Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að ná þeim áhrifum að þú getir opnað þér nýjar leiðir í leik og starfi. Mundu bara að tala skýrt og skorinort svo enginn þurfi að velkjast í vafa um tilgang þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Leggðu þig fram um að eiga gott sam- starf við vinnufélaga þína. Reyndu að finna þér farveg og leggðu þig svo alla/n fram; sjálfum þér og öðrum til ánægju. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Flanaðu ekki að neinu, heldur tékk- aðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þegar þú grípur til aðgerða. Taktu ekki allt bók- staflega sem þú heyrir heldur sannreyndu það sjálfur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Athygli fólks beinist að þér einhverra hluta vegna. Fjölskyldan er hornsteinninn hvort heldur er í gleði eða sorg. Komdu því á hreint hvað skiptir máli í þínu lífi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefðir gott af því að bregða út af vananum og gera eitthvað óvenjulegt. Þú munt koma fjölskyldu og vinum á óvart. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er freistandi að sökkva sér niður í heimspekilega kima núverandi aðstæðna. Spallaðu við fólkið í kringum þig og fáðu við- brögð við mikilvægum álitamálum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Flest virðist ganga þér í haginn og haldir þú vöku þinni ætti ekki að verða breyting þar á. Reyndu ekki að ganga lengra því það hefnir sín alltaf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Að öllum líkindum gefur þú mikið af þér en færð ekkert í staðinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Margir Bogamenn munu flytja eða skipta um vinnu á þessu ári. Stuttar ferð- ir, erindi, tjáskipti við systkini og skyldfólk og verslun og viðskipti eru í brennidepli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er hætt við að þú reiðist vini þínum. Gefðu umhverfi þínu meiri gaum. Að öðrum kosti endar allt með ósköpum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir laðast sterklega að ein- hverjum í dag, ástríður gera vart við sig í samböndum. Gefðu þér tíma til að hitta vini og félaga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er gaman að komast að öllu um nýja vini, en nú viltu kynnast betur gömlum vini. Búðu þig undir samræður og samtöl við hópa og einstaklinga á næstu vikum. Hagyrðingamót undir stjórnRagnars Inga Aðalsteinssonar verður haldið laugardaginn 3. nóv. kl 20 í sal Líf fyrir Líf, lista- og minn- ingamiðstöðvar, Laugavegi 103. Hagyrðingarnir Bjarki M. Karls- son, Helgi Zimsen, Sigrún Haralds- dóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson munu kveðast á og standa fyrir vísnasölu. Inngangseyrir er hóflegur og mál- efnið gott, en allur ágóði kvöldsins verður nýttur til að koma aftur á skólamáltíðum í grunnskóla ABC í Pakistan. Þá er fitjað upp á þeirri nýjung að gestir geta keypt vísur, en vísa ort á staðnum kostar 2.500 og fyrirfram- pöntuð vísa kr. 5.000. Þá er það skjalfest, gangverðið á vísunum. Hægt er að panta vísu fyrirfram með því að senda tölvupóst á ria@hi.is. Sigrún er sem fyrr segir meðal hagyrðinganna, en hún tróð nýverið upp á hagyrðingakvöldi á Laugum, en þar var til umræðu umdeild mynd um sauðfé og eins höfundur mynd- arinnar. Sigrún orti: Eigi skal um hana hirða og hennar auma skraf en kannski væri klókt að girða kerlinguna af. Sigmundur Benediktsson tekur flestum fram í hringhendum, enda gaf hann út í vetrarlok bókina „Þeg- ar vísan verður til“ með 333 hring- hendum og dýrt kveðnum vísum. Oft blæs veðrið mönnum anda í brjóst: Fátt nú letur lífsins hel, lundartetrið grætur. Krapahret og kuldaél, komnar veturnætur. Ganga ströndu öldur á, ógnar löndum spáin. Kveina önduð kuldablá klakabönduð stráin. Kólnar tíðin, kveður sól, kyljur níða landið, ýmsra bíða engin skjól, allt er kvíða blandið. Pétur Stefánsson tekur í sama streng: Heldur betur fjúka fer. Að fólki setur kvíða. Kargur vetur kominn er með kafaldshreti víða. Ágúst Marinósson hugsar vestur um haf: Í Ameríku er ósköp hvasst, allt í grænum sjó. Sandy á þeim andskotast, er ekki komið nóg? Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af hringhendum, krapa- hreti og sauðkindinni Víkverji er svolítið ánægður meðsig þessa dagana vegna þess að hann er alls staðar í hringiðunni og við stöndum okkur eins og hetjur. x x x Í fyrrakvöld hófst undankeppniEvrópumóts karla í handbolta og auðvitað byrjuðu strákarnir okkar með glæsibrag, unnu sterka Hvít- Rússa með átta marka mun. Sérlega var gaman að fylgjast með framtaki Arons Pálmarssonar, sem gerði ekki aðeins 11 mörk eins og annar snill- ingur, fyrirliðinn Guðjón Valur Sig- urðsson, heldur var hann öflugur í vörninni, stal boltanum hvað eftir annað og átti margar stoðsendingar. Hann vann alla helstu titla með Kiel, besta liði heims, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, besta þjálfara heims, á liðnu keppnistímabili og hlýtur að koma sterklega til greina sem Íþróttamaður ársins. x x x Stelpurnar okkar hafa líka verið ísviðsljósinu að undanförnu. Ís- lenska kvennalandsliðið í hópfim- leikum varð Evrópumeistari á dög- unum og um svipað leyti tryggði kvennalandsliðið í fótbolta sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í ann- að sinn. Það er langt því frá að vera sjálfgefið og árangurinn undir- strikar getuna. Strákarnir í fótbolt- anum hafa aldrei komist á stórmót en þeir eru til alls líklegir eftir góða byrjun í undankeppni HM. x x x En það er ekki aðeins íþróttafólkiðsem fær landann til að brosa og gleyma áhyggjum. Íslenskt tónlist- arfólk fer á kostum og framboðið er svo mikið að helst þarf að skipu- leggja sig í excel. x x x Í dag er þriðji í Airwaves og lönguuppselt á alla viðburði en það er ekki leiðinlegt að geta hlustað á Of Monsters and Men utan dagskrár á Slippbarnum síðdegis og Mugison í Netagerðinni skömmu síðar. Þetta er fólk sem kann sitt fag og nýtur vinsælda víða um heim en er jarð- bundið og kemur fram á látlausan en eftirminnilegan hátt. Sannarlega frábærir fulltrúar. víkverji@mbl.is Víkverji Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yð- ur skuluð þér einnig elska hvert ann- að. (Jóhannesarguðspjall 13:34) eftir Jim Unger „ÞÚ ÞARFT AÐ FULLORÐNAST EINHVERN TÍMA. FARÐU MEÐ HANN Í ÞRJÁR LEIKFANGAVERSLANIR OG LÁTTU GERA TILBOÐ Í VIÐGERÐINA.“ HermannÍ klípu „MÉR SÝNIST ÞIÐ BARA VERA Í GÓÐUM MÁLUM. AÐ MINNSTA KOSTI MIÐAÐ VIÐ MEÐALFJÖLSKYLDU Í KÍNA.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga gæða- stundir saman. EKKITRUFLA FJÁRMÁLA- RÁÐGJÖF ÉG ER VEIKARI EN ÉG HÉLT! BERGMÁLS- HÓLL BERGMÁLS- HÓLL HÓST!HÓST ÉG MUN ALDREI GLEYMA HVAÐ MAMMA SAGÐI ÞEGAR HÚN HITTI ÞIG FYRST ... HVAÐ VAR ÞAÐ? „ERTU EKKI AÐ GRÍNAST?“ VERKFÆRIN FYRIR SKÓLANA FÁST Í BRYNJU Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919 Áratuga þekking og reynsla Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is | opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Hefilbekkir – hverfisteinar – brýni – tálguhnífar smáfræsarar – útskurðar – rennijárn Ný heimasíða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.