka má skoðanakannanir í
upphafi kosningavetrar er staða
Sjálfstæðisflokksins ekki jafngóð
og hún ætti að vera eftir tæp fjögur
ár í stjórnarandstöðu. Ég tel afar
mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn
nái vopnum sínum, gangi óhikað til
þjóðþrifaverka og segi það sem
segja þarf um ríkisfjármálin, stöðu
heimilanna og leiðirnar til aukins
hagvaxtar,“ segir Sigríður meðal
annars.
Sigríður gefur kost
á sér í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks
Sigríður Á.
Andersen
Sérsmíðaðar baðlausnir
Speglar • Gler • Hert gler
Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar
Sandblástur • Álprófílar
Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað
okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir á
baðherbergi.
Við bjóðum upp á
sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtu-skilrúm.
Þá erum við komnir með nýja
útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922